Alþýðublaðið - 11.03.1966, Side 14
* Beatrix
Framhald af 1. síffn
■vegna !þess að liún vildi vinna
fcina vinstri sinnuðu borgarbúa
á sitt band. Konungleg brúð-
baup í Hollandi fara annars
íram í Haag. Segja má að brúð
feaupið í dag hafi hvorki orðið
sigur eða ósigur fyrir brúðhjón-
in. Sumsstaðar voru áhorfendur
færri en lögregla og herlið. Mik
tll meirihluti borgarbúa fylgdist
tneð brúðkaupinu í sjónvarpi og
Iþegar brúðhjónin sýndu sig á
fevölum hallarinnar, voru ekki
nema um 2000 manns fyrir til
að ‘hylla þau.
Seinni vígslan fór fram . West
«rkirk, sem er 300 ára gömul
fcirkja, en þar er m.a. Rembrandt
grafinn.
Borgarstjórinn i Amsterdam,
sem framkvæmdi fyrri vígsluna,
sagði m.a.: „Ég er viss um að
•eftir því sem fleiri Hollendingar
feynnast yður og þér nálgist þjóð
ina, mun almenningur læra að
virða yður.“ Hér beindi hann
máli sínu til brúðgumans. Bæði
svöruðu með háu og skýru jái,
þegar þau voru spurð hvort
jþau vildu eiga livort annað,
Brúðarfylgdin samanstóð af
ell$fu riddurum, en liver þeirra
bar fána eins fylkis í Hollandi.
Síðán komu brúðarmeyjar, Júlí-
aná drottning, Bernhard prins
og Goesta von Amsberg. móðir
brúðgumans.
15—20 metra fjarlægð frá dýr-
unum, þannig að hægt verði að
skjóta þau með svokallaðri
deyfingarbyssu. Þá er deyfilyfi
skotið að þeim hverju fyrir sig,
Ef allt fer eftir áætlun og dýrin
sofna, verður komið undir þau
segli og þau síðan selflutt til
lands með þyrlunni.
Deyfingaraðferð þessi er mik-
ið notuð í stærsta dýragarði
Svíþjóðar í Norrköping, þar
sem vilt dýr hafa stórt umráða-
svæði. Sérfræðingur frá dýra-
garðinum mun framkvæma
deyfinguna.
Elgdýr
Framhald af 1. síðu.
ur til dýranna og hafa menn
vonað í lengstu lög, að fmd-
áttin breyttist og þau ræki 9ft-
ur upp undir landið, þannig, að
þau gætu synt síðasta spott-
þnn. En sú hefur ekki orðið
i-aunin á og í dag snéri lögregl-
án í . Sundsvall sér til flotans
I'-
þieð beiðni um hjalp.
Á morgun, föstudag, verður
farinn björgunarleiðangur, sem
á sér engan sinn lika í sögu
sænska flotans. Ein af þyrlum
flotans mun reyna að komast í
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓ'
Kjarval
Framhald af 3. síðu.
þeim tíma sem afmælið var og
í öðru lagi væru sýningarsalir
safnsins mun bjartari og málverk
nytu sín betur, þegar líða tæki
að vori og birta væri mun meiri
og betri en í svartasta skamm-
deginu.
Sýningin verður opin á venju-
legum sýningartímum safnsins og
um helgar verður hún opin sem
hér segir: Á laugardögum og á
sunnudögum frá hálf tvö til tíu
á kvöldin. í dag verður Lista-
safnið opið til kl. tíu í kvöld.
Þriðjungur þeirra mynda sem
Listasafnið á eftir Kjarval er
ke.vpt síðan safnið var gert að
sjálfstæðri stofnun fyrir þremur
árum.
í Listráði eru nú: Selma Jóns-
dóttir, Ásmundur Sveinsson, Þor-
valdur Skúlason, Gunnlaugur
Þórðarson og Jóhannes Jóhannes-
son.
Handrifamálið
fyrir rétti
HANDRITAMÁLIÐ verður tek
ið fyrir í Ostre-Landsrett 18—21.
apríl næstkomandi. Búist er við
að dómur í málinu gangi í maí
mánuði. Öruggt má telja að mál
ið ganigi til hæstaréttar 1 Dan-
möi-ku hvernig sem dómur undir
réttar fellur.
Aðsto'ð
Framhald af S. síðu.
andvíga, og í öðru lagi að létta
af ríkissjóði einhverjum útgjöld-
um, t. d. er snertu verklegar fram
kvæmdir eða niðurgreiðslu vöru-
verðs, en ekki væri nú talið rétt
að draga úr opinberum fram-
kvæmdum.
Ráðherra sagði, að stjórnarand-
stæðingar hefðu oft haldið því
fram, að niðurgreiðslur kæmu
launþegum að litlu gagni, en þess
væri að gæta nú, er laun væru
vísitölutryggð fengju launþegar í
hækkuðum launum bætur fyrir af-
nám niðurgreiðslu á hverri þeirri
vörutegund, sem greidd væri nið-
ur í dag.
Enn hefur- ekki verið ákveðið
hvenær verður dregið úr niður-
greiðslum, eða þær afnumdar á
einstökum vörutegundum, sagði
Eggert né hefur verið ákveðið
hvenær þær ráðstafanir taka gildi.
Allmiklar umræður urðu um
frumvarpið er ráðherra hafði lok-
ið máli sínu.
¥IStal
Framhald «r S- síSu.
sambandi við fiskiríið, að und-
anfarið hefur vetrarsíld verið
veidd við Færeyjar, en það
liefur ekki átt sér stað áður.
Margir bátar hafa fengið af-
bragðsafla síldar á miðunum
við Suðurey. Margir eru þeg-
ar komnir með kraftblakkir og
enn fleiri eru búnir að gera
ráðstafanir til að fá sér slík
tæki.
Síldin er einkum brædd, en
svolítið flutt ísað til Þýzka-
lands og Danmerkur. Það sem
háir okkur mest er skortur á
síldarbræðslum, en unnið er að
því að byggja síldarbræðslur
einmitt um þessar mundir.
Frá Guðspekifélaginu.
Stúkan „Dögun“ heldur fund í
kvöld í Guðspekifélagshúsinu, og
hefst hann kl. 20.30. Grétar Fells
flytur erindi: „Við Urðarbrunn".
Kaffiveitingar verða eftir fund-
inn.
útvarpið
Verðlækkun á hjólbörðum
Föstudagur 11. marz.
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.30 Við, sem heima sitjum
Sigríður Thorlacius les skáldsöguna. „Þei,
hann hlustar" eftir Summner Loeke
Elliot (24).
15.00 Miðdegisútvarp.
16,00 Síðdegisútvarp.
17.00 Fréttir.
17Ö05 Stund fyrir stofutónlist
Guðmundur W. Vilhjálmsson kynnir.
18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum.
Alan Coucher býr til flutnings fyrir börn og
unglinga. Sverrir Hólmarsson les söguna
um hvíta skipið.
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tónleikar — Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Kvöldvaka
a. Lestur fornrita: Færeyinga saga
OOOOOO-. x ><>ooOOOOOOOOOOOOO
Óláfur Halidórsson cand. mag. les (4).
b. „Smælingjar"
Björn J. Blöndal rithöfundur segtr sögu.
c. Tökum lagið.
Jón Ásgeirsson og forsöngvarar hans
örva fólk til heimilissöngs.
d. Leikmenn vígðir til prests
Séra Gísli Brynjólfsson flytur síðari frá
söguþátt stnn um prestafæð á öldinni, sem
leið.
e. „Odds rímur sterka" eftir Örn Arnarson
Magnús Guðmundsson les rímurnar og kveð
ur mansönginn fyrir hverri þeirra.
21.30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nóttin" eftir
Johan Bojer í þýðingu Jóhannesar Guð-
mundssonar.
Hjörtur Pálsson les (9).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
Lestur Passíusálma (28).
22.20 íslenzkt m'ál
Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur
þáttinn.
22.40 Næturhljómleikar: Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur í Háskólabíói.
23.15 Dagskrárlok.
V3 CR
KðSlf
560x15—4 kr. 807.00
670x15—6 — 1.070.00
820x15—6 — 1.500.00
500x16—4 — 625.00
600x16—6 — 968.00
750x16—6 — 1.863.00
650x20—10 — 1.900.00
750x20—10 — 3.047.00
825x20—12 — 3.454.00
Söluskattur er imiifalinn í verðinu, aðeins
fáir hjólbarðar af sumum stærðum óseldir.
Mars Trading Company hf.
Klapparstíg 20, sími: 1 73 73.
Sjómannafélag Reykjavíknr
lieldur
L'hombre spilakvöld
í Lindarbæ uppi, sunnudaginn 13. marz kl. 20.30.
Öllum L'hombre mönnum er heimil þátttaka meðan
húsrúin leyfir, sérstaglega eru eldri sjómenn velkomn-
ir sem áhuga hafa á L'hombre.
Skemmtinefndin.
Renault eigendur
Höfum tekið að okkur boddýviðgerðir og
sprautun. — Reynið viðskiptin.
BílaverkstæðiS VESTURAS
Síðumúla 15. — Sími 35740.
RÖSKUR SENDILL
Óskast til innheimtustarfa
strax
Alþýðublaðið
Faðir okkar
Ásgeir Jónsson
rennismiöur
lézt í Borgarspítalanum fimmtudaginn 10. þ.m.
Jón Ásgeirsson
Steinunn Ásgeirsdóttir
Einar Ásgeirsson.
^4 ,11. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ