Alþýðublaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.03.1966, Blaðsíða 7
Gildi sósíalismans hefur ekki minnkað Ræða Sigurðar Guðmundssonar, formanns SUJ á hátíðafundi Alþýðuflokksins Sigurður Guðmundsson Góðir gestir, ágætu jélagar. Seint verður til fulls metið og aldrei full þakkað hið djarfmann- lega áræði frumkvöðlanna í byrj- un þessarar aldar, er eldmóði gæddir hvöttu alþýðu landsins að brjóta af sér hlekki fátæktar og allsleysis, stofna með sér samtök. til bóta á kjörum sínum og reisa nýtt þjóðfélag frelsis, jafnréttis og bræðralags, þjóðfélag jafnað- arstefnunnar, sósíalismans. Slíkur stórhugur sem þeirra er torfund- inn í íslandssögunni, ég minnist aðeins tveggja atburða á þessari öld, sem hærra ber í sögu þjóð- arinnar. Þar á ég við fullveldið 1918 og endurreisn lýðveldisins 1944. Með stofnun fyrstu verkalýðs- félaganna í byrjun aldarinnar og stofnsetningu Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins árið 1916 berst til íslands hin nýja lífs- ,sýn er þá hafði lengi verið lífsvon þjóðanna í Skandinavíu og ann- ars staðar í álfunni, sú -fram- tiöarsýn um réttlátt og fullkomið þjóðfélag sósíalismans er reisa skyldi á rústum hins gamla, sem ekki var þess umkom- ið að tryggja öllum landsins börn- um góð og jöfn kjör. Það var ekki að undra, þóct þessi boðskapur hrifi hugi fólksins, það var ekki við öðru að búast en það tæki höndum saman í samtökum til bar- áttu fyrir bættum kjörum og stofn- un nýs þjóðfélags. Og þó er það undrunarefni hve skjótt alþýðan brást við, eins og högum var þá háttað hér á landi. hve fljótt hún þekkti sinn vitjunartíma. Okkur, sem nú erum ungir. er hálfrar aldar ævintýrið einlægt aðdáunarefni. Víst hefur á mörgu gengið á 50 árum. Stríð veður hafa st.aðið um alþýðuhreyfinguna á þessum tíma. Fjölmargir liðs- Framh. á 5. bls. Grafháhýsi í Rozzano Mikið vandamál hefur skot ið upp kollinum í Rozzano, sem er lítil borg á Norður- Ítalíu. Á síðastliðnum fimm árum hefur íbúatala borgar- innar vaxið úr 2000 í um það bil 5000, vegna mikilla flutninga frá suðurhluta lands ins — og sífeljt eykst straum- urinn. Einhvern veginn hefur tek- izt að hýsa alla þes«a nýju borgara, en litli kirkjugarður inn getur nú ekki lengur tek ið við fleiri „íbúum“, og hvergi er til staður fyrir nýj an kirkjugarð. Hvað á að gera? r Þetta vandamál var stjórn- endum Rozzano ofvaxið, svo að þeir gerðu boð eftir Nanda Vigo, 29 ára gamalli konu, sem cr starfandi arkitekt í Milano, og hefur aflað sér frægðar fyrir hugmyndauðgi. -Lausn ungfrú Vigo var mjög einföld: Fyrst ekki var hægt að koma hinum jarðmesku leifum niður, varð að senda þær upp. Samkvæmt þessari kenningu gerði hún teikningu af tveim ur grafháhýsum, 410’ feta há- um, sem reisa átti nálægt að al verzlunarhverfi borgarinn- ar. I hvoru grafháhýsi eiga að vera tuttugu hæðir, og til samans geta þau tekið við 14,480 ,,ibúum“ í aðskildum ■íbúðum. ,.Ekki þarf annað en að þrýsta á lyftuhnappinn og fara úr á réttri hæð“, segir ungfrú Vigo. „Enginn mokst- ur framvegis eða erfiði .... Ekki fleiri ljótar, stórar, tár fellandi myndastyttur, drúp- andi blóm, járngrindur um- luktar illgresi. Dauðinn verð- ur jafn eðlilegur þáttur í lífi manna og spaghettimáltið". Ráðamenn borgari'nnar virð ast mjög ánægðir með hug- Hefðbundin grafhýsi í Genúa Framhald á 5. síðu ►vwwwvwwwwwwwwvwvvwwvwwwwwvwww vvwvuMiuvvuuvwmvwvkU'.-wuwvwwJ Blómabúðin Gleymmérei , er flutt á ■ ! LAUGAVEG ^2 ^ , ,a ■ (verzlnnarhús Silla og Valda) Afskorin blóm og pottablóm, .gráð.urmoIjd, i fræ og laukar * BLÓMABÚÐIN GLEYMMÉREI Sími 31420 •’ 1 MÚRARAR j Vantar 3—4 múrara til að múiía hæð 1 í stórhýsi. Byggingafélagið SÚÐ Austurstræti 14 — Sími 16223 Heima 12469. Tilboð . óskast í neðantalda RENAULT-bíla: 1 Fregate (6 manna), árg. 1953. 1 Fregate, árgerð 1963. 1 Sendiferðabíll R4, árg. 1963. Bílarnir verða til sýnis í dag frá kl 1—5 i Brautar hoiti 20. Columbus hf. LOKAÐ Höfum lokað á laugardögum fyrst um sinn. Gler og Listar hfr Dugguvogi 23. — Sími 36645. Viöskiptaskráin 1966 Undirbúningi að prentun Viðskiptaskrár- innar 1966 er nú senn lokið. Þó er enn tími til að láta skrá sig. Starfandi fyrirtæki og einstaklingar, sem reka viðskipti í einhverri mynd, og ekki eru þegar skráð í bókinni, ættu að láta skrá sig. — Langflest starfandi fyrirtæki eru skráð í Viðskiptaskránni, það er því tvímælalaust akkur í því að hafa nafn sitt skráð þar. Forsvarsmenn félaga og stofnana, sem ekki eru skráð í bókinni, ættu einnig að láta skrá þau. Óskum um skráningu er veitt viðtaka í síma 17016 þessa og næstu viku. Viðskiptaskráin 1966 Tjarnargötu 4. — Sími 17016. Reykjavík. í ! • Áuglýsingasíminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. marz 1966 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.