Alþýðublaðið - 02.06.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1966, Blaðsíða 4
Rttetjórar: Gylfl Gröndal (4b.) o* Benedlkt Gröndal. — Rltstíórnarfull. trdl: ESBur GuSnason. — Slmar: H90Ö-14S03 — Aullýalngaalmi: 14808. ABaetur AlþýÐuhúalB vlB Hverflsgötu, Reykjavtk. — PrentsmlBJa AlþýBu falaBslna. — Askrlítargjald kr. 95.00 — 1 lauaasölu kr. 6.00 elntakld. Otgefandl AlþýBuflokkurlnzL Burt með sóðaskapinn TÍMI SUMARLEYFANNA er að hefjast og ferða lög hér innanlands í byggðum og óbyggðum auk- ast að miklum mun. í kjölfar mikillar fjölgunar bifreiða og lengingar akvegakerfisins hefur umferð á þjóðvegum landsins vaxið gífurlega nokkur und- anfarin ár. Ef veður er fagurt um helgar má segja, að nær stöðugur straumur bifreiða sé á öllum helztu aðalleiðum í grennd við borgina. Bifreiðafjölgunin er órækur vottur um aukna al menna velmegun og ber að fagna því. Eins er gott til þess að vita, að fólk skuli nota frístundir sínar til þess að kynnast landi sínu og stórbrotinni nátt- úru bess. Það er aðeins eitt, sem skyggir á í þessu sam- bandi, og það er hin slæma umgengni á mörgum f jölsóttum ferðamannastöðum meðfram þjóðvegum og jafnvél í óbyggðum fjarri öllum mannabústöðum. Þetta þarf að laga. Það er því miður of algeng sjón að sjá bréfa- rusl og matarleifar liggia sem hráviði um allt, þar sem ferðafólk hefur áð. Þetta ætti að vera algjör óþarfi því lítil fyrirhöfn er að sjá svo til, að ekk- ert rusl verði eftir þar sem stanzað hefur verið. Það ætti engum að rvera ofverk að tína saman leifarnar og urða þær eða grafa. Mjög mikið af alls kyns matarumbúðum er nú orðið úr málmi eða málmþynnupappír af einhverju tagi. Þessum umbúðum fá hvorki vatn né vindar grandað fyrr en seint og síðar meir og alla stingur þetta í augu, sem leið eiga um fagurt umhverfi, sem misþyrmt hefur verið á þennan hátt. I óbyggðum hafa víða verið reist sæluhús þar sgm ferðalangar geta fengið afdrep. Umgengni um þessa staði er oft fyrir neðan allar hellur og engum til sóma. Það þarf því ekki nema einn gikkinn í hverja yeiðiatöð og það er ekki nóg að margir gangi 'Snyrtilega um, ef allir gera það ekki. Erlendis liggja Jvið stórsektir við að kasta bréfarusli á víðavangi, *en vönandi þarf ekki að grípa til neinna slíkra jráðstafana hér til að kippa þessum málum í Iag. i Skylt er þó að geta þess, að skátar og aðrir Teyndir útilífsmenn sýna yfirleitt þá umgegni úti x náttúrunni sem sómi er að og mættu ýmsir þar ;af læfa. j í ^essum málum verður engu áorkað nema með sameíginlegu átaki allra, sem h'lut eiga að máli. j-Væri jvissulega vel, ef hægt væri að bæta umgengn- ’ina með því einu að hvetja fólk til að ganga vel um og án þess að þyrfti að grípa til svipaðra sektarráð stafana og beitt er erlendis, en þess fer að verða $>örf hvað úr hverju, ef svo heldur sem horfir. 4 2. júní 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■MHMBHHnBHBHBBBBBBBnBHSSBHHBBfa ■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■n Ódýr skófatnaður frá Englandi og Frakklandi fyrir kvenfólk og börn Stórglæsilegt úrval - Nýjar sendingar Skóbúð Austurbæjar Skóval Austurstræti Laugavegi 100 Eymundssonarkjallara Stúdentar 1961 Farið verður í ferðalag laugardaginn 4. júní. Þeir, sem hafa hug á að fara í þ essa ferð, láti vinsamlegast vita í síma 16688 eða 33807. Styrkveiting Samkvæmt skipulagsskrá Kan- adasjóðs til styrktar íslenzkum námsmönnum, sem birt er í B- deild Stjórnartíðinda 1933, nr. 90, verður hluta af ársvöxtum sjóðs ins varið til þess að styrkja ís- lenzka náms- og fræðimenn til háskólanáms í Kanada. IJar að auki verður greiddur viðbótar- styrkur samkvæmt fjárveitingum í fjárlögum 1966. Sámtals nemur styrkurinn að þessu sinni 45 þús. und kr. Námsmenn, er leg.gja stund á fræðigreinar, er hafa sér staka þýðingu fyrir atvinnulíf á íslandi, skulu að öðru jöfnu ganga fyrir um styrkveitingar. Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt námsvottorðum og meðmæl um, sendist forsætisráðuneytinu fyrir 1. júlí 1966. Forsætisráðuneytið. 27. maí 1966. Síyrkveiting Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Snorrasjóð, sem birt er í B-deild Stjórnartíðinda 1931, nr. 99, verð ur allt að 3/4 ársvaxta sjóðsins, kr. 8.000.00 varið til styrktar ís lenzkum náms- og fræðimönnum til lærdóms- og vísinda í Noregi. Stúdentar, og kaudidatar, sem leggja stund á norræn fræði, og fræðimenn, er hafa með höndum ákveðin verkefni úr norrænni sögu og bókmenntum skuli að öðru jöfnu ganga fyrir um styrkveiting ar. Umsóknir um styrki úr sjóðn um, ásamt nánvvottorðum og með mælum s.endist forsætisráðuneyt inu fyrir 1. júlí 1966. Koparpíptir og Rennilokar, Fittings, Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell Forsætisráðuneytið, . 27. maí 1966. byggingarvöruverzloa, Béttarholtsvegi 3. Síml 3 88 40. Hótel Selfoss Ferðafólk — Starfsmannahópar Munið okkar björtu og vistlegu veitinga- sali fyrir 40 og 70 manns. — Höfum einn- ig veitinga^- og samkomusali fyrir 150 manns. Gerið svo vel og pantið með fyrirvara. HÓYEL SELFOSS Sími 19. Selfossi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.