Alþýðublaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 3
Þórður Jónasson
orðinn hæstur
í SKÝRSLU Fiskifélagsinsi um
afla éinstakra skipa á síldveiðum
norðanlands og austan til og með
30. júlí kemur í ljós, að 151 skip
hafa fengið einhvern afla. Þá
kemur og í ljós, að v. b. Þórður
Jónasson frá Akureyri er afla-
hæstur með 3495 lestir, næstur
kemur Gísli Ámi frá Reykjavík
með 3439 Iestir, þá Jón Kjartans-
son frá Eskifirði með 3432 lestir,
þá Barði frá Neskaupstað með
3076 lestir og Ólafur IVlagnússon
frá Akureyri með 3060 lestir.
Upplýlsingar um aflamagn
sumra skipa í skýrslunni kann
að vera eitthvað lægra en raun-
verulega er. Skýrslan verður
ekki birt í blaðinu í dag vegna
rúmleysis.
Doktorsritgerð
Væntanleg er í nóvember í haust
frá bókaútgáfu háskólans í Edin-
borg, Edinburg University Press,
bók eftir dr. Pál Árdal, lektor við
háskólann í Edinborg. Bókin nefn
ist Passion and Value in Hume’s
Treatise og er aukin og breytt út
gáfa af doktorsritgerð Páls, sem
fjallaði um heimspeki skozka heim
spekingsins Davids Hume.
Rvík,—ÓTJ,
HAUSTKAUPSTEFNAN í
Leipzig verður haldin dagana 4.
til 11. september næstkomandi og
verða þáttakendur ýmsir framlejð
cndur neyzluvarnings, frá rúm-
lega Sextíu Iöndxun. Stærst verð
ur sýning Þýzka alþýðulýðveldis-
íns, og vöuflokkarnir eru m. a.
raftæki, optisk tæki, skrifstofuvél
ar, vefnaðarvörur, lireinlætistæki,
lyfjavörur, snyrtivörur, gler postu
lín, keramik, húsgögn, hljóðfæri
og íþróttavörur.
Enda þótt vorkaupstefnan sé
mun stærri en haustkaupstefnan,
hafa margir framleiðendur neyzlu
varnings gert meira fyrir fram-
boð sitt og nýjungar á haustin og
það getur borgað sig að sækja
hana ekki síður. Eins og undan-
farin ár, má búast við að fjölmarg
ir íslenzkir kaupsýslumenn leggi
leið sína til Leipzig í viðskiptaer-
indum.
Þegar á vorsýningunni 1966
voru gerðir miklir kaupsamningar,
aðallega á sölu fiskiskipa og bif-
rciða til íslands. Á fundi með
Framhald á 14. síðu.
Einar B. Kristjánsson, húsasmíða
meistari varð bráðkvaddur í fyrra
dag á 75. aldursári. Einar fæddist
að Görðum í Kolbeinsstaðahreppi
22. febrúar 1892 en starfaði öll
sín beztu ár sem yfirsmiður og
framkvæmdastjórj við fjölmargar
stórbyggingar í Reykjavík og víðar
um land. Auk þess gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stétt
sína og Reykjavíkurbæ. Einar var
kvæntur Guðrúnu Guðlaugsdótt-
ur.
Hárprúðarí en nokkur bítill
Hvað eiga blessaðar stúlk- buxum eins og strákar og strák < |
urnar að gera þegar strákarnir láta sér vaxa hár eins og stelp I j
láta sér vaxa sítt hár eins og ur.
stelpur? »
Að láta sér vaxa enn síðara Þessar hárprúðu stúlkur <;
hár en strákamir nokkru sinni unnu í gær að aðhiynningu i >
geta og ákáka þeim þannig í gróðurs og hreinsun á túninu j;
eitt skipti fyrir öll og sýna nmliverfis Landsbókasafnið. j»
þeim að' stúlkurnar einar geta Þær eru báðar 14 ára að aldri <;
aukið yndisþokka sinn með og starfa I vinnuflokkum borg <!
miklu hári, en sltúákagreyim arinnar. Á efri myndinni er j;
verða Þeim mun subbulegri Guðbjörg Ragnarsdóttir, sem \\
sem þeir klippa sig sjaldnar. er sýnu hárprúðari e* nokkur j j
Eitthvað verður að gera þegar bítill og á þeirri neðri Guðrún ;
stelpur eru farnar að ganga í Birgisdóttir. Myndil: Eúnar. J
SEMENISKIPID FREYFAXI
ANKAR ALLRI DREIFINGU
Itvk.-GbG.
Sementsverksmiðjan framleiðir
allt það sement, sem notað er hér
á landi og sér mn flutning á liafn
ir Iandsins og uppskipun eftir til-
komu Freyfaxa, hins nýja flutn
ingaskips Sementsverksmiðju rík
isins. Ársafköst verksmiðjunnar
eru 115-120 þúsmid tonn. Rúm-
lega heImingm• framleiðslunnar
fer til Reykjavíkur, hitt fer á
ströndina. Varaforði verksmiðjunn
ar liefur minnst orðið 9000 tonn.
Dr. Jón E. Vestdal, forstjóri
Sementsverksmiðju ríkisins tjáði
okkur í viðtali í gær, a'ð afköst
verksmiðjunnar væru nokkuð
jöfn, eða um 115-120 þúsund tonn
á ári. Salan er hins vegar dálítið
misjöfn eftir árstíðum og árferði.
Þannig var salan í lok júlímánað-
ar 1964, 60.100 tonn, i lok júlí {
fyrra 65.600 tonn og í lok júlí í
ár 57.500 tonn. Salan í júlímánuði
sl. var sú hæsta í einum mánuði
til þessa, eða 16.000 tonn. Síðustu
tvo mánuði hefm- ferjan, sem
flytur sementið til Reykjavíkur,
rétt getað annað eftirspurn.
Tæplega helmingur allrar fram
leiðslunnar er fluttur á hafnir
víðsvegar umhverfis land. Þangað
til í vor hafa verið notuð leigu
skip tii þeirra flutninga og stund-
um hefur reynzt erfitt að fá skip
ef þurft hefur til viðbótar þvl, sem
fyrir var. Nú hefur Sementverk-
smiðjan eignast sitt eigið skip,
Freyfaxa, sem annast alla flutn-
inga sements ki-ing um landið.
Skipið ber 1220-1230 tonn af sem-
enti á pöllum og getur annað
um 7000 tonnum á mánuði. Þegar
leiguskipin voru í gangi, þótti
gott að geta losað 150-200 tonn
á dag. Móttakendur liafa verið í
stórvandræðum oft og einatt með
að útvega mannafla til sements-
löndunar, en nú er þetta mál
leyst.
Áhöfn Freyfaxa sér yfirleitt
sjálf um losun skipsins með að’
stoð ágætra tækja. Tii losunar
þarf 2 menn 1 lest, 1 á kranann,
1-2 menn á bíl og 1 mann á lyft-
ara. Og með þessum mannafla
er skipið tæmt á 20 klukkustund-
um. Það tekur Freyfaxa 5 daga
að fara til Austfjarðahafna. Yfir
leitt má segja, að hvergi hafi orð
ið óþægindi á strandlengjunni
vegna afgreiðslutafa og ekki út-
lit fyrir, að annað skip þurfi til
sementsflutninga.
RUMLEGA 60 LOND SYNA
Á KAUPSIEFNU í LEIPZIG
Einar B. Kristjáns-
son húsasmíða-
meistari látinn
h
V-
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. ágúst 1966 ^