Alþýðublaðið - 24.09.1966, Side 2
AÐALFUNDUR KJÖRDÆMIS-
RÁDS Á VESTFJORÐUM
Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
Jiýðul'iokksins í Vestfjarðakjör-
•tíæmi var haldinn ó ísafirði sunnu
•daginn 18. september sl.
Fundurinn var vel sóttur af full
tti-úum víðsvegar að úr kjördæm
inu. Fundarstjórt var kjörinn Ág
list H, Pétursson, Patrefcsfirði og
fundarritari Eyjólfur Jónsson, Flat
cyri. Frummælendur voru Eggert
G. Þorsteinsson sjávarútvegsmála
a’áðherra og Birgir Finnsson, al
tþingismaður, er fluttu ýtarlegar
ræður um stjórnmálaviðhorfið,
kjördæmismál og fleira. Fjörugar
vmræður urðu á eftir framsögu
ræðunum og að þeim lofcnum sam
f>ykkt stjórnmálaályktun, sem birt
er hér í blaðinu í dag.
Þá var gengið til aðalfundar-
Gripinn
með þýfið
Rvífc, — ÓTJ.
Einhver blankur náungi braust
gnn í Lanugarásbíó í fyrrinótt og
Btal þaðan rúmlega 2000 krónum
f smáseðlum. Lögregrlunni var til
fcynnt um innbrotið en þegar hún
kom á stáðinn var maðurinn allur
á bak og burt. Lögreg-lan hóf leit
og fann brátt náunga sem þótti
erunsamlcgur. Hann sór að vísu
og sárt við lagði að hann hefði
livergi nærri ‘innbrotinu komið. En
tneð tilliti til þess að liann var
*«eð rúmar 2000 krónur í smáseðl
um í vasanum, tóku laganna verð
(r ekki alltof mikið mark á þeirri
(ullyrðingu, og fluttu hann í fanga
e^ymslu.
í morgun játaði hann svo syndir
sínar við yfirheyrslu.
isijarfa. Stjcjtn kjördæmisráðsins
var öll endurkjörin en >hana skipa
þeir, Pétur Sigurðsson, formaður
ísafirði, Ágúst H. Pétursson, rit
ari, Patrefcsfirði, Elias H. Guð
mundsson gjaldkeri, Bolungarvík
og meðstjórnendur þeir, Guðmund
ur Andrésson, Þingeyri og Jens
Sighvatsson, ísafirði, Sigurður
Guðbrandsson Óspakseyri, Bjami
Friðriksson, Súgandafirði, Kristj
án Þórðarson, Breiðalæk og Hjört
ur Hjálmarsson, Flateyri.
Aúk þess var kjörin uppstilling
arnefnd vegna komandi alþingis-
kosninga, en í henni eiga sæti
auk stjórnar og varastjórnar, þeir
Sigurður J. Jóhannsson, ísafirði
Ósk Guðmundsdóttir, Bolungarvík
Bjarni Guðnason, Súðavík, Ey-
jólfur Jónsson Flateyri, Kristmund
ur Br. Hannesscn, Reykjum, Jón
Þ. Arason, Patreksfirði, Kristján
Hannesson, Tálknafirði, Geirmund
ur Júlíusson, Hnífsdal.
Aðalfundur kjördæmisráðs Al-
þýðuflokksins í Vestfjarðakjör-
dæmi, haldinn á ísafirði sunnu-
daginn 18. september 1966, gerir
eftirfarandi ályktun:
Fundurinn telur, að sú stjórn-
arsamvinna, sem lialdizt hefir milli
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins síðan haustið 1959 hafi
á margan hátt vel tekizt, og að
fagna beri þeim árangri sem
náðst hefir. Minnir fundurinn á,
að andstæðingar stjórnarflokk-
anna spáðu því, að viðreisnar-
stefnan mundi hafa í för með
sér kreppu og atvinnulevsi, er
skjótlega mundi leiða til stjórn
arslita. Töldu þeir, að verið væri
af ráðnum hug að leiða yfir þjóð
ina mikla erfiðleika, eða eins og
þeir nefndu það „Móðurharðindi
af manna völdurn".
Reynzlan hefir gjörsamlega af-
sannað þessa kenningu, og er
furðulegt, að stjórnarandstaðan
skuli ennþá reyna að halda henni
á lofti þrátt fyrir allt, sem gegn
henni vitnar, og blasif1 við allra
augum. Telur fundurinn það
hafa ráðið miklu um þann góða
árangur, sem náðst hefir, að unnt
hefir verið að vinna að úrlausn
vandamálanna samkvæmt fast-
mótaðri stjórnarstefnu um lengri
tíma en áður í sögu lýðveldis-
ins
Meðal þess, sem vel hefir tekizt
á tímabili stjórnarsamstarfsins,
vill fundurinn nefna:
Lánstraust þjóðarinnar hefjr ver
ið endurvakið, safnað gjaldeyris-
varasjóði og aflétt verzlunarhöft-
um.
Atvinna hefir verið nóg handa
öllum og framkvæmdir eins mikl
ar og vinnuafl hefir framast leyft.
Almannatryggingar hafa verið
efldar meira en nokkru sinni fyrr,
og afnumin skerðingarákvæði og
skipting landsins í verðlagssvæði.
Aðstoð við húsbyggjendur hefir
verið stórlega aukin með útveg-
un lánsfjár til byggingar íbúðar-
húsnæðis.
Sveitarfélögum hafa verið fengn
ir nýir tekjustofnar, þ. e. hluti
af söluskatti og landsútsvar.
Með framkvæmdaáætlunum fyr
ir landið í helld og einstaka lands
hluta hafa verið tekin upp skipu-
legri vinnubrögð í fjárfestingar-
málum en áður hafa tíðkast, og
lýsir fundurinn sérstaklega á-
nægju sinni yfir Vestfjarðaaætlun
inni um samgöngumál Vestfjarða.
Með . lögum um launajöfnuð
Framhald á 15. siffu.
Frá aðalfundinum.
Diefenbaker sakfelldur
í Munsingerhneykslinu
OTTAWa, 23. september.
Kanadíska stjórnin gaf í dag út
skýrslu um starfsemi hinnar þýzk
ættuðu Gerdu Munsingers í Kan-
ada. Óttazt var að mikilvæg leynd
armál hefffu komizt í hættu
vcgna hins nána sambands henn
ar viff kanadiska ráðherra í
skýrslunni er leiðtogi stjórnarand
stöðunnar, John Diefenbaker sem
var forsætisráffherra þegar Gerda
Munsinger dvaldist í Kanada,
gagnrýndur fyrir aff hafa ekki vik
ið ráðherra, sem játaffi hiff nána
samband sitt viff frú Munsinger,
úr embætti.
Skýrslan er byggð á réttarrann
sókn sem gerð var fyrr á þessu
ári undir forystu Wishart Spence
hæstaréttardómara í skýrslunni
segir að Diefenbaker hafi heldur
viljað láta vafa ríkja um öryggi
landsins en víkja flokksbróður sín
um, Pierre Sevigny landvarnarráð
herra úr embætti. Sevigny hefur
jáfað að hann hafi staðið i nánu
sambandi við frú Munsinger þeg-
nr hún dvaldist í Kanada 1955-
61, en hann hefur neitað því, að
hún hafi verið ástkona hans.
Munsinger-hneykslið kom fram
i í dagsljósið í marz sl. og fyrir-
skioaði Lucien Cardin dómsmála
ráðherra rannsókn í málinu, en
sagði um leið að málið væri síð-
ur en svo eins alvarlegt og Prof-
umomálið í Bretlandi fyrir þrem-
ur árum. Lögreglan segir að
Gerda Munsinger, sem er 37 ára
gömul, sé venjuleg vændiskona,
fyrrverandi starfskona sovézku
leyniþjónustunnar og ástkona Sev
ignvs. Frú Munsinger sem nú er
búsett í Munchen og ætlar að
giftast virðulegum kaupsýslumann1
neitar því að hún hafi verið njósn
ari
í skýrslunni segir að samband
Sevignys og frú Munsingers hafi
verið kynferðislegt og að hann
hefði sagt Diefenbaker þáverandi
forsætisráðherra miklu minna um
málið en hann látið í veðri vaka.
í skýrslunni segir, að miki! hætta
hafi leikið á því að Sevigny yrði
beittur fjárkúgun eða öðrum
þvingunum. Diefenbaker hefði átt
að láta fara fram nákvæmari rann
sókn í málinu og þá hefði hann
fengið fullgilda ástæðu til að
víkja Sevigny úr embætii.
Spence dómari sagði, að Diefen
baker hefði gefið mjög furðulega
yfirlýsingu á þingi 7. marz þeg-
ar hann sagði að Munsingermálið
hefði ekki stofnað öryggi ríkisins
í hættu.
Stúdentar í Kína
reknir úr landi
Peking 23. 9 (NTB-Reuter).
Yfirvöid í Kína hafa beðið er
lenda stúdenta að fara úr landi og
skýrt þeim ríkjum, sem Kina hef
ur igert samninga við um menn
ingarmál að engir stúdentar frá
þessum löndum fái að stunda nám
í Kína á næsta háskólaóri. AEP
hermir að hópur stúdenta frá
Mongólíu sé þegar farinn úr landi.
Sú ástæða er gefin fyrir ákvörð
uninni, sem tekin var fyrir þrem
ur rnánuðum, að kínverskir próf
essotrar og kennarar hafi ekki
tíma til að kenna erlendum stúd
entum þar sem þeir séu önnum
kafntr vegna „menningarbyltingar
innar“. Ákvörðunin mun einnig ná
til stúdenta frá N.-Vietnam og
Albaníu. Fjölmargir stúdentar frá
Indónésíu og Afríku ,sem andvíg
ir eru rí.kisstjórnum sínum, fá
sennilega að vera um kyrrt í Kína
en sennilega verða hreytingar á
högum þeirra.
■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■
■■■■■■■■
Loftárásum linnir ekki í Vietnam. Hér má sjá hvernig- Banda
ríkjamenn bombamera olíugeyma rétt hjá Hanoi. Mörg
hundruff óbreyttra borgara hafa farizt í árásum Bandaríkja-
*—o«r>a 0g fvlgiHska þeirra.
£ 24- september 1966 -- ALÞÝBUBLAÐIÐ