Alþýðublaðið - 24.09.1966, Síða 4
ssD^mo)
Kttstjórar: Gylíl Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjómartull.
trúl: Elður GuBnason. — Símar: 14900-14S03 — Auglýslngasfmi: 14000.
ASsetur AlþýSubúslS viS Hverflsgötu, Reykjavik. — Pr«ntsmiSja AlþýSu
blaSsins. — Askriítargjald kr. 95.00 — 1 lausisölu kr. 7,00 elntakiS.
tJtgefandi AiþýSuflokkurlnJi.
ALVARLEG ÞRÓUN
ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinnar að greiða niður þá
5-6% hækkun, sem leitt hefði af samkomulagi sex
manna nefndar, hefur nú verið tilkynnt. Veldur betta
því, að verð á kindakjöti, smjöri og mjólk mun hald-
ast óbreytt, en aðrar landbúnaðarvörur hækka ýmist
eða lækka lítið eitt.
Tilgangurinn með þessari ráðstöfun er fyrst og
fremst sá að freista þess að koma í veg fyrir verð-
hækkanir innanlands, og iværi vel, ef þetta yrði skref
í alvarlegri viðleitni til að hafa hemil á verðhækkun-
um. Eins og frá hefur verið greint hefur orðið veru-
leg verðlækkun á mörgum íslenkum sjávarafurðum á
erlendum mörkuðum undanfarið, sem kann að hafa
alvarlegar afleiðingar. Um alllangt skeið hefur þróun-
án sem betur fer verið sú, að verðlag á helztu siávar-
'afurðum okkar hefur hækkað ár frá ári á erlendum
jnörkuðum og þær verðhækkanir, sem orðið hafa hér
innanlands hafa því eklci bakað tilfinnanlegt tjón því
verðhækkanirnar erlendis hafa vegið á móti og bætt
þær upp. En nú hefur hin hagstæða þróun snúizt við,
— um sinn að minnsta kosti, og ber því brýna rnauð-
syn til að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir
jálvarlegar hækkanir innanlands^
Fulltrúar bændasamtakanna í sex manna nefnd féll
list á mjög hóflega hækkun til bænda í haust, en rík-
isstjórnin hefur hins vegar lofað að beita sér fyrir
margvíslegum hliðarráðstöfunum landbúnaðinum tij
hagsbóta og sem ekki koma bændum síður til góða,
en bein verðhækkun á framleiðsluvörum þeirra. Án
alls efa var hér farin skynsamlegasta leiðin, sem um
yar að ræða í þessum efnum.
Áður en langt um líður munu hefiast samningavið-
ícæður við verkalýðshreyfinguna. Á miklu veltur
hvernig þar mun til takast. Farsælast mun í þeim
efnum að stilla beinum hækkunarkröfum í hóf. en
leggja þess í stað áherzlu 'á félagslegar umbætur og
mý úrræði á þeim sviðum. Væri vel ef ríkisstjórn og
verkalýðshreyfing, gætu tekið höndum saman og í
sameiningu freistað þess að kveða niður verðbólgu-
drauginn jafnframt því sem verkafólki til lands og
sjávar yrði tryggð eðlileg og réttmæt hlutdeild í
skiptingu þjóðarauðsins og svo um hnúta búið. að
3að njóti jafnam góðs af þeim framförum og þeirri
uinnuhagræðingu, sem á sér stað, en slíkt komi ekki
atvirpiurekendum einum til góða.
Verði framhald á þeim verðlækkunum, sem undan-
farið hafa átt sér stað erlendis á lýsi og'mjöli gæti
aað haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir okkur
íslendinga, en þeirri þróun, sem bar á sér stað höfum
rið engin tök á að ráða vfir. Hið eina sem við getum
?ert er að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir
/erðhækkanir innanlands og ivonamdi næst samkomu
ag-um slíkar ráðstafanir.
4 24- september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
er SjÖUNDA bókin í AifrceSasafni AB.
Sórkostiegir eru þeir sigrar, sem lœknavísindin hafa unniS ó
mörgum þeim sjúkdómum, sem til skamms tíma töldust
hverjum manni banvœnir, og undraverS tœkni þeirra fœrir
meS hverjum degi œ fleiri milljónum manna um allan heim
nýjar lífsvonir og bölva bœtur. En þar fyrir linnir ekki hinni
þrotlausu baróttu viS erfSaféndur mannkynsins, sóttir, hrörn-
un og dauSa. Á vorum dögum hafa gerbreyttir lífshoettir rutt
brcutina fyrir nýjum sjúkdómum, sem sitja viS hvers manns
dyr, og mó þar nefna sjúkdóma í hjarta og ceSakerfi, ýmsar
tegundir gigtar, krabbamein o. fl.
Um allt þetta fjallar HREYSTI OG SJÚKDCMAR. Þar er bar-
áttusaga læknisfrœöinnar rakin, en einnig GREINT FRÁ NÝJ-
USTU UPPGÖTVUNUM LÆKNAVÍSiNDANNA. Ekki fœrri en
110 myndir, þar ef 70 I litum, gera frásögnina Ijósiifandi.
Benedikt Tómasson skólayfirlceknir hefur þýtt bókina og ritaS
formála.
VeSriS í þýSingu Jóns Eyþórss.onar, veSurfræSings, er SJÖTTA
bókin í AlfræSasafni AS.
Þetta er langstœrsta og myndarlegasta bék um veSurfrœSi,
sem hefur veriS gefin út á íslenzku, og forkunnarve! búin
að myndum. Hún segir frá veSrinu, duttlungum þess cg
furSum, og brýnir þa3 fyrir lesandanum, hversg maSurinn
er háSur veSrinu.
Þrátt fyrir tækni atómaldar hefur Veðrið nú sem fyrr mikil
áhrif á dagiegt líf okkar. ÞaS ákvarSar uppskeru bcndans,
húsamálningu, sölu baSfata og hátiðahöld. Það getur ráSiS
úrslitum á veoreiSum, orústum og stefnumótum.
í bókinni er ýtarlega sagf frá gorfinnöttum, myndasendingum
þeirra og mikiivcegi þeirra fyrir veSurspár á ókomnum timum.
krossgðtum
★ ÓÞVERRINN í LOFTINU.
Við erum svo blessunarlega lán-
samir hér á íslandi að enn þurfum við ekki að
hafa áhyggjur af loftmengun, sem nú hrjáir marga
granna okkar í Evrópu rétt eins og vatnsmengun
er að gera sumum þeirra lífið illbærilegt. Við
megum hins vegar gæta okkar á vatnsmengun-
inni, því hennar er þegar farið að gæta svolítið
á vissum stöðum hér á landi.
En ástæðan til þess að minnzt
ei á loftmengun er sú, að nýlega barst okkur í
hendur heljar mikil og þykk bók um þetta efni,
fundargerð ráðstefnu, sem Evrópuráðið gekkst
fyrir um loftmengun fyrir tveimur árum. Þar
voru samankomnir helztu sérfræðingar í þessum
efnum í veröldinni. Margan fróðleik er að finna
í þessari fundargerð, og ekki á færi leikmanna
að skilja allan þann vísindalega fróðleik, sem þar
er samankominn.
★ BÍLAR OG KYNDING.
Sums staðar stafar talsverð loft-
mengun frá kyndingu íbúðarhúsa, sem kynt eru
með olíu og kolum, en mest kemur að sjálfsögðu
írá verksmiðjum, sem spúa frá sér allskyns óþverra
beint út í andrúmsloftið. Kvenfólki þykir ef til
vill fróðlegt að heyra, að þar sem óhreinindi í lofti
eru mikil, koma oftar lykkjuföll á nylonsokka.
cn þar sem loftiö er hreint. Loftmengun veldur
ærnu tjóni árlega með því að tæra hjólbarða bif-
leiða og annað úr gúmmíi. Aldrei verður þó metið
það tjón, sem loftmengun hægt cg liægt veldur
á heilsu manna.
Bílarnir eru sums staðar taldir
sekir um hluta loftmengunar á ákveðnum svæð-
um. Flestir freistast til að halda að það séu diesel
bílarnir, sem mestri loftmengun valda, en þótt
undarlegt sé, þá eru benzínbílarnir hættulegri.
Rétt stillt dieselvél veldur sama og engri loft-
mengun, en benzínvél, þótt rétt sé stillt, veldur
Framhald bls. 10.