Alþýðublaðið - 24.09.1966, Side 10
Frímerki
Framhald úr opnu.
og byggingar, járnbrautir, fjöll,
lýndakort og — já, jafnvel Mos-
kító-flugur! — Moskító-frímerk-
in komu út, tvö í seríu árið
1962, en þá stóð yfir herferð
gegn malaríu-véiki og moskító-
flugum, en það eru þær, sem
bera veikina milli manna. — Þó
mun ein einasta mannsmynd
hafa komizt á frímerki Pakist-
ana síðan árið 1947. Það var
mynd Georgs YI. Bretakonungs.
Fyrst eftir að landið fékk sjálf-
stæði sitt, átti það engin frí-
merki en notaði þá ensk-indversk
merki með yfirprentuninni
„Pakistan.”
Móhamed Ali Jinnah var
fæddur í Karachi árið 1876. —
Hann dvaldi langdvölum í Eng-
landi á æskuárum sínum og gekk
þar í almennan menntaskóla og
síðar í háskóla. Lagði hann lög-
fræði fyrir sig sem aðalnám,
þótt hann hefði fleiri járn í eld-
inum. Hann starfaði um tíma
sem málafærslumaður í heima-
landi sínu og tók þá einnig mik-
inn þátt í málefnum Múhameds
trúarmanna. — Var hann um
skeið aðalleiðtogi þeirra. Hann
lifði það, að sjá óskadraum sinn
rætast, land hans fékk sjálf-
st@eði sitt viðurkennt. — Fæð-
ingarborg hans, Karachi, varð
höfuðborg hins nýja ríkis. Eins
og áður er sagt dó Móhamed Ali
aðleins ári eftir að land hans
öðlaðist sjálfstæðið og varð þá
hq'rmur mikill með þjóð hans.
Ujn hann stóð enginn styrr inn-
an^ians lands. — Hann var hinn
ásáæli þjóðhöfðingi Pakistan-
mánna. — Og sennilegt er, að
eihhverntíma seinna, þegar þjóð-
aipiðirnir hafa breytzt, ikomi
mýnd hans á frímerkjum þar í
landi.
?
íslenzk úrvalsrit, — er fyrsta
sagan, sem einkum er ætluð nem
endum í æðri skólum.
Bókin Mál og málnotkun, er ný
stárleg kennslubók við móðurmáls
kennslu. í inngangsorðum segir
höfundur: „Markmið bókarinnar er
einkum að glæða málskilning nem
enda, vekja þá til umhugsunar um
málið og notkun þess. Ef til vill
mætti segja, að ‘hún væri eins
konar Htt afmarkað millistig milli
málfræðináms og bókmenntalestr
ar og því tilraun iil að tengja það
tvennt á lífrænni tótt en almennt
hefur verið gert.“
Bókin skiptist í þrjá meginkafla
sem skiptast síðan í undirkafla
ásamt æfingum. Sem um efni
þeirra má nefna markmið málsins
orð og tilfinningar, réttmæti full
yrðinga, áróður, samlíkingar, hlut
læg orð og huglæg, sértæk orð og
almenn, ritgerðarsmíð stíl, orðtök
og málshætti.
S.l. vetur var bókin víða not
uð við kennslu í 3, og 4, bekk,
seldist upp, en hefur nú verið
endurprentuð.
Á sjýní'ngunni ,'ríslens!k bóka-
gerð 1965“ ‘hlutu 4 af bókum Skál
holts viðurkenningu þ.á.m. allar
kennslubækur þess fyrir smekk-
lega og vandaða útgáfu.
Skálholtsiútfiráfaii
Framhald úr opnu.
aðgfewgilegri ungu fólki. Orðaskýr-
ing^r eru neðanmáls, en auk þess
ifylgja verkefni fiestum köflun
um,;, spurningar til nemenda um
persónulýsingar, istíl, atburðarás
og fleiri. Einnig ritar Öskar for
mála fyrir sögunni, þar sem drep
ið er <á þau atriði, er ætla má, að
nemendur í æðri skólum þurfi að
kunna skil á. Á Norðurlöndum eru
skólaútgáfur sem þessar algeng
ar og mikjð notaðar í framhalds-
skólum, en Hrafnkels saga var
fyrsta heila bókmenntaverkið, sem
út kom hérlendis með þessum
hætti. íslandsklukkan kom næst.
— en Egils saga - þriðja ritið í
jþessum bókaflokki, sem kallast
Fiðluleikari
Framhald af 6. síðu
Næstu tónleikar Tónlistarfé-
lagsins eftir þessa verða 10. og
11. október, þá syngur óperusöng
konan Herta Töpper og maður
hennar, dr. Franz Mixa annast
undirleikinn.
Leikhúsráð
Framhald 6. síðu.
sem m. a. var lögð mikil áherzla á
menningarlegt gildi þess, að
stuðla að þjóðlegri dagskrá hins
íslenzka sjónvarps — einkum að
því er snertir flutning íslenzkra
leikrita í sjónvarpi.
Norræna leikai'aráðið hlýtur að
álíta það eðlilegt að geiður verði
samningur milli Sjónvarps íslands
og Félags íslenzkra leikara með
skilyrðum, sem samsvara þeim
kjörum, er nú gilda á hinum Norð-
urlöndunum.
Þegar Félag íslenzkra leikara
hefur komizt að slíku samkomu-
lagi, mun Norræna leikararáðið
mæla með því, að félög leikara
á hinum Norðurlöndunum fallist
um tíma á sérstök kjör fyrir end
urvarpi leikrita frá hinum nor
rænu löndunum í samræmi við
skilyrði þau, sem gilda milli f
urlandanna að öðru leyti.
Veitingahúsið 7\SIdlI^-
SUÐURLANDSBRAUT 14
BÝÐUR YÐUR
grilleraða kjúklinga
SÍMI 38-550.
Mynd frá Berlínarmúrnum.
ursendingar frá hinum norrænu
löndunum verði takmarkaðar við,
að í hæsta lagi verði endurvarpað
einu leikriti á móti hverri ís-
lenzkri útsendingu leikrita í sjón-
varpi íslands.
Þess skal getið, að umræður
við útvarpsstjóra um þessi mál eru
að hefjast.
Brynjólfur Jóhannesson, form.
Félags íslenzkra leikara, er nú á
förum til Finnlands, þar sem
hann situr 9. leikhúsmannaráð-
stefnu Norðurlandanna, sem hald-
in verður í Ábo (Turku) og stend
ur yfir í fjóra daga. — Þaðan
fer hann til Helsingfors í boði
Svenska Teatre sem heldur upp
á 100 ára afmæli leikhússins dag-
ana 29. og 30. september.
Sölubörn Sölubörn
Mætið í barnaskólunum í Reykjavík — Kópa
vogi - Silfurtúni - Hafnarfirði - Seltjarn-
arnesi og á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðra-
borgarátíg 9, kl. 10 f. h. á morgun og
seljið
merki Sjálfsbjargar
Sjálfsbjörg.
Krossgötur
Framhald af 4. síðu.
alltaf einhverri mengun, einkum þegar vélin
gengur. lausagang. Hitt er svo aftur annað mál,
að diesel bílarnir valda oft meiri loftmengun en
benzínbílarnir vegna þess að eigendurnir hirða
ekki um að Játa stilla olíuverkið og eldsneytis-
bruninn verður ófullkominn og þá myndast sót.
Hér á landi eru til reglur um að
í útblæstri bíla megi skaðleg efni ekki fara yfir
ákveðið mark. Lítið virðist gert að því að fram-
fylgja þessum reglum, og aldrei hefur heyrzt um
að lögregla eða bifreiðaeftirlitsmenn hæfu her-
ferð á hendur sótspúandi dieselbílum, sem þó er
ekki vanþörf á. Geta má þess til gamans, að fyrir
nokkrum árum var talsverður hluti strætisvagna
Oslóborgar tekinn úr umferð vegna þess að vagn-
arnir voru illa stilltir. Það er eigendum þessara
bíla sjálfum í hag, að þeir ekki spúi frá sér reyk
og óþverra, og því ættu þeir að kappkosta, að
hafa vélar bílanna í fullkomnu lagi. — K a r 1.
1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar blaðburðar-
fólk i eftirtalin hverfi:
Miðbæ, I. og II. Höfðahverfi, Álftamýri
Hverfisgötu, efri og neðri, Voga, Álfheima
Njálsgötu, Grettisgötu, Ilringbraut,
Laugameshverfi, Sörlaskjól, Framnesveg,
Laufásveg, Laugaveg neðri, Teigagerði.
Lönguhlíð. Hvassaleiti Tjarnargötu
Bræðraborgarstíg Skjólin Gnoðavog
Laugarás Gnoðavog Bústaðahverfi.
Alþýðublaðið Sími 14900. Miklubraut.
JQ 24- september 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ