Alþýðublaðið - 24.09.1966, Side 11
b RitstiörTÖrn Eidsson
Senn hefsí keppnistímabilið í handknattleik, og í því tilefni birtum við þessa mynd_ Sá, sem býr sig
undir að skjóta er þýzkur spjótkastari, sem sökum skothörku sinnar hefur reynzt liði sínu, TV Mön-
ehengladbach, drjúgúr liðsmaður og komið því í fremstu röð þýzkra handknattleiksliða.
Riiklar framfarir
í keppniköstum
Um þetta leiti árs er íþrótt, sem
ekki er íslendingum mjög kunn,
í fullum gangi. íþrótt þessi er
keppniköst (Tournament casting).
Eina félagið á íslandi, sem ein-
göngu helgar sig íþrótt þessari,
er Kastklúbbur íslands og átti 10
ára afmæli um síðustu áramót.
Aðal hvatamaður að stofnun
klúbbsins var Albert Erlingsson,
kaupm., og var hann formaður
hans í 10 ár, eða þar til sl. vetur,
að hann óskaði þess að draga sig
í hlé.
Hið upphaflega markmið stofn-
enda var að efla veiðimenningu
meðal þeirra ,er iðka lax- og sil-
ungsveiði sem íþrótt og örva á-
huga veiðimanna fyrir kastæfing-
um og kastmótum.
Árið 1959 fékk Kastklúbburinn
inngöngu í Alþjóðakastsambandið
(International Casting Federati-
on; formlega skammst. I.C.F.).
Breyttist þá starfsemin í hrein
keppniköst, þar sem haldin voru
kastmót skv. reglum I.C.F., en
átti ekki lengur neitt skylt við
stangaveiði, sem slíka.
Síðustu átta árin hefur klúbb-
urinn haft kastæfingar á hverjum
vetri í KR-húsinu. Kastmót hafa
verið haldin hvert sumar og síð-
an 1959 hafa einn til þrír félags-
menn tekið þátt í hverju heims-
meistaramóti, sem haldið er ár-
lega á hinum ýmsu stöðum.
Framförina í kastiþróttinni má
bezt sjá á eftirfarandi saman-
Framliald á 15. síðu.
Efnilegur
golfleikari
Nýlega er lokið Firmakeppni
Golfklúbbs Suðurnesja. Alls tóku
72 firmu þátt í keppninni, sem var
útsláttarkeppni, með forgjöf.
Mörg óvænt úrslit komu fyrir
í þessari keppni í íþróttinni. Svo
fór þó um síðir, að Suðurnesja-
meistarinn Þorbjörn Kjærbo,
stóðst allar árásir, þrátt fyrir mik
inn mismun í forgjöf og sigraði
hann fyrir hönd Skóbúð Kefla-
víkur h.f., Þóri Sæmundsson, sem
keppti fyrir Brunabótafélag ís-
lands, Keflavíkurumboð.
Kepptu þeir 18 holur til úrslita
og hafði Þorbjörn 6 liolur yfir þeg
ar 5 voru eftir.
Suðurnesjameistarinn Þorbjörn
Kjærbo, liefur aðeins leikið golf
í stuttu máli
Porto frá Portúgal sigraði Borde
aux, Frakklandi með 2 —1 í fyrstu
umferð í Evrópubikarkeppni borg
arliða. í sömu keppni gerðu Nice,
Frakklandi og Gautaborgarliðið
jafntefli 2—2. Sá leikur fór fram
í Nice.
★
Norska liðið Válerengen kemst
keppnislaust í aðra umferð í Evr
ópubikarkeppni meistaraliða, þar
sem andstæðingar þeirra í fyrstu
umferð, albönsku meistararnir
Nednori Tirana hafa hætt við þátt
töku í keppninni.
★
Belgíumaðurinn Gaston Roe-
lants sigraði sl. þriðjudagskvöld í
3000 m hindrunarhlaupi á frjáls-
íþróttamóti í Pilzen. Tími Roelants
var 8.33,9 og hafði hann algjöra
yfirburði.
Mohammed Gammoudi frá Tún-
is vann 5000 m á 13.51,4 og í
3000 m hlaupi var Siegfried Her-
mann langfyrstur, sigraði áreynlu-
laust á 8.14,6.
Breiðabiik og
ÍBH keppa í dag
Nokkurt hlé hefur verið á „litlu
bikarkeppninni“ svonefndu, en
í henni taka þátt knat.tspyrnulið
frá Keflavík, Akranesi, Kópavogi
og Hafnarfirði. Eftir eru fjórir
leikir. Nú verður tekið til við
keppni þessa á nýjan leik, og í
dag kl. tvö leiða saman hesta
sína Breiðablik, Kópavogi og ÍBH,
Hafnarfirði.
Leikurinn fer fram í Hafnar-
firði.
í 3 sumur, en á þessum skamma
tíma hefur hann náð undraverð-
um árangri. Hann sigraði á Suð-
urnesjamótinu með yfirburðum ög
svo nú í Firmakeppninni. Fyrr
í sumar sigraði hann í Coca Cola-
keppninni í Reykjavík, varð ann
ar í Meistarakeppni Flugfélags
íslands á Nesvelli og í þriðja sæti
á landsmótinu á Akureyri.
Nú hefur Golfsamband íslands
valið Þorbjörn í landslið, sem
keppir á Eisenhowerkeppninni í
Framhald á 15. síðu.
Floyd Patterson er ekki j
af baki dottinn. Sl. þriðju- J
dag rotaði hann enska þunga
vigtarmeistarann Henry Coo
per, sem fyrir skönunu varð
einnig að láta í minni pok
ann fyrir he'imsmeistaranum,
Cassíus Clay.
Það þykir í frásögur fær-
andi að á meðan Patterson
var að þjarma að Cooper,
komst þjófur inn í búnings
herbergi hans 0® stal þaðan
þremur dýrmætum hringum
að verðmæti 360 þúsund kr,
Myndin sýnir aðstoðar-
menn Coopers hjálpa honum
af vigvellinum að lokinn'i
keppni.
‘
u
24- september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐtÐ