Alþýðublaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 15
Flugdreki
Framhald úr opnu.
með einskonar beizli o@
stjórnar flugdrekanum með
sérstöku stýri. En þetta er
svo sem enginn leikur og eft
ir klukkutímaflug er Jean
Riviere orðinn dauðþreyttur
og verður að fara að lenda.
íþrótt'r
Framliald 11. síðu.
Mexieo dagana 27. til 30. okt. n.k.
Golfklúbbur Suðurnesja gengst
fyrir sérstakri opinni golfkeppni
á velli sínum í Leiru laugard. 24.
sept. kl. 13,30.
Þátttökugjald verður kr. 200,
en allur ágóði rennur til utanfar-
arsjóðs Golfsambands íslands. Er
þess vænst að kylfingar fjölmenni
í þessa keppni og styrkj þannig
starfsemi GSÍ.
Árbælarhverfi
Framhald af 1. síðu.
ekki væri hægt að Icgg ja í hús-
in vegna moldarhauga, sem um
gyrtu þau á alla vegu! Þá var
það. á honum að skilja, að mold
arhaugarnir bæru alla sök á
þessu ófremdarástandi og væri
nær að ætla að skipulagssér-
fræðingar hefðu ekkl reiknað
með því að svo margir flyttu
inn á svo skömmum tíma og
því stæði á ýmsu öðru. Að-
spurður, hvenær vænta mætti
úrlausnar á símaleysinu, svar-
aði hann því til, að það yrði
varla fyrr en seint í næsta
mánuði. ..Þetta er okkar
stærsti Iiöfuðverkur" hættl
liann við, og drögum við þá
fullyrðingu ekki í efa.
Miha|lev
Framhald af bls. 1
inu væri áfrýjað. Dómarinn, Sime
Fabhlic, sagði að Mihajlov hefði
sýnt, að hann væri andvígur hinu
sósíalistíska þjóðskipulagi í Júgó-
slavíu og vildi stuðla að falli
þess með öllum ráðum.
Dómarinn sagði, að einn af á-
heyrendunum við réttarhöldin
yrði ákærður fvrir að hafa ráð-
izt á tvo erlenda blaðamenn fyrir
utan réttarsalinn í dag Marijan
Batinic, vinur Mihajlovs, sem
fylgdi Mihajiov í réttarsalinn, seg
ir að hann hafi verið barinn í
andlitið með skó þegar hann fór
út úr salnum. Mihajlov, sem býr
einn sagði blaðamönnum. að
liann gæti ekki snætt á veitinga
húsum, sem eru í eigu ríkisins,
þar sem b.iónum hefur verið bann
að að afgreiða liann.
Keppriisköst
Framhald bls. 11
burði á árangri í'yrstu og síðustu
kastmóta:
Einh. flugust. 24,16 m 47,85 m
Tvíh. flugust. 35,50 m 56,40 m
Beituk. 30 gr. 63,33 m 121,41 m
Áhugi manna, fyrir þessari í-
þrótt hefur aukizt mjög á síðari
árum og hafa konur sem karlar
og. gamlir sem ungir sömu mögu-
letka á því að njóta skemmtilegrar
íþrótiar og þá um leið holla og
nauðsynlega lireifingu.
Kastklúbbur íslands er opinn
öllum þeim, sem áhuga hafa á
kastíþróttinni og veitir fúslega
nauðsynlegar upplýsingar um
hana.
Núverandi stjórn klúbbsins
skipa þeir: Bjarni Karlsson, Sverr
ir Elíasson, Björgvin Farsæth, Jó-
hann Guðmundsson og Kolbeinn
Guðjónsson.
Heimsmeistaramótið stendur nú
yfir í Scarborough í Englandi,
og taka þátt í því tveir félagar
klúbbsins.
Mafían
Framhald af 1 siðu.
mestan sigur sinn í baráttunni
gegn glæpamönnum síðan 1957.
Þrettánmenningarnir eru ákærðir
fyrir að hafa umgengist þekkta
glæpamenn — það er hverjir aðra
Lögreglan, sagði að einn helzti
tilgangur handtökunnar hefði ver
ið sá að ganga úr skugga um
hvernig samskiptum þeirra hefði
verið háttað.
Gromvko
Framhald af 3. síðu.
hina hugdjörfu norður-vietnam-
önsku þjóð í þessu máli. Ikrefjast
þess að str'ðsaðgerðum í Norður
og Suður-Vietnam verði hætt skil
yrðisiaust og krefjast þess að her
lið Bandarikjanna og bandamanna
þeirra verði flutt frá Vietnam
sagði Gromyko.
í Saigon sagði handarískur for
mælandi í dag, að hinar risastóru
sprengjuflugvélar Bandaríkja-
manna af gerðinni B-52 hefðu ráð
ist á skotmörk í Norður-Vietnam
í þessari viku í fyrsta skipti í
fimm mánuði. Þoturnar réðust í
gær á vopnageymslur 7 km. norð
an við vopnlausa svæðið tá> landa
mærum Vietnamríkjanna. í morg
un felldu suður- vietnamískir
stjórnarhermenn 150 Vietcong-
menn í þriiggja tíma bardögum
á fjallasvæði 450 km. norðaustan
við Saigon.
Miklir vatnavextir eru nú í Me
kongflióti og ihefur myndast stórt
stöðuvatn á efri hluta Mekongósa
svæðinu. Mörg þúsund hekarar
frjósamra hrísgrjónaakra eru und
ir vatni og svo stórt er stöðuvatn
ið að það nær inn í Kambódíu.
Vatnið heldur áfram að stiga og
hefur sticið hraðar en í hinum
miklu flóðum 1961, þegar um það
bil 200 manns biðu bana. En eng
inn hefur farist enn sem komið
er, en um 5000 manns hafa yfir
gefið ‘heimili sín.
Tízkusýnfng.
Framhald af 3. síðu.
ína Jónmundsdóttir, Sigríður Þor-
valdsdóttir og Unnur Arngríms-
dóttir komu fram í gíæsilegum
tízkufatnaði. Ekki verðúr nánar
sagt frá því, sem fram ~kemur í
þættinum, enda verður ekki langt
þar til þátturinn sést á sjónvarps
skerminum. Myndin er áf sýning-
arstúlkum.
Kjördæmarált
Framhald af 2. síðu.
kvenna og karla hefir fullur fram
gangur þess réttlætis verið tryggð
ur 1. janúar 1967.
Fiskiskinastóllinn hefir verið
aukinn og endumýjaður, og tek-
in upp ný tækni við síldveiðar,
þannig að aflinn hefir margfald-
ast. Jafnframt hafa afköst síld-
arverksmiðja og síldarsöltunar-
stöðva verið stóraukin og keypt
síldarflutningaskip.
Stofnlónasjóðir sjávarútvegsins,
landbúnaður og iðnaður hafa ver
ið efldir, og lausaskuldum atvinnu
veganna breytt í föst lán.
Mikilvægar breytingar hafa ver
ið gerðar á lögum um tekjuskatt
og útsvar, skattgreiðendum í vil,
og tollar hafa verið lækkaðir
Landhelgisdeilan við Breta var
farsællega leyst
Hafnar hafa verið mestu virkjun
arframkvæmdir í sögu landsins
með Búrfellsvirkjun, og lagður
grundvöllur að nýjinn iðnaði og
útflutningsiðnaði með byggingu ál
bræðslunnar við Straumsvík.
Af miklum framförum í skóla-
málum vill fundurinn sérstaklega
fagna þeirri ókvörðun Alþingis,
að menntaskóli skuli rísa á Vest
fiörðum, og einnig fagnar fundur
inn nýja kennaraskólanum og
setningu nýrra iðnfræðslulaga.
Meðal þeirra mála sem fund-
urinn telur að Alþýðuflokknum
beri að beita sér fyrir á næst-
unni, eru eftirfarandi •
Ráðstafanir verði gerðar til þess
að draga úr hinum hraða vexti
verðbólgunnar, og reynt að halda
verðlagi sem stöðugustu.
Bendir fundurinn á, að með efl-
ingu almannatrygginga, lækkun
skatta og tolla og öðrum hlið-
stæðum ráðum, svo sem aukinni
’dffleitni til þess að lækk? húsa-
’eigu með lækkun byggingarkostn
■’ðar, megi færa launþegum var-
■mlegar kjarabætur og trvggja
heim réttláta hlutdeild í þjóðar-
tpkjunum, en við það telur fund-
orinn, að allar ráðstafanir gegn
dvrtíðinni verði að miðast.
Sett verði lög um lífeyrissjóð
fvrir alla landsmenn, er tryggi
beim rétt til eftirlauna
Stefnt verði að því að lagkka
kosningaaldur samkvæmt yfirlýstri
stefnu Alþýðuflokksins.
Áfram verði unnið að samningu
framkvæmdaáætlana fyrir allt
landið og einstaka landshluta.
Vill fundurinn einkum hvetja
R1 bess, að samningu fleiri þátta
Vestfjarðaáætlunar verði hraðað,
ng að fjárframlög til vegafram-
kvæmda í kjördæminu verði auk
>n við endurskoðun veigaiáætlunar.
'^■•fvæðingu þeirra býla í kjör-
sem fallið geta undir
’-’>fvæðingar-áætlun Rafmagns-
-oífna ríkisins, verði hraðað. en
ábúendum á öðrum bvlum verði
veitt aðstoð til þess að koma sér
”nn sérstökum rafstöðum.
Hraðað verði uppsetningu sjálf-
virkra símstöðva í kjördæminu.
Hert á framkvæmd orlofslaga,
v.onnig að þau komi að tilætluðu
g-->eni fvrir launþega
Verkalýðsfélögunum á Vestfjörð
”m verði tryggð aðstaða á Reyk-
hólum til þess að koma þar upp
orlofsheimilum.
Endurskoðun hafnarlaga verði
hrsðað. og komið í framkvæmd á
næsta ári.
Þá leggur fundurinn áherzlu á,
að nv sókn verði hafin í íand-
hplgismálinu með það yfirlýsta
m-’rkmið fvrir aueum að íslend
irpar fái full og óskoruð réttindi
+11 fiskveiða á landgrunninu öllu.
Tafnframt hvetur fundurlnn til
þess, að stuðningur við útgerð
minni vélbáta verði aukinn, út-
gerð þeirra er víða aðalundirstaða
atvinnunnar í landi, og leggur
þjóðarbúinu til mjög mikilvægar
og verðmætar afurðir til útflutn-
ings á þá markaði, sem sízt má
missa.
Myndlistarmenn
Framhald af 3. síðu.
Sýningarnefnd Félags ísl. Mynd
listarmanna skipuðu Jóhannes
Jóhannesson, Jóhann Eyfells og
Steinþór Sigurðsson. Þá mun fé-
lagið einnig skipa einn mann í
dómnefnd þá, sem velur beztu
myndina á Ungdom bienniale.
Rannsóknarskip
Framhald af 3. síffu.
slökkvistörf til lands og sjós,
takmarkaða aðstoð sem ísbrjót
ur, og leitar og björgunarstarf
semi. Tvö skip hafa áður borið
nafnið Hvidbjörnen þ.ea.s.
annað þeirra hét að vísu Hvide
Björn. Það var vopnað 40 fall
byssum og sjósett í Hollandi
1640 það var seinna hertekið
af dönum og sökk árið 1658,
þá á leiðinni til Noregs með
saltfarm. Hitt var byggt 1928
vopnað tveimur 87 mm. fall
byssum, ætlað til strandgæzlu
starfs. Því var sökkt af eigin
áhöfn 29. ágúst 1943, til þess
að það félli ekki í hendur ó
vinarins. En Þjóðverjarnir
náðu því upp aftur og drógu
til Þýzkalands. Eftir stríð
kærðu danir sig ekki um að
fá það aftur þar sem endur
byggingarkostnaður yrði' ívo
mikill, þanoig að nú siglir , >að
undir Austur þýzku flaggi i fýi
Hvidbjörnen var svo býggt
1962. Yfirmaður þess er j,or
logskaptajn“ K.S. Kærgárd.
Lög reg I u morð
í Júgóslavíu i
BELGRAD, 23. september (NTB
-Reuter) — Meðlimir komviúni sta
flokksins í Suður-Júgóslavíu h ifa
sakað öryggislögregluna um að
hafa myrt 33 manns eða átt iöíc
d dauða þeirra. Öryggislögreg\an
er einnig ákærð fyrir að pyfita
saklausa fanga í fangelsum, heffm.
ir stórblaðið „Politika“ í Belgrad
í dga.
Ásakanir þessar hafa verið born
ar fram í héraðinu Kosovo-Meto-
hija skammt frá landamærum Al-
baníu. í sumar hófust víðtækar
hreinsanir í öryggislögreglunnl
sakað lögregluna um að beita að-
eftir að sjálfur Tito forseti hafði
ferðum frá Stalínstímanum. Alex-
ander Rankovic varaforseta og
vini hans Svetislav Stefanovic Var
vikið úr embættum.
Sveinn H. Vaidimarsson
Hæstaréttarlögmaffur.
Lögfræffiskrifstofa.
Sambandshúsinu 3. hæff.
Símar: 12343 og 23338.
Sveinafélag
pípul agningamanna
Ákveðið hefur verið
að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um
kjör fulltrúa á Alþýðusambandsþing 1966
Framboðslistum skal skila í skrifstofu fé i
lagsins fyrir kl. 20.00 þann 7. þ. m.
líRj
VILL RÁÐA
blaðamann
Veitingahúsió ASKUR
SUÐURLANDSBRAUT 14
BÝÐURYÐUR
heltar og kaldar samlokur
(Munið: Samlokur í ferðalagið).
SÍMI 38-550.
24- september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |5