Alþýðublaðið - 01.12.1966, Síða 8

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Síða 8
1966 JólablaS ALÞYÐUBLAÐSINS Ðr. Finnbogi Guömundsson, NOKKURAR SOGUR.... í HJÁVERKUM UPPSKRIFAÐAR * ' ‘ -.V.W .. ‘úfi s J»n ;<»(«,V, '*■$#**■$•*** 5^.,-;V-a.4 mdr$tofch!téjí' 4 |||ͧ|§1§§|; MeSal þeirra handrita, sem Landsbóka- safn eignaðist árið 1965, voru tvö stór bindi íslendinga saigna og þátta, er bræð- ur tveir lá Fellsströnd vestur skrifuðu á seinni hluta 19. aldar. Á titilsíðu eldra bindisins iað því er virðist), sem var aililla farin og frú Vigdís Björnsdóttir liefur nú hresst við, stendur þetta (sjá Kiynd); Nokkrar/sögur ok þættir/af/Fornald- ar-mönnum/Islending-/a,/í hjáverkum uppskrifadar frá vordögum-1871 til vor- daga 1873/af/Guðlaugi Magnússyni/ vinnumanni á Hafursstöðum/á Fells- stl-önd. Guðmundur Magnússon, bróðir Guð- laugs, er ritað hefur umrætt bindi upp þaðan, sem Guðlaugur hætti í 58. kap. Egils sögu (neðst á 584 bls.), hefur seinna bætt nafni sínu á titilsíðuna og breytt Itenni til samræmis við það, svo að nið- unlag hennar varð: (af Guðlauigi Magn- ússyni) og/Guðmundi Magnussyni/ vinnu mtinnum á Hafursstöðum/ á Fellsströnd og Breiðabólstað/á Fellsströnd. í bindinu eru alls 762 blaðsíður í stóru broti <32,7x20,8 cm), og hefur Guðmund- ur lokið því 20. marz 1875. Þessar sögur og þættir eru í bindinu: Njáls saga og sona hans, Svarfdæla, Valla-Ljóts saga, Víga-Glúms saga, Þor- valds þáttur tasalda. Reykdæla saga, Þor- steins þáttur stangarhöggs, Brandkrossa þáttur, Droplaugar sona saga, Egils saga Skalla-Grímssonar, Gunnlaugs saga orms- tungu og Skáld-Hrafns, Þáttur af Stúfi skáldi, Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar, Þorsteins þáttur tjaldstæðings, Egils jþatt- ur Síðu-Hallssonar. Guðlaugur er betri skrifari þeirra bræðra. Hann hefur mikið skraut við upp- haf sagna og þátta, og stundum kapitula, og hann hefur teiknað margar myndir í lit um og lífgað með þeim upp á sögurnar. Hann gerir sér, sem vonlögt er, ekki grein fyrir húsakosti og klæðaburði forn- manna, setur því burstir á bæ Njáls og klæðir þá Gizur hvíta og Hjalta Skeggja- son i heldri manna búning samtíðar sinnar. Seinna bindið er í svipuðu broti (33,3x20,5 cm), 638 blaðsíður, og hefur Guðmundur Magnússon skrifað það allt að undantekinni Flómanna sögu og Vatns- dæla sögu, 585—648 bls., en þær eru með hendi Guðlaugs. Hefur Guðmundur senni- lega látið binda þær með þessu bindi til að jafna milli bindanna. Guðmundur kallar þetta bindi að vísu No. 1, en í því þarf þó ekki að felast, að það sé eldra, heldur var eins eðlilegt, að hann kallaði svo það bindi, sem hann átti bróðurpartinn í, þegar hann síðar varð einn eigandi beggja bindanna. Þess er og að geta, að bindi hans hefst á Land- námu, og kann það jafnframt að valda nokkru um tölusetningu hans. í bindi þessu eru auk þeirra sagna, er þegar hefur verið getið, þessar sögur og þættir: Ölkofra þáttur, Bandamanna saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Gests saga Bárð arsonar, Gunnars þáttur Þiðrandabana, Finnboga saga ramma, Grautar-Halla þátt ur, Harðar saga og Hólmverja, Þorgríms saga prúða, Kjalnesinga saga, Jökuls þáttur Búasonar, Ljósvetningasaga, Víga- Styrs saga, Þórarins þáttur Nefjólfsson- ar, Steins þáttur Skaptasonar, Þórodds þáttur Snorrasonar, Gellis þáttur Þorkels- sonar. Hér verður ekki kannað, hverjar heim- ildir þeir bræður hafa haft, að hve miklu leyti þeir hafa ritað eftir prentuðum sög- um eða stuðzt við handrit ein. í lok sög- unnar af Þorgrími prúða og Víglundi, syni hans, seigir Guðmundur svo í -sínu bindi (402 bls.): Skrjfuð af G. Magnússyni á Breiðabólstað eptir brotnum blöðum, og sum orð varð ég að smíða. Ljóst er, að Guðmundur hefur haft nokkra minnimáttarkennd gagnvart Guð- laugi, bróður sínum, fundið sem var, að hann var honum miun síðri skrifari. En Guðmundur segir í lok fyrri bókarinnar,1 að hún sé ,,enduð 20. marz 1875. . . og- illa skrifuð“. En hverjir voru þeir þessir bræður og eljufræknu skrifarar? Þeir voru synir Magnúsar Magnússonar (f. 22.2 1820) og Guðrúnar Jónsdóttur (f. 28.5 1820) í Am-’ arbæli á Fellsströnd, en þau dóu bæði sama úrið,. 1858, frá tíu bömum. Jón Thoroddsen orti eftirmæli eftir þau, og' eru þau prentuð í kvæðum hans 1871, 152. —54. .bls. í eftirmælunum er m.a þetta erindi: Ástsæl þau voru og orð sér gátu gott hjá guma mengi; hnigu þau að hauðri um hádag ævi, og það góðir grétu. Guðlaugur Magnússon var fæddur 21. nóvember 1848 í Arnarbæli. Eftir lát for- eldra -sinna fór hann að Hafursstöðum á Fellsströnd til Kristínar Jónsdóttur, móðursystur sinnar, og Eiríks Jónssonar, manns hennar, og var hjá þeim, unz hann fluttist vestur um haf síðla sumars 1874 ásamt Jóhannesi, bróður sínum. Þeir voru um veturinn skammt frá bænum Kinmo- unt í Ontario, en héldu Ihaustið 1875 i fjölmennum hópi íslendinga vestur til Manitoba og settust að í Árnessbyggð í Nýja-íslandi. Þeir bræður bjuggu samtýn is og kölluðu báðar jarðirnar einu nafni Dögurðarnes, eftir Daigverðarnesi á Skarðsströnd. Þegar Guðlaugur nokkru eftir aldamót gerðist póstafgreiðslumaður, nefndi Ihann póst-húsið Nes, þóttist vita, að Dögurðar- nes yrði nokkuð ótamt í munni enskra. Guðlaugur sat um hríð í stjórn Gimli- sveitar og lét jafnan málefni liennar til sín taka, hélt t.a.m. stundum uppi vörn- um fyrir Nýja ísland í Lögbergi, þegar hallað var á það í Heimskrmglu. Guðlaugur varð fyrstur til að fjalla rækilega um nauðsyn þess, að rituð yrði saga íslendiniga í Vesturheimi, samdi um það efni grein í 7. tbl. Lögbergs 1889. í greininni segir Guðlaugur m.a.: „Ef farið verður að rita sögu íslend- inga hér, þá þarf sú saga að geta ailra þejrra íslenzkra manna, -sem stigið hafa fæti á ameríska grund, síðan vestur- flutningar hófust frti íslandi, þótt ekki væri nema aðeins að nefna suma þeirra ■á nafn í sögunni. Sem nærri má geta, yrði of umfangsmikið og -stórt, ef allra væri getið að miklu. Það helzta og iík- asta í hvers eins sögukafla verður þetta, sem ég nú skal benda á. Skírnarnafn og föðurnafn Lvenmanns

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.