Alþýðublaðið - 01.12.1966, Síða 9
Jólablað ALÞÝÐUBLAÐSINS 1966
iW&fiir&M ír* íW «ít '«*» ■'*£?/: /»"wiÁí'm-íy,'* &*>?*?• ý/
'-■/ > \ >> ■ >-4i' / - ' ■ ■■' - i '
■'■>- ' -- ;>■■■ -'■ ; ■•'-. - . .;>: -
/ ’ ' ;■' . ,'/ /■/'-
, ■" J
,.-/ v>«' •'*''
//í/4W*- _■' ''■■'•/./;
/■■-■■- ■./'/ , ■ > ■'■ /;■
,: >'■. «4//’
■ / -■
- - .* • /
'
V ■
/ ■.;, //' 4-4'
: - ,
Mi Á ■■ ' 'Vib ; ÍM
f-ytá^a.,' > ■ .44;/i'/ .
/• v" :r, /v-; ,•<•■■■■•'' '"■' ^/> .-%■- ‘
‘V't.r'/J?. ‘ /y. ' ,
tf" y- /&. J"r. f . /4,- v/
‘ y ■■' "í. K> ■■ ' ,''*• ,■ ■•’. ,'ííVJ
>,. 4-/’ , '■■i'./'P.r-' > 1 '-';•■ ,
4'/,í- ■ ,v - ■■- 4-: 44 '- •■ ';í4 ,/'"■
,' ; ,:4*//jA. .--■ .,;/,
,4 4 ./,.'■ -. ■..■■';-■-//-,■
*V'~/
sem karlmanns; eins auknefni, ef þau eru
íslenzk, Ihvaða mennta-. eða iðnaðargrein
liver stundaði heima, og stöðu. Nafn
©g föðumafn foreldra, og hvar þeir hafa
verið á íslandi; jafnvel ætti að geta ein-
hverra merkra manna í ættinni. Með því
mætti heldur fyrirbyggja, að Atlantshaf-
ið sliti æftliðina í sundur. Tiigreina bæ,
sveit og sýslu, sem vesturfari var á síð-
ast, hvaða ár hann flutti til Ameríku og
til hvaða bæjar eða borgar, héraðs
(Conty), rikis eða fylkis, i Bandaríkjunum
eða Canada. Landtakandi tilgreini nafn
heimilis síns, því sumir hafa gefið nöfn
bæjum sínum, og svo, hvar landið liggur,
í hvaða héraði o.s.frv. Tilgreina þá aðr\-
legustu atvinnu, sem hver stundar, hverju
nafni sem iðngreinin nefnist, menntalega
eða verklega stunduð; ennfremur þarf að
geta hinna helztu atvika, t.d. færslu úr
einum stað í annan o.fl. Það er óþolandi,
að flestra saga hætti strax eftir að þeir
stíga fæti sínum hér á land“.
Kitstjóri Lögbergs (að öllum likindum
Einar Hjörleifsson) reifar í 12. tbi. grein
Guðlaugs og segir þar svo m.a/
„Það gladdi oss að fá þessa grein herra
Guðlaugs Magnússonar — ekki af því, að
vér séum höfundinum samdóma, heldur
af því, að hvergi hefur verið tekið jafn-
skýrt og skilmerkilega fram, hvað fyrir
mönnum vakir með þessa íslendinga-
sögu. Því að við það að bera þessa grein
saman við aðrar óljósari greinar um þetta
efni, hefur oss skilizt svo sem það sama
vaki fyrir öðrum, sem annast er um þetta
mál, eins og fyrir herra Guðlaugi Magn-
Ússyni. Og nú þegar hugmyndir manna
um þetta mál eru komnar jafngreinilega
fram eins og þær hafa komið fram í grein
G. M„ er hægra að átta sig á málinu og
tala um það, án þess menn þurfi að mis-
skilja hverjir aðra.
En vér erum á mjöig svo annarri skoð-
un en hinn háttvirti höfundur. Eftir hans
fyrirhugun yrði sagan um menn, en ekki
um málefni“.
Og síðar í greininni segir svo: „Eftir
því sem oss virðist, er sjálfsagt að leggja
aðaláherzluna á samhengi viðburðanna, ef
menn færu í raun og veru að brjótast í
að semja þessa sögu og gefa hana út á
prent. Eftir því sem hr. G. M. setur sína
sögu-hugmynd fram, yrði ekkert saman-
hengi, en'gin heild í sögunni. Hún yrði
ekki annað en registur yfir einstök atvik
í lífi fáeinna merkra og fjölda ómerkra
manna. Af 'henni gætu menn ekki séð
nema óbeinlínis og í molum, hvernig ís-
lendingum hér hefur í raun og veru lið-
ið, ihvað þeir hafa átt við að berjast,
hvernig á örðugleikunum hefur staðið,
hvað fyrir þeim hefur vakað, hvort þeim
hefur farið fram eða aftur, né hvernig á
þeirri framför eða afturför hefur staðið“.
Guðlaugur svaraði ritstjóranum í mjög
hógværri grein í 21. tbl. Lögbergs 1889,
og er stuttur kafli úr henni birtur í lok
þessarar greinar.
Guðlaugur samdi síðar og birti í Al-
manaki Ólafs Thorgeirssonar 1899 merk-
an þátt um Landnám íslendinga í Nýja
íslandi og ruddi þar braut frekari sögu-
ritun landanna vestra. Mun sr. Jón
Bjarnason, er var manna kunnugastur
sögu og kjörum íslendinga á frumbýlis-
órunum, hafa haft þetta verk Guðlaugs
í huga, er hann sagði um hann, að hann
væri „valinkunnur fræðimaður“.
Ég birti hér stuttan kafla úr umrædd-
um þætti Guðlaugs, lýsingu hans á för
landanna frá Ontario vestur til Manitoba
og komu þeirra til Nýja íslands.
„Hinn 21. septembermánaðar afréðu
um 250 manns að fara á stað til nýlend-
unnar; á leiðinni bættust við hópinn úr
öðrum pörtum Ontariofylkis og Bandaríkj
um nokkuð margir íslendingar. Þá var
engin járnbraut fyrir norðan stórvötnin,
Superior og Huron. Hópurinn fór því á
járnbraut frá Toronto til Sarnia, þaðan
eftir vötnunum til Duluth, síðan á járn-
braut gegnum Minnesota vestur að Rauðá.
Síðan vatnsveg til Winnipeg eftir ánni.
Eftir litla dvöl lagði hópurinn á stað
vatnsieið norður til Nýja íslands. Sú ferð
gekk seint, því skipin voru ekki til ganigs
gerð. Það voru afar stórir kassar, sem
fólk og flutningur fluttist á, og var látið
reka fyrir straumi. Slíkir kassar eru oft
hafðir til að flytja á vörur og eldivið
eftir ám. Snemma morguns, 17. október-
mán., lagði flotinn á stað frá Winnipeg,
með mjög lítilli viðhöfn; kassarnir voru
níu, þrír og þrír festir saman. Mörgum
sem horfðu á flota þennan leggja á stað,
leizt ckki á blikuna; sögcSu menn að allir
innan boi-ðs myndi drukkna í Winnipeg-
vatni, ef stormur kæmi uppá. Þá var ekki
um Tnörg gufuskip að gera, sem gengu
norður á vatn; aðeins gufubáturinn ,,Col-
ville“. 21. október tók gufubátur þessi
flotann, sem þá var kominn niður undir
Rauðárósa, og dró hann samdægurs norð-
ur að Víðinesi (Willow Point). Eftir nærri
5 daga ferð frá Winnipeg til Nýja íslands
stigu þessir fyrstu landnámsmenn þar
fæti á land. Það var síðla dag (kl. 4V2)
á síðasta sumardag 1875“.
Guðlaugur kvæntist árið 18Q8 Henri-
ettu Vilhelmínu Clausen frá Keflavík í
Gullbringusýslu, en þess er ekki getið,
að þau hafi eignazt börn.
Guðlaugur Magnússon lézt að heimili
sínu i Nesi á jóladagsmorgun 1917, og
hafði Jóhannes bróðir hans, þá dáið fyrir
aðeins fimm dögum.l)
Af Guðmundi Magnússyni er fátt að
segja. Hann fæddist í Arnarbæli 27. jan-
úar 1850, en fór við lát foreldra sinna
Grein þessa ritaði dr. Finnbogi
Guðmundsson, landsbókavörður,
í nýútkomna Árbók Landsbóka-
safns. í því riti birtast jafnan
greinar um bækur og bókleg
ef'ni auk skráa þeirra um nýjar
bækur, sem að sjálfsögðu eru að-
alefni ritsins. Þar sem rit þetta
mun ekki koma mjög mörgum
fyrir sjónir, fékk Alþýðublaðið
góðfúslega leyfi dr. Finnboga til
að endurprenta greinina hér í
þessum fyrsta hluta jólablaðsins.
að Breiðabólstað 'á Fellströnd og átti þar
heima til æviloka, 1. maí 1915. Hann var
lengi í vist, síðar húsmaður og loks bóndi
1892 — 1915. Hann var ókvæntur. 2)
Um feril umræddra handrita þeirra
bræðra er það loks að segja, að þau voru
í eigu Guðmundar þar til nokkru fyrir
andlát hans, að hann afhenti þau Magn-
úsi Jónssyni, bróðursyni sínum, þá bónda
á Kóngsbakka í Helgafellssveit, sem
kvæntur er Sigurborgu, dóttur Magnúsar.
Björn á Kóngsbakka gaf Landsbókasafni
kost á handritum þessum nokkru fyrir
jól 1965, og kann safnið 'honum beztu
þakkir fyrir.
Þegar rætt er um íslenzka alþýðui-
menningu liðinnar tíðar, hljótum vér m.a.
að minnast bræðranna frá Arnarbæli á
Fellsströnd, er sátu við það rúmlega tvít-
ugir í öllum tómstundum sínum að skrifa
upp fornar sögur þjóðarinnar. Og vér
geturn spurt, hvort einhverjir viti dæmi
þess með öðrum þjóðum, að vinnumenn
liafi fengizt við þessháttar störf í hjá-
verkum sínum.
1) Helzta heimild um Guðlaug er smá-
þáttur um hann í Almanaki Ólafs
Thorgeirssonar 1916; ennfremur
minningargrein um hann í 2. tbl.
Lögbergs 1918 eftir Magnús J.
Skaptason.
2) Jón Guðnason' Dalamenn II, 116.
Þótt þessi iðja þeirra bræðra og ann-
arra þeirra líka sé ein sér harla merkileg,
er þó hitt fýrir mestu, hvern þrótt og
metnað þeir sóttu í hinar fornu bók-
menntir. Skal um það vitnað til eftirfar-
andi ummæla Guðlaugs Magnússonar í
fyrrnefndri grein hans í 21. tbl. Lögbergs
1889, þar sem hann hvetur landa sína i
Vesturheimi til að hefjast handa um rit-
un sögu sinnar og skírskotar til fordæmis
hinna fornu íslendinga:
,,Það er ólíkt ástatt nú og var á tíma-
bili því, er flestar hinar alkunnu íslenzku
fornsögur voru ritaðar; nú er mun hæg-~
ara að eiga við ritsmíðar. Það hafa ver-
ið framúrskarandi menntavinir, að þeir
skyldu rita jafnmikil og góð rit, og verð-
ur verkið minning þeirra, meðan landið
er byggt, jafnframt og það er talinn hinn
mesti sómi islenzku þjóðarinnar að eiga
slík ágætis verk; fá rit annarra Norður-
álfu þióða frá sarna tímabili munu jafn-
ast við þau. Verk hinna fornu ritsnill-
inga gat ekki verið nema í einstakra
manna höndum, og þaðan varð þetta litla
þekkingarliós hinna liðnu tíma að útbreið
ast 'til’ almennings, og má nærri geta,
hversu dauft það hefur skinið inn í huga
alls fjöldans.
Prentverkið er nú það ljós heimsins,
sem flestir eiga kost á að láta lýsa sér;
ljós þetta þurfuni vér íslendingar að nota
vel og það ekki sízt í þessu landi; annars
verður oss lika ámælt af öldnum og ó->
bornum íslendingum".