Alþýðublaðið - 01.12.1966, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Qupperneq 14
1f. 1966 Jólablað ALÞÝÐUBLAÐSINS feosen Framhald af bls. 5 ía. Hún hafði til aS bera ríka Og fjölbreytilega kímnigáfu. En stærstu eðlisþættir skapgerðar hennar voru þó kjarkur og stórhugur, tilfinning hennar fyr ir öllu, sem var sterkt og vold ugt eins og hún sjálf. Það var því ekki að undra, þótt systir- in og æskuvinkonan pískruðu um það sín á milli, að hið unga leikritaskáld, sem starfaði við leikhús bæjarins, Henrik Ibsen, væri einmitt rétta mannsefnið fyrir Súsönnu. HENRIK IBSEN og Súsanna Thoresen liitt.ust í fyrsta sinn á heimili hennar 7. janúar 1856. Það var á bók menntavöku, en til slíkra kvölda bauð Magðalena Thoresen oft og einatt skáldum og listamönnum bæjarins. Öðru sinni lágu leið- ir þeirra saman í samkvæmi í Bergen. Þetta var danslpikur, en hvorugt dansaði, heldur töl- uðu þau saman allt kvöldið. Nóttina eftir skrifaði hann henni bréf og sagði henna, að ef hún vildi fylgja honum, mundi hon- um takast að sigra heiminn og öðlast frægð og frama. Sús- anna Thoresen var þá 19 ára. Menn hafa hver í kapn við annan reynt að lýsa sambúð Henriks og Súsönnu á þann veg, að hún hafi verið gersneydd ástúð og rómantík. Kvæði sem liann orti til hennar benda þó til hins gagnstæða. Örfá þeirra hafa varðveitzt, en flest.eru þau gíötuð Súsanna brenndi þau skömmu áður en hún lézt, því að hún áleit að samband þeirra hjóna kæmi engum við er þau sjálf væru bæði komin undir græna torfu. Margir hafa lýst Súsönnu Ib sen og getið þess, að hún hafi ekki verið falleg. Hún var það heldur ekki. Hins vegar hafði hún til að bera ýmsa aðra eigin leika. Hún vaj til að mynda gærr sérstæðum per- sónuleika og skapfestu. Það er hætt við, að minningin um hana sé um of tengd síðustu æviár- um hennar, en þá var el'in far in að segja til sín. Hún var illa farin af gigt, andlitið hrukkótt og augun sljó. Á gömlum mynd um má hins vegar glöggt sjá, að einu sinn var hún líka gædd töfraljóma æskunnar: svipurinn hreinn og sterkur, augun stór og skær og hárið mikið. Já, svo fallegt var hár hennar, að til þess var tekið í Bergen. Eitt sinn var það til dæmis mælt í samkvæmi, og svo sítt reyndist það að það náðl alla leið niður á gólf eins og kápa, kastaníu- bnint og bylgjandi. Hún var alla tíð eilítið gild- vaxin, en þess ber að gæta, að tízkan í þeim efnum var cnnur þá en nú. Það er satt, að Mar- ía systir hennar var fríðari sýn um. En Súsanna var líflegri og ef til vill má komast svo að orði, að fegurð hennar hafi ver ið fólgin í töfrum persónuleik- ans. Henrik Ibsen gerðist mi tíð- ur gestur á heimili Thoresens- hjónanna. Það hefur án efa vak- ið bæði undrun og gremju hinn ar eftirsóttu Magðalenu Thore- sen, að skáldið unga skyldi gera hosur sínar grænar fyrir stjúp- dóttur hennar en ekki henni sjálfri. Slíku var hún ekki vön. Af þessum livötum skrifar hún að öllum líkindum grein þá um Ibsen, sem löngu síðar birtist. Þar segir hún meðal annars: „Þegar Ibsen kom til Bergen líktist hann litlu og feimnu múr meldýri. Það var eitthvað skrít ið og klunnalegt við framkomu hans, og hann virtist alltaf kvíð inn á svipinn Hann hafði sig iítið í frarnmi, sennilega af ótta við að gert yrði gys að lionum. Hann hafði ekki ennþá lært að fyrirlíta meðbræður sína og þess vegna skorti framkomu hans ör yggi. Auk þess bar hann djúpa virðingu fyrir öllu sem var fínt, því að hann áleit að í heimi efnafólksins ríkti ekki sá óró- leiki og sú ólga, sem bjó innra með honum sjálfum. Honum fannst hann vera einmana og utangátta og hann kunni ekki við sig í góðum félagsskap“. Þótt þessi mynd sé ýkt, er í henni að finna ofurlítið brot af sannleika. Hafa ber i huga, að vegna gjaldþrots föðursins setti ----------------------------0 •t-s/c £&ð, •wú- ÞAÐ 1 MARMELAÐI HEILDSÖLUBIRGÐIR MDRIS ■ NORSK-ÍSLENZKA Karlmannaskófatnaður Kvenskófatnaður Barnaskófatnaður STÓRGLÆSILEGT ÚRVAL Skóbúð Austurbæjar Skókaup Kjörgarði Laugavegi100 Laugavegi59 Skóval Austurstræti 18

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.