Austanfari - 30.06.1922, Page 1
AUSTANFARI
RITSTJðRI OG EIGANDI: GUÐM. G. HAGALÍN
2. tbl.
Seyðisfirði, 30. júní 1922
1. árg.
Niðurl
IV
Næst er þá að ininnast á C-
listann. Á honum eru eingöngu
konur, þó ekki konur í þeirri
merkingu orðsins, sem nú er tíð-
ust. „Austanfari" verður að játa
það, að hann þykist eigi geta
tekið lista þennan alvarlega. Fyrst
og fremst vegna þess, að hann er
til orðinn á með öllu röngum
grundvelli. Það þykist hann sem
sé mega fullyrða, að hlægileg mein-
loka sé, að þjóð vor taki að skifta-
sér í stjórnmálaflokka eftir kynjum.
Er vonandi að meinloka sú verði
ekki langæð enda sjái reykvísku
konurnar það nú við kosningarnar,
að út um landið hafi eigi kven-
réttindamálið hlaupið með kven-
þjóðina út á neina glapstigu. Þjóð
vor, karlar og konur á auðvitað
að skiftast í flokka oftir skoðun-
um. Þær konur, er á þjóðmála-
brautinni vinna þörf og mikil
störf, munu síðan verða viðurkend-
ar og hafðar í kjöri við þing-
kosningar, eigi síður en karlmenn.
En von er það „Austanfara“, að
konurnar eigi sér annan göfugri
metnað og samræmari eðli sínu
en að vinna sér kvikult gengi á
vígvelli stjómmálanna. Broslegt er
það, þá er „19 júní“ kveður kon-
ur verða að fylgja C-listanum
vegna þess, að nauðsynlegt sé hag
heimilanna í landinu að koma á
þing konum þeim sem í kjöri er.u
á honum. En þrjár þær efstu
eru það sem kallað er „pip-
armeyjar“. Þær hafa sem sé með
lífi sínu sýnt að þær vilja styðja
að því, að sem flest góð og göf-
ug heimili séu á landi hér, sýnt
það með því að hirða eigi um að
helga heirnili krafta sína! Þær eru
eins og búnaðarskólamennirnir,
sem alls ekki þora að leggja út í
búskap sjálfir, en vilja kenna bænd-
um að búa. Og þeir menn eru
fræg stétt í landinu. Eðlilegt er og
|jað, að konum, sem ekki hafa
haft kjark eða vilja til að eignast
sjálfar heimili, finnst líf sitt tómlegt
og tilgangslaust. Þær fyllast gremju
þeirri og lífsbeizkju sem alkunn
er og gefur þeim „piparbragðið",
verða ömurlegar og eins og alger-
lega sérstakur kynþáttur í landinu.
Einkenni þess kynþáttar er meðal
annars andúð gegn karlmönnum
og öllu sem þeir taka sér fyrir
hendur og háð og aðfinslur gegn
hinum giftu kynsystrum sínutn.
Loks gerast þær postular, vilja
laga heimilin og hjónabandið,
bæta hag giftu kvennanna, sem
una sér yfirleitt mjög vel og
hafa eitthvað að lifa fyrir — og að
síðustu endar alt í stjórnmálaleg-
um æsingum og pilsaþyt, sem
flestum þykir alt annað en kven-
legur. En að vonum taka menn
þeim vítt um heim með breiðu
brosi — og taka ekki þytinn
einusinni svo alvarlega að vilja
fórna sér til að afstýra hættunni,
sem þeir vita vel hvernig unt er
að afstýra.
Konur á íslandi hafa lengstum
verið að því kunnar, að reynast
skörungar, skylduræknar, og vand-
ar að virðingu sinni og heimila
sinna. Þær láta flestar bændur sína
um það sem starfa skal út á við
og eiga sitt verksvið fyrir sig.
Varla mun þeim nú svo gengið,
að þær vilji eigi heldur láta rólega
íhugun málanna ráða hvar þær
skipa sér við kosningar, heldur en
kynferðið, sem virðist þó ekki
geta mælt mikið með C-listanum
við landskjörið, því að það mun
óhætt að fullyrða, að vilji ekki
íslenzkar húsmæður trúa kvæntum
og reyndum heimilisfeðrum fyrir
hag heimilanna á löggjafaþingi
þjóðarinnar, þá trúa þær ekki fyr-
ir þeim þremur efstu konunum á
piparlistanum.Um fjármálavit þeirra
og æfingu í stjórnmálastörfum er
víst nokkuð hið sama að segja og
æfingu þeirra í húsmóður og
heimilisstörfum.
V
Þá koma síðustu listarnir U- og
E-listinn. Ritstjóri blaðs þessa
lítur svo á, að á milli þeirra manna,
sem að þessum tveim listum standa,
sé eigi langur vegur í skoðunum
álandsmálum. Handvömm og gam-
all kritur hafa orðið þess valdandi,
að komið hafa fram D- og E-listi,
þar sem einn hefði vel mátt vera.
Það sem mjög hefur bagað oss,
mörgu öðru fremur, er flokkaleys-
ið í landinu. Það hefur orðið vatn
á mylnu þeirrá manna, er viljað
hafa komast til vegs og valda, án
þess að finna hjá sér þann styrk
og starfsdug, er til þess þarf, ef
hreinn leikur skal leikinn. Þeir
hafa því blásið óspart í glæður
stéttarígs og úlfúðar, og einkum
notað sér til þessi hin erfiðu ár
fjárkreppunnar. Á móti þessum
mönnum er fjöldi beztu og nýtustu
manna þjóðarinnar. En þeir hafa
hykað við að hefja baráttu, gegn
fargani þjóðmálaskúmanna, þar eð
margir þeirra hafa vænst þess, að
þjóðin mundi ekki sinna gaspri
óhlutvandra manna. Þeir hafa fund-
ið, að þeim kröftum, sem eyða
þarf í að koma fyrir kattarnef
óþokkapólitikinni, hefði mátt eyða
til skynsamlegrar framsóknarvið-
leitni á sviði þjóðmálanna. Þeir
hafa viljað byggja flokkaskiftinguna
á öðru en andróðri gegn því, er
þeim hefur virzt að enginn andlega
heilbrigður maður mundi geta lit-
ið réttu auga.
En nú mun mörgum tekið að
skiljast það, að eigi heilbrigt
stjórnmálalíf að geta þrifist í land-
inu, þá þarf þjóðin að losna við
óþverrann sem þróast hefur í skjóli
vandræða þeirra og truflunar er
heimsstyrjöldin hefur valdið. Og
það er trú „Austanfara“, að við
næstu kosningar vinni þeir saman,
er nú standa að D- og E-listanum.
Um D-listann er það að segja,
að ritstjóri blaðs þessa er alls eigi
ánægður með það, hversu hann er
skipaður. Jón Magnússon er að
vísu svo æfður starfsmaður og
hefur svo lengi á þingi setið, að
hann mun geta talist fyllilega boð-
legur þingmaður efrideildar, þótt
illa hafi honum fyrir margra hluta
sakir tekist stjórnarstörfin, á vand-
ræðatímum þeim, sem yfir oss
hafa gengið — og eigi þola menn
A- og B-listans við hann neinn
samanburð. Jón hefur aldrei verið
kunnur að pólitiskri stigamensku,
en jafnan reynst hið mesta prúð-
menni. Um hina menn listans er
|jað að segja, að þeir eru nýtir
menn og dugandi. Sigurður Sig-
urðsson er þjóðkunnur að störfum
sínuvn í þágu landbúnaðarins og
gamall þingmaður. Sveinn Bene-
diktsson er alkunnur myndar- og
dugnaðar maður og engum að
öðru kunnur en prúðmennsku.
Hinir menn listans eru og nýtir
menn þjóðfélagsins og áhugasam-
ir borgarar.
Þá er E-listinn. Á honum er
efstur séra Magnús Blöndal í
Vallanesi, duglegur bóndi og fjár-
málamaður hinn mesti. Ötull hef-
ur hann reynst í hvívetna og eng-
inn veifiskati. En lítt er hann þekt-
ur utan Austurlands og að nokkru
í Reykjavík, og má margt segja
um það, hversu valið hafi tekist.
ef litið er til þess, hversu líklegt
sé honum fylgi. En þegar um er
að ræða landskjör, þurfa menn
helzt að velja þá, sem þjóðkunn-
ir eru og góðkunnir. Næstur er
Þórarinn Kristjánsson, hafnarverk-
fræðingur, gætinn maður og at-
hugull, mentur vel og starfhæfur
— en annars lítt kunnur. Þriðji
maðurinn er Sigurður Sigurðsson,
lyfsali í Vestmannaeyjum, (Sigurð-
ur frá Arnarholti). Er hann mað-
ur bráðgáfaður, duglegur með af-
brigðum og áhugasamur. Er hann
sá maður, er á síöari árum hef-
ur unnið mest og bezt að ýms-
um nauðsynjamálum Eyjaskeggja.
Fjórði maður er Sig. E. Hlíðar,
dýralæknir á Akureyri. Hefur hann
haft talsverð afskifti af pólitík og
reynst þar sem annarsstaðar lið-
tækur. Síðustu mennina á listan-
um má það um segja, að þeir séu
sem hinir mjög svo frambærilegir
sem þingmannsefni og til alls góðs
líklegir.
Á áðurnefndum tveim listum
eru menn, er vilja vinna að því,
að framfarir þjóðfélags vors og
þróun þess verði að fullu og öllu
í samræmi við -stærð þess og
háttu lands vors. Jafnvæginu verði
sem bezt haldið og atvínnuvegun-
um gert jafn hátt undir höfði.
Þeir hafa fullan skilning á því,
að þjóöfélagsskipulag vorra tíma
er ekki algilt að fullkomnun, og
þeir vilja læra af reynzlunni — og
þoka smátt og smátt í áttina um-
bótunum. Þeir vilja ekki kasta
hinu gamla, sem gott er, og ætla
sér ekki þá dul, að gerbreyta á
nokkrum árufn með öllu lyndis-
einkunnum og þjóðareinkennum
vorum. Og þeir boða engan falsk-
an fagnaðarboðskap, heldur segja
við þjóðina: Okkar stefna er fyrst
og fremst sú, að fá þjóðina til
að vinna svo sem hún getur unn-
ið, andlega og líkamlega. Fá hana
til að leggja sem mest af því, er
hún vinnur fyrir, í það, sem nyt-
samt geturorðið óbornum kynslóð-
um, en ekki ausa því burt í
óhófi og gengdarleysi. Þessir menn
boða því gleðiboðskap starfsins
og starfsgleðinnar og munu um
það samhentir, hverjir þeirra er á
þing verða kosnir, að byggja ekki
framtíð þjóðarinnar á sandi.
íslendirgar, forðist hina óheilu
æsingamenn, og gætið þess á
kjördegi, að greiða þann veg at-
kvæði, að eigi verðið þið að
vopni íslands óhamingju!
Hitt og þetta,
Embœttaveitingar.
Magnúsi Péturssyni, alþingis-
manni og lækni Strandamanna,
hefur verið veitt bæjarlæknisem-
bættið í Reykjavík. Qerður hefur