Austanfari - 05.08.1922, Side 2
2
AUSTANFARI
7. tbl.
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi:
Kex, 2 teg.
Rúsínur
Sveskjur
Hafragrjón
Hveiti, 2 teg.
Oma-smjörlíki
Eldspítur
Kartöflumjöl
Hrísgrjón
Wjólk Libby
Sáldsykur
Gerduft
Baunir
Bankabygg
Riismjöl
Rúðugler
Sykur, höggvinn Fiskibursta
Islenzkar afurðir keyptar háu veröi
inda og hagræðis, en aftur á móti
alls ekki tilfinnanlega dýrar, ef
samtök og vilji er með.
Eins og ástandið er, einkum í
fjörðum hér eystra, er það að
þessu leyti mjög ilt og ekki til
sóma sveitunum. Og vegamála-
stjórn landsins ætti að hafa það
í hyggju, að nógu erfitt er að
teggja vegi hér, þótt eigi sé gerð-
ur leikur að ónýtingu þeirra.
0"
Suður um firði.
Frh.
Að Höskuldsstöðum er fátt
manna, en vel var okkur þar tek-
ið og fengum við þar hinn bezta
næturgreiða. Einar bóndi var skraf-
hreyfinn, en hafði stuttan tíma til
viðtals við okkur, þar eð hann
þurfti að halda út á sveit all árla
morguns, En þá tók Stefán við
og skoðuðum við um hríð hjá
honum blýants- og krítar-teikning-
ar af ýmsum mönnum og sumar
all broslegar. Rifjuðust þar upp
ýmiss skríngileg reykvísk andlit
og þótti okkur Stefán leikinn í
þessari grein, er hann hefur að
eins sér til skemtunar í frístund-
um sínum, sem þó eru eigi marg-
ar þar eð hann er eljumaður hinn
mesti, hvort sem hann er syðra
að námi og máifræðistöifum, eða
hann er að búi föður síns. Safn-
ar, hann allskonar viðurnefnum
um land alt og á af þeim oröið
all mikið safn. Eru sum furðu
hnittin, önnur kátleg og einkenni-
leg, sum laus við þetta og eigi fá
vitleysa og hún furðu hláleg. Rifj-
uðum við Sveinn upp það er við
mundum að vestan og runnum
þar í köpp um heiðurinn. •
Loks lögðum við af stað frá
Höskuldsstöðum og fylgdi Stefán
okkur. Var þá klukkan um hálf
ellefu. Veður hafði verið hið feg-
ursta um morguninn, en um dag-
málabil hafði dregið upp skýja-
bakka, er hreytti úr sér kaldlegum
skúrum. Nú var veðrið aftur tek-
ið að skána og væntum við Sveinn
þess að fá hið bezta veður.
Héldum við nú yfir ána og
stefndum til Berufjarðarskarðs,
sem okkur leizt eigi árennilegt.
En eigi höfðum við Sveinn hátt
um slíkt, heldur létum digurbarka-
lega og sögðum okkur sjálfum til
eflingar sögur af ófærum þeim
og tröllvegum, er við hefðum van-
ist í uppvextinum. Stefán sagði
okkur aftur sögur af trölli einu,
er búið hefði í klettaborg
er gnæfir hátt skamt frá veginum
upp í skarðið. Hafði það verið
mannsækið og gert illar búsifjar.
En brátt blasti nú Breiðdalurinn
við, rennsléttur svo langt sem
augað eygði, grasvafinn og blóm-
legur. Áin flæðir víða yfir slétt-
lendið, rennur í ótal kvíslum og
lænum, glitrandi tær og lygn. Uppi
undir fjalli beggja vegna blasa við
bæirnir umkringdir skrúðgrænum
túnum — og yfir öllu gnæfa
hrikalegir og brattir tindar, klofn-
ir í strýtur og standa. — Er eng-
inn vafi á því, að í Breiðdalnum
gæti orðið hið mesta og bezta
flæðiengi, ef ánni væri rétt hjálp-
arhönd við gróðurstarfsemina. Hef
ég síðan borið það undir
Sigurð Sigurðsson, ráðunaut—
og tjáir hann það rétt mál. Er
líklega óvíða hægra um vik. Á
sléttlendinu fyrnefnda eiga margir
bæir engjar sínar — og gæti ég
trúað, að þar væri gaman að
vinna að heyskap í glitrandi sól-
skini und heiðbláum himni.
Áfram var haldið — og er ó-
svikinn tröllavegur upp skarðið.
Liggur hann undir brattri hamra-
hyrnu, blágrýtisbergi, greiptu rauð-
um sandsteini. Er einhver þjóð-
sagnablær yfir hyrnunni — og er
undarlegt, ef eigi eru bundnar við
hana sagnir, þótt nú kunni þær
týndar að vera. Flöguhyrnan á
vinstri hönd er tignaíieg og fög-
ur, en hana skortir æfintýrabiæ
hinnar. Mætti vera að sandsteins-
greipingin ætti þar hlut að máli.
Hún minnir ef til vill á rauðar
skarlatsskikkjur álfanna, er fyrrum
hleyptu „á fannhvítum hestum yf-
ir grund“.
Uppi í skarðinu var snjór og
aurbleyta og urðum við þar að
fara af baki — enda skildi nú
Stefán við okkur, þá er við sáum
Berufjarðarfjöllin blasa við sýn,
vafin undarlega fjarrænum bláma.
Kvöddum við Stefán kærlega og
gerðum ráð fyrir að fara sömu
leið til baka og síðan út Breið-
dalinn. Rákum við Sveinn hestana,
því að það sáum við að flýtti
fyrir okkur. Vorum við í góðu
Við síðustu samfundi-
Rökkrið er valinn tími til að
tala um trúmál og dulræna hluti.
— Þá á maður helzt að láta fara
vel um bakið og horfa í eldinn.
En að snúa bakinu að dimmu
skoti, láta fæturna lafa niður fyr-
ir stokkinn og vita ekki með
vissu hvort hurðin er læst, vekur
óþægindi hjá myrkfælnu fólki. —
Þótt alt fari fínt og hóflega af
stað, getur allan fjandann borið
á góma, þegar farið er að kitla
ímyndunaraflið á annnð borð. —
Áður en nokkurn varir, rignir
niður fréttum frá himnaríki og
helvíti og ónefndum heimi, sem
er nær okkur. — Hver tuska kjaft-
ar á mönnum — en hver setn-
ing er hálfsögð og önnur ósögð,
sem vekur grun og ótta. — Sam-
talið úir og grúir af dylgjam, sem
eru verri og voðalegri og geyma
helmingi meiri ógnir en allur
myrkheimur ofg vefja um sálina
þráðum með ótal öfugum end-
um. —
Þegar frá líður, sitja dulargát-
ur eftir í huganum — þær naga
— klípa — sjúga — stinga —
hvísla. — Þær eru verstar sem
hvísla, því hvíslið kemur úr öll-
um áttum. Þetta, sem hvíslað er
um, fylgir alt af bakinu--------
---------Úti var grimdarfrost og
hríð — inni var myrkur — glóð
og sögur.--------------------------
— — „Trúir þú þessu?“ sagði
ég við vin minn — einhverju,
sem hann var nýbúinn að segja
mér. — „Trúi ég!“ — Það var
himinvíð undrun í rómnum. Út
af þessu fórum við að þrátta um
dulræna hluti — annað líf og um
alt, sem er mannkyninu ráðgáta
— seinast um guð — þenna gráa
grjótvegg, sem skynsemin getur
rotað sig á.-----------------------
-------------Vinur minn var eld-
heitur trúmaður — einn þeirra,
sem gefa hjarta sitt óskift. — Ég
var trúlaus — eða hugsaði mjög
lítiö um slíka hluti. — Þarna hófst
trúarbragðastyrjöld. — Léttúðin
öðrumegin — trúarvissan hinum
megin. — Léttúðin fór undan í
flæmingi, eða gerði áhlaup með
sárbeittum háðfleygum. Trúarviss-
an umkringdi með dæmum og
rökum og hjó af eldmóði, en
högg hennar hittu ekki neitt, því
þar var ekkert að hitta — það
var eins og að berjast við vofu.
í svona ófriði endar oft með því,
að alt er gert að vopni eins og
þegar reiðir krakkar grýta því,
sem hönd á festir. — Bezt að ná
í eitthvað hjá mótstöðumanninum,
sem honum þykir vænt um, ata
það út, kasta því beint framan í
hann, svo að svíði undan. — Þar
náði hann sér loksins niðri á
mér. — Það er vandfarnara með
andlega hluti en veraldlega að
skapi, þótt leiðin væri vond, því
að nú var komið hið bezta veð-
ur, sólskin og yiur — en bláma-
móða var í lofti. En það undrað-
ist ég, að hvergi skyldi þarna vera
kastað steini úr götu, og er þó
ikarðið póstvegur. Gæti þarna
verið greiðfært og að minsta
kosti hættulaust hestum og mönn-
um, ef tekin væri á sig sú rögg,
að ryðja götuna. Blasti nú við
sýn Berufjörðurinn, mjór og lygn.
Hinum megin hansgat að líta háa
og hrikalega tinda, er virtust
ganga í sjó fram, sem hlaut þó
að vera fjarlægðarblekking, þar
eð undir þeim lá út með firðin-
um leið okkar. Fyrir fjarðarbotn-
inum eru sléttar grundir, og okk-
ar megin fjarðarins gat að líta
fallega sandvoga og upp af þeim
grónar grundir og iðgræn tún.
Þegar dregur neðar í fjallið,
liggur vegurinn fram á klettabrún
lengi vel. Gengum við þar fram
á og horfðum fram í grasgróinn
hvamm. Alt gekk hið bezta og við
komum ofan að bænum Beru-
firði. Hittum við þar stúlkur tvær,
er voru að ullarþvotti og spurð-
um þær, hvort bóndi væri heima.
Kváðu þær nei við og virtust sem
minst vilja við okkur eiga. Eink-
um var önnur þeirra (sú var búst-
in og vel á sig komin) all-úfin,
einkum við Svein — er fór þeg-
ar að brjóta heilann um hvar
hann hefði séð stúlku þessa áð-
ur. Við spurðum vegar og var
sagt, að ekki mundum við Iáta
lífið, þótt við riðum þvert fyrir
fjarðarbotninn og yfir ána, þar
sem hún rennur í kvíslum um
slétta leiru. Spurðum við og um
Fossána, sem er á leið manna út
að Djúpavogi og oft er helzt eigi
fær nema um fjöru. Kváðu stúik-
ur ána mundu vel færa, þar eð
fjara væri og lítið vatn að lík-
indum í henni. Héldum við nú af
stað og hörmuðum að bóndi
skyldi ekki heima vera, því að
svo hafði okkur sagt verið, að
hann væri rausnarmaður og skemt-
því leyti, að margir geta geymt.
Þarna fékk ég nokkuð framan í
mig, sem ég mundi ekki eftir að
annar geyrndi en ég — og það
beit. — Vinur minn, sem annars
var svo hægur og fámáll var stað-
inn upp og gekk um gólf. — Skref-
in voru þung — orðin voru þung
og loftið var orðið þungt í her-
berginu. — — —-----------------------
— — Nú logaði upp úr. — En
þá ætlaði hann að bæta úr með
því að segja frá atburði, sem eitt
sinn hafði komið fyrir hann sjálf-
an. — Ég þagði á meðan. Frá-
sögnin var stutt, en svo áhrifa-
mikil að ég hefði viknað, hefði
öðruvísi staðið á. Ég fann að ég
hafði beðið lægri hlut í deilunni,
en gremjan sauð í mér og ég
rak bara upp skellihlátur, til að
játa mig ekki orðlausan. — Ég
hló — hló — hló — hló — hló
— hló — hló--------------------. —
-----------------Bikar hefndarinn-
ar er sætur meðan maður teigar.