Austanfari - 12.08.1922, Síða 2
2
A U S T A N F A^R I
8. tbl.
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjand
Kex, 2 teg.
Rúsínur
Sveskjur
Hafragrjón
Hveiti, 2 teg.
Oma-smjörlíki
Eldspítur
Kartöflumjöl
Hrísgrjón
Vljólk Libby
Sáldsykur
Sykur, höggvinn
Gerduft
Baunir
Bankabygg
Riismjöl
Rúðugler
Fiskibursta
Islenzkar afuröir keyptar háu veröi
hríð en hestana. En brátt bar að
garði Ríkarð Jónsson myndhöggv-
ara, sem býr á Djúpavogi. Urðu
þar fagnaðarfundir, því að við
þektumst frá fyrri tíð. Hófst
okkar kunningsskapur þannig, að
Ríkarður kendi mér teikningu
undir gagnfræðapróf og gaf mér
þar þann vitnisburð, að ég væri
langt fram yfir það klaufvirkasti
teikninemi, sem hann hefði kent.
Hefur oft orðið minni undirrót
vináttu.
Ríkarður kann mikið af smá-
sögum og skrítlum og hefur af
því mikið gaman, að láta aðra
njóta slíkra hluta og var nú um
hríð látið á slíku ganga. Reyndum
við Sveinn að fylgjast með og
gekk á þessu nokkra stund. Loks
söng Ríkarður fyrir okkur nokkur
lög, þar á meðal tvö ítölsk, er
hann hafði klófest í suðurgöng-
unni. Var þá sem dökkar, blóð-
heitar Suðurlandameyjarnar svifu
um stofuna, léttklæddar og með
eld í augum. Loks var slitið gleð-
skap öllum og til hvílu gengið.
Vorum viö allir í sama herbergi
Geir Þórhallsson, ég og Sveinn.
Lét ég nú ganga á spurningum
margvíslegum, unz Sveinn hraut
og Geir hrökk upp með andfælum.
Loks sofnaði ég líka og dreymdi
að ég hentist yfir láð og lög. á
þeim rauða, með Kaffi-Brúnku fyrir
framan mig á hnakknefinu.
Snemma morguns vaknaði ég
við það, að Sveinn var í mesta
kappi að bursta af sér sparibux-
urnar, er hann hafði haft í þver-
bakstöskunni. Út um gluggann sá
ég að níðdimm þoka grúfði yfir
vognum, þar sem æðarkoll-
ur með unga sína syntu og
köfuðu fast upp í landssteinun-
um. Horfði' ég á þær um hríð og
hafði af því hina beztu skemtun.
Fór nú Sveinn til fiskimatsstarfa,
en við Geir mjökuðumst á fætur
hægt og hægt. Fundust nú ekki
hestar okkar í þokunni, en þá
skyldi senda innfyrir fjörðinn og
að Berunesi, sem er beint á móti
Djúpavogi. Hafðf til þeirra ferða
verið fenginn maður, er Kristjón
heitir og er frægur fyrir flýti sinn
að öllum verkum. — Hefur hann,
þá er hann skyldi fara með hesta
langa leið, brugðið sér af baki,
er honum hefur þótt seint ganga
og stirðlega, og rekið hópinn svo
hratt að eigi væri allra meðfæri
að fylgja honum lausríðandi. Var
því loku fyrir það skotið, að
við gætum bráðlega af stað farið,
þótt Sveinn flýtti fiskimatsstörfun-
um. En leið okkar hugðumst við
leggj3 þvert yfir fjörðinn. Fór nú
Kristján að leita hestanna og hvarf
okkur brátt í þokur.a.
Á Djúpavogi er bæði fagurt og
einkennilegt. Vogurinn skerst inn
norðan í nes eða skaga, hólóttan
og dældóttan, skiftast á einkenni
legir og fagrir klettar og skrúð-
grænar lautir, hlýlegar og aðlað-
andi. Vogmegin á nesinu er útsýni
inn yfir fjörðinn, prýddan grónum
nesjum og dökkum skerjum. Sunn-
anmegin bæjarins eru hamrar ofan
á sléttar grundir, er breiða sig
vinalegar og hlýjar mót auganu,
unz við taka rif og sandar, þar
sem aldan brotnar og úði hennar
glitrar yfir sandinum, eins og Ægir
hafi varpað gullofinni skikkju á
fótskör sína. í suðri blasir við
Papey, einmanaleg, en með fjar-
rænum æfintýrablæ. Og langt í
haf út gefur að líta fallandi brot-
sjóa, er freyða um blindsker og
grynningar þær sem allsstaðar eru
þarna fyrir landi. í vestri gnæfa
við heiðloft blámavafin fjöll og
strendur, er virðast bera í skauti
sér fyrirheit óteljandi möguleika
og enn fleiri undur æfintýraheims.
Enginn vafi virðist á því, að
Djúpivogur eða Berufjörðurinn á
sér mikla frarrrtíð fyrir hendi. Það-
an er stutt á afbragðs fiskimið
að vetrinum, og þá er vitar hafa
verið þar reistir, svo sem þörf er
á, má segja að innsiglingin þurfi
ekki að verða að meini. Og þeg-
ar in^fyrir er komið, er höfnin
ágæt, það sem hún nær. Virðist
því Djúpivogur eiga fyrir hendj
að verða fiskiþorp mikið, enda
var hann lögákveðinn verzlunar-
staður, löngu áður en hinir firð-
irnir, aðriren Vopnafjörður, höfðu
af slíku að segja. Þá liggur hann
og svo nærri Hvalbaksmiðunum,
að eigi er ótrúlegt að all
margt erlendra og íslenzkra tog-
ara mundi leita þangað inn á vor-
vertíðinni. Vitarnir munu bráðum
verða reistir — og þá verður
framtakssemi íbúanna, bæði þar
syðra og annarsstaðar hér eystra,
að koma til greina.
Bæjarstæðið á Djúpavogi er
Ijómandi fallegt, og mundi þar
vera risinn upp lista- og skemti-
bær, ef vogurinn með umhverfi
sínu ætti í suðurlöndum heima.
Væri fögur sjón að sjá hvítar
A Goðar teg.
ar urum og
k 1 u k k u m.
Guðm. W. Kristjánsson
úrsmiður, Seyðisfirði.
F j á r m a r k
Þorláks G. Halldórssonar, Hóls-
hjáleigu er sýlt h. og stúfrifað og
biti aftan v.
fagurbygðar marmarahaliir og
vandaða og stílbygða sumarbú-
staði gnæfa hátt á hömrum uppi.
Við fætur klettanna væru svo
trjágarðar og skrautreitir, þar sem
gosbrunnar þeyttu silfurúða sín-
um yfir marglitan gróðurinn. En
vér íslendingar höfurn ekki, lista-
mennirnir og skáldin sízt, efni á
að láta sál okkar líða svo vel,
sem landið gefur menningunni
kost á að búa um okkur. Hugur-
inn verður víst að leiðast að
fegurð þeirri, er liggur á bak við
hið óheflaða og rustalega í gull-
austrinum frá undirdjúpahöllum
Ægis gamla. Ef til vill kemur sú
tíð, að inn í firðinum, þar sem
höfn og skipalagi er rýmra, geti
að líta síhvikan fiskibæ, þar sem
atorkan og hagsýnin haldast í
hendur — en út hjá friðsæla vog-
inum, sem er andstæða brimsins
út við sandana og rifin, búi list-
in og hið andlega gullnámið.
Verður þá veraldarskarkalinn inn-
an úr firðinum einskonar vörn
gegn því, aö listamennirnir verði
of fjarrænir og gleymi því, að
enginn lifir á orði og litum ein-
um saman, frekar en brauði.
Frh.
Við síðustu samfundi—
^ /
Nl.
Sá á að koma aftur! — Hann
kemur snemma í fyrramálið, ef ég
þekki hann rétt. — Hann skal
haía erindi inn til mín“. — Ég
tók stafinn — skildi eftir skóhlíf-
arnar — lagði hann hendi næst á
borðið hjá rúminu og knúði mig
svo til að hugsa um endurfund-
inn við vin minn næsta dag.
„Hann kæmi inn, án þess að berja
— ég hrykki upp, þrifi stafinn og
byggist til varnar — ryskingar
— hlátur — fullkomin sátt —
kaffi — fréttir — morgunganga
— alt gleymt — nýtt umtalsefni.
-------------En áður en ég vissi
af var vinur minn kominn — hann
var á skóhlífum og bífurnar náðu
alveg inn að rúminu, — Hann
var reiður enn og heimtaði stafinn
— svo réðst hann á mig — Ég
lúbarði hann meb stafnum, en það
ætlaði að ganga seigt að koma
honum út — samt Ioksins — en
þá marg versnaði hann — það
var eins og hann sameinaðist
myrkrinu. Ég hélt mér dauðahaldi
í dyrastafinn og barði út í myrkr-
ið eins og vitlaus maður.----------
Svo vorum við komnir í áflog
frammi í forstofunni — það var
eitthvað ógeðslegt við þau áflog
— eitthvað níðingslega leiðinlegt.
— Ég hnoðaði honum út um
gættina og sparkaði honum ofan
ágötuna-—og þá var hann orðinn
svo óskiljanlega langur og mátt-
laus, eins og aldrei hefði verið
máttur til í honum — og beinin
skröltu í fötunum. — Ég hrökk
upp í svitakófi með hjartslætti. —
Bleikar Ijósdrefjar voru um alt
herbergið. — Nýtt hrollflog í höfð-
inu. — Ljósið týrði á þurru skar-
inu — kveikurinn náði ekki olí-
unni. — Ég þaut upp — og gleimdi
að vera hræddur á meðan ég leit-
aði að olíubrúsanum.— Hann var
tómur. — Þá rauk ég á hurðina
og tvílæsti og helti vatni á lamp-
ann. Olían kom upp og Ijósið
hjarði. — Aldrei hefur nokkurt
kvikindi fagnað egin lífi meira en
ég gerði yfiir lífi þessarar vesælu
týru.---------------------------
— — — Eg fór að hugsa um
Ijósið — mennina — guð —
komst að þeirri niðurstöðu, að
guð væri eins og drengur, sem
kvelur Ijósið — það hafði mér
þó altaf verið bannað að gera. —
Hann fer með okkur eins og
drengur, sem kveikir mörg Ijós,
raðar þeim í kring um sig og
blæs svo missterkt á þau, en held-
ur áfram að blása — þau deyja
eitt og eitt — fleiri og fleiri —
sum ætla aldrei að geta skilið við
skarið — sum lætur hann vanta
olíu — þau tærast upp. — Ég
mátti ekki hugsa svona um guð
sjálfan — réttast að hafa frið við
guð núna — bara hann vildi
hjálpa — hugsa ekki svona um
hann núna — geyma það — já
alveg sleppa því — auðvitað gæti
það komið fyrir, en það var af
breyskleika — hann fyrirgæfi þann-
ig lagaðar syndir. En var ekki
best að vera hreinskilinn við guð,
enginn þurfti að hugsa að dyljast
fyrir honum — sálin var alsnakin
fyrir guði — svo var líka Rrein-
skilni dygð. Ég fór að hugsa um
mann, sem ég hafði séð nýlega
verða undir vagni og merjast til
bana. Hann engdist voðalega —
þar var Ijósinu erfitt að skilja við
skarið — Ég var eins og ormur,
sem engdist — guð hafði stigið
ofan á mig — Ég fór að biðja
— bað — bað — bað — bað
— bað — bað — bað — bað