Austanfari - 12.08.1922, Page 4

Austanfari - 12.08.1922, Page 4
4 AUSTANFARI 8. tbl. Hf. Hinar samein. fsl. verslanir Seyðisfirði selja ýmsar vörur í heildsölu, svo sem: Kaffi, óbrent Exportkaffi Melís í tunnum og kössum Sáldsykur Hafragrjón Hveiti. Rúgmjöl Margarine Kol — Salt Kaupa allar íslenzkarafurðir Nýkomið í verzlun Jörgens Þorsteinssonar: Ytri fatnaðir, karla og unglinga, kvenkápur, nærfatnaðir, karla, kvenna og barna, telpukjólar. — Qaflar, hnífar og skeiðar úr nikkeli og silfri, ansjósur, Agra margarine ódýrara én áður, kartöflur, Libbys-mjólk ogm. fl. -Allir geta komist að afbragðs kaupum Jörð til sölu. Jörðin Bakkagerði í Borgarfirði, sem er 2 hundruð að fornu mati, er til sölu nú þegar. L. J. Imsland. Skófatnaður allskonar. Vefnaðarvörur ýmiskonar. Tilbúnir frakkar margskonar. Gæðin einskonar. Heildsala Sig. Arngrímssonar það. Þrjár beiðnir um meðmæli til vínsölunnar komu fram, frá þeim N. C. Nielsen kaupmanni, Jörgen þorsteinssyni, kaupmanni og Jóhanni Wathne. Var málinu loks frestað til næsta fundar, er eigi skyldi síðar haldinn en 15. þ. m. Önnur lönd. # Eftirlit með innflutningi, Hér á landi hefur verið mikið um það deilt, hvort hafa skyldi eftirlit með innflutningi eða ekki. Sænska þingið hefur ekki alls fyrir löngu hafnað frumvarpi jafn- aðarmannastjórnarinnar þar í landi um innflutningshöft. En eft- irtektaverðust er reynzla Svisslend- inga í þessum eínum. Sviss er eitt þeirra landa, sem harðast hafa komið niður á viðskiftavandræði þau, er stríðið hefur af sér leitt, Er Sviss iðnaðarland mikið og tekur sambandsráðið þar þau óyndisúrræði 18. feb. 1921, að setja innflutningshöft tii að bæta úr ástandinu. Þegar lögin gengu í gildi, voru 42,700 manna atvinnulausir, en ári síðar var tala þeirra 99,500. Og þrátt fyrir lögin hefur Sviss orðið að eyða svo miklu fé til að bæta úr skák fyrir hinum atvinnulausu, að skuldabyrðirnar virðast nú ætla að vaxa ríkinu yfir höfuð. Síðan stríðið byrjaði hefur ríkið eytt 700 milliónum til lækkunar á nauðsynjavörum og' 550 millión- um tii hjálpar atvinnuvegum og s. frv. Tekjurnar verða alt af minni en gjöldin, og árið 1925 búast Svisslendingar við að ríkisskuldirn- ar verði orðnar tvö þúsund milliónir króna, eða 500 krónur á hvern mann í landinu. Hvernig litist íslendingum á 45 millióna ríkisskuldir, sem er tiltölulega jafn mikið. — Ekki reynast innflutn- ings höftin vel í Sviss! Morðin í Litlu-Asíu Alkunnugt er það, að Tyrkir í Litlu-Asíu hafa löngum veitt krist- num mönnum þar þurfgar búsifjar. Hafa þeir oft og tíðum drepið varnarlausar konur og börn svo þúsundum skiftir. Einkum hefur á þessu borið þegar tyrkneska ríkið hefur orðið fyrir erfiðum kostum af hendi Evrópustórveldanna. Mun að mestu mega um kenna þjóð- ernistilfinningu Tyrkjanna, fremur en trúarbrögðunum. Er og von- legt að Tyrkjum þyki lítið mark takandi á mannkærleika boðorð- um kristnu trúarinnar — og finnist þá Múhamedstrúin hreinni og beinni, þar eð hún leyfir vopna- burð og manndráp, ef það er í hennar eigin þjónustu. í vor drápu Tyrkir í Litlu-Asíu 1300 konur og börn á hinn herfilegasta hátt, Mæltist þetta auðvitað allsstaðar illa fyrir — en kristnir menn mega sinni egin harðýðgi gegn Tyrkjum um kenna og er varla vonlegt að yfirvöldin tyrknesku geti haft hemil á alþýðu manna, sem tekur trúarbrögð sín bókstaf- lega og finnur sárt hvað að kreppir þjóð þeirra. Símfréttir. Rvík 12. ágúst. Ráðherrafundur Bandamanna í London hófst sjöunda. Poincare framsetti kröfu um framkvæmd þvingunaákvæðanna, takandi um- sjón tollmála og útflutningsÞýzka- iands, yfirráð náma og skóga Ruhrhéraðsins og 60% lilutafjár litunargerðanna í Rínlöndum, inn- færandi sérstakt tollsvið undirgef- ið Bandamönnum Rínlöndum. Fjármálanefnd fundarins dæmdi frumvarpið óhafandi. LloygQeorge telur það óforsvaranlegt inngrip í fullveldi Þýzkalands. Poincare svar- aði, að ef ekki Bandamenn sam- þyktu ráðstafanirnar, mundu Frakk- ar framkvæma þær sjálfir. Brezka ráðuneitið kvatt saman, takandi mikilvægar ákvarðanir, ef það komi fyrir að Frakkar láti ekki undan. Stjórnarskifti í Kína. Dýrtíðin > Þýzkalandi hefur tíuþúsundfafdast síðan fyrir stríð. Aflmesta loft- skeytastöð heimsins, St. Assie, opnuð. Er hún ferfalt sterkari en nokkur önnur. Áframhaldandi ó- eirðir í Ítalíu. Allsherjarverkfallið hefur mistekist vegna þjóðhjálpar og hermannavinnu. Landskjörs- talning 21. ágúst. Þýzk brenni- vínsskúta var tekin í Hafnarfirði á mánudag og flutt hingað. Yfir- heyrslum ólokið. Búist við tugt- húsvist skipstjórans og háum sektum. Löggjafarnefndin starfar. Kragh innanríkisráðherra kom ekki. Svipall. Liptons -te fæst í verzlun Halldórs Jónssonn Hitt og þetta. Ldtin Látin er hér í bænum Aldís Halldórsdóttir, því nær níræð. Var hún greindar og gæðakona, móð- ir Eðvalds Eyjólfssonar pósts, sem allir vita að er frábærlega dug- legur í sinni stöðu. Hafði Aldís dvalið elliár sín hjá syni sínum og tengdadóttur. E.s. „Goðafoss“ kom hér á leið til útlanda. Meðal farþega hingað var Kjarval málari, Quðm. Þorsteinsson lækn- ir með konu og barn, Kristján Kristjánsson, læknis o. fl. Meðal farþega út var ungfrú Helga Stef- ánsdóttir, til lækninga. Verzlun armatinafrídagur er á mánudaginn og verður hann haldinn hátíðlegur bæði hér fram í dal og í skólanum. Síldveidi er nú afarmikil nyrðra. Einnig liefur fiskast mikið af síld á Fá- skrúðsfirði. Afbragðs þorskafli er nú hér. Sömuleiðis á Borgarfirði, Vopnafirði, Skálum og Raufarhöfn. M.b. Óðinn kom eftir síðustu helgi með nálega 300 tunnur af síld hingað. Heyskapur er með versta móti, einkum í þeim sveitum, sem langt liggja frá sjó. Kirkjuvígslan fór fram hér á sunnudaginn. Vígði kirkjuna Jón prófastur Quð- mundsson á Nesi í Norðfirði. Við- staddir af prestum voru séra Ás- mundur Guðmundsson, skólastjóri, séra Ingvar á Borgarfirði og sókn- arpresturinn. Séra Sigurjón á Kirkjubæ kom fyrst að vígslu lokinni. Vígsluræðan verður birt síðar í blaðinu og hefði komið nú, ef prófastur hefði getað látið hana af hendi. íslensku togararnir Leifur hepni, Austri og Þorsteinn Ingólfsson hafa kom-* ið hér í dag og taka kol. Æfisaga ritstjóra blaðs þessa, hefur birst í „Verkamanninum“ á Akureyri, mikið rit og merkilegt!!

x

Austanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.