Austanfari - 19.08.1922, Side 1
AUSTANFARi
RITSTJÓRI OG EIGANDI: 6UÐM. G. HAGALlN
9. tbl.
Seyöisfiröi, 19. ágúst 1922
1. árg.
Æsingatilraunir
„Tímans".
Alkunnugt er, alkunnugra en
því þurfi frá að segja, að það
sem skilur „Tíma“-menn frá öðr-
um stjórnmálaflokkum er það, að
flokkurinn virðist lifa eingöngu á
æsingum. Kaupfélögin þurftu aldrei
á flokknum að halda, þau áttu í
heilbrigðri samkepni að sýna yf-
irburði síns verzlunarfyrirkomu-
lags. Ef þau gátu ekki þrifist með
því að bjóða mönnum betri kjör
en kaupmenn, sönnuðu þau ein-
ungis, að ósatt væri að kaup-
menn stingju meira í sinn eigin
vasa, en sanngjarnt væri fyrir á-
hættu og óhöppum, sem alt af
koma fyrir í viðskiftalífinu, sönn-
uðu, að mestu veldur hver á held-
ur, hversu hann er hagsýnn og
dggandi, er við stýrið stendur, og
eigi tjáir að taka sem verzlunar-
stjóra eða forstöðumenn kaupfé-
laga menn, sem enga „praktiska"
þekkingu hafa á viðskiftamálum,
en skriðið hafa að nafninu til
upp úr einhverjum verzlunarskóla.
„Tíminn“ og öll hans verzlunar-
stjórnmál, virðast því fullkom-
ið fálm út í bláinn. Er þá
auðskilið að blaðið og flokkur-
inn verði að nota blekkingar og
æsingar.
Alkunnugt er, hversu blaðið
hefur hamast á Spánarmálinu.
lJar hefur það með öllu undir
orðið, flokkurinn snúið við því
bakinu Qg alþjóð íslenzk, utan
nokkrir ofstækisfullir templarar.
Hefur blaðið gert málið að aðal-
stefnumáli sínu upp á síðkastið
og mundi því í hverju því landi,
þar sem stjórnmálalífið væri heil-
brigt, reynast með öllu úalandi
og úferjandi. Það hefur hamast á
því, að málið væri sjálfstæðismál
mikið og föðurlandssvikum gengi
næst að taka til greina kröfur
Spánverja. Það hefur svívirt nafn
Jóns Sigurðssonar og annara
slíkra afbragðssona landslns, með
því að leggja framkomu hans i
sönnum nytjamálum þjóðarinnar
á borð við hneykslis- og æsinga-
framkomu sína. Þjóðin fylgdi Jóni
Sigurðssyni, af því að þar fann
hún að unnið var óeigingjarnt
íyrir hennar málstað, barist fyrir
•lífi hennar og tilverurétti, en eigi
gert að leiksoppi fjöregg hennar,
svo sem „Tíminn“ hefur gert, þar
eð hann með æsingum og úlfaþyt
hefurætlað aðstofna í bersýnilegan
voða efnalegu sjálfstæði hennar,
sem cr undirrót alls sjálfstæðis.
Jón Sigurðsson hóf baráttu sína
á því, að fá til handa þjóðinni
verztunarfrelsi og losa fjárhags-
málin úr höndum erlendra þjóða.
Hann skildi hvað er undirrót
sjálfstæðisins.
Nýjasta afrek „Tímans“ í æsinga-
áttina er að reyna að telja mönn-
um trú um það, að hækkun
Norðmanna á tolli á íslenzku
saltkjöti, standi í sambandi við
Spánarmálin. En sannleikurinn er
sá, að Norðmenn vilja nú sem
mest búa að sínu og hafa yfir-
leitt hækkað toll á innfluttum
vörum. Nær hefði legið, að bendla
tollhækkun Norðmanna við tunnu-
tollinn, sem sannað er að rúið
hefur ísland um mikið meira, en
sem því svarar, er tollurinn gefur
í Iandssjóðinn. Norðmenn hafa
sem sé firzt það, svo sem unt
hefur verið, að flytja nokkuð
hingað inn af slíku tæi eða hafa
hér bólfestu sína. Og findist nú
„Tímanum" það drepandi fyrir
sjálfstæði vort, þótt vér færum
fram á það við Norðmenn, að
þeir lækkuðu kjöttollinn, gegn því,
að vér breyttum að því leyti sér-
löggjöf vorri, að vér lækkuðum
tunnutollinn? Það væri alveg hið
sama og vér höfum gert við
Spánverja. Og enginn hefur minst
á að kjöttollurinn sé tilraun af
hendi Norðmanna til að hnekkja
sjálfstæði voru, enda mættu þá
Norðmenn segja, að við vildum
með tunnutollinum ganga á sjálf-
stæði þeirra og sjálfsákvörðunar-
rétt. Þetta mál og samningar þeir,
sem kunna af því að rísa, verð-
ur alger ega litið á frá viðskifta-
hliðinni, að öðru en því, sem
það snertir fjárhagslegt sjálfstæði
landanna. Og vill „Tíminn“ halda
því fram, að Norðmenn séu svo
þröngsýn þjóð og kúgunargjörn,
að hún setji háa tolla á fram-
leiðslu vora fyrir þær sakir, að
vér sáum okkur ekki fært að gera
annað en það, sem þeir hafa nú
orðið sjálfir að gera? Okkur, smá-
þjóðinni hefði varla getað geng-
ið betur en Norðmönnum, sízt er
fisksala þeirra ti! Spánar er hlut-
fallslega 20 sinnum minni en vor.
Þá er rétt að minnast á eitt
ósamræmið í æsingamáli „Tím-
ans". Hafa önnur blöð réttilega
bent á þá hlið málsins. Nú telur
blaðið drep fyrir landið að fá 15
aurum minna fyrir hvert kjötkíló,
en annars hefði orðið — en áöur
þótti því vel fært, að landið tæki
árlega á sínar herðar 12Va millión
króna skatt, er spánski tollurinn
hafði í för með sér. Bóndi, sem
lætur í kaupstaðinn 2000 kg. kjöts,
tapar raunar 300 krónum við kjöt-
tollinn, en Spánartollurinn mundi
hafa numið 130 krónum á hvert
einasta mannsbarn í landinu. Enn-
fremur hélt „Tíminn“ því fram,
að landinu mindi ókleyft að borga
vexti og afborganir af enska lán-
inu, 10 milliónum, en spanski toll-
urinn var sem bezt kleyfur! „Tím-
inn“ stingur þegar upp á því, að
farið sé út og samið við Norð-
menn. Heldur hann að við þurfum
ekkert að slaka til á móti — og
þar með eftir hans dómi limlesti
sjálfstæði vort? Sjá ekki allir hér
blekkingarnar og æsingatilraunirn-
ar, sem liggja að baki yfirskininu?
Auðvitað er sjálfsagt að leita
samninga við Norðmenn um lækk-
un kjöttollsins; það er bæði sjálf-
sagt og eðlilegt og annað ekki
samboðið oss íslendingum.
Vill „Austanfari“ stinga upp á
því, að reynt verði að fá tollinn
lækkaðan, gegn því að vér lækk-
um síldartunnutollinn. Eru þá tvær
flugur slegnar í einu höggi: Fyrst
lækkaður íslenskur tollur, sem
oss er skaðlega hár, og á annan
veg lækkaður norskur tollur, sem
er oss hættulegur. Mættusíðan báð-
ir málsaðilar una vel málunum—og
sjálfstæði vort væri betur trygt eftir
en áður, fjárhagslega með lækkun
tollanna og stjórnarfarslega með
góðu samkomulagi við frændþjóð
vora.
Suður um firði.
Frh.
Nokkru fyrir hádegi fundust
hestar okkar, en þá var sá, er
skildi fara nieð þá inn fyrir fjörð-
inn, týndur í þokunni. Var hann
enn að leita hestanna, en hafði
farið á mis við þá. Loks kom
hann, kaupin voru gerð, Qeir tór
af stað áleiðis til Hornafjaröar,
en Kristjón með hestana inn fyrir
Berufjörðinn.
Nú hafði Sveinn lokið störfum
sínum, og hittum við nú að máli
Ríkarð Jónsson. Sýndi hann okk-
ur smíðisgripi sína, bæði í leir og
tré, og gat þar margt að líta.
Einkum varð mér starsýnt á and-
litsmyndir hans og aska. Mátti á
öskunum sjá hinar einkennilegustu
hugmyndir og verur. Upp úr einu
lokinu miðju stóð haus á hana,
er virtist gala sem ákafast. Hafði
hann auðsýnilega ekki asklok
fyrir himin, en teygði sig mót
hærri stöðum og víðari hvelfingu.
Frá verkstofu Ríkarðar var leiðin
lögð heim til hans. Sagði hann
okkur nokkuð af h^stamanni okk-
ar Kristjóni og dugnaði hans.
Kvað hann Kristjón nefndan hafa
verið Stjónka, þá er hann var
drengur, og kvað hann nú sakir
röskleika og flýtis Kristjóns kall-
að að „stjónka" einhverju, þá er
vinna skyldi af áhuga og dugnaöi.
Tóbakshorn eitt mikið átti ég í
þann tíð, og þá er rætt hafði ver-
ið um Kristjón og dugnað hans,
var Ríkarði rétt hornið með eft-
irfarandi urrímælum:
„Ef ég biðja einhvers má,
óska ég þess í Ijóði,
að þú „stjónkir“ stöfum á
„struntuna* mína, góði“.
„Strunta“ er og orð, sem ég
hef aidrei heyrt fyr en í ferðinni
— og eru svo nefndar af sumum
hér eystra tóbakspontur.
Skar nú Ríkarður stafina, með-
an kaffið hitnaði, og mátti segja,
að hánn „stjónkaði“ því verki. En
er hornið kom aftur, voru þar
meðal annara mynda hanar tveir,
og var Ríkarði svo svarað:
I
„Ef þú hefðir hana þá
hátt á öxlum þínum,
mundi Óðinn mega gá
mjög að heiðri sínum".
Skyldu hanarnir koma á axlir
Ríkarði í stað hrafnanna hjá Óðni.
Loks fylgdi Ríkarður okkur til
Elís Jónssonar, og var nú búist
til ferða, enda vorum við mettir
vel af nýju skyri og öðru góðgæti.
En áður en á skipsfjöl var stígið,
barst húsbændunum vísa sú, sem
hér fer á eftir:
„Ef ég kem á einhvern stað
ykkar meiri að prýði,
þeysi ég ekki’ í þetta hlað,
þó að árin líði“.
Vonar sá, er vísuna kvað, að
eigi hendi hann það, þótt ísland
sé land gestrisni og myndarskap-
ar, að hann þurfi að framkvæma
hótunina, því að gjarna vildi hann
gista enn að Elís Jónssonar og
konu hans. Og skilja menn þá
hvert farið er í vísunni. En eigi
urðu til fleiri kviðlingar í ferðinni,