Austanfari - 19.08.1922, Page 2

Austanfari - 19.08.1922, Page 2
2 A U SjT A N F A R I 9. tbl. Seyðisfirði hafa fyrirliggjand Kex, 2 teg. Rúsínur Sveskjur Hafragrjón Hveiti, 2 teg. Oma-smjörlíki Eldspítur Kartöflumjöl Hrísgrjón AAjólk Libby Sáldsykur Gerduft Baunir Bankabygg Riismjöl Rúðugler Sykur, höggvinn Fiskibursta Islenzkar afurðir keyptar háu verði Jörð til sölu. Hálf jörðin Bakkagerði í Borgarfirði, sem er 2 hundruð að fornu mati, er til sölu nú þegar. L. J. Imsland. og gera eigi áðurtaldir kröfu til tignarsæta. Var nú stigið í bátinn og á stað haldið í áttina til Beruness. Flutti okkur Karl Steingrímsson, fiskimatsmaður og maður með honum. Komum við að Berunesi um líkt leyti og Kristjón reið að garði með hestana. Virðist Beru- nes góð jörð og vel setin, en eigi gáfum við okkur tíma til að stanza þar, en gerðum upp við fylgdarmennina og hestamanninn og riðum af stað. Ferðin út ströndina gekk slysa- lítið. Beizliskeðjan á Bleik slitnaði einusinni og hann rauk á harða sprett með Svein yfir stokka og steina. Loks gat Sveinn stanzað og lagfært keðjuna og gekk þá alt vel. Vegurinn var vondur og þokan huldi sýn til fjalls og fjöru. Við og við mættum við fólki, en höfðum lítt tal af því. Loks hitt- um við bóndann á Krossi og reið hann með okkur áleiðis. Er það vel miðaldra ma/ður, góðlátlegur og dugnaðarlegur. Heitir hann Jón Eiríksson og hefur 'verið hér á Seyðisíirði og víðar um firðina. Kvaddi hann okkur yzt úti á nesinu og hélt heim á leið. Á Strætishorni svonendu er nú verið að reisa vita all mikinn. Bætir hann talsvert sjóleiðina á þessum slóðum, en betur má ef duga skal. Sáum við vita þennan gnæfa hátt í þokunni, en gáfum okkur ekki tíma til að athuga hann náið, þar eð áliðið var orðið kvölds. Þá er kemur út fyrir nesið, greikkar vegurinn. Til allrar ham- ingju var dý á leiðinni og feng- um við þar svölun nokkra. Liðk- aðist þá málbeinið og Sveinn tók að segja mér sögu af því, er mað- ur einn, er við könnumst báðir við, var að æfa hest sinn á að hlaupa undir fullum manni. Tókst Sveini svo vel lýsingin, að við hlógum okkur báðir máttlausa. Innan skamms komum við að Ósi, fyrsta bæ í Breiðdal. Gætti ég hestanna við túnhlið, en Sveinn fór heim að spyrja til vegar yfir Breiðdalsá. Brátt kom hann aftur og hittum við nú mann á fótum. Kvað hann okkur skyldu ríða £ötuna svo sem hún lægi, unz gatnamót tækju við. Þó skyldum við halda neðri götuna. Loks mundutn við koma að ánni og skyldum við ríða hana undan hólma einum. Halda síðan út þann hólma og þvínæst ríða kvísl af kvísl. Þá er áin væri að baki, kvað hann okkur bezt að ríða leira nokkura, unz við kæm- um að læk einum. Upp með þeim læk ættum við svo að ríða og kæmum þá á götu, er lægi út í Snæhvamm, er væri yzti bærinn í norðanverðum Breiðdal. Og þangað var ferðinni heitið. Héldum við síðan af stað út í þokuna, er var myrk og þykk sem veggur. Yfir ána gekk sæmi- lega„ utan hestur Sveins stakst einu sinni í sandbleytu og alt fór á bóla kaf. En ekki varð að slysi. En þá er kom yfir ána, fór hið góða samlyndi okkar Sveins heldur að versna. Báðir þóttust bezt vita leiðina, vorum þarna á ókunnri flatneskju, mýrum og melum í blindþoku. Rifumst við við og við snarplega og vorum all-þungir á brún. En einhver ó- vitandi gáfa varð þess sífelt vald- andi, að sá lét undan í hvert sinn, er rangt hafði fyrir sér, og innan skams komumst við á greið- ar götur. Tókum við nú að sjá í þokunni hús og bæi og alt var, Snæhvammur; en þá er nær kom, reyndist sumt algerð glámskygni, en annað bæir, en ekki áfanga- staðurinn. Loks riðum við heim traöir all miklar, og gerði Egils- staðajarpur þar það þrekvirki, að hann stökk yfir garðinn og út á túnið og smó síðan undir grind og inn á tröðina aftur. Kvað þá Sveinn rétt að veita honum verð- laun fyrir hástökk og langstökk, en ekki fyrir þýðleik og snild. Þarna höfðum við tal af manni og reyndist bærinn Þverhamar. Mikil bygging var þar og reisuleg, en ekkert sá fyrir þoku. Frh. Kyrsetumenn - fþrúttamenn Það er alkunnugt, að menn sem hafa of mikla kyrsetur eða of miklar stöður, verða þreyttir og máttlitlir í líkama og útlimum. Sumir fitna og verða værugjarnir, aðrir megrast og verða fölir og þreytulegir útlits; vöðvarnir rýrna, hreyfingar allar þunglanialegar, líkamleg og oft andleg deyfö fær- ist yfir þá. En þannig er áStatt fyrir hóp manna, að þeir hafa lít- inn eða engan tíma aflögum, til þess að hressa sig úti við á gangi eða líkamsæfingum, sem þeim er þó bráðnauðsynlegt. Það er einmitt þessum mönnum, sem ég, af margra ára reynzlu vil benda á hvernig þeir auðveldast og á skömmum tíma geta bætt sig og náð sér til fullnustu og sfðan haldið sér við. Aðferðin er að láta núa á sér allan líkamann (Totalmassagc), fyrst daglega í 10—14 daga og síðan sjaldnar 1—2 á viku í nokk- urn tíma og úr því við og við 1—2 á mánuði. Með lítilli fyrir- höfn gerir þetta þeim sem nudd- aðir eru, meira eða jafnmikið gagn og dagleg líkamleg áreynzla °g göngur, en útheimtir í mesta lagi llz—:!/4 tíma í hvert sinn. Bezt er samtímis að viðhafa köld böð, er hressa og styrkja líkam- ann afar mikið og koma í veg fyrir ýmsan kveifarskap, kulvísi og kvef, sem ásækja þessa menn mörgum fremur. — Það sem þá vinst með þessari tiltölu- lega *stuttu en öruggu læknisað- ferð er: 1. hraustlegt útlit, 2. liprir og stæltir vöðvar, 3. menn þola betur veðurbreyt- ingar (minna kulvísir og kvefgjarnir), 4. taugaslappleiki (Nervösitet) hverfur, 5. gigtarköst. (Rheumatismus) hverfa með öllu. 6. nautn og vellíðan, sem þess- ir menn þekkja einir. Margir íþróttamenn þessa lands þekkja vel nytsemi baðs og nudds og nota það rækilega (eftir því sem þeirgeta viðkomið), en þeir eru alt of fáir. Þeir eiga allir, sem kostur gefst á slíka, að láta baða sig og nudda eftir hvern einasta kappleik. Því að það er viðurkent og þrautreynt um allan heim, að nuddið eykur afl, leikni og þraut- seygju og kemur algerlega í veg fyrir harðsperrur, sinadrætti og önnur óþægindi. Kyrsetumönnum er ekki síður nausynlegt nuddið. Og það mega þeir muna, að engar íþróttir geta verið þeim einhlýtar til líkams- viðhalds, ýmsir vöðvar líkamans þroskast of mikið, aðrir of lítið. En nuddið þroskar alla jafnt, fram- kvæmt af þar að kunnandi manni. Seyðisfirði 17/s 1922 Guðm. Pétursson nudíilœknir Símfréttir. Rvík 18. ágúst. Frakkar héldu fast fram hegn- ingarkröfunni gegn Þjóðverjum á Lundúnaráðstefnunni. Lauk henni því samkomulagslaust. Var mál- inu vísað til skaðabótanefnd- arinnar í París. Frakkar hafa lýst yfir því, aö þeir muni ekki gegna úrskurði nefndarinnar verði hann ekki í samræmi við Poin- care og kröfur hans. Liðsafnaður er hafinn í Frakklandi til innrás- ar í Rínarlöndin. Ákvörðun Lloyd George var samþykt af öllu ráðu- neytinu enska, en íhaldsblöðin halda því fram, að óheimilt hafi verið að láta ráðstefnuna klofna um málið. Talið er að sundur- þykkjan verði ekki til eyöilegg- ingar samvinnu Frakka og Breta framvegis. Stjórnarherinn írski hefur tekið síðasta hæli uppreist- armanna, Cork. Borgin er öll í rústum. Griffith forseti er dáinn. Var hann jarðaður í fyrradag að 100 þúsund manns viðstöddum. Northcliffe, lávarður, einnig dáinn. Var hann jarðaður í gær í West- minsterdómkirkjunni. Þjóðverjar telja ráðstefnuslitið í Lundúnum alvarlegasta viðburð sögunnar, síðan vopnahléssamningarnir kom- ust á. Stjórnin þýzka hefur feng- ið tilkynningu um, að greiðslu- frestur fáist alls ekki á skaðabót- unum. Hún hefur svarað og kveðst ekki geta greitt neitt. Kolanáma- verkfallinu í Ameriku er nú lokið. Noregsbanki hefur lækkað vexti niður í 5%. Steinolíueinokun stjórnarinnar er mesta umræðuefnið hér og er talinn nýr nagli í stjórnarlíkkist- una. Lögjafnaðarnefndin hefur mælt með stofnun loftskeytastöðv- ar á Austur-Grænlandi. Máliö er mikið rætt í dönskum blöðum. Er talið líklegt að verkið verði framkvæmt í náinni framtíð. Reykjavíkurgengi í dag: Sterling 25,70, danskar 124,22, sænskar 155,33, norskar 102, dollar 5,87, mark í Danmörku 0,43. Svipall. Hitt og þetta. Látinn er fyrir nokkru Helgi Hávarðs- son bóndi á Grund í Mjóafirði, vitavörður við Dalatangavitann. Var banamein hans lungnabólga. Var Helgi hniginn mjög á efra aldur. Hann var einn af þeim

x

Austanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.