Austanfari - 19.08.1922, Síða 3
9. tbl.
AUSTANFARI
3
Skóhlífar
allskonar, nýkomnar í verzlun
T. L. Imslands erfingja.
fáu mönnum, er enginn kann ann-
að um segja, en þaðsemsómi rná
að vera hverjum góðum dreng.
Lýsa vinir hans honum svo, að
hæglátur hafi hann jafnan verið í
dagfari, en þó glaður og reifur,
drengur reynst hverjum manni og
vinum sínum með afbrigðum vel.
Hann átti fjölda barna og hefur
þeim öllum komið vel til manns.
Klauf hann alla þá erfiðleika, er
einyrkinn með stóran barnahóp
á við að stríða, og var talinn
mjög vel stæður maður og hinn
áreiðanlegasti í öllum slíkum sök-
um. Vitavörður var hann við
Dalatangavitann og hefur víst eng-
inn það sagt getað, að hann hafi
eigi rækt það starf svo sem bezt
varð á kosið. Börn hans eru öll
efnileg og líkjast föður sínum að
dugnaði. Er vonandi að einhver
sá, er þekt hefur Helga og notið
vináttu hans, leggi sveig á leiði
hans hér í blaðinu.
tiruni.
í fyrri viku brann til kaldra
kola geymsluhús, er rafmagns-
stöðin átti frammi í Fjarðarseli. Veit
enginn neitt um orsök eldsins,
húsið stóð í Ijósum loga, er
stóðvarstjórinn kom út, skömmu
fyrir óttu. Voru þá eigi tiltök að
bjarga neinu. Húsið var vátrygt,
en ekki það sem í því var. En
eigi mun það hafa verið svo verð-
mætt, að tjónið yrði tilfinnan-
legt bænum. Aftur á móti skað-
ast einstakir menn nokkuð við
brunann, svo sem stöðvarstjórinn
o. fl., er áttu þar eitthvað inni.
ftjónavígslur.
Uni miðjan júlí voru/gefin sam-
an í hjónaband á Kálfafellsstað í
Skaftafellssýslu Jóhanna Péturs-
dóttir og Helgi H. Eiríks, náma-
fræðingur. Faðir brúðarinnar vígði
brúðhjónin. Fimtudag í fyrri viku
voru gefin saman á Valþjófsstað
Bryndís Þórarinsdóttir og síra
Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur í
Reykjavík. Séra Þórarinn, faðir
brúöarinnar vígði. Fyrir nokkru
voru gefin saman af séra' Haraldi
Þórarinssyni í Hofteigi Ingibjörg
Björnsdóttir Og Aðalsteinn Jóns-
son frá Fossvöllum, bóndi á Vað-
brekku í Jökuldal. Óskar „Aust-
anfari“ öllum ungu hjónunum
heilla.
Stefdn EiríkSson,
tréskeri, átti sextugsafmæli 4.
þ. m. Var hann staddur norður í
Vopnafirði við silungs- og lax-
veiði. Fjöldi manna heimsótti áf-
mælis„barnið“ og var gleði og
glaumur mikill í tjaldinu hjá Ste-
fáni, sem er enn sem ungur mað-
ur, léttur á fæti og léttur í lund,
kátur og skemtinn æskunnar unn-
Vefjartvistur, bleiktur og óbleiktur, svo
og brúnn, gulur og blár fæst í verzlun
St.Th.Jónssonar,Seyðisfirði
Verzl. St. Th. Jónsson^
Seyðisfirði
heíur nú nýlega fengið: rúgmjöl, hafragrjón,
hveiti, margarine, sultutau, línutauma, króka
og fleira. Verðið altaf að lækka.
Takið eftir!
Timbur, cement, þakjárn, þakpappa, panelpappa,
ofna og eldavélar er bezt að kaupa í verzlun
Rolf Johansen, Reyðarfirði
Hið alþekta góða B A ð L V F (Coopers)
fæst í verzlun St. Th. Jónssonar.
andi. Á Stefán enn eftir að láta
margt fallegt frá sér fara — og
óskar þess „Austanfari", að engi
verði honum al'lur dagur langur
und sal fjalla (Gunnl. Ormst.)unz
öldin hefur honum hærur greitt á
herðar niður.
Knattspyrnan
milli Seyðfirðinga og fótbolta-
félagsins „Fram“, Hjaltastaöaþing-
há, fór fram á tilsettum degi.
Var fjöldi fólks viðstaddir og var
framkoma knattspyrnumannanna
þeim til sóma. Heldur var linleg
sóknin og samspil ekki sem bezt,
en reglum var vel fylgt og dóm-
arinn Sveinn bóndi á Egilsstöðum
virtist mjög góður. Lauk leiknum
þannig, að Seyðfirðingar sigruðu
með 3 mörkum gegn einu. „Fram“
þarf sérstaklega að æfa málmann
sinn betur. Ætti nú „Fram“ að
æfa sig og skora á Seyðfirginga
og árétta.
Bœjarstjórnarfundur
var hér haldinn síðastliðinn
þriðjudag. í húsbyggingartnáli bæj-
arins, sem áður hefur verið á
drepið, var samþykt að taka til-
boði um byggingu steinhúss, frá
Sveini Árnasyni, Stefáni Runólfs-
syni og Sigurði Björnssyni. Nem-
ur tilboðið 7000,00 kr. Þá voru
greidd atkvæði um hverjum skyldi
veita meðmæli til áfengissölu í
bænum. Hafði Jón Sigurðsson
kennari bæzt við umsækjendur
eftir tilmælum séra Björns, eða
svo lýsti hann sjálfur yfir. Var
mörg vitleysa sögð í máli þessu
og tuggnar gamlar tuggur fram úr
jafn geðslegum munnum og þeirra
Jónasar frá Hriflu, Ólafs Frið-
rikssonar & Co. Atkvæðagreiðsla
fór í fyrstu þannig, að N. C.
Nielsen fékk 3 atkvæði Jón Sig-
urásson 3 og Jóhann Wathne 2
Sveinn Árnason er hafði lýst því
yfir að hann fylgdi Nielsen, var
ekki viðstaddur. Var þá á ný kos-
ið og lauk þannig þeirri kosningu,
að Jón fékk 3 atkv. en Nielsen 5.
„Hana nú þá og hana nú þá“,
sagði Jón Þorláksson.
M.b. „Óðinn'‘
er hér nú inni með bilaða vél.
Bilaði hann strax er hann var út
kominn héðan síðast og hefur
eigi getað sint síldveiðum. Er
vonandi að viðgerðin taki sem
styztan tíma, svo að „Óðni“ tak-
ist að flytja á land hér nokkur
hundruð tunnur af sí'd áður lýkur
sumrinu.
Quðm. Pétursson
nuddlæknir er nú seztur hér að
inni í Fjaröarseli með fjölskyldu
sína. Mun hann brátt hafa 3—4
rúm handa sjúklingum úr sveitum
ofan. Um grein er Guðmundur
skrifaði í Morgunblaðið 1915 um
sama efni og nú í „Austanfara"
fór Ólafur ritsjóri Björnsson þeim
orðum, að hún væri mjög eftir-
tektarverð — og kvaðst hann sjálf-
ur, ásamt ýmsum öðrum lands-
kunnum mönnum, erhann tilnefndi,
hafa notið lækninga Guðmundar
„AUSTANFAR1“
kemur út vikulega. Verð 5 kr. ár-
gangurinn, ef borgað er í haust-
kauptíð í haust, annars 6 kr. —
Afgreiðslu og innheimtu annast
Guðm. G. Hagalín
Sími 54
A Góðar teg.
fA|AAaf úrum og
k 1 u k k u m.
Guðm. W. Kristjánsson
úrsmiður, Seyðisfirði.
árum saman með bezta árangri.
Umsögn Ólafs var í blaðinu „ísa-
fold“.
Strandað.
hafa tvö norsk skip nú í vikunni
sitt hvoru megin Langaness, ann-
að á boða framundan Sauðanesi
en hitt á Lambeyri, skamt frá
Skálum. Skipið sem á Sauöanesi
strandaði er mótorskonnorta, síld-
veiðaskip. Voru í henni 600 tunn-
ur af síld og 700 tómar tunnnr.
Hitt skipið er gufuskip, sem var
að koma frá Noregi, til að sækja
síld til Siglufjarðar. Mannbjörg
varð, en bæði skipin talin algert
strand. „Síríus“ kemur hingað í
dag með skipshafnirnar,
„Leifur htpni“.
hefur fiskaö með „snurrevaad"
að undanförnu. Hefur hún reynst
all vel, en samt kveður skipstjóri
sér ekki að fullu líka aflinn. Segir
hann tæplega nægan togara. En
annars telur hann engin vandkvæði
á að fiska hér við ísland með
þessari veiðiaðferð. Skjpstjórinn
er Gísli Oddsson frá ísafirði.
E.s. fíotnia
kom hér í nött. Meðal farþega
voru Halldóra Björnsdóttir í Firði
og dóttir hennar, Mogensen, lyf-
sali, Jón Arneten, framkvæmda-
stjóri, Páll Jónsson, kaupmaður á
Eskifirði, Markús Jensen frá s. st.
o. fl. Með skipinu voru hinn
danski hluti lögjafnaðarnefndar-
innar og ensku kvikmyndaleikar-
arnir, sem hafa verið að kvik-
mynda „The Prodigal Son“ eftir
Hall Caine. Hitti ritstjórinn þá að
máli og spurði hvort þeir hefðu
ekki breytt til batnaðar heimsku
þeirri um ísland, sem Hali Caine
ber á borð. Kváðu þeir jú við,
töldu myndina verða góða og
viðurkendu að þeir hefðu vel séð,
hverjar fjarstæður rithöfundurinn
fer með. Hér á Seyðisfirði hugð-
ust þeir dvelja um hríð, en sakir
skipaferða þótti þeim tíminn of
langur, er þeir þyrftu að dvelja.
Þótti þeim einkennilegt og fallegt
landslag hér og létu mjög vel af
landinu. Flokkurinn var 14 manns,
12 karlar og 2 konur.
Fulla
vissu hefur nú ritstjóri „Aust-
afara“ fyrir því, að náðun