Austanfari - 16.09.1922, Side 3
13. tbl.
bræður tveir, báðir myndar- og dugn-
aðar-menn og var og heimafyrir alt
að sjá sem bezt á sig komið.
Brátt versnaði nú vegurinn og varð
loks að vegleysu. Lá ieiðin upp í
þröngt og skuggalegt dalverpi með
iilúðlegu gljúfri á aðra hönd, en
hrikalegt hamrabelti á hina. Uppi í
hlíðunum grúfði þokan og út undan
henni gægðust kaldranalegar fannir,
lítið eitt blakkar áiitum af aur og
sandi. Var sem allra ilira vætta gæti
von verið á þessum stað. Uppi í
hömrunum virtust þær stara koisvört-
um feiknsjónum niður á okkur, niðri
í gilinu virtust þær drynja og blása
úrgum anda upp um dalinn, grýttan
og ömuriegan. Og langt neðan úr
þokunni heyrðist suðandi fossniður,
er hækkaði og lækkaði.eftir því hvern-
ig loftbyigjurnar bárust um dalinn
— eins og mótt, en magnþrungiö ó-
r
reski d ragi þar andann.
Loks lá leiðin þvert yfir ána, þar
sem gljúfrið þraut — og á ská inn
og upp hlíðina hinum megin. Tóku
nú smátt og smátt að verða fannir
und fótum, og máttum við Sveinn
gera okkur að góðu að trezyta á
tvo jafnfljóta, fórum að eins við og
við á bak, til að kasta mestu mæð-
inni. Brátt var komið upp í þokuna,
sem var þykk eins og veggur. Var
sem hún léti sér frábærlega ant um
að varna okkur alls útsýnis, allrar
gleði og alls þess er bætt gæti upp
á skapsmunina. En þrátt fyrir hina
góðu viðleitni ófreskjunnar voldugu,
sá hún ekki við mannpeðunum, er
fetuðu blásandi upp fannir og grjót,
einhversstaðar var eitthvað það, sem
svifti þoku frá hugsýnum okkar,
mýkti grjótið og gerði fannirnar
betri undir fæti. Og áður en varði,
dundu út í þokuna feikn af kveðskap,
freyðandi og ólgandi, svo að með
öliu yfirgnæfði stunur og andvörp
árinnar, er másandi og blásandi
braust fram um urðir og klungur.
Frh.
hug sínum til beinnra og fastra áhrifa.
í seinni sögunni, „Náttmálum", stefnir
alt að einu marki, draga hug vorn
svo að einstæðingnum, að vér þreif-
um á sárum sálar hennar, veitum henni
nábjargirnar í skútanum, — og sökn-
um hennar, sem enginn annars mundi
sakna. Því nær sem skáldið dregst því að
kafa í sáiar- og örlagadjúp einhverr-
ar persónu, því betur tekst honum að
láta aðra sjá með sér, finna með sér,
heyra og álykta með sér. Og því
betur og skarpara sér skáldið, sem
djúpið er minna gruggað. Tendensinn
verður eins og einskonar myrka-
höfðingi, er þarf á að halda manns-
sálum, til að halda í sér lífi og bera
boð um sig, — en mannssálirnar líða,
verða ófullkomnar, óþroska og van-
þroska í þjónustu hans. Og listin verð-
ur þý, er þurka verður fætur hans
AUSTANFARI ;
--- -- ■ ---------- ... ■ ■'
Með e.s. „Annaho" kom til
Sameinuðu fsl. verzl., Seyðisf.
allskonar nauðsynjavörur, mikið ó-
dýrari en áður, enntremur járnvörur.
nýlenduvörur, ostar,niðursoð-
inn kjötmatur, krydd. Leirvör-
ur. Fóðraðir tréskór, ágætir í
kuldanum. - - - - Alt mjög ódýrt.
Skipulagsskrár tveggja
sjóða Eiðaskólans.
Skipulagsskrá um Nemandasjóð Eiðaskóla.
1. gr.
Sjóðurinn er stofnaður 1921 með
gjöfum frá Eiðamönnum og öðrum
og er ætlaður til styrktar nemöndum
þar. Hann er að upphæð kr. 1629,86
2. gr.
Fénu skal varið tii að veita fátæk-
um nemöndum lán til skólavistarinnar,
og skulu vextir af Iáninu vera 2% til
loka þess árs, sem nemandinn fer úr
skólanum. Síðan skal féð endurgreitt
á ekki lengri tíma en 4 árum með
ársvöxtum, er séu einum af hundraði
lægri en forvextir bankanna eru hvert
ár. Engum skal Veita lán úr sjóðnum
á fyrsta námsári.
3. gr.
Skólastjóri hefur á hendi reiknings-
hald sjóðsins, en kennarar skólans
og 1 nemandi úr eldri deild eða elztu
deild hans, kosinn af nemöndum,
ákveða hverjum lánað er og hve mik-
iö og með hverjum tryggingum.
4. gr.
Reikning sjóðsins skal prenta ár-
• .
lega í skóiaskýrslunni.
5. gr.
Leita skal staðfestingar konungs á
skipuiagsskrá þessari.
Eiðum 3. júlí 1922
Ásmundur Gudmundsson,
Gudgeir Jóhannsson.
Benedikt G. M. Blöndal.
Skipulagsskrá um Styrktarsjóð Jónasar
Elrfkssonar og Euðlaugar M. Jónsdóttur.
1. gr.
Stofnfé sjóðsins er heiðursgjöf,
sem Jónasi Eiríkssyni, fyrrum bún-
aðarskólastjóra á Eiðum, var gefin
26. júní 1921 í því markmiði, að hún
héldi uppi minningu hans og konu
hans, Guðlaugar M. Jónsdóttur, en
hann gaf aftur al| ýðuskólanum á
Eiðum tii styrktar nemöndum þar.
Sjóöurinn er að upphæð 2209,12 kr.
2. gr.
Sjóðinn skal setja á vöxtu í söfn-
unarsjóði íslands eða annan sjóð jafn
tryggan. Skal árlega leggja við höf-
uðstólinn fjórðung ársvaxtanna, en
þrem fjórðungunum skal verja til að
styrkja fátæka efnilega nemendur
skólans.
3. gr.
Skólastjóri hefur á hendi reiknings-
haid sjóðsins. En hverjum styrkur er
3
„AUSTANFARI"
kemur út vikulega. Verð 5 kr. ár-
gangurinn, ef borgað er í haust-
kauptíð í haust, annars 6 kr. —
Afgreiðslu og innheimtu annast
Gudm. G. Hagalín
Sími 54
Góðar teg.
af úrum og
klukkum.
Guðm.W. Kristjánsson
úrsmiður, Seyðisfirði.
S k o n r o k
er betra, heilnæmara og ódýrara en
útlent kex. Fæst ætíð nýbakað hjá
Sveini Árnasyni.
veittur hvert ár og hve mikill, ákveð-
ur kennarafundur, og skulu nemend-
ur skólans eiga rétt á að kjósa tvo
nemendur, sinn úr hvorri deikd, sem
eigi tiilögurétt og atkvæðisrétt á þeim
fundi.
4. gr.
Reikning sjóðsins skal prenta árlega
í skólaskýrslunni.
5. gr.
Verði alþýðuskólinn á Eiðum lagður
niöur, haldi sjóðufinn áfram að vera
eign þess skóla, er kynni að koma í
hans stað; yrði ekki um slíkan skóla
að ræða, þá skal yfirstjórn fræðslu-
mála ráðstafa sjóðnum þannig, að
hann styðji á einhvern hátt andlega
menningu á Austurlandi.
6. gr.
Leita skal staðfestingar konungs á
skipuiagsskrá þessari.
Eiðum 3. júlí 1922.
Ásmundur Guðmundsson.
Guðgeir Jóhannsson.
Benedikt G. M. Blöndal.
mjalihvítri skikkju sinni, í stað þess
að skapa ljós og skugga, stríð og
frið, upphaf og endi mannssálna.
í því, sem hér fer á undan, hef egeins
og áður er fram tekið að nokkru, aö eins
skift sagnaskáldskapnum í tvent, auk
náttúruskáldskaparins, tendens — og
mannlýsingaskáidskap. Enn mætti nán-
ar flokka, — og má þar tilnefna hug-
sjónaskáidskap. Þar fer eins og áður,
að í flestum skáidskap vakir einhver
hugsjón fyrir skáldinu. Verður því og
hér að fara eftir því, hverju mest ber
á. Með hugsjónaskáldskap er þá átt
við þann, þar sem skáldið miðar sögu
sína við einhverja sérstaka hugsjón
(erlenda orðið I d e) eða byggir á
henni, lagar eftir henni persónur sínar,
lætur atburðina gerast í hennar þjón-
ustu. Þessi skáldskapur verður ná-
tengdur tendensskáldskapnum, en æðra
og óbundnára eðlis en hann. Mörg
helztu skáldin hafa verið hugsjóna-
skáld og unnið mik ð verk í þágu
mannkynsins um lengri eða skemri
tíma, en sá skáldskapur, er lengst hef-
ur lifað og lengst mun lifa, er mann-
lýsingaskáldskapurinn, eða sá skáld-
skapur, þar sem bemiínis er skygnst
inn í sálarlíf mannsins til rannsóknar
og skilnings, enda ráðið við hverju
meini að þekkja upptök þess og síð-
an uppræta það, en eigi hitt, að búa
fyrst til meðalið.
Mun eg nú í því, sem eftir er greinar
minnar, snúa mér\ að þjóðfélagslýs-
ingum og gildi þeirra, þar sem um
er að ræða lýsingu á sálarlífi ein-
staklingsins, andiega stórs eöa lítils.
Frh.
Órímuð Ijóð
eftir
Sigurbjern Obstfelder
I.
Higinkona.
— Eiginkona — og fjögur börn.
— Hún hylur andiitið í höndum sér.
Hún sér hvítt segl líða hægt og hægt
út í ósýnilega fjarlægðina. — Æsku
hennar.
— Eiginkona og fjögur börn. —
— Hún opnar gluggann. — Ljós-
gult fiðrildi sveimar úti fyrir.
Hún felur sig á bak við hljóm-
borðið. — Það kemur. — Það sezt
á hönd hennar.
— Ljósgula fiðrildi! — Heldur þú
að ég sé blóm. — Ég, sem er bráö-
i