Austanfari - 28.10.1922, Page 1

Austanfari - 28.10.1922, Page 1
AUSTANFARI RITSTJÓRI OE EIGANDI: GUÐI1. G. HAGALlN 19. tbl. Seyöisfiröi, 28. október 1922 1. árg. Verzlunarólagið eftir Björn Kristjánsson fyrrum bankastjóra. (Birt með leyfi höfundarins.) Frh. , Kaupendur „Austanfara“! Munið að blaðið kostar að eins 5,00 kr. ef það er borgað í þessum mánuði. — Sparið peninga! Kaupmenn! Munið að auglýsa í ,Austanfara‘. Sá, sem ekki auglýsir, gleymist fljótt í meðvitund fólksins. Það hefur og ekki tíma til að ganga búð úr búð og spyrja hvort þetta fáist þarna eða þarna. Það vill geta gengið beint að verki. Tímarnir breytast. Samkepnin heimtar að fylgst sé með tímanum. Eftir lögum „Hovedstadens Brugsforening,“ sem áöur er minst, hefðuábyrgðarskuldir þessar mátt vera hæst 200 þús. kr. Lengra nær þar ekki sjálfskuldarábyrgð- in. Og alt þetta, að kalla má hvílir á landbúnaðinum. En svo hvíla einnig á landbúnaðinum skuldir bænda við kaupmenn og má gera ráð fyrir, að þpir hafi þó hálfa landbúnaðarverzlunina. Eignir sambandsins liggja vitan- lega í skuldum hjá kaupfélögunum (og einhverju af óseldum vörum,) sem nota nú vörubúð Sambands- ins fyrir banka, alveg eins og einstaklingarnir gerðu í gamla daga, er þeir verzluðu við sel- stöðuverzlunina. Og aðalsökina á Sambandið sjálft, sem átti að styðja kaupfélögin í því, að halda sinni upphaflegu stefnu. En það var nú öðru nær en að sú ráð- andi stjórn í Sambandinu hefði þá stefnu, eins og sést bezt á dæminu hér á undan. Hitt mun hafa verið meira, að ná sem mestri verzlun undan kaupmönnum, og tryggja sér með því aukin áhrif og yfirráð í land- inu. Og alstaðar gægðist hin dulklædda „sósíalista" stefna (jafn- aðarmenskíistefna?) fram í athöfn- um Sambandsins. Það lýsir sér meðal annars í því, hversu mikið kapp er á það lagt, að minsta kosti í umræðunum, stundum í reyndinni, að komast fram hjá hinum svonefndu milliliðum, en þetta orð er nú eins og kunnugt er mjög notað sem slagorð. En með því móti er verið að ganga fram hjá þeim, sem þekkinguna og reynsluna hafa. Þetta mun hafa verið aðalor- sökin til þess, að ullin í fyrra- sumar var send til Danzig, til. þess að komast hjá milliliðunum dönsku. En þessir dönsku milli- liðir, sem þektu og áttu góð sambönd, byrjuðu þó með því að kaupa ull af Sambandinu fyrir hæsta verðið, er Sambandið fékk á árinu, eða fyrir kr. 2,50 kg. Senni- lega hefði Sambandið þá getað selt alla ullina fyrir svipað verð til þessa „mílliliðs" eða fyrir ívið lægra verð, ef „sósialista“- stefnan, að komast fram hjá milli- liðunum, hefði eigi vegið meira. Ull og aðrar vörur voru þá lækk- andi og því reið á að vera fljótur til að selja. Hver hygginn kaup- maður mundi, eiris og á stóð, hafa þegar selt fyrir hæsta boð. Þeir einir geta beðið eftir óviss- um síðasta eyri, sem eru mil- jónamenn og þola tap af slíkum tilraunum og áhættu. Þá byggir Sambandið viðskifti sín á annari sosíalista-stefnu, þeg- ar það ætlar sér að láta öll kaup- félögin í Sambandinu njóta sama verðs fyrir innlendar afurðir. Þetta hljómar nógu vel i eyrum sósialista og sýtingssamra manna, en í framkvæmdinni er þessi stefna beint hættuleg, og gerir viðskiftin svo stirð, að þau má tefja ófram- kvæmanleg. Aðferð þessi hlýtur að verða orsök til þess, að skuldir safnist, einkum ef vörur eru í fallandi verði. Regla Sambands- ins mun hafa verið sú, aðgefa kaup- félögunum ekki sölureiknipg fyrir seldar útfluttar vörur, fyr en hver vörugrein allra félaganna var seld á hverju ári. Af þessu hefur leitt að kaupfélögin hafa alls ekki get- að vitað hag sinn við Samband- ið né aðra, fyr en ef til vill ári síðar en ársviðskiftin hófust, eða enn síðar, og þá fyrst gátu kaup- félögin farið að gefa viðskifta- mönnum sínum heima fyrir full- naðar ársreikning þeirra fyrir um- liðiö ár. Kaupfélögin og viðskifta- mennirnir vissu þá ekki fyr en reikningurinn kom, að þeir voru komnir í skuld, sem þeir gátu ekki borgað. Staðhættir hér á landi eru líka svo mismunandi, að ólík- legt er, að þorri kaupfélaganna geti unað við, að bíða eftir sölu- reikningnum yfir vörur, er þau flytja út t. d. í októbermánuði, langt fram á næsta ár, af því eitt kaupfélag hefur ekki, t. d. vegna hafnleysis, getað sent þá sömu vöiu út, fyr en löngu eftir nýjár. Og mikið umburðarlyndi þurfa kaupfélögin á góðu höfnunum að sýna, að eiga svo í ofanálag að bera hlutfallslega tapið, sem félagið á slæmu höfninni bíður vegna haínleysisins, o. s. frv. Samkvæmt gildandi lögum er kaupmönnum uppálagt, sem hafa reikningsviðskifti, að gefa hverj- um manni jafnharðan reikning yfir það, sem hann tekur út, og það sem hann leggur inn, með viðsettu verði. Þetta er gert til þess að gera viðskifti kaupmanna sem hreinust við almenning, og til þess að viðskiftamað- urinn geti jafnan vitað um, hvern- ig hagur hans stendur við verzl- unina. Þéssi mikla vernd almenn- ings í viðskiftunum, hverfur alveg er kaupfélaga- og Sambands-við- skiftin taka við. Og minni vernd má það ekki vera, er almenningur nýtur, þegar menn ekki fá afurðir sínar greiddar í peningum, sem er sú eina heilbrigða verzlunar- aðferð, og sem landsmenn verða að stefna að. En því takmarki verður'aldrei ná ðmeð kaupfélags- skapnum eins og hann nú er rek- inn, því aldrei hefur viðskifta- og láns-verzlunin verið betur trygð, en í höndum kaupfélaganna, eins og þau reka nú við- viðskifti sín. Sjálfsögð regla Sam- bandsins hefði þurft að vera að starfa fyrir kaupfélögin sem um- boðsverzlun gegn ákveðnum pro- sentum af viðskiftunum, eins og hér hagar til, og selja jafnharðan helzt innanlands, fyrir hvert kaup- félag, og að gefa þeim sölureikn- ing, hverju fyrir sig, undireins og vörurnar voru seldar. Og það hlaut að veranindir markaðsverö- inu komið, hvaða verðs hvert félag naut í þann og þann svip- inn, eins og gerist í allri verzlun. Og vitanlega mátti eins skifta arð- inum fyrir því í árslok, samkvæmt lögum Sambandsins. Þá er að minnast á innkaupin í þessu Sambandsbákni. Þau hljóta að verða að sama skapi stirðari og óheppilegri, sem það verður að kaupa fyrir fleiri félög og hefur meiru að sinna. Hver staður á landinu hefur sínar sér- stöku þarfir og venjur. Einn stað- urinn þarfnast þess, sem hinn vill ekki nota. Nú eru svo margvís- legar vörur aðfluttar, að ómögu- legt er fyrir eitt og sama firma að kaupa hentugar vörur og vel innkeyptar, handa öllum stöðun- um, því það brestur alla þekkingu til þess. Pantanir koma oft ó- greinilegar, hlutirnir ekki nefndir með sínum réttu nöfnum o. s. frv. Þessvegna getur enginn keypt inn allskonar vörur handa slík- um stöðum, nema hann hafi beint starfað í verzlun á hverjum stað. Þessvegna er kaupfélagi betra að kaupa slíkar vörur hjá stórkaupmanni i Reykjavik, enda mundu þær verða ódýrari, og geta valið vöruna sjálft með eigin augum. Og eg hefi heyrt kaup- félagsstjóra kvarta sáran undan því, að þeir fengju stundum alt aðrar vörur en þeir hefðu beðið um, og óseljanlegar. Vera má að gömul félög geti látið Sambandið kaupa vörur, sem hafa ákveðið vörunúmer, samkvæmt fyrri ára pöntunum, En bæði er það, að vörunúmer breytast, jafnvel á sömu vörunni, og sumar vörur hverfa alveg. Verzlunin yrði líka æði einhæf með því móti, ef hún yrði að binda sig við sömu vör- una ár eftir ár, og svo færi hún á mis við alla nýbreytni til bóta, sem heimsmarkaðurinn hefur ár- lega upp á að bjóða. Það mundi þá fara líkt um innkaupin fyrir félögin, eins og sagt er að sé keypt inn handa Grænlendingum, að sama varan sé stundum keypt handa þeim í mannsaldra, án þess breytt sé um vörutegund.

x

Austanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.