Austanfari - 11.11.1922, Síða 3

Austanfari - 11.11.1922, Síða 3
3 AUSTANFARI 21. tDl eners varð hann hermálaráðherra og sýndi þar sama dugnaðinn og ósér- hlífnina og áður. Þótti nú lítið ganga hjá Asquith, þótt meðal annars hefði Lloyd Qeorge komið því til leiðar ' við hann, að almenn varnarskylda var í lög leidd í jan. 1916, hvað seni þjóðin sagöi. Loks fór Asquith frá, og konungur fól Bonar-Law, sem nú er oröinn forsætisráðherra, að mynda stjórn. En Bonar-Law neitaði. Leitaði þá konungur til Lloyd George, og sá lét ekki segja sér lengi að taka við völdum. Mynd- aði hann stjórn sína 11. des. 1916. Var nú enn hert á öllu og ekkert haft annað fyrir augum en að vinna stríðið, enda ekkert^til þess sparað. Öll innlend deilumál voru lögð á hilluna og voru þó írar þá allerfiðir og leiddist biöin. En þrátt fyrir alt var sigur unnin 11. nóv. 1918. Fóru þá fram nýjc.r kosningar og hlaut Qeorge meiri hluta. Myndaði hann nú 10 jan. 1919 nýja stjórn, sem síðan hefur verið við völdin. Vita menn síðan um stórvirki hans, bæði við friðarsamningana og eftir það. Hefur hann eftir stríðið stefnt að því að koma á jafnvægi í heim- inum og haldið vel í við Frakka, með alla þeirra frekju og ósanngirni. Er ekki ólíklegt, að þá er kosningar á ný fara fram, muni það sýna sig, að Lloyd George eigi mikil ítök í ensku þjóðinni. Hefur framkoma hans og röggsemi í írlandsmálunum einnig gert hann verðan mikillar að- dáunar og þakklætis ensku þjóðar- innar, þó að eigi hafi alt gengið slysalaust í þeim málum. Framh. Allar viðgerðir á rafmagnsáhöldum, fljótt, mjög ódýrt af hendi leystar. Carl Cristensen. Pósthúsinu. Hjartanlega þökk til allra þeirra er auðsýndu okkur hiut- tekningu viö fráfall og jarðarför Þorbjargar Stefánsdóttur frá Stakkahlíð. Sigurður Sunnarsson, Þorbjörg Björnsdóttir, Sigurður Bjðrnsson og bðrn. Símfréttir. Uppreistarmenn í ftalíú hafa gert stjórnarbyltingu með hervaldi. Segjast muni stjórna með minnihluta þings, Kemal Pasja snldán nr landi og Mikill afsláttur. Verzlunin St. Th. Jónsson, Seyðisfirði vill nú hið fyrsta selja eftirfylgjandi vörur, til þess að rýma fyrir nýrri vörum, og selur þær því langt fyrir neðan sannvirði. 30 sett drengjaföt, sem kosta frá 25 til 60 kr. settið, verða nú seld með 30 prósent afslætti, eða frá kr. 17,50 til 42 kr. 5 strangar ágætt fata- efni og yfirfrakkaefni verða seld með 25 prc. afslætti. 25 sett tilbuin karlmannaföt verða seld með 15 prósent afslætti. Notið nu tækifærið og gerið góð kaup. Jörð til sölu eða ábúðar bráðabirgða í Konstantinópel. Eng- lendingar hafa tekið gamla soldáninn undir sína vernd. Óeirðir miklar eru f borginni. Við nýafstaðnar bæjarstjórnarkosn- ingar í Englandi hafa jafnaðarmenn tapað 227 sætum. Líta blöðin svo á sem þetta boði ósigur jafnaðar- manna við komandi þingkosningar. Markið hríðfellur. í fyrradag voru 37 þús. mörk í einq sterlingspundi og 174 í einni danskri krónu. Skólanefnd Reykjavíkur hefur sagt af sér, þar eð ríkistjórnin hefur eigi viljað fylgja henni að málum gegn skólastjóra. Guðm. M agnússon pró- fessor hefur gefið Háskóla Islands 50 þús. kr. til styrktar efnilegum læknaefnum til framhaldsnáms erlend- is. „Tíminn“ hefur birt lista yfir skuldir þær, er íslandsbanki hefur gefið upp skuldunautum sínum. Nem- ur upphæðin 4 miljónum. Telur blaðið hag bankans afleitan. Claessen bankastjóra gengur illa að fá Ián og er nú nýkominn til Ameríku. Talað er um bankastjóraskifti. Bankaráðs- fundur verður í dag. Bæjarstjórn Akureyrar hefur veitt leyfi til að hafa þrjú Bíó í bænum og þykja firn mikil. Smjörlíkisgerð byrjaði þar um miöja vikuna. Býr hún til ágæta vöru. Heitir Smjör- likisgerð Akureyrar. Skarlatssótt gengur á Akureyri. Mótorskip strandaði á Sauðárkrók. Var það norskt flutningaskip, er „Skoltefjord" heitir. Mannbjörg varö. Hvammsgeröi í Vopnafirði / frdsögninni er til kaups eða ábúðar næstu fardaga. Semja má við eigandann um gosið í síðasta blaði, er mis- Sigmund Jónsson bónda þar. prentað suðaustur af Vonarskarði í stað suðvestur. mynda, að eins til þess að láta menn sjá, að salt sé látið í matinn, þó að lítið sé. En bragðtaugarnar láta ekki blekkja sig, ekki frekar þær andlegu en þær líkamlegu. Er lífið svona, barátta hins góða svona stutt 0g sigursæl ? Og á Rannveig ekki við neitt að stríða í sjálfri sér, engar mannlegar kendir? í henni verður ekki af því tægi fundið annað en eins og „reykurinn úr húsunum frá ífyrra," eins og Kvaran kemst einhversstaðar að orði íbókinni.Sásem þettaritar, seg- ir að listin hafi mest áhrif, sé sönnust ist, ef baráttan milli andstæðanna sé sem erfiðust, sem sönnust, sem hörðust. Hitt verður að skeika að sköpuðu, fara eftir eðli og aðstöðu persónanna, hvað ofan á verður. Sykursætur „Idealismi“ er ekki hollur, frekar en ósönn, kol- svört bölsýni. Trúiná lífið, mennina og hið góða í tilverunni á ekki að byggjast á létt- og skjótfenginni yfirborðsskoðun, heldur því bjargi sannleikans, sem baráttan, ófegruð og eins og hún í raun og veru er í lífinu, hefur fest svo traustlega, að því verður eigi bifað. Og án þess að það sé sagt með tilliti til „Sagna Rannveigar," get eg ekki á mér setið að taka það fram, að þeip lesendur, sem kjósa eintóman Idealisma, eru litlu betur andlega þroskaðir en karlinn, sem bað verzl- unarstjóra einn um, „döðlur *ða eitt- hvað svoleiðis svalandi upp á heið- ina.“ Og uppi á heiði lífsins mun þeim lítið betur fariö en honum mundi með döðlurnar. Eitt finst mér rétt að taka enn þá fram um skáldskap Kvarans. Eins og eg hef áður á drepið, er stíll hans oftast hin mesta snild, þó að út af bregði. En þess meira koma gallarnir við Iesandann. Má þar til- nefna þann, að hann Ieggur í munn persónum sínum of oft ýmiss orð, sem ekki eru mikið notuð í mæltu máli. Orð þessi koma hvað eftir annað hjá öllum persónunum, — og þá er eins og hvíslað sé að lesend- unum: þetta eru ekki sjálfstæðar persónur, sem svona tala, heldur Einar Kvaran sjálfur. Má þarna t. d, nefna orðið „óneitanlega," sem allar persónur hans nota við svo að segja öll tækifæri. En í daglegu máli heyrist það alls ekki oft. En á því ríður mjög mikið, er blása skal ltfi í persónur, að höfundurinn leggi eyr- að við mæltu máli, svo að lesendun- um komi alls ekki til hugar, að per- sónulýsingarnar séu falskar, séu ekki lifandi menn, heldur huggerfingar skáldsins. Loks skal sleginn í botn- inn, með því að minnast á enn eitt atriði í stærri sögum Kvafans. Það atriði er, hve persónurnar í einni bók hans virðast líkar persónunum í annari. Tökum Þorbjörn í „Gulli“ og „Ofurefli" ogjósafat í „Sambýl- inu.“ Eru þeir ekki nauða líkir? Auð- sýnilegt er og ættarmótið með þeim og Kaldal. Eða síra Þorvaldi í „Gull“ og „Ofurefli," lækninum í „Sambýlinu“ og Melan konsúl í „Sálin vaknar." Og er ekki hægt að segja að lík not séu að Imbu og Grímsa í „Ofurefli“ og Grímu og vitfirringn- um í „Sambýlinu?" Eg býst við að mönnum hljóti að finnast svo. Eg veit ekki hvort þetta á að kallast galli hjá skáldinu, en það bendir á

x

Austanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.