Austanfari - 18.11.1922, Qupperneq 2
2
AUSTANFARI
22 tbl
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi:
Mjólk „Libby,,
Oma smjörlíki
Gerduft
Jarðarberja sultutau
Rúsínur
Sveskjur
Fíkjur
Döðlur.
Kúrenur
Súkkulaði
Hrfsgrjón
, Bankabygg
Baunir
Kartöflumjöl
Kerti stór, smá
Eldspftur
Þvottabretti
Bárujárn
^Sökurn þess að mörgum er ó-
kunnugt um hvenær leita beri
nuddlæknis, verða hér taldir upp
nokkrir sjúkdómar sem nudd á
við.
Allskonar rrt a r b I e 11 i (contu-
sio) ber að nudda.
Þegar vatn eöablóð fer
í liðu eða lið, t. d. þegar menn
misstíga sig eða togna,
Langvinna b ó 1 g u í h ú ð er
gott að nudda (t. d. eftir ítrek-
aðar heimakomur.)
Marga bjúgbólgu má lælma
með nuddi.
Ekki mjög stóra æ ð a h n ú t a
og langvinna blóðæðabólgu
má oft bæta.
Gömul f ó t a s á r má oft lækna
með nuddi í kring, þégar meðöl
duga ekki eingöngti.
Víðáttumikiar örmyndanir
sem hefta eðlilegar hreyfingar
(t. d. eftir bruna) má og bæta,
Ýmsa sjúkdóma í vöðvum
ber að nudda, t. d. vöðvagigt
(Raumatism), vöðvavisnun
(Atrophia)
Ótal sjúkdóma í s i n u m og
og sinaskeiðum. (Algeng
bólga í sinaskeiðum á úlnliö cg
ökla.)
Ótal sjúkdóma í 1 i ð u m (stirð-
lið, slettilið, langvinn bólga í liða-
mótum.)
L i ð h 1 a u p (Luxationer) á
að nudda eftir að kipt hefur ver-
ið í lið.
B e i n b r o t, eftir dálítinn tíma.
Ýmsar hryggskekkjur.
Langvint hægðaleysi lækn-
ast oft fljótt og vel.
Öll t a u g á g i g t (Nevralgia)
á aö nuddast.
Ýmsa in æ n u s j ú k d ó m a.
Taugaslappleik hjá körl-
um sem konum (Nervastheni—
hysteri.)
Þessa sjúkdóma koma menn
alment með til nuddaðgerðar, en
þó eru margir óupptaldir, og svo
er hópur kvilla sem nudd á ekki
við.
Guðm. Pétursson.
Góðar teg.
iMii^r08
k 1 u k k u m.
Guðm.W. Kristjánsson
úrsmiður, Seyðisfirði.
Gellur
f á s t í
verz I un
Halldórijónssonar
Agæt a r
norskar rófur
koma nú aftur með „Sírius“
Einnig afbragðs góðar
norskar kartöflur
frá Sogni. Alt sem ekki heíur
verið pantað hjá undirrituðum
fyrirfram, verður sent suður á
firði.
Mrarinn B. Guðmundsson
Hitt og þetta.
E.s. „ Willemoes“
kom hér í vikunni og hafði verið
frá 20. f. m. í ferðinni. Lagði skip-
ið upp mjög mikið af kjöti, er fara
skal með e.s. Borg til útlanda.
Togarinn
„Navnl Base“ frá Hull, kom til
Norðfjarðar kvöld eitt í vikunni. Þá
er hann skyldi leggja að bryggju,
bilaði síminn ofan í vélarrúmið, svo
að skipið rann á bryggjuna og skemdi
hana svo mikið, að skaðinn er met-
inn 330 sterlingspund. Áttu Hinar
sameinuðu ísl. verzlanir bryggjuna.
Fór skipstjórinn síðan hingað til
Seyðisfjarðar til áð ráðfæra sig við
brezka konsúlinn, Kristján lækni
Kristjánsson, um málið. Er talið að
slysið sé að engu skipstjóranum að
keuna, heldur að eins ófyrirsjáanlegri
bilun vélsímans.
Bœjarstjórnin.
hér hefur haft tvo fundi í þessari
viku og haft mörg mál á dagskrá.
Verður minst á sumt af því, t. d.
fjárhagsáætiun bæjarins, í næsta blaði,
sem og fleira. Hafa umræður orðið
allheitar.
Þórarinn B. Guðmundsson.
hefur sótt um leyfi til að hafa
kvikmyndaleikhús hér í bænum.
Ungfrú
Helga Stefánsdóttir
lézt í Kaupmannahiifn hinn 14. þ.
m. Var hún dóttir Stefáns Th.
Jónssonar, konsúls hér og konu
hans Ólafíu Sigurðardóttur. Helga
var innan tvítugs aldurs, efnis-
og gæða stúlka og vel þokkuð
af öllum. Átti hún alt líf hinnar
þroskuðu konu fyrir sér, en hafði
þegar gefið hinar beztu vonir,
en engum slíkum brugðist.
Skamt er síðan skarð varð
fyrir skildi í hinni sömu
fjölskyldu, og má segja að skamt
sé stórra högga á milli. Voitar
„Austanfari“ heiðurshjónunum, for-
eldrunum, innilegustu samúð sína
og mætti áreiðanlega leyfa sér
sér slíkt hið sama fyrir hönd
bæjarmanna.
nwwriiiiiiiiiiiiiiiMMiwiiiiiiiiiiwiiiiiiiiniiiiiiii
Vegna þrengsla
verður framhald greinarirmar „Stjórn
arskiftin ensku o. fl. að bíða næsta
blaðs.
Ndmskeið
í sjómannafræði byrjar hér mánud.
hinn 20. n. k. kl. 4 síðd. í barna-
skóianum.
Allir, sem sótt hafa um þátttöku
og þeir aðrir er s'ækja vilja um nám-
skeiðið, eru beðnir að mæta þar
stundvíslega.
Skólagjaldið verður að greiðast um
leið.
Um saltkjötsmarkað
og útflutning lifandi
fjár
Aldrei hefur á síðari árum sorfið
eins að bændastétt vorri og nú.
Skuldirnar hafa aukist svo gríöarlega
hin síöustu ár, jafnframt því sem
eignirnar hafa fallið í verði, að ekki
er annað sýnt eji að fjöldi bænda
muni „flosna upp“, ef þessu vindur
fram. Hér þarf góðra ráða og skjótra.
Bóndinn má ekki láta vonleysið fá
tök á sér, þótt ilia gangi. Hann verð-
ur að hugsa sem svo: Einhver
leið hlýtur að vera út úr þessum ó-
göngum, og eg hætti ékki fyr en
sú leið er fundin. Eg tel það skyldu
allra góðra manna, sem skilja og
viðurkenna hlutverk bændastéttarinn-
ar, að benda á þau ráð, sem þeir
telja vænlegust til viðreisnar án til-
lits til þess, hvort nokkur vissa feng-
ist fyrir því, að þau verði tekin góð
og gild. Fyrir því vona eg að mér
verði ekki tekiö það illa upp, að eg
legg orð í belg á sviði landbúnaðarins,
þó eg sé „barrt í lögum í því efni.“
Náttúran hefur komið því svo fyrir,
að sauðfjárræktin er, og hlýtur að
verða enn um skeið, aðalþátturinn í
landbúnaði vorum. En aðalþáttur
sauðfjárræktarinnar er aftur kjötfram-
leiðslan. Velmegun bóndans er því
að miklu leyti undir því komin, hvern-
igsú framleiðsla tekst. Bóndanum er
þaö hin mesta lífsnauðsyn, að kjöt-
markaðurinn sé tryggur. En til þess
að von sé um að markaðurinn hald-
ist tryggur, verður bóndinn sífelt að
vera á varðbergi um útvegun nýrra
kaupenda. Hann verður ennfremur
að gæta þess, að ekkert sé boðiö
nema góð vara og sízt aö slæm vara
sé boðin sem góð.
En hvernig er þessu háttað nú ?
Kjötmarkaðurinn er bundinn við eitt
einasta land, enda er kjötið alt flutt út
í sömu mynd, — eða öllu heldur ó-
mynd, — sem saltkjöt. Kaupandinn
veit að ekki er í annað hús að venda
og skamtar verðið úr hnefa, og við
veröum að taka þegjandi því sem að
okkur er rétt. Við höfum ekkert
sælgæti að bjóða og vitum að þetta
er eini kaupandinn, sem er nógu
óvandætinn til aö þiggja vöruna.
Eg er í engum vafa um þaö, að
við gerum okkur árlega stórskaöa
með því, hvað flokkun kjötsins er ó-
vandleg, eftir því úr hvaöa lands-
hluta það er. Öllum er vitanlegt, að
kjöt úr t. d, Norður-Múlasýslu og
Þingeyjarsýslum er, miklu betra kjöt
en úr flestum öðrum sveitum lands-
ins. Samt heitir þetta einu nafni
„íslenzkt saltkjöt", þegar á inarkað-
inn kemur. Miklu réttara væri að
flokkunin væri nákvaemari, t. d, hefði
kjöt af Norður- og Austurlandi sér-
stckt vöruheiti á markaðinum.
En það er annar aðili, sem að
mínu áliti gerir okkur enn meira
tjón með óvandaöri eða falsaðri flokk-
un, og það er smásalinn. Eg er
hræddur um að mikið af því kjöti,
sem út er flutt, sé, án tillits til flokk-
unar sendandans, boðið út sem „ís-
lenzkt lambakjöt", þegar í smásöl-
una kemur. Við höfum að minsta
kosti enga tryggingu fyrir að svo
sé> eigi. Þegar dauft gengur salan,
er hætt við að tilhneigingin geti orð-
ið nokkuð rík að „punta“ ofurlítið
upp á nafnið . Útlendingum er ein-