Austanfari - 24.02.1923, Qupperneq 1
RITSTJÓRI 06 EIGANDI: GUDH. G. HAGALlN |
30. tbi. Seyðisfiröi, 24. febrúar 1923 1. ár|
Til lesendanna.
Þá hefur „Austanfari" göngu sína
eftir all langa hvíld, sem prentarar
landsins hafa veitt honum. Sem kunn-
ugt er> gerðu prentarar verkfall, er
staðið hefur lengur enn við var búist.
Vildu prentsmiðjueigendur fá lækkað
kaup prentara, en svo fór, að fyrst
um sinn halda þeir, er að prentiðn
vinna, svo að segja sama kaupi.
Lækkun á prentun er því ekki um að
tala að sinni. Virðist eiga að ganga
að skriffinnum öllum dauðum, því
að varla er þess að vænta, að alþýða
manna standist við að kaupa svo
mikið af bókum, að nokkru nemi.
En eitt vill „Austanfari" minna almenn-
ing á, og það er að láta góða íslenzka
rithöfunda ganga fyrir erlendum reyf-
arahöfundum — því, ð magfalt betra
er að iesa eina góða bók tvisvar, en
kaupa tvær einkis nýtar til lesturs sér.
„Austanfari“ mun koma út í sama
formi og áður — og einu sinni á viku
svo sem hingað til, nema eitthvað
sérstakt komi fyrir, svo að blað falli
úr, eða þá að eitthvað það beri til
tíðinda, að nauðsyn^þyki að láta út
koma tvö blöð sömu vikuna. Vill
ritstj. leyfa sér að minna menn á
skilvísi við biaðið, því að það er
skilyrðið fyrir því, að það geti verið
svo úr garði gert sem skyldi.
Ritstj.
Svar tll „Dags“.
Blaðið „Dagur“ á Akureyri hefur
hinn 7. desember síðastl. gert að
umræðuefni grein mína um salUjöts-
markað og útflutning lifandi fjár, er
birtist í Austanfara 18. nóv. s. I.
Segir blaðið að hreppsnefnd Vopna-
fjarðar hafi beðið sig.að birta út-
drátt úr grein minni og hefja umræð-
ur um málið. Þetta er ekki allskost-
ar rétt. Hreppsnefndin átti þar ekki
hlut að máli, heldur var það einn
nefndarmanna, sem tók það upp hjá
sjálfum sér að snúa sér til „Dags"
með hin umræddu tilmæli, og hefur
eflaust búist við öðrum undirtektum
hjá blaðinu.
Um fyrri hluta greinar minnar, þar
sem rætt er um saltkjötsmarkaðinn
og agnúa þá, sem á honum eru, fer
blaðið fám orði m, en virðist vera
mér samdóma um það, sem þar er
sagt, að rninsta kosti í öllum aðal-
atriðum. En þegar að því atriðinu
kemur, hvaða leið sé tiltækilegust út
úr vandræðunum, kveður við annan
tón. Blaðið er með öðrum orðum
samdöma mér um að ástandið sé
ilt og þá um leið, að eitthvað þurfi
að gera til þess að bæta úr því. En
þegar ég bendi á ákveðna leið, sem
ég tel færa, segir blaðið: Gjaldið
varhuga við þessari leið, hún er ófær;
en því miður bendir blaðið ekki á
neina aðra leið, sem færari sé. —
Þegar málgagn bænda tekur slíka
afstöðu út frá þeim forsendum, sem
hér um ræðir, búast menn við
að um einhver mjög alvarleg tormerki
sé að ræða á framkvæmd málsins.
Hafa og ýmsum miklast svo í augum
ástæður þær, sem Dagur færir móti
/
útflutningnum, að þeir hafa álitið
málið þar með dauðadæmt.
Aðalannmarkann á því, að innflutn-
ingur geti tekist til Belgíu telur, blað-
ið það, að sóttkvíun sé gerð að skil-
yrði, og yröi því að slátra fénu þegar
er á land kæmi. „Að svo vöxnu máli
hefur ekki þótt tiltækilegt að leggja
út í útflutning lifandi fjár“, bætir
blaðið við. Er þá helzt svo að skilja,
að þetta atriði, sóttkvíunin, hafi orð-
ið til þess að útflutningur til Belgíu
lagðist niður. En til þess lágu aðrar
orsakir. Búskapurinn tók miklum
bre^tingum frá aldamótum fram að
stríösbyrjun. Dilkaketið okkar var þá
að ryðja sér til rúms á Norðuriönd-
um og þótti bændum þá borga sig
ver að hafa geldfé. Sauðunum fækk-
aði þá ár frá ári, þótt ekki tæki með
öllu fyrir út lutninginn fyr en undir
stríðsbyrjun. Eftir það var Belgía úr
sögunni sem innflutningsland, en
þangað hafði útflutningurinn verið
síðustu á in. Þegar hér var komið,
þótti fæstum ástæða til að halda
lengur upp á sauðina, enda var salt-
kjötsmarkaðurinn oftast viðunanlegur,
og stundum góður, alt fram að ár-
inu 1920. Þá kom verðfallið á land-
búnaðarafurðum okkar, sem haldist
hefur fram á þennan dag.
Séu útflutningsskilyröin fyrir hendi,
má það teljast ekki einungis hyggi-
legt, heldur alveg brýn nauðsyn, að
bændur komi fyrir sig sauðunum aft-
ur, eins og kjötmarkaði okkar er nú
komið. (Með sauðum á ég hér við
hverskonar geldfé, sem útflutnings-
liæft teldist). Sú breyting mætti telj-
ast eins sjálfsögð og hvggileg eins
og nú standa sakir, og það var
álitið hyggilegt á sínum tíma, að
breyta til í þá átt, að leggja aðal-
áherzluna á framleiðslu dilkakjötsins.
Er þá rétt að athuga það, hvort
þessi sóttkvíun er eins mikill þrösk-
uldur og Dagur virðist ætla. Ef hægt
er að slátra fénu strax og koma ket-
inu á markað, er ekki sýnilegt að
þetta sé neinn verulegur annmarki.
Og hvað munar um einn eða tvo
fjárfarma — svo til sé tekið það,
sem upphaflega var gert ráð fyrir —
þegar miðað er við þörf stórborgar,
hvað þá heldur ef miðað er við þörf
heilslands? Og hvar eru skuyrðin til
að koma ketinu hvert á land sem
vera skal, svo að segja samstundis,
betri en í Belgíu, þar sem vegalengd-
irnar eru jafn litlar og samgöngu-
tækin jafn góð? Það munar lítið um
þann útflutning, sem héðan getur
orðið í bráð, og ætti að vera hægur
vandi að fá markað fyrir það lítilræði,
ef nokkuð væri til þess gert.
Margir halda að nauðsynlegt sé að
fita féð í innflutningslandinu áður en
því er slátrað. En þetta er ekki bráð-
nauðsynlegt. Fyrst og fremst er mik-
ið efamál að féð bæti við sig ket-
þyngd meira en svarar þeim kostn-
aði, sem á það legst við flutning,
vöktun, hagagöngu o. s. frv. Og þó
svo væri, að féð fitnaði, er efamál,
hvort það bætti nokkuð fyrir mark-
aðinum. Féð er nógu feitt.
Hitt var það, að þegar féð var selt
æfæti eftir að á land kom, eins og
fyrrum tíðkaðist, sáu seljendur sér
hag í því að halda fénu til beitar, svo
það jafnaði sig eftir sjóvolkið og yrði
útlitsbetra. Mun féð þá jafnan hafa
verið selt á fæti, á ákveðnu verði hver
kind, án tillits til þyngdar.
Frá almennu sjónarmiði skoðað,
verður ekki séð, að þessi sóttkvíun
sé sá þröskuldur, að ekki verði yfir
hann stígið.
En vill nú Dagur segja mér eitt?
Eru þessi sóttkvíunarákvæði ný? Voru
þau ekki komin í gildi á síðustu ár-
um útflutningsins? Og hafi svo ver-
ið, hvaða ástæðu telur hann þá til
þess að útflutningurinn geti ekki eins
tekist nú og þá?
Annars má benda Degi á það, að
það vakti ekki fyrir mér sem aðal-
atriði þessa rnáls, hvort hærra verð
fengist fyrir ísl. kjöt á þennan hátt
en annan, sízt með þessari fyrstu
tilraun, heldur var ætlun mín með
þessu að dreifa framboðinu, rýmka
um á hinum þrönga Noregsmarkaði,
og þar með bæta markaðsskil-
yrði alls íslenzks kinda-
kjöts. En jafnframt þessu leita að
nýjum mark; ði — og ef til vill betri.
í fyrri grein minni bar eg fyrir
mig ummæli íslenzks kaupmanns um
það, að in.nflutningur til Belgíu gæti
tekist, ef féð væri fyrir hendi. Dagur
segir að kaupm. þessi muni vera
Garðar Gíslason og er það rétt. Ef-
ast ég ekki um að Garðar staðfesti
þessi ummæli, ef þörf þykir, en hann
hefur undanfarið verið erlendis, og
því ekki orðið til hans náð.
Dagur segist ekki vilja „fordæma
þessa hugmynd fyr en þær upplýs-
ingar koma fram, er sýni að hér sé
um vítaverðaóvarkárni* að
ræða“. Væri fróðlegt að fá nákvæma
skýringu á því, hvað við er átt með
þeim ummælum.
Það er óþarft af Degi að hvetja
svo Tnjög til varúðar, eða
vekja tortrygni á málinu. Bændur
voru við því búnir að svo gæti farið,
að málið. strandaði á því, að ekki
væri hægt að fá hrundið áleiðis ein-
hverjum þeim atriðum, sem á veltur.
Þess vegna var tilætlunin að samtök-
in yrðu svo almenn, að engu veru-
legu munaði hvern einstakling, þótt til-
raunin færist fyrir. Jafnframt var þá
álitið, að kjötið væri vel samkepnis-
fær vara, að minsta kosti á íslenzk-
um markaði. Loks var litið á þetta
sem nokkurskonar tryggingarráðstöf-
un, ef út af bæri með fóðurbyrgðir.
Á einum eða tveirnur stöðum hef-
ur blaðið hártogað orð mín, en ekki
nenni ég að vera að eltast við þær
hártoganir, enda skifta þær ekki mjög
miklu máli. ,
Eg sé ekki ástæðu til að fara fleiri
orðum um grein Dags, en vil benda
honum á fundargerð sveitarfundar,
er haldinn var hér í Vopnafirði 3.
desember s. 1. og birt er í Austan-
fara. Getur hann þá sjálfur um það
dæmt, hvort mjög óvarlega hafi ver-
iö farið í sakirnar. Lesanda sinna
vegna væri rétt af honum að birta
fundargerðina.
Vopnafirði, 3. janúar 1923.
Árni Jdnsson.
* Leturbreyting mín.