Austanfari - 24.02.1923, Síða 2
30. tbl
AUSTANFARI
Kandís
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi:
örlíki Hafragrjón, vöisuð Hænsabygg
ii Hrísgrjón Sóda
|bó Baunir Grænsápu
fulaöi Sagógrjón. ' Þvottabretti
duft Kartöflumjö! Fiskilínur
Maísmjöl
í VERZLUN E. i. WAA6E
Öng!a— Línutauma
Hattar, linir, mesta og ódýrasta úrval í bænum
Gummístígvél, barna, kvenna og karla.
Gummíregnkápur, karia og kvenna.
Skóhlííar og Gummíhælar
Kjólatau gr. 7/75, rautt 12/—, bl. 13/40
Vaðmál nú að eins kr. 30/— í fatnað.
Klæði, svart 20/—, bl. 18/— meter.
Fíkjur Skíði
Sveskjur Rakvélar
Rúsínur Handsápur
Suítutau Nottasápa
Átsúkkulaði Reykjarpípur
Suðusúkkulaði Hárgreiður
Kamgarn kr. 18/00 pr. metar Búöingsefni Skot, hlaðin
Cheviot blátt 16/50 „ — Dósamjólk „De!ight“
Lasting, tvíbr. 4/90 „ — Perur & Ananas í dósum
„ÖSRAM“ rafijósaperur kosta nú kr. 2/—
fslenzkar þjóðsögur.
Oslandske Fofkesagn).
Svo heitir grein, er birtist í „Poli-
tiken" 26. des. f. á. Höfundur grein-
arinnar er Johs. Brondum-Nielsen.
Fer greinin hér á eftir í íslenzkri
þýðingu :
„Svo sem mönnum er kunnugt,
leggja íslendingar flestum þjóðum
fremur rækt 'viö fortíð sína. Qeta
þeir og með fullum rétti verið hreykn-
ir af því mentunar- og bókmentalífi,
er þróaðist í svo ríkulegum mæli á
Sögueynni, einmitt í þann tíð, er
alda framandi áhrifa braut yfir líf og
háttu liinna Norðurlandaþjóðanna.
Trygð og fastheldni íslendinga við forna
menningu máþakka fjarlægð eyjarinnar
og eðlisfari þjóðarinnar, en um þessa
jrygð og fastheldni bera bókmentirnar
og málið enn þá vott. íslenzk nútíðar-
skáld nota fjölda af orðum og orð-
tækjum, sem eru blátt áfram stæling af
fornmálinu eða tekin þaðan að láni.*
Samt sem áður gætir nú mjög mik-
ið á íslandi erlendra (evrópiskra)
áhrífa, bæði á andlegu og verklegu
sviði. Alda nýrra tíma hefur
brotið yfir og sekkur nú ýmsu
gömlu í djúp gleymskunnar, einkuin
fornum ’háttum og fornri þjóðtrú,
gömlum vinnubrögðum og verkfærum.
Þessvegna virðist það eigi að ófyrir-
synju, að tekið er að semja stóra ný-
íslenzka orðabók, sem getur bjargað
frá gleymsku orðunum og notkun
þeirra, áður en þau hverfa að fullu
í þeirri merkingu, sem þau hafa haft.
En mikill fjöldi þjóðlegs fróðleiks,
æfintýra og sagna er og, svo sem nú
er komið, í hættu staddur. Rénandi
áhugi á slíkum efnum hefur auðvitað
í för með sér vaxandi vanþekkingu á
fornum fræðum og venjum. Þessu
hlýtur og það að fylgja, að frásögn
almennings verður eigi eins sönn og
* Orð höfundar greinarinnar virð-
ast bera þarna vott um vanþekkingu,
því að í nutíðarmálinu er ekki um að
ræða örfá orð og orðtæki úr forn-
málinu, heldur eru h i n orðin undan-
tekningar, sem eigi eru að mestu
Ieyti í sömu mynd og áður.
Þýö.
nákvæm og áður. Er það þessvegna
mjög svo lofsvert, að íslendingurinn
Sigfús Sigfússon hefur á seinni ár-
um safnað íslenzkum sögnum, æfin-
týrum og öðrum þjóðlegum fróðleik.
Hefur hann skráð þessi fræði eftir
frásögn almennings, eða — sem
oftast mun verið hafa — fært þau til
betra máls, þar eð —1 eins og hann
segir — frásagnarhætti alþýðu manna
hefur mjög brugðið til hins verra
frá því í æsku hans. Samt sem áður
lætur hai^n auðvitað sérkennileg orð
eða orðtæki haldast óbreytt í frá-
sögninni.
Er því nú svo komið, að á boð-
stólum er (í umboðssölu hjá Alfred
Q. Has'sing í Kaupinannahöfn) lítil
bók, sem er fyrsta bindið af stóru
safni, er heitir „íslenzkar þjóð-sögur
og -sagnir“. Virðist svo sem höfund-
inum hafi tekist að safna all mildu
og merkilegu efni, svo að verk hans
getur orðið uppbót á hinu verðmæta
og merkilega safni Jóns Árnasonar,
er út kom undir lok síðustu aldar“.
Er gleðilegt að safninu hefur ver-
ið veitt eftirlekí erlendis, og munu
þau heftin, er á eftir fara," eigi spilla
fyrir, því að þar er feikna mikill fróð-
leikur um hugsunarhátt og hugsunar-
líf þjóðaripnar — og því leiðarvísir
til að læra að þekkja ágæti hennar
og annmarka. Vill og „Austanfari"
vísa til ritdóms í síðasta hefti „Eim-
reiðarinnar" eftir Magnús Jónsson
ritstjóra hennar. „Austanfari" mun og
ekki láta hiá líða að minnast safns-
ins jafnóðum og það kemur út.
Erlendar fregnir.
Þar eð svo langur tími er liðinn
fra því er síðasta tbl. „Austanfaríi"
kom út, þykir rétt að birta að eins
útdrátt úr þeim hinum erlendu tíðind-
um er gerst hafa. Enda munu ménn
hafa heyrt ávæning af helztu fregn-
unum.
Það sem telja má merkastar fregn-
ir, er viðureign Frakka og Þjóðverja
og það, sem af henni hefur Íeitt.
Svo sem menn vita, eru deilur þeirra
sprottnar af vangreiðslu skaðabóta
þeirra, er Þjóðverjar skyldu standa
Frökkum skil á. Þótti Frökkum ganga
í þófi greiðslan og lyktaði því þann-
ig, að þeir, ásamt Belgum, fóru með
her manns inn í Ruhrhéraðið og tóku
þar ýmsar borgir, svo sem verk-
smiðjuborgina Essen. Þóíti nú Þjóð-
verium Versalasamningarnir brotnir
og hættu öllum greiðslum til Frakka.
Mótmæltu þeir og harðlega aðförum
þeirra. Englendingum þótti nú ■einnig
of langt gengið og Bandaríkjamenn
kölluðu þegar heim her sinn af svæði
því, er þeir áttu að annast. En Frakk-
ar fóru sína fram og færðu sig heldur
upp á skaftið. flafa þeir nú tekið
alt Ruhrhéraðið og gert innrás í Bad-
en. Frönsk Iög gilda í landinu og
þýzkir embættismeivi, spm mótþróa
sýna, eru þegar reknir á brott. Eru
'og þeir iögregluþjónar skotnir, sem
veita frönskum hermönnum andstöðu.
Er sagt að Parísarblöðin vilji gera
Ruhr og nokkuð af Suður-Þýzkalandi
að sérstöku lýðveldi, er Frakkar hafi
eítirlit með. AuðvLtað hafa landsbúar
sætt sig illa við aðfarir Frakka. Hafa
sífeld verkföll verið í námurn og
verksmiðjum, póstgöngur og síma-
sambönd hvortveggja verið ófullkom-
ið mjög og fréttir allar litaðar. Er
sagt að íbúar Rúhrhéraðsins séu svo
æstir, að eigi megi þeir sjá þýzkan
mann, og því síður konu, með frönsk-
um hermönnum. Sjáist slíkt, sé sá
hinn „seki“ þegar búinn að lifa sitt
fegursta.
Bretar hafa þegar frá byrjun sýnt,
að þeim er framferði Frakka ekki
sem bezt að skapi. Blöðin ensku
hafa • skorað á stjórnina að miðla
málum, t. d. heimsblaðið „Times“.
Hefur stjórnin hvað eftir annað látið
í Ijós vanþóknun sína, en Frakkar
haft það að engu. Skal þá í þessu
sambandi vikið nokkuð að ráðstefn-
unni í Lausanne. Ráðstefna sú stóð
mjög svo lengi og væntu menn sér
mikils af licnni, en sú varð raunin,
að henni var slitið með engum árangri
3. þ. m. Er það kent Frökkum. Tyrkir
neituðu sem sé að undirskrifa friðar-
samninga, en Frakkar urðu uppvísir
að því að hafa leitað við þá sér-
samninga, þrátt fyrir ítrekuð loforð
um að semja á sama grundvelli og
aðrir Bandamanna. Þetta bætti eigi
uni samkomulagið milli þeirr; |og Breta,
og er bandalagi þeirraaðmestn slitið.
Segir og Lundúnaorðrómur, að Bret-
ar muni hefja sérsamninga við Þjóð-
verja, sakir framkomu Frakka í Lau-
sanne. í efri málstofu b’ezka þingsins
hélt Curson, utanríkisráðherra, ræðu,
þar sein hann segir auðséð á öllu,
að innrásin í Ruhrhéraðið muni leiöa
til fullkomlns bandalags milli Rússa
og Þjóðverja. Rússneskur her verði
æfður undir stjórn þýzkra herforingja
og herfræðingar þýzkir stjórni tii-
búningi voþna í rússneskum hergagna-
verksmiðjum. Segir hann þegar farið
að brydda á slíku.
Á Balkan eru ófriðarhorfur öðiu
hvoru, ávalt slegið úr og í. í áður-
nefndri ræðu lýsti Curson því yfir/ að
líklegt þætti sér, að Tyrkir mundu
fara svo skynsamlega að ráði sínu,
að afstýrt yrði frekari vandræðum.
Tyrkir hafa með sprengiduflum lokað
höfninni í Smyrna. Konstantin,Grikkja-
konungur, er dauður, og mun hann
því eigi verða lengur að ófriðarefni.
Um Mið-Evrópu er það að segja,
að ófriðarhorfur eru sífelt milli Rú-
mena og Ungvei^a.
í írsku málunum hefur það gerst
merkast, að De Valera hefur lýst þ\í
yfir, aö hann vilji, að alþjóðaratkvæða-
greiösla fari fram á írlandi um það,
hvort þjóðin kjósi það stjórnarfyrir-
komulag, sem er nú, eða viiji
hafa frjálst lýðveldi. Kveðst liann
munu að fullu beygja sig undir úr-
slit atkvæðagreiðslunnar.
Um skuldir sínar við Bandaríkja-
menn hafa Bretar samið, og hafa þau
orðið úrslitin, að 4604 milliónir
dollara eiga þeir að greiöa ineð
3—3^/aO/o rentum og 23 inillióna
árlegri afborgun.
Þau málin, sern menn fylgja nú
L y f j a b u ð
Seyðisfjarðar
selur meðal annars:
Marinegler í Ofna og eldavélar;
Allskonar ilmvötn.
B 1 á m a í kúlum.
Snjógíeraugu, þrír litir; —
altafbragðs t e g u n d i r