Austanfari - 24.02.1923, Qupperneq 3
30. tbl.
AUSTANFARI
3
Bæjarstjórastaðan á Seyðisfirði
er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur tii 1. maí næstkomandi. Staö-
an veitist til næstu 6 ára frá 1. janúar 1924. Árslaun 4500 krónur.
Bæjarstjórinn skal hafa á hendi bæjargjaidkerastarfið og fleiri störf í
þarfir bæjarins, án nokkurs sérstaks skrifstofufjár.
Umsóknir um stöðu þessa sendist undirrituöum.
Skrifstofu bæjarfó^eta Seyðisfjarðar 20. febrúar 1923.
Ari Arnalds.
með mestri athygli, eru auðvitað
deilumál Frakka og Þjóðverja, sem
búast má við að leiði yfir heiminn
hiná ægilegustu styrjöld, þar sem
Rússar og Þjóðverjar beriast til
þrautar, hlið við hiið. Og verður
slíkt sízt til fagnaðar.
Innlendar fregnlr.
Svo er jafnt með innlendar fregnir
sem erlendar, að eigi verður alt upp
tínt, heldur tekinn sá kostur, að gefa
yfirlit yfir það, sem gerst hefur, í
sem styztu máli.
Illviðri og afleiðingar þeirra.
Tíðarfar hefur verið mjög svo um-
hleypingasamt, og í janúar var snjó-
koma all mikil og kaldleg veðrátta,
enda ís mikill fyrij- Vesturlandi,
svo að felmtri sló á menn. Hefði
það og verið spauglaust, ef ís hefði
svo snemma vetrar Iagst að Vestur-
og Norðurlandi. Ofsaveður geysaði
sunnanlands fyrst í janúar. Brotnaði
þá hafnargarðurinn í Reykjavík á
meira en 100 inetra svæði og skip
löskuðust meira eða minna, stór og
smá. Meðal annars rak á land „Þór“,
björgunarskip Vestmannaeyínga, er
náðist út aftur. Manntjón varð og á
höfninni, vélarbátur sökk með tveim
Keflvíkingum, er báðir druknuðu. í
Sandgerði brotnuðu tveir vélbátar í
spón og undir JÖkli fórust rnenn í
lendingu. Nú upp á síðkastiö hefur
tíðinni brugðið til hins betra, þó að
enn þá sé umhleypingasamt.
Verkamenn og vinnuveítendur.
Ósamkomulag hefur verið í Reykja-
vík milli vinnuveitenda og verkamanna,
útgerðarmanna og sjómanna og hef-,
ur gengið iila að ná samkomulagi.
Buðu útgerðarmenn 220 kr. mánað-
arkaup og vildu fá 20 prc. lækkun á
lifrarhlut. Þá má og í þessu sam-
bandi minnast á prentaraverkfallið,
Vildu prentsmiðjueigendur lækka laun-
in um 20 prc., iáta niður falla sjúkra-
styrk til prentara og' ennfremur hætta
að greiða laun í sumarleyfi. Stóð í
stappi miklu og vildu hvorugir und
an láta, unz samið var um að lækka
skyldi launin urn fjögur og hálft prc.
til 1. ágúst og síöan um 13 prc.
Komu engin blöð út í Reykjavík
ineðan á verkfallinu stóð—nema „Al-
þýðublaöið", síðari hluta verkfHls-
tímans.
Mannalát.
Fyrir skömmu lézt í Reykjavík
Andrés Féldsteð, augnlæknir^ sem var
alþekturað dugnmði og skörungsskap.
Þá er og látinn þar syðra Hallgrímur
Kristinsson, framkvæmdarstjóri S. í. S.
—- og missir þar Sainbandið hauk úr
horni.
Látist hefur á Akureyri Hendrik
Schioth, fyrverandi gjáldkeri Islands-
banka, merkur maður og vinsæll. Var
hann 82 ára að aldri og mjög gam-
all borgari Akureyrar. Tók hann þátt
í stríðinu milii Dana, Þjóðverja og
Austurríkismanna 1864 og kunni það-
an irá mörgu að segja. Var hann
faðir margra og nýtra barna.
fslandsbanki.
Settir hafp verið bankastjórar ís-
landsbanka þeir Jens Waage, banka-
bókari, og Öddur Hermannsson sktif-
stofustjóri. Átján hafa sótt opinber-
lega um embættið og tveir „prívao*
-- að sögn. Líklegir eru taldir Jens
Waage og Magnús Guðmundsson,
alþingismaður. Nýlega hefur Islands-
banki tekið að yfirfæra, svo að batn-
andi tímum má ef til vill búast við.
Þingið.
Alþingi gat eigi komið saman fyr
en síðastliðinn mánudag, sakir þess,
hve „Goðafoss" kom seint til Reykja-
víkur með þingmenn utan af landi.
Kosningu hlutu sem þingforsetar:
Magnús Kristjánsson í sameinuðu
þingi með 16 atkv. (Jóh. Jóh. fékk
15 og 10 seðlar voru auðir). Bene-
dikt Sveinsson í Neðrideild með 19
atkv. og Halldór Steinsson í Efri-
deild með 7 atkv. (Guðm. Ólafsson
íékk 5). Varaforsetar voru kosnir:
Sveinn Ólafsson í sameinuðu þingi,
Þorleifur Jónsson og Bjarni fráVogi
í Neðrideild og Guðm. Ólafsson og
Sig. Kvaran í Efrideild. Skrifarar
eru í Neðri deild Þorsteinn Methúsa-
lem og Magnús Guðmundsson og í
Efrideild Hjörtur Snorrason og Karl
Einarsscn. í nefndir voru kosnir flest-
ir sömu og áður. Nýju þinginenn-
irnir hiutu kosningar í nefndir svo
sem hér segir: Ing björg H. Bjarnason
í fjárveitinga- og mentamálanefnd,
Jón Magnússon í samgöngumála- og
allsherjarnefnd og Jónas frá Hriílu í
mentamála-, fjárveitingar- og sjávar-
útvegsnefnd. Fjármálaráðherra hélt
fjármálaræðuna á þriðjudag, Lagði
hann fyrir þingið hallalaus fjárlög
sem og fjáraukalög, er námu hálfri
miiiión. Hafa fjáraukalög ekki verið
lögð fyrir þingið síðustu tvö ár, og
er sagt að sú hin hálfa millión stafi
mestmegnis frá konungskomunni.
Óvíst er hversu flokkarnir bræða sig
saman. Héldu þeir fundi síðastliðinn
laugardag, en frá þeiin fundum kann
„Austanfari" engin tíðindi. Líklegt
þykir að stjórnin muni sitja.
...O " ----
Nýjustu fréttir.
Erlent.
Frakkar hafa reynt að neyða
Þjóðverja til að kaupa óunnar vörur
franskar. Þeir hafa og skift um lög-
gæzlu í Ruhrhéraðinu, sett þarfranska
lögreglu. Þrjár borgir hafa þeir tekið
við Rín og sett þar her. Lýðveldis-
hugsun þeirra (sbr. áður komnar
fréttir) fær byr undir báða vængi. í
löndum þeim, er þeir vilja gera að
óháðu lýðveldi eru 10 milliónir manna.
Fimm hundruð Prússum hefur verið
vísað burt vegna opinberrar andstöðu
gegn lýðveldis hugmyndinni. Bretar
hafa fengið Frökkum til umráða eina
af járnbrautum þeim, er þeir eiga að
ráða yfir í Ruhrhéraðinu, þó með
þeim skilyrðum, að ekki flytji þeir
meira en tvær hersendingar á dag.
Prússastjórn mótmælir harðlega.
Sendiherra Þjóðverja í Whasington
hefur beiðst fjár til styrks bágstöddu
fólki í Ruhrhéraðinu. Bandaríkjastjórn
hefur neitað og er orsökin sú, að
þýzkir iðnkonungar eiga 200 millión-
ir sterlingspunda í amerískum
bönkum. Segja Bandaríkjamenú þeim
sæmra að nota það fé fyrst, áður en
þeir taki- að biðjast hjálpar. Um 50
þýzka embættismenn hafa Frakkar
dæmt af lífi og fara aftökur daglega
fram.
Bandamenn hafa aukið hersending-
ar sínar til Smyrna og hafa þeir þar
nú 24herskip. Frakkar hafa lánað Pól-
verjum 400 milliónir franka. Brezka
stjórnin er ósammála um það, hvort
hún eigi að slíta að fullu sambandi
við bandamenn sína frá stríðsárunum.
Þjóðþing Finna hefur ákveðið að
láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu
um bannlögin á nýjan Ieik.
Innlent.
Bátur með 4 mönnum fórst á
höfninni í Vestmannaeyjum. Bátur
fórst á Reykjavíkurhöfn á þriðjudaginn.
Einn maður druknaði, en tveir kom-
ust af. Afli togaranna selst 'vel í
Englandi, en aflabrögð eigi að sama
skapi góð. Engir samningar hafa enn
tekist með sjómönnum og útgerðar-
mönnum og er sama kaup goldið
og í fyrra.
Stofnað er stjórnmálafélag á Akur-
eyri af andstæðingum „Tímaklíkunn-
ar“ og Bolsivikka. Heitir það „Verð-
andi“. Var það stofnað af 100
kjósendum og er búist við að 300
gangi inn sem bráðast. Heimilt er
Nýkomnir
Pianó- og borðlampar,
mjög ódýrir, til Indriða
Frakki í óskilum á Köhlershúsum.
öllum að ganga í félagið, sem eru
18 ára að aldri óg eru samþykkir
stefnu þess. f stjórn voru kosnir Sig.
Hlíðar, dýralæknir, Karl Nikulásson,
kaupmaður og Guðm. Bergsson, póst-
meistari.
Úr heimahögum.
Rétt þykir
að geta þess, að bæjarstjórnarkosn-
ingarnar hér í vetur fóru þannig, að
A- listi kom að þeim Karli Finnboga-
syni og Jóni Sigurðssyni, en B-listj
Ottó Wathne. Fengu þeir A-lista menn
færri atkvæði en undanfarin ár, þótt
þeir hefðu flokksforingja sinn efstan
á lista, þann manninn, sem þeirra
hefurmest fylgi,en B-lista menn mann,
sem eigi hefur setið áður í bæjar-
stjórn. All mikið kvað að breytingum
á B-listanum og var Sig. Arngríms-
son færður nokkuð upp.
Bœjarstjórinn
féll, við atkvæðagreiðslu, þá e,r
bæjarstjórnarkosningarfóru frain. Galt
þar málefnið flytjandans—eðahvað?
Svo hélt „Austanfari" að fara mundi.
Var málið síðan tekið upp aftur og
því vísað í nefnd. Gaf bæjarfógeti
mikilsverðar upplýsingar um kost-
naðinn, og var við almenna atkvæða-
greiðslu hinn 14. þ. m. samþykt að
ráða bæjarstjóra. Er nú starfið aug-
lýst sem sjá má í blaðinu,
Opinberað
hafa trúlofun sína ungfrú Lára
Björnsson, símamær hér, og Jóhann
Wathne kaupm. „Austanfari,, óskar
heilla.
Með „Gullfoss'‘
fóru til Hafnar sér til lækninga Fr.
Watline og frú.
Hallur Hallsson
tannlæknir biður að geta þess, að
hann verði hér tvo mánuði í sumar
Kemur í júlí: Nánar í næsta blaði.
Margt
af greinum, bæjarfréttir, ýmsar at-
huganir, hnútur að verðleikum veittar,
smágreinar um menn og málefni,
erlent og innlent, verður að bíða
næsta blaðs og blaða.
„ Gneisti'1
mun Iátinn. Banamein kuldi og
ónot. Flugur þurfa hita. „Órabelgur"
hefur fengið áströlsku svefnsýkina.
Prentsmiðja Austurlands