Skjöldur - 16.06.1924, Blaðsíða 1

Skjöldur - 16.06.1924, Blaðsíða 1
I. árg. ðits; Vestmannaeyium, mánudaginn 16. júní 1924. 38. tbl. Sveinn Björnsson seridiherra var a heimleift til Reykjavikur með Gullt’ossi. Hann hetir nú gegnt sendiherrasföðunn í 4 ár, var skipaður, ef jeg man rjett 1920. það var alment át tið, er hr. Sveinn Björnsson hlaut þessa stöðu, að þar hefði tekist vel til með valið, enda hefir sú reyndin orÖi-*', hann hefir verið þjóð sinni mjög þarfur í þessari stöðu og verður gagn það, sem hann hefir unnið íslandi ekki metið til tjár. \ Að þetta embætti hefir nú ver- i.Ö lagt niður í bili, var ein af sparnaðarráðstöfunum síðasta At- þingis, ein af þeim sparnaðarráð- stöfunum, sem jeg verð að telja vafasamar. Reyndar veröurskrif- stofan áfram í Kaupmannahöfn, og á hún að annast þau stör", sem nauðsynlega þurfa afgreiðslu vegna verslunarsambands þjóð- anna og þ. h. En not þau, sem islenska þjöð- in hefir haft af starfsemi hr. Sveins Björnssonar í þessari stöðu, hafa fært oss heim sann- inn um að þessu embætti sje ekki ofaukið, heldur þvert á móti, að það er nauðsynlegt. það er nauðsynlegt fyrir íslenska ríkið að hafa erindreka í því ríki, sem það hefir mest verslunar-, fjár- mála- og stjórnmálaskifti við, og þar að auki hefir það sýnt sig hversu gagnlegt það er ríkis- stjórninni að hafa þarna mann, sem hún getur látíð mæta fyrir sína hönd gagnvart öðrum þjóð- um, þegar vandræðamál bera að höndum, svo sem Spánarmálið og nú síðast en ekki síst kjöt- tollsmálið, sem var komið í hið mesta óefni, en honum tökst að ráða svo hehlavænlega til lykta, eins og alþjóð er nú kunnugt orðið. það má sjá á nýjustu dönsk- um blöðum að hr Sveinn Biörns- son hefir meðal Dana ekki síður en landa sinna verið einkar vel látinn og þeir o; Danir, fengið miklar mætur á honum fyrir starfsemi hans í þarfir þjóðanna beggja, og telja hann hafa unnið drengilega að því að treysta vin- áttu Ug" samúð þjóðanna gagn- kvæmt. Sendíherrann kveðst í viðtali við dönsk blöð upphaflega ekki hafa ætlað sjer að dvelja nema 2 ár niðri þar, en vegna velviídar þeirrar og sívaxandi samúðar og trausts hafi hann ekki getað slitið sig þaðan fyrri en nú, en sjer sje nauðsynlegt, til þess að fylgjast með stjórnmáium þjóðar sinnar, að hverfa heim, Sendiherranum voru haldnar skilnaðarveisiur áður en hann fór frá Kaupmannahöfn og var á allan hátc leystur þaðan út á höíðingja visu. „Fátt er svo með öllu ílt, að ekki boði nokkuð gott“. þótt leitt sje að missa hr. Svein Björns- son úr þessari stöðu, þá er þó gleðilegt til þess að vita að hann muni nú aftur taka þátt í stjórn- málalifi voru, en það er í því öngþveiti nú að oss er síst van- þörf á duglegum og hæfum mönnum í þann hóp. V. Hersir. Eyja-báik ur eftir Jes A. Gíslason. VIII. Kirkjan. Frh. í handriti Nikulásar sem er rit- að 1633, stendur svo: „1573 var bygð Landakirkja í Vest- mannaeyjum, þar scm hún nú stendur". í fljótu bragði lítur svo út af þessu að dæma að kirkjan sem Tyrkir brendu 1627 og sem talið er víst að hafi stað- ið á Löndum, hafi staðið þar sem hún var bygð upp 1631 n. 1. I gamla kirkjugarðinum. Eða öllu heldur að kirkjan sem bygð var upp 1631 hafi verið bygð upp á sama stað, sem hún var bygð 1573 og brend 1627, en auðsjeð er að skekkjan stafar af því, að Nikulás hefir haft fyrir sjer eldra handrit, sem ekki lietír náð fram að 1627 og skrifað það upp. því sem gerst hefir þar á eftir hefir hann tekið eftir öðrum heimild- um, en annað hvort ekki athug- að að bæta því /ið að kirkjan hafi verið flutt, eða ekki vitað af því, að hún var flutt frá Lönd- um. það skal engum getum að því leitt hvers vegna kirkjan var ekki bygð upp á Löndum, þar sem hún var brend, heldur flutt þetía ofar á Eyjuna, en vel get- ur það hafa siafað af því, aðhinn vígði staður hafi þótt saurgaður af Tyrkjum eða að einhverju staðið í sambandi við „vaktina" sem svo var kölluð á Heigafel i eftir Tyrkjaránið. Um það far- ast síra Gissuri Pjeturssyni svo orð í sóknar ýsingu sinni sbr. § 1 : „Uppi á þvi (o: Helgafellí) er haidin vakt hverja nótt frá Krossmessu á vorin (o: 3. maí) og til Krossmessu á haustin (o: 14. sept). Umboðsmaður lætur kalla frá Skansinum á hverju kvöidi tvo menn, sinn frá hverju býli eftir boðburði. Verða það með húsmönnum 3 umferðir á sumri, með svolátandi orðum, að ef vökumenn sjá nokkur ófíiðar- líkindi, stykkjum skotið af skip- um, eða báta frá þeim að, landi róa, þá skal sá eini strax hlaupa að Landakirkju, sem er rjett í veginum og hringja xiukkunum, og síðan á Skansinn, en hinn annar geri vart við á þeim næstu bæjum og svo hver af sjer. Eina vörðu plaga þeif að hiaða hverja nótt, nær þurt er, til eins vitn- isburðar að þeir hafi verið þar trúir vakandi, en ei sofandi". — þetta er einnig í samræmi við vökudóm Odds lögsagnara Magn- ússonar í Vestmannaeyjum — Dómur þessi var glataður um 1700, en efni hans, sem ritað er 1704 eftir Vestmannaeyjingum er þetta: „Að hver búandi skal vera skyidugur að láta vaka uppi á Helgafelli einn fulitíða mann, tvo frá hverjum jarðarvelli, ei konur nje ungmenni nje óráðvanda drengi. þeir sem vaka skulu vera komnir upp á feilið fyrir sólarlag, og þar vera til morg- uns, og kunni nokkurt skip að koma, eður þeir sjái útlenska báta á ferð vera, þá skulu þeir sem vaka, annar hlaupa strax í skanz- inn og segja þarr til, en annar skal hringja klukkunrii við Landa- kirkju. Skal vakan uppbyrjast kross- messu á vorin og haldast alt svo iengí sem umboðsmaðurinn til- segir eptir hentugieikum . . . Sú kirkja, sem bygð var 1631 var bygð upp aftur á sama stað, árið 1722. Um þá kirkjubygg- ingu segir svo: „Anno 1722 var ölí Landakirkja af nýjum við- um bygð í tið umboðsmannsins E,saiæ Munk". Árið 1780, (aðr- tr t. d. Brynj. á Mínna-Núpi i Árb. Fornlf., 1783 4), var byrj- að að byggja steinkirkjuna, sem enn stendur óhögguð, og mun hafa verið lokið vlð þá kirkju- byggingu 1786, eftir þvi sen ráða má af brjefabokum þiskups. En munnmæli segja að miklu leng- ur hafi bygging sú staðið yfir. Á meðan á þeirri byggingu stóð hefir gamla kirkjan staðið i kirkju- garðinum og verið notuð. Kírkj- an, sem stendur á • sljettri flöt fyrir vestan kirkjugarðinn er bygð að mestu úr höggnu hraungrjóti, mjög vönduð bygging og er sagt að einn útiendingur með ttng- lingi sem bjálparmanni hafi bygt hana, sn Eyjabúar hatí flutt að efni og höggið að mestu K'rkj- an er að vísu nokkuð öðru vísi útlitum nú en þá, er hún var bygð í fyrstu, og getur verið að einhver hafi gaman af að heyra mismuninn, með því að sú breyt- ing er nú orðin flestum ókunn og fáir á lífi hjer nú, sem sáu kirkjuna í hinu fyrsta gerfi henn- ar. Kirkjan er óbreytt að veggj- um að öðru en því að niMrfPÖ hefir verið upp í dyr, sem voru á norðurhlið kórsins og einnig hefir verið múrað upp í inn- skot undir hverjum glugga, sem upphaflega var ætlast til að smelt væri í marmaraplötum, einnig hefir glugginn á austurgaflinum verið færður ofar. þaklögunin var þannig, að sneitt var af báð- um göflum, eins og t. d. var á gömlu Nöjsomhed (Stafhoiti nú), sem flestir rnuna. Turn vareng- inn á kirkjunni, en klukknaport skamt fyrir vestan hana og sjer enn voíta fyrir gróf' oða laut í vellinum þar. Forkirkja var þá engin. Að innan leit kirkjan þannig út, að loft var yfir þvera kirkju og endilanga t jafnri hæð við vegginn eða þar um sem við nu nefnum efsta loftið ogvarþar geymsla uppi, jafnvel geymdir þorskhausar fyrir betri bændur. þverloft var að eins í vestur enda kirkjunnar, þar sem hljóðfærið stendur nú, og var það loit kall- að haustmannaloft. Voru hjer þá oft úti, einkum úr Landeyjunum, baustmenn ti! róðra, sem aðal- lega tóku sjer stöðu þar, þvi að sætí eða bekkir voru þar engir. Tvær stúkur voru á því lofti norð- anmegin, önnur fyrir betri bænd- ur, en hin fyrir sk'pstjóra af hjerlendum hákariaskipum. í bændastúkunní átti t. d. sæti Bjarni Stefánsson bóndi á Búa- úrvalið mest og smekklegast í Yerslun Gr. J. Johnsen.

x

Skjöldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skjöldur
https://timarit.is/publication/243

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.