Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Page 13

Bókasafnið - 01.01.1976, Page 13
SKIPULAG UPPI.ÝSINGAMÁLA Á ÍSLANDI Snemma árs 1975 skinaði Rannsóknar- ráð ríkisins 7 manna nefnd til þess að gera tillögur um skipulag upplýsingaþjónustu í raunvísindum og tækni hér á landi. Skil- * aði nefndin tillögum sínum í maí s.l. o°' birtust þær í skýrslu, sem kom út mánuði síðar undir heitinu Skipulag upplýsinga- viála á Islandi. Helstu tillögur nefndarinnar voru þess- ar: 1. Upplýsmgaþjónusta í tcekni- og raun- einum. Sett verði á stofn upplýsinga- þjónusta hér á landi, sem þjónar helstu atvinnuvegum landsmanna: sjávarútvem, iðnaði, landbúnaði og byggingarstarfsemi. 2. Fastanefnd um upplýsingamál. Stofn- uð verði nefnd á vegum menntamálaráðu- neytis, og hafi hún það hlutverk að fylgj- ast með upplýsingamálum og marka um þau stefnu fyrir Island. 1. öflun upplýsinga vegm framkvœmda. Það verður að vera meginregla við hvers- konar framkvæmdir, áætlanir og rann- sóknir, að aflað sé timanlega bæði inn- lendra og erlendra upplýsinga varðandi verkefnið, áður en ákvarðanir eru teknar. 4. Tengsl við SCANNET. SCANNET er upplýsinganet fyrir Norðurlönd, sem hefur ^erið i undirbúningi undanfarin ár. Nefnd- ^ntelur, að ekki sé timabært fyrir Island að tengjast þessu neti með því að setja upp útstöð (terminal) hérlendis. Útvega má upplýsingar úr kerfinu bréflega, með fjarrita (telex) eða í brýnum tilvikum með símtali við upplýsingamiðstöð á Norður- löndum. 5. Notendafræðsla. Nauðsynlegt er, að notendafræðsla í upplýsingaleit verði fast- ur liður í menntun þeirra, sem leggja stund á raunvísindi og tæknigreinar. Not- enda fræðsla þyrfti m.a. að fara fram við Háskóla Islands, Tækniskóla Islands og í iðnskólunum. 6. Samvirkt kerfi upplýsingamiðla. Stefna ber að því, að upplýsingadeildir og bókasöfn, er varða raunvísindi og tækni, sem og fyrrnefnd upplýsingaþjónusta í þessum greinum, verði hlutar í samvirku kerfi upplýsingamiðla, þannig að nýta megi sem best upplýsingaefni, sem berst til landsins. 7. B ’kasöfn/upplýsingadeildir. Lagt er til, að Rannsóknarráð beiti áhrifum sínum til þess, að bókasöfn eða upplýsingadeildir verði efldar í íslenskum stofnunum, og skulu þessi atriði hafa forgang: 1) Að stofnun leggi áherslu á öflun mikilvægustu tímarita, efnislykla og útdrátta í sérgrein sinni. 2) Að sérþjálfaðir starsmenn annist störf í bókasafni eða upplýsingadeild. Rétt er að geta þess, að Rannsóknarráð hefur ekki vald til að hrinda í framkvæmd öllum fyrrgreindum tillögum. Nefndar- menn vissu þetta vel, en töldu ástæðu til að benda á ýmislegt, sem ráða þyrfti bót á í upplýsingamálum, þó að það væri fyrst og fremst á valdi ýmissa annarra aðila að gera svo. Á þetta ekki síst við um nokkrar ábendingar varðandi bókasafnsstarfsemi í landinu. Ljóst er, að ýmsum atriðum skýrslunar er beint til bókasafnsfólks: fyrst og fremst til forstöðumanna bókasafna, en einnia samtaka bókavarða og einstaklinga innan stéttarinnar (sem auðvitað geta knúið á um framgang mál á heimavígstöðvum). Bókaverðir þyrftu því að ræða efni þess- arar skýrslu, taka afstöðu til einstakra at- riða, gera sumum tillögunum ýtarlegri skil og auka við nýjum, eftir því sem þurfa þykir. Þess skal að lokum getið, að skýrsla um skipulag upplýsingamála er fáanleg á skrif- stofu Rannsóknarráðs, Laugavegi 13, Rvík, sími 21320. Þórir Ragnarsson 13

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.