Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 16
XIII. NORRÆNA BÓKAS AFN AÞIN GIÐ Dagana 15.—20. ágúst s.l. var haldið XIII. Nordiske Biblioteksmöde i Álaborg og Kaupmannahöfn með þátttöku um 400 bókavarða frá Norðurlöndum. 12 íslenskir bókav'erðir sóttu þingið og hafa aldrei fleiri héðan sótt slíkt mót. Þingið hófst sunnudaginn 15. ágúst í listasafninu í Álaborg með hátíðlegum ræðum. Mánudag og þriðjudag voru síðan fyrirlestrar í Álaborgarhöll. Fyrst gerðu fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlöndum grein fyrir bókasafns- og menningarpóli- tík hver í sínu landi. Af Islands hálfu tai- aði Páll Líndal og sagði m.a., að hann teldi æskilegt að á Islandi væru 7—8 miðbóka- söfn í landshlutunum, og kom fram hjá honum í viðtali síðar, að hann teldi að fækka bæri sveitarfélögum á Islandi, og þar með bókasafnsumdæmum í 8—9. Eftir hádegi þann 16. var vai um marga ólíka fyrirlestra. Undin’itaður valdi fyrst að hlýða á erindi um efnið „Eiga bóka- söfnin að gera allt?“. En önnur efni voru „Ævimenntun og bókasöfn“ og „Skinulagn- ing nýrra i’annsóknarbókasafna“. Og eftir hádegi sama dag: „Norræn bókasafns- samvinna, ekki bai’a fyrir sérfræðinga", „Noi’rænt samstarf á sviði rannsóknar- bókasafna og dokumentation" og „Löggjöf um bókasöfn á Noi’ðurlöndum", þar sem kom fi’am fróðlegur samanburður milli t.d. skiptingu landanna í sveitarfélög, (á Is- landi eru mörg hundruð sveitarfélög með undir 3000 íbúum, á hinum Norðurlöndun- um nær engin!). Kl. 5 um eftii’miðdaginn var farið í skoð- unai’ferðir, í háskólamiðstöðina í Álaboi’g, og almcnningsbókasafnsútibú í Álaborg og Nöri’esundby. Ég skoðaði útibúið í Nörre- sundby, sem var byggt sem aðalbókasafn, áður en þessi tvö bæjarfélög voru samein- uð til hagi’æðingar og sparnaðar. Var það í fyrsta sinn sem ég sá bókasafn, sem hafði aukarými. Einnig skoðaði ég lítið þoi’ps- útibú, Svolsted, sem var til húsa í skóla- byggingu. Áttu þátttakendur eftir að verða vitni að því í öllum söfnum sem skoðuð voru í Danmörku, að mjög mikið er lagt í þau, húsnæði er yfirleitt rúmgott, bjart og ný- tískulegt, létt og skemmtileg húsgögn, líf- legar ski’eytingar til að laða að börn og unglinga, snyi’tilegur bókakostur og fjöl- bveyttur. (Engin vandamál í sambandi við viðgerðir á bókum, — Indbindningscenti’- alen sér til þess að bækur bila varla fyrr en þær ei’u orðnar svo slitnar, að það tek- ur því ekki að gera við þær. íslenskar bækur þola sumar ekki eitt útlán.) Þi’iðjudaginn 17. ágúst voru fleiri góð erindi, fyrir hádegi „Jeg — en mediatek- er?“, „Automatisering og publikumsbe- tjening“, og,,Folkebiblioteket som infoi’ma- tionsccnti’al“, „Er det nödvendigt med biblioteksundervisning ved forskningsbib- liotekene?" og „IFLA og Norden“. Voru þetta allt gagnmerkir fyrirlestrar og oft urðu fjörugar umræður um efnin. Kl. 2 e.h. var svo lagt af stað í tveggja daga kynnisferð áleiðis til Kaupmannahafnar. Studietur II fór til Randers kulturhus og Herning Centralbibliotek fyrri daginn og þann 18. til Billund Centret, Hindsgavl Slot og Roskilde Universitetscenter, sem er mjög umdeildur háskóli og af sumum talinn of vinstrisinnaður. Undirritaður valdi Studietur I, sem einnig skoðaði Renders kulturhus, glæsilega bygg- ingu með bókasafni, lista- og menningar- sögusafni, kaffiteríu o.fl. Fyrir utan bygg- inguna stóð glæsilegur bókabíll til sýnis. Síðan var ekið til Árósa og skoðað um kvöldið Statsbiblioteket. Á öllu þinginu voru reiddar fram ótaldar kræsingar, og 16

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.