Dagur - 03.10.1997, Síða 4

Dagur - 03.10.1997, Síða 4
20 - FÖSTUDAGUR 3.OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Mál sem upp er risið í Seðla- bankanum, út af utanferðum Steingrfms Hermannssonar bankastjóra, það er á margan hátt dæmigert fyrir þau sárafáu spillingarmál sem hér komast í fréttirnar. Það er að segja: það er í rauninni smávægilegt, eins og einn dropi í hafinu, komst upp fyrir tilviljun og er rekið á tilviljanakenndum grunni í fjöl- miðlum; yfirlýsingar ganga á víxl og munu halda áfram enn um sinn, þangað til málið er farið að snúast um einhver alger aukaat- riði, það verður þæft fram og til baka um skeið - en þá verða líka allir orðnir dauðleiðir á því, löngu búnir að gleyma þeim meginatriðum sem málið kann að hafa snúist um í upphafi, og svo sofnar málið svefninum langa og allt verður eins og best verður á kosið í okkar besta landi allra landa þangað til eitt- hvert smámálið af svipuðum toga rís upp næst, og þarf að þæfa það þangað til það deyr. SpiUiiigannál Spillingarmál kalla ég það, vegna þess að spilling er auðvit- að það sem málið snýst um; hef- ur Steingrfmur Hermannsson misnotað aðstöðu sína og fengið borgaðar ferðir til útlanda af al- mannafé, sem hann hefði átt að borga sjálfur úr eigin vasa? Nú er þar fyrst til að taka að vissu- lega hefur Steingrímur Her- mannsson rétt fyrir sér, þegar hann segir sér til málsbóta að umhverfismál muni verða æ mikilvægari í framtíðinni og snerta efnahagsmál í mun ríkari mæli en verið hefur. Því er út af fyrir sig ekkert nema gott um það að segja að Seðlabankastjór- ar skuli hafa áhuga á og vita eitthvað um umhverfismál. Það er lítill vafi á því að sá Seðla- bankastjóri er betri Seðlabanka- stjóri en ella sem hefur til að bera þekkingu á fleiru en ein- tómum útreikningum á vöxtum og verðbólgu, til dæmis um- hverfismálum. Spurningin er bara sú hvort ríkissjóður eigi endilega að borga ferðir fyrir bankastjórann að kynna sér slík mál á éinhverjum lúxusfundum í útlöndum. Það væri gaman að fá að vita hvort og þá hverníg vönduð þekking Steingríms Her- mannssonar á umhverfismálum hefur haft áhrif á mikilvæg störf hans nú að íslenskum efnahags- málum. Gæti hann nefnt ein- hver dæmi? Sporslukerfi En það er best að reyna að prófa þetta mál á sjálfum sér. Ég hef til dæmis þó nokkurn áhuga á umhverfismálum og ég er viss um að það gerir mig að mun betri útvarpsmanni en ella að vita svolítið um þau mál öll. Eigi að síður hefur mér reyndar ekki dottið í hug að fara fram á það við Ríkisútvarpið að það borgi undir mig ferðir á fundi í út- löndum, þar sem ég gæti kynnt mér umhverfismál. Og ég er heldur ekki f þeirri aðstöðu að geta skrifað bara slíka ferð á út- varpið, bjóði mér svo við að En mergurinn málsins er auðvitað sá að Stein- grímur er uppalinn iog gegnsýrður afsmá- spillingar- og sporslukerfi þvi sem íslenska stjómkerfíð er undirlagt af. horfa. Og ég er líka viss um að ef ég gengi á fund framkvæmda- stjóra útvarpsins og tilkynnti honum að ég ætlaði að fara á þrjá slíka fundi í útlöndum á vegum útvarpsins - eins og Steingrímur virðist hafa farið á fund Þrastar Olafssonar for- manns bankaráðs Seðlabankans og tilkynnt honum að hann ætl- aði að skreppa út og hugsa r m umhverfismál svolitla stund - þá myndi framkvæmdastjóri út- varpsins ekki taka því þegjandi og hljóðalaust, eins og Þröstur virðist hafa gert þegar Stein- grímur kynnti honum ferðalög sín. En ég er náttúrlega ekki Steingrímur Hermannsson, og syrgi það út af fyrir sig ekki að ráði. En það sem mest er um vert: ef ég hefði samsvarandi laun hér hjá útvarpinu og Stein- grímur hefur hjá Seðlabankan- um, þá held ég í fullri einlægni að mér myndi ekki endilega detta í hug að láta útvarpið borga fyrir mig ferðir á fundi til að kynna mér mál sem ég hefði persónulega brennandi áhuga á. Steingrímur sagði í viðtali við DV fyrir viku eitthvað á þá leið að hann hefði ekki getað farið þessar ferðir, nema á kostnað Seðlabankans. Ansi hlýtur hann þá að hafa þurft’ að gista á góð- um hótelum, ef Seðlabanka- stjóralaunin - og annað smálegt sem Steingrímur hefur heyjað sér gegnum tíðina - hrukku ekki til. Og Steingrímur vælir helst um það í viðtalinu í DV að hann hafi ekki getað haft konuna sína með sér, heldur hafi þurft að fara einn, litla skinnið. En mergurinn málsins er auðvitað sá að Steingrímur er uppalinn í og gegnsýrður af smáspillingar- og sporslukerfi því sem íslenska stjórnkerfið er undirlagt af; því efast ég ekkert um einlæga undrun hans og hneykslun yfir því að þetta lítilræði skuli hafa vakið einhverja athygli. Engai hreinar límir En það er annáð einkenni á þessum íslensku spillingarmál- um - sem sé að það eru í raun engar hreinar línur, og enginn getur talist hafa hreinan skjöld. Hlutur bankaráðsins í þessu máli er til að mynda helst til bjánalegur. Nú gefur banka- stjórnin út yfirlýsingu fulla af heilagri vandlætingu í garð Steingríms, af því málið er kom- ið í blöðin og fjölmiðlana, en á fundinum með Steingrími á sín- um tíma virðist Þröstur Olafs- son ekki hafa þorað að segja múkk þegar Steingrfmur til- kynnti honum að hann væri að hugsa um að skjótast til útlanda og hugsa dálítið um koltvísýring. Nú snýst málið altso um það hvort skilja mátti þögn Þrastar sem samþykki, eða hvort Stein- grímur hefði átt að ráða eitthvað í íylusvipinn á honum að hann kynni að hafa eitthvað á móti þessu. En kannski hafði Þröstur ekkert á móti þessu, kannski var hann bara dauðfeginn því að Steingrímur skyldi þó yfirleitt gera eitthvað í vinnunni, þó svo það væri í útlöndum og snerist um umhverfismál en ekki bein efnahagsmál; kannski fattaði Þröstur sem sagt ekki að það væri neitt athugavert við þetta fyrr en það kom athugasemd frá endurskoðendum bankans um hvað þessar nótur frá einhverj- um fínum hótelum í Ríó eða hvar það nú var kæmu eiginlega starfi Seðlabankastjóra við. Það er reyndar dálítið merkilegt að svo virðist sem endurskoðendur séu nú að verða helstu siðferðis- postular þessa Iands - flestoli þessi Iitlu subbulegu spillingar- mál okkar komast í dagsljósið af því þeir eru ekki sáttir við það sem þeir sjá í bókhaldinu. Er ekki eitthvað verulega einkenni- legt við Iand þar sem siðferðis- postularnir eru ekki stjórnmála- menn, ekki fjölmiðlamenn, ekki prestar, ekki áhrifamenn af neinu tagi - heldur bókhaldarar? Dagpeningar fyrir eiginkonur Og Þröstur Olafsson hefur alveg .sérstaklega ekki úr háum söðli að detta sem siðferðispostuli, frekar en aðrir í Seðlabankan- um. Nú kemur það allt í einu upp úr dúrnum - meira og minna fyrir tilviljun að sjálf- sögðu - að í fyrra hafði bankaráð Seðlabankans þegjandi og hljóðalaust, án þess nokkur vissi, sett aftur í gildi reglur sem höfðu verið afnumdar vegna al- mennrar hneykslunar á sínum tíma; þær reglur að rétt væri og sjálfsagt að almenningur borgaði ferðir, uppihald og dagpeninga fyrir eiginkonur Seðlabanka- stjóra sem færu til útlanda á fundi. Þessu hafði náttúrlega enginn tekið eftir - nema náttúr- lega bókhaldararnir, en þetta var í samræmi við skjalfestar reglur bankaráðsins og því náði þeirra siðferðisvitund ekki yfir þetta. Og almenningur var látinn halda að reglur sem hann taldi ósanngjarnar hefðu verið afnumdar, í nafni réttlætis og snoturs siðferðis í stjórnsýsl- unni, en reglurnar voru þá bara settar aftur, um leið og allir voru búnir að gleyma málinu. Fallöxin sjálfskipaða Dæmigerðast af öllu við þetta mál, og það sem gerir það svo sér-íslenskt hneykslismál, er svo hvernig það fer fljótlega ekki að snúast um rétt siðferði, heldur um persónur. Og DV, sem aug- lýsir sig þessa dagana grimmt sem fallöxi yfirvaldanna, blað sem hlífir engum og dýpkar skilning manna á þjóðfélaginu öllu, það spyr Steingrím Her- mannsson í viðtalinu fyrir viku - eftir að hafa tekið á honum með sannkölluðum silkihönskum - hvort hann sé sár yfir þeirri gagnrýni sem ferðalög hans á kostnað almennings hafa hlotið. Blaðið sjálft, fallöxin sjálfskip- aða, leggur sem sagt upp í hend- urnar á sakborningnum Stein- grími tækifæri til að láta vor- kenna sér, enda reyndist Stein- grímur náttúrlega vera ansi sár. Enda þótt fundahöld Steingríms í útlöndum séu auðvitað ekki glæpur, þá eru þau hallærisleg afglöp, og kannski væri næsta skref DV að fara á Litla-Hraun og spyrja fangana þar hvort þeir séu ekki agalega sárir yfir því að verk þeirra skuli hafa verið gagnrýnd. En það verður náttúr- lega ekki, því þeir eru ekki part- ur af kerfinu og hér á Islandi hefur aldrei tíðkast að það sé sama - Jón og séra Steingrímur. Pistill llluga varfluttur i morg- unútvurpi rásar 2 í gær.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.