Dagur - 03.10.1997, Qupperneq 5

Dagur - 03.10.1997, Qupperneq 5
FÖST U DAGUR 3.0KTÚBER 1997 - 21 Um helgina opnar í Listasafni Islands sýning sem er úrval úr dánargjöf Gunnlaugs Schevings. Gunnlaugur er einn merkasti myndlistarmaður sem Islending- ar hafa átt og örugglega eftirlæt- is málari margra listunnenda. Þegar Gunnlaugur lést árið 1972 arfleiddi hann listasafnið að öllum verkum sínum, alls um 1800 verkum. Gjöfin er mjög margbreytileg, meðal annars 12 olíumálverk, 306 vatnslitamynd- ir, fjöldi túss- og vatnslitaskissa, teikningar, grafíkmyndir og 50 teiknibækur og nokkrar dagbæk- ur. A sýningunni verður úrval ol- íumálverka og skissur og undir- búningsmyndir sem tengjast þeim. Með því gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með ferli myndanna, allt frá fyrstu frum- dráttum og síðan stig af stigi er myndhugsunin tekur margvís- legum umbreytingum. Má þá oft rekja sig frá fyrstu drögum, sem stundum eru vart stærri en frímerki, í gegnum ólíkar út- færslur þar sem mismunandi sjónarhorn eru reynd, að gríðar- stórum flekum en stærstu myndirnar á sýningunni er rúm- ir fjórir metrar á lengd. Mynd af uppsetningu sýningarinnar HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER I BOÐI? „Verkið lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn en eftir því sem maður kynnist því betur kemur í ljós að það er þrælmagnað, mjög vel samið og á allan hátt hagan- lega gert,“ segir Pétur Gunnars- son rithöfundur um franska verðlaunaleikritið Listaverkið sem hann þýddi fyrir Þjóðleik- húsið. Verkið var frumsýnt á liðnu vori á Litla sviðinu og gekk fyrir troðfullu húsi til loka leikársins. Sýningar hefjast á ný um helgina og verður fyrst um sinn sýnt á Litla sviðinu en fyr- irhugað er að flytja sýninguna í Loftkastalann upp úr miðjum nóvember. Listaverkið segir frá þremur vinum sem þekkst hafa árum Hilmir Snær, Baltasar Karmákur og Ingvar Sigurðsson i hlutverkum sínum í Listaverkinu. saman. Lýst er hvernig samband þeirra lendir í óvæntri kreppu vegna listaverkakaupa eins þeirra. Vinina leika Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðna- son og Ingvar E. Sigurðsson. Leikstjóri er Guðjón Pedersen „Þetta er franskt verk og ger- ist í frönskum hugarheimi og það sem mér datt fýrst í hug að yrði erfiðast í yfirfærslu til ís- lands er að Frakkar eiga svo auðvelt með að rífast, en Islend- ingar síður. Við forðumst í lengstu lög að rífast en Frakkar sækjast umfram allt eftir því að rífast,“ segir Pétur. „Rifrildi hjá Frökkum getur verið eins konar ígildi atlota á meðan rifrildi hjá okkur, loks þegar það kemur upp, er oft sársaukafullt og þyngra í vöfum." Af viðtökum áhorfenda að marka hefur ekki vafist fyrir þeim að meðtaka rifrildi upp á franskan móð í leikriti sem þýð- andinn segir vera bráðfyndið en merkilega djúpt. Þau útskrifuðust úr gagnfræðaskóla árið 1947, hafa hist endrum og eins og ætla að hittast enn. Eftir hálfa öld Ef þú, lesandi góður, útskrifað- ist úr Ingimarsskóla við Lindar- götu árið 1947 átt þú að mæta á Sex-baujunni Eiðistorgi 13-15 Eiðistorgi nú í kvöld til að rifja upp gamla og góða tíma. Það var enginn vandræðahóp- ur sem stundaði nám í skólan- um á þessum tíma og prúð- mannleg framkoma nemenda var efni lesendabréfs sem Jónas Lárusson hótelstjóri á Akureyri skrifaði í Alþýðublaðið góða þann 3. júní 1947, en 80 nem- endur skólans voru þá á ferða- lagi. Jónas sagði í bréf sínu, sem birtist í dálki Hannesar á Horn- inu: „Framkoma þessara nemenda var til fyrirmyndar. Þeir voru kurteisir og háttprúðir svo að unun var að, ekki aðeins hér í hótelinu heldur og alls staðar þar, sem þeir fóru hér um Akur- eyri. Eg vil biðja þig að bera þeim kveðjur okkar Akureyringa og við þökkum þeim fyrir kom- una. Það er ánægjulegt að taka á moti svona gestum.“ Og ekki er að efa að endur- fundir þessa háttprúða og kurt- eisa fólks verða ánægjulegir. Rifrildi upp á franskan móð

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.