Dagur - 03.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 03.10.1997, Blaðsíða 6
22 -FÖSTVDAGUR 3.0KTÚBER 199j LÍFIÐ í LANDINU Sýning á leðurfatnaði Ólöf Matthíasdóttir opnar sýningu á leðurfatnaði í Galleríinu Amtmannsstíg 1 i dag klukkan 17.00. Sýningin stendur til 20. október. Sigríður Sunneva sýnir nýja línu í Ráðhúsinu um helgina (aðeins boðsgestir!) en þeir sem vilja sjá og þreifa á glæsiflíkum hennar úr skinnum, roði og beinum (o.fl.) geta skoðað og keypt í Atson Laugavegi, Veiðimanninum Hafnarstræti í Reykjavík og á Akureyri að Hvannavöllum 14. Sýning Ingibjargar Á morgun opnar Ingibjörg Hauksdóttir sýningu á olíumálverkum í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listakonan Þræðir, Sýningin stendur til 19. október. Kvikmynclir lielgarinnar Kvikxnynd helgarinnar er Flóttamaðurinn, en hún er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Harrison Ford, sem á dögunum var kosinn mesta kvikmjTidastjarna allra tíma, leikur aðalhlutverk- ið, Dr. Kimble, sem er á flótta ranglega ákærður um morð á eiginkonu sinni. En harðjaxlinn Tommy Lee Jones stelur senunni f hlutverki lög- reglufulltrúans sem eltir Kimble. Myndin var tilnefnd til nokkurra Oskarsverð- Iauna á sínum tíma og Tommy Lee Jones hreppti verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þetta er hörkuspennumynd sem óhætt er að mæla með. Ahorfendum Ríkissjónvarpsins gefst tækifæri til að velja bfómynd föstudagskvöldsins. Valið stendur milli Spies, Lies and Naked Thights, gamanmyndar sem við kunnum ekki skil á, Ghost með Demi Moore og White Palace með Susan Sarandon. Ghost fær okkar atkvæði, enda er hún í senn spennandi og hugljúf. Svo er leikur Whoopi Goldberg sérlega skemmtilegur enda hlaut hún verðskuldaðan Oskar fyrir vikið. Á laugardagskvöld sýnir Ríkissjónvarpið síðan ágæta kafbátaspennumynd með Sean Connery, Alec Baldwin og Scott Glenn í aðalhiutverki. Brandarar í einum þætti Á laugardag frumsýna félagar í Leikfélagi Kópavogs þrjá einþáttunga eftir Anton Tsjekhov. Ber sýningin yfirskriftina Með kveðju frá Yalta. Þættirnir heita Bónorðið, Skaðsemi tóbaksins og Björninn. Tsjek- hov kallaði þessa þætti sína „brandara í einum þætti". Sex áhugaleikarar koma fram í uppfærsl- unni, Bjarni Guðmarsson, Frosti Friðriks- son, Jóhanna Pálsdóttir, Skúli Rúnar Hilmarsson, Ragnhildur Þórhallsdóttir og Örn Alexandersson. WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ SLÁTURMARKAÐUR Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. A sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu slátur, nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Einnig tilbúið slátur í kössum. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudagakl. 10-18. Síminn er 568 1370.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.