Dagur - 03.10.1997, Page 10

Dagur - 03.10.1997, Page 10
26 - FÖSTUDAGUR 3.0KTÓBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU Gamalt útlit en snyrtilegur Jeep Cherokee hefur verið nánast óbreyttur i tæplega hálfan annan áratug. Þessi árgerð kom að vísu með örlítíð rúnaðri línum en breytingin brýtur ekki blað í sögu bilaiðnaðarins. - mynd: ohr Jeep Cherokee er af- komandi gömlu Willy’s jeppanna sem íslenska orðið „jeppi“ er dregið af í upphafi. Utlits- hönnunin er Akkilesar- hæll þessa bíls. í fyrsta sinri í tólf ár voru gerðar svolitlar út- Iitsbreytingar á þessari árgerð. Hornin voru ör- lítið rúnnuð en aðrar breytingar sem gerðar voru á bílnum voru að innan- verðu enda er hann ágætlega snotur og aðlaðandi að innan. En það væri mikil ofrausn að segja breytinguna á Cher- okee brjóta blað í sögu bíliðnaðarins. Veltistýrið þægilegt Veltistýrið gerir þægi- legra að smeygja sér undir og undan stýrinu. Sveiflan á því er mjög rúm. Stýrið er misþykkt, þykkast þar sem armarn- ir festast við stýrishjólið en þynnra á milli, gripið gott. Það fer ágætlega um mann undir stýri á Cherokee þó axlaplássið sé í það mínnsta. Þægi- legt að skipta um gíra og beygjuradíusinn er til- tölulega þröngur þannig að bíllinn er lipur í akstri. Upptakið í 2.500 rúm- sentímetra 125 hestafla bensínvélinni er að vísu ekkert stórkostlegt, en allt í lagi og hestöflin skila sér þokkalega þegar vélin er komin á snúning. Fjöðrunin hefur verið eitthvað endurbætt í þessari árgerð. Bíllinn virkar stífur á malbikinu. A malarveginum er hann samt þokka- lega mjúkur og liggur ágætlega þó hann eigi það til að skvetta rassinum á þvotta- brettum. I rólegum akstri á ósléttu landi eru hreyfingarnar frekar harðar. Til að komast í aftursætið þarf maður að smeygja sér yfir hjólskálina. Sætin eru þægileg og bíllinn er þokkalega rúmgóð- ur og gott farangurspláss aftan við aftur- sætin en þau er hægt að fella fram. Eitt sem vakti sérstaklega athygli mína og undrun var söngur í millikassa eða drifbúnaði. Ekki hávær en þó vel merkjanlegur í rólegum akstri. Veghljóð er mjög Iítið en töluvert vélarhljóð skilar sér inn í bílinn, sömuleiðis myndast óþægilegur titringur í gólfinu aftur í þegar vélin er komin á snúning, e.t.v. vegna titrings sem púst- kerfið leiðir frá 4 strokka bensínvélinni. Verðið á bílnum verð- ur að teljast viðunandi, 2.670 þúsund. Staðal- búnaður er m.a. fjarstýrð samlæsing, tveir líknar- belgir fram í, rafdrifnir speglar og rúður ásamt ræsitengdri þjófavörn. Mundi ég? Mundi ég kaupa svona bíl? Eg get ekki sagt með hreinni samvisku að Cherokee komist ofarlega á óskalistann hjá mér. Eg er að vísu hálfgerður jeppa- kall en mér hefur aldrei fundist varið í þetta útlit Cherokee og skil hreinlega ekki hvers vegna framleiðandinn heldur svona fast í það. En menn hafa misjafn- an smekk. Nei, ég mundi ekki kaupa svona bíl en margir aðrir gera það. ohr Olgein Helgi Kjartansson skrifar Jeep Cherohee er lipur í akstri og þokkalega þýður en frekarhávær. Meira en áratugs gamalt útlit. Cherokee Nokkrar stærðir Heildarlengd 4,26 m Heildarbreidd 1,73 m Heildarhæð 1,63 m Lægsti punktur 2,16 m Hjólhaf 2,58 m Sporvídd 1,47 m Bensíntankur 76 1 Umijöllun um bíla verður hér eftir á þessum stað í Degi á þriðjudögum og fimmtudögum. Sönn vinátta er eins og góð heilsa, gildi hennar getum við sjaldan metið fyrr en við höfum glatað henni. Það að geta spjallað við vin um Iífsins mál, hvort sem það eru vanda- mál eða gleðimál, gefur lífinu gildi og færir manni þá tilfinningu að vera ekki einn í heiminum. Það má leiða að því getum að fólk sem á góða vini og ræðir mikið við þá, þurfi síður á aðstoð sálfræð- inga að halda en hinir sem halda öllu fyr- ir sig og loka tilfinningar sínar inni. skrifar Við hér á íslandi erum svo heppin að landið er lítið og fjöl- skyldu- og kunningjatengsl mikil, þannig að við lendum ekki í því sem svo algengt er f stóru löndun- um, að fólk flytur langar vegalengdir og missir öll tengsl. Þó svo það sé hægt að halda vináttu við með símtölum og bréfa- skriftum, er nauðsynlegt að hittast öðru hvoru, svona rétt til að taka utan um við- komandi. HVAÐ A E G A Ð GERA Vertu ákveöin Kona spyr: Eg vinn á stórum vinnustað þar sem miklar kröfur eru gerðar til starfsfólksins. Mér finnst oft sumt af samstarfsfólkinu sýna mér yfirgang og ætla mér verk sem ég á alls ekki að vinna. En ég þori sjaldnast að mótmæla, því ég er svo hrædd um að verða óvinsæl við það að kvarta. En ég er sár og reið inni í mér fyrir að vera svona mikil gunga og vildi gjarnan fá einhver ráð. Það er erfitt að bregðast við slíku, sér- staklega ef maður er feiminn. Hér eru nokkrir punktar sem geta kannski hjálpað þér. Ekki afsaka það sem þú segir. Þetta er þín skoðun/álit og þú hefur fullan rétt á því að hafa skoðun.Stattu bein og talaðu skýrt og ákveðið. Horfðu í augu viðkomandi þegar þú talar. Ekki brosa á meðan þú ert að mót- mæla. Þegar maður segir eitthvað nei- kvætt eða er ekki alveg sáttur, þá virkar brosið þannig á viðmælandann, að honum finnst þér ekki vera mikil al- vara með því sem þú segir. Haltu þig við umræðuefnið. Ef þú ætlar að neita eða mótmæla einhverju, skaltu gera það strax til að Ijúka því af. Láttu ekkert koma þér af sporinu og ekki samþykkja að skipta um umræðu- efni fyrr en þú hefur komið þínu til skila. Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í simann M. 9-12. Siminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Pastaréttur Fyrir 4 350 g pasta 150 g beikon, skorið í bita 1 lauknr, fínskorinn 1 chilipipar smátt skorinn 2x400 g dósir af niðursoðn- um tómötum með kryddi (tomatoes ivith herbs) Sjóðið pastað í 10-12 mín. Látið vatnið renna af því. Hitið á meðan stóra pönnu og léttsteikið beikonið á millihita fyrst, svo á hæsta hita til að það verði stökkt. Geymið það í skál og haldið heitu. Steikið laukinn og chiliið í beikonfitunni í 4-5 mín. Bætið tómötunum útí, kryddið ef vill og látið krauma í um 10 mín. Hrær- ið saman sósunni og past- anu og dreifið beikoninu yfir. Berið fram með græn- metissalati og brauði. Ráðagóða homið Til þess að sjampóið endist betur, er gott að setja smávegis af vatni í flöskuna þegar sápan Ilmolíur í bað eru vinsælar í mií jt, bað, en olía og vatn blandast Hj ekki sérlega vel saman. Því er Það er ágætt að nudda sjampói á kraga og ermalíningar áður en skyrtan er sett í þvottavél- rað að blanda oliuna lyrst ut í smávegis af mjólk, áður en hún er sett í baðið. Þannig Ieysist hún mun betur upp. •**•;**.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.