Dagur - 10.10.1997, Qupperneq 1
Þak Sjúkrahúss
Reykjavíkur er ónýtt,
múrinn hrynur af Jiví
og tæki jjarf að endur-
nýja. Aðeins fengust
46 milijónir til við-
halds á húsinu en heð-
ið var 11 ni 400.
Því miður er þetta allt saman
rétt. Astand hússins er orðið
þannig að gjörgæsludeildin held-
ur hvorki vatni né vindi og það
lekur inn á hana þegar rignir.
Þaldð hefur verið dæmt ónýtt á
þeirri álmu spítalans. Það er líka
hægt að horfa á það útum glugg-
ann hjá mér hvar liggja múrbrot
um allt sem hrunið hafa undan
þakinu. Það hafa verið gerðar út-
tektir á ástandi hússins og þakið
á álmunni hefur verið dæmt
ónýtt. Það eru mörg ár sfðan
nauðsynlegt var að heíjast handa
við viðgerðir á því og fleiru utan
húss. Eg fæ ekki séð að það birti
neitt til í þessum málum á næsta
ári miðað við þá fjárveitingu sem
okkur er ætluð,“ sagði Magnús
Skúlason, staðgengill forstjóra
hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, í
samtali við Dag í gær.
I umræðum um fjárlagafrum-
varpið sagði Ossur Skarphéðins-
son að á þessu ári hafi Sjúkrahús
Reykjavíkur óskað eftir 400 millj-
óna króna Ijárveitingu til við-
gerða á spítalanum en aðeins
fengið 46. Hann fullyrti að
ástandið á spítalanum væri mjög
Sjúkrahús Reykjavikur er illa farið og peninga vantar til úrbóta á húsnæði og
tækjum.
alvarlegt. Kaupa þarf ný tæki og
endurnýja þau sem fyrir er. Ekk-
ert af þessu verði hægt að gera á
næsta ári, hvorki viðgerðir á hús-
inu né tækjakaup, miðað við þá
fjárveitingu sem spítalanum væri
áætluð á fjárlögum.
„Þetta er alveg rétt. Við fengum
aðeins 46 milljónir í það sem
kallast meiriháttar viðhald og við
höfum ekki getað látið neitt af
þessum peningum í utanhúss
viðhald. Við erum með mikið eld-
varnakerfi og þvi þarf að halda
við. Sömuleiðis erum við með
loftræstikerfi sem þarf að halda
við og margt fleira innan húss.
Og á meðan við getum engum
peningum varið í utanhússvið-
gerðir versnar ástand hússins ár
frá ári,“ sagði Magnús Skúlason.
- S.DÓR
Gjörgæslan heldur
hvorki vatni né vindi
Þriðji hver
utan múra
Þriðji hver refsifangi lýkur af-
plánun annars staðar en í fang-
elsi og það sparar 40 milljónir.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Fangelsismálastofnunar. Á sfð-
asta ári var 60 föngum heimilað
að afplána síðustu vikur eða
mánuði refsivistar á áfangaheim-
ili Verndar og stunda þaðan
vinnu. Þetta er tvöföldun frá ár-
inu áður. 50 fengu að afplána
dóma með samfélagsþjónustu í
stað refsingar. Þá lauk 41 fangi
refsingu sinni í sex vikna meðferð
hjá SAÁ.
Um það bil þriðji hver fangi
lauk þannig afplánun á annan
hátt en í fangelsi og er samfélags-
þjónustan ekki talin með. Þessar
nýju refsileiðir eru taldar spara
19 fangapláss á árinu og 40 millj-
ónir króna.
Fram kemur í skýrslunni að um
helmingur fanga situr inni fyrir
auðgunarbrot og hefur það hlut-
fall lítið breyst á undanförnum
árum. Hins vegar hefur hlutfall
fíkniefnabrotafanga hækkað úr
8% í 13% frá 1993 en þeim fækk-
aði sem sátu inni vegna mann-
dráps eða tilraunar til manndráps
úr 4,6 prósent í 1,4%. — FÞG
Allir þurfa þak yfir höfuðið ekki sist nú þegar vetur gengur í gard. Arnar Ússur Haröarson og Hreggviður Harðarson heita þessir ungu athafnamenn sem hafa reist sér
þessa myndarlegu villu við Aðalstræti 18 á Akureyri til að eiga þar skjól fyrir veðri og vindum. - mynd: gs
mm
ÁTVR
átthagafélag
Blað 2
Stofnfimdux Samtáka um
ft* * þjóðareign
hls. 8