Dagur - 10.10.1997, Síða 3
FÖSTUDAGVR 1 0.OKTÓBER 1997 - 3
FRÉTTIR
L
Hrossin tvöfalt fleiri
enfólkið
Það er meira um
hross en íólk í sumum
kjördæmum landsins.
Ofbeit hrossa er víða
huin að spilla landi
verulega.
1 Norðurlandskjördæmi vestra
eru hrossin tvöfalt fleiri en
mannfólkið. ibúar kjördæmisins
eru um 9.900 en hrossin um 20
þúsund. Sömuleiðis eru hrossin
fleiri en fólkið í Suðurlandskjör-
dæmi eða um 26 þúsund en
mannfólkið rétt rúmlega 20 þús-
und. Hrossaeign landsmanna er
orðin að miklu vandamáli vegna
þess að beitarþol landsins er víð-
ast þrotið og sumsstaðar meira
en það.
Árið 1970 voru rúm 33 þús-
und hross á vetrarfóðrum hér á
landi. I ár eru þau um 80 þúsund
og rúmlega helmingur þeirra í
tveimur fyrr nefndum kjördæm-
um. Þetta kemur fram í greinar-
gerð Hjörleifs Guttormssonar al-
þingismanns með þingsályktun-
artillögu sem hann flytur um að-
gerðir til að takmarka fjöda
hrossa og hrossabeit í úthaga
með tilliti til jarðvegsverndar og
hóflegrar nýtingar gróðurlendis.
„Við höfum lýst yfir stuðningi
við þessa tillögu Hjörleifs. En
vandinn sem bændur standa
frammi fyrir, ætli þeir að fækka f
stóði sínu, er hinn mikli kostn-
aður sem þvf fylgir. Það er ekki
bara sjálfur sláturkostnaðurinn
heldur þurfum við stórtækar
vinnuvélar til að urða fyrir okkur
skrokkana. Það er ekki hægt að
selja kjötið. Síðan útflutningur á
hrossakjöti til Japans datt niður,
en þangað fór kjöt af um 3 þús-
und hrossum á ári, hefur ástand-
ið stór versnað. Þess vegna höf-
um við beðið alþingismenn um
að finna leiðir til að hjálpa okkur
við kostnaðinn af hrossaniður-
skurði á arðlitlum hrossum. Það
hefur enn eldd verið gert,“ sagði
Elín Sigurðardóttir, oddviti í Lýt-
ingsstaðarhreppi í Skagafirði.
Hún segir að í Skagafirði og
víðar sé mikið um óræktað stóð
sem séu verðlausir gripir. Elín
vill ekki segja neitt um það hvort
jarðir í Skagafirði séu ofbeittar
vegna hrossaeignar bænda þar.
Hins vegar segist hún telja það
hagkvæmt fyrir bændur ef þeir
gætu minnkað hrossastofninn.
Vitnað er í skýrslu dr. Ólafs
Arnalds hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins um jarðvegsrof
hér á landi í greinargerð með
þingsályktunartillögu Hjörleifs
Guttormssonar. I henni segir um
ástandið í Skagafirði og Húna-
vatnssýslum.
„Hrossabeit er farin að spilla
högum í Húnavatnssýslum og
gæti kastað rýrð á hina grænu
ásýnd þeirra. Nokkuð víða er al-
varlegt rof í hlíðum sökum
hrossabeitar, sérstaklega í aust-
ursýslunni..."
Unt Skagafjarðarsýslu segir:
„Láglendi Skagafjarðar er vel
gróið en hrossabeit veldur
skemmdum á gróðri og jarðvegi á
mörgum jörðum. Ljóst er að beit
hrossa er orðin mun meiri í
Skagafirði en skynsamlegt getur
talist...“
I könnunum sem gerðar voru
á hrossahögum á árunum 1995
til 1996 voru gerðar athuga-
semdir við ástand og nýtingu
lands í vörslu 522 aðila sem
samtals áttu 17.730 hross. Þar
af var ástand stórra svæða talið
óviðunandi hjá 254 aðilum bæði
í þéttbýli og dreifbýli ,-S.DÓR
Fóru
áj
Forsvarsmeim Akur
stjömuimar fóm
sjálfir fram á gjald-
þrot fyrirtæksins.
Sérstætt mál var tekið fyrir í
Héraðsdómi Norðurlands í gær
þegar stjórn Akurstjörnunnar
ehf. fór fram á fyrir dómi að bú
eigin fyrirtækis yrði tekið til
gjaldþrotaskipta. Langar samn-
ingaviðræður hafa átt sér stað
um aukið hlutafé en væntanlegir
kaupendur settu aukin skilyrði.
sjálfir fram
Þegar ljóst var að ekki væri hægt
að uppfylla þau óskaði stjórnin
eftir að fyrirtækið yrði gert upp.
Þorsteinn Hjaltason hdl. segir
það óvenjulegt að fyrirtæki fari
fram á gjaldþrot á undan kröfu-
höfum. „Þetta er þó ekld eins-
dæmi og kannski má segja að
þetta sé óþarflega sjaldgæf staða.
Stjórn félags veit yfirleitt mest
um Ijármálin og ætti að verða
fyrst til að vita hvenær biðja ætti
um gjaldþrot sem er lögbundið
ef í algjört óefni er komið. Á Is-
landi koma gjaldþrotin alltof
seint. Menn halda í vonina að
allt reddist og skemma eigin
heilsu þangað til allar eignir eru
uppurnar hjá félögunum,“ segir
Þorsteinn Hjaltason.
Akurstjarnan er fjögurra ára
gamalt fyrirtæki sem veitt hefur
ýmiskonar tölvuþjónustu. Það
hefur mest velt um 50 milljón-
um kr. á ári skv. heimildum
blaðsins en vandi fyrirtækisins
fólst í fjármagnsskorti í upphafi.
Skuldir fyrirtækisins nema nú
um 50 milljónum króna. Þess
má geta að Sparisjóður Olafs-
ljarðar lánaði fyrirtækinu fé á
sínum tíma. BÞ
Upp, upp mitt hús
Menn eru sjálfsagt vanari því
að byggt sé við hús eða ofan á
þau, en því að byggt sé undir
þau. Húsið á myndinni stendur,
eða svífur öllu heldur, við
Strandgötu 13 á Akureyri.
Húsið er um 60 tonn aðþyngd
og hvílir á 15 vökvatjökkum.
Ekki er vitað til þess að húsi hafi
áður verið lyft á þennan hátt, en
búnaðurinn hefur verið notaður
til þess að Iyfta vatns- og
olíutönkum Það er Tryggvi Páls-
son fasteignasali sem á hug-
myndina að því að Iyfta húsinu,
en meiningin er að á jarðhæð-
inni sem stendur til að byggja
verði veitingahús. Þar geta menn
lyft sér upp á líkama og sál við
mat og drykk. HH
Menn vinna að því að iyfta upp þessu húsi til þess að menn geti síðar meir lyft sér
upp yfir mat og drykk.
10-11 ræningi dæmdur
Hæstiréttur dæmdi í gær Sigurbjörn Gunnar Utley í tveggja og hálfs árs
fangelsi fyrir að ræna starfsmann 10-11 búðanna í apríl síðastliðnum.
Tveir aðrir voru dæmdir í málinu í héraðsdómi, en þeir undu dómnum.
Sigurbjörn sló starfsmanninn og félagi hans tók af honum fjárnrunina.
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms, en Sigurjón vildi mildun.
Ákæruvaldið féll hins vegar frá kröfu um að dómur héraðsdóms yrði
þyngdur. Sigurjón sló starfsmanninn ítrekað og segir í dómi héraðs-
dóms að skipulag og framkvæmd ránsins sýni einbeittan brotavilja.
Dæmt vegna leysiefiia
Hæstiréttur dæmdiiy'rirtækið Vörumerkingu hf. til að greiða fyrrum
starfsmanni sínum skaðabætur vegna heilaskaða sem rekja má til
notkunar lífrænna leysiefna. Maðurinn vann við prentvél sem hreinsa
þurfti daglega með lífrænum leysiefnum. Fyrirtækið útvegaði ekki
öndunargrímur og dró að fara eftir ábendingum Vinnueftirlits ríkis-
ins. I forsendum dómsins er bent á að skaði þessara efna hafi mátt
vera mönnum Ijós á þeim tíma sem maðurinn vann hjá fyrirtækinu.
Bjöm frestar álcvörðun LÍN
Björn Bjarnason menntamálaráðherra ætlar að beina þM til stjórnar
Lánasjóðs íslenskra námsmanna að synja námsmönnum ekki um lán,
ef þeir þurfa að þreyta próf í annað sinn í deildum sem hafa Ijölda-
takmarkanir. Stjórn stúdentaráðs Háskóla Islands taldi stjórn LÍN
ekki \irða góða stjórnsýsluhætti með ákvörðun sinni. Óskaði stjórn
SHI eftir fundi með menntamálaráðherra um málið og fram kom á
Alþingi að menntamálaráðherra vill að stjórnin skoði málið betur
áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Þroskaþjálfar samþykktu á félagsfundi í gærkvöld að fara í verkfall 3.
nóvember næstkomandi, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfalls-
boðunin nær til þroskaþjálfa hjá ríki og Reykjavíkurborg en ekki til
annarra sveitarfélaga.
Á kjörskrá voru um 230 manns. Atkvæði greiddu 183 eða rúm 80%
og samþykktu 182 verkfallsboðunina, einn skilaði auðu, en enginn
sagði nei.
Þroskaþjálfar samþykkja verk