Dagur - 14.10.1997, Page 1

Dagur - 14.10.1997, Page 1
B-listiim valinn af uppstUIingamefnd Framsóknarmeim á Akureyri hafa skipað nefnd til þess að sjá 11 iii framboðsmál í komandi hæjarstjóm- arkosningum. í nefndinni eiga sæti Hallgrímur Indriðason, Gísli Kr. Lórenzson og Björn Snæbjörnsson. Jafnframt er stefnt að því að tvær konur sitji í nefndinni og verður gengið frá skipan þeirra í nefndina á næstunni. Nefndin mun koma með tillögur að fram- boðslista Framsóknarflokksins til fulltrúaráðs hans en allt eins er líklegt að efnt verði til skoð- anakönnunar meðal flokksbund- inna framsóknarmanna á Akur- eyri um endanlega skipan hans, öðru nafni prófkjör. Það kann að hafa skýrst á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Líklegt er, ef af verður, að skoðanakönnunin fari fram í lok nóvembermánaðar og framboðs- listinn verði kynntur í janúar- mánuði 1998. Allir fimm bæjar- fulltrúar flokksins hafa áhuga á að sitja áfram í bæjarstjórn en eflaust vilja fleiri bætast í þann hóp og hefur nafn Elsu Frið- finnsdóttur, lektors við HA, þar helst verið nefnt. Fullvíst má telja að Jakob Björnsson bæjar- stjóri muni leiða listann. — GG Hvammur snyrti legasta býlið í Eyjafjaiðarsveit Umhverfísverölaim Eyj afj arðars veitar fyrir árið 1997 voru afhent sl. swmudag. Það eru ábúendur að Hvammi, skammt sunnan Akureyrar, þau Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir, sem búa á snyrtilegasta býlinu í Eyjafjarðar- sveit að mati umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar. Fimm aðrir hlutu viðurkenn- ingarskjöl af þessu tilefni. Það eru Litli-Hvammur, Munkaþver- árkirkja, Grundarkirkja, Víði- gerði og Þórustaðir I. Ennfremur voru til skoðunar Ytra-Fell, Reyn, Hranastaðir, Rifkelsstaðir II, Þórustaðir II, Þórustaðir VII og Hríshóll. Markmið umhverfisstefnu Eyjafjarðarsveitar, sem samþykkt var í sveitarstjórn 29. maí sl., er að Eyjafjarðarsveit verði kynnt og þekkt sem vistvænt sveitarfé- lag, sérstaklega hvað varðar Iandbúnað, matvælaiðnað og ferðaþjónustu. I framkvæmdaáætlun er komið inn á fjölmörg atriði, m.a. frá- veitu, sorphirðu, spilliefni, vatnamengun, meindýr og áburðarnýtingu. Einnig er fjallað um sjónmengun og þar lögð áhersla á að áfram verði markvisst unnið að því að upp- ræta sjónmeng- un í sveitinni, m.a. með því að fylgjast með ruslahaugum, húsarústum, bílflökum o.fl. og eigendur gerðir ábyrgir fyrir förgun þess sem þeim til- heyrir. Sveitarfé- lagið mun einu sinni á ári standa fyrir hreinsunardög- um, þar sem hvatt er til al- mennrar þátt- töku. Þess skal þó gætt að forn- minjum og menningarverð- mætum verði ekki eytt. — GG Hjónin Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir í Hvammi með verðlanaskjöldinn sem festur verður upp við afleggjarann að bænum. - mynd:gg KA í meistaradeild Evrópu Dómarar í leik KA gegn Kaunas i Evrópukeppn/ meistaraliöa á sunnudag brugöu sér upp í Hlíðarfjall fyrir leikinn og komust í snjó sem er ekki algeng sjón í þeirra heimalandi, Luxembourg. Á myndinni eru dómararnir þeir Arthur Berthener og Leon Francir Don- ven ásamt eftirlitsdómaranum, Jean Michel Germain frá Frakklandi, í snjónum með Akureyri í baksýn. Á laugardagskvöldið snæddu þeir á sjávarréttarkvöldi á Bautanum og lofuðu gæði íslenskra sjávarrétta. Framsetning Bautans örvaði auk þess bragð- laukana. KA vann leikinn 28-19 og komst í meistarakeppnina, en dregið verður í riðla klukkan þrjú i dag. - Mynd: GG Dramatískt jafn- tefli hjá Þórsurum Haraldur Eðvaldsson, leikmaður Selfyssinga, skorar beint úr aukakasti að loknum leiktíma og „stelur“ öðru stiginu frá Þórsurum. Afhverju eru sumir með bogin hné í varnarveggnum? Mynd: GG Það voru heldur betur sveiflurn- ar í leik Þórs og Selfoss í 2. deildinni í handbolta í Iþrótta- höllinni á Akureyri síðasta laug- ardag. Selfyssingar byrjuðu með miklum látum í leiknum, komust í 10-4, en þá hrökk Þórs- vélin í gang og skoraði 9 mörk meðan Selfyssingar skoruðu að- eins 2. Það var rétt eins og leik- menn Selfoss teldu leikinn unn- inn, en það kann aldrei góðu lukku að stýra. I hálfleik var staðan 13-12 fyrir Þór. Þórsarar leiddu allan seinni hálfleik, léku betur en oft hefur sést til þeirra áður og virtust ætla að innbyrða sigur í leikn- um. I stöðunni 21-21 varði Axel Stefánsson, sem aftur er kominn til Þórs eftir „útlegð“ hjá KA, Val og Stjörnunni, meistaralega, Þórsarar komust í hraðaupp- hlaup og staðan 22-21 og hálf mínúta eftir. En Selfyssingar lúrðu á leynivopni, hinum tröll- vaxna Haraldi Eðvaldssyni, sem tók aukakast að loknum venju- legum leiktíma og skoraði fram hjá varnarvegg Þórsara. Leikurinn tók „toll“ hjá Þórs- urum, því tveir leikmenn, Andr- és Magnússon og Atli M. Rún- arsson, fengu að sjá rauða spjaldið í leiknum. Leikinn dæmdu þeir Egill Már Markús- son og Lárus Lárusson, og stóðu sig þokkalega. Það er hins vegar mjög leiðinlegt að þurfa að hlusta á svívirðingar í garð dóm- ara eða hneykslunarorð í garð leikmanna Þórs, Ieik eftir leik, burtséð frá frammistöðunni. Stuðningsmenn Þórsara ættu frekar að eyða púðrinu í að hvet- ja sitt lið auk þess sem það er miklu skemmtilegra. En við sjá- um til, næsti heimaleikur er gegn Ármenningum 7. nóvem- ber. — GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.