Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBMR 1997 - 3 AKUREYRI NORÐURLAND KA vaiin „tumeringima" 14. flokki síúikna Fjögur norðlensk handboltalið í 4. flokki stúlkna háðu keppni sín á milli síðasta laugardag í íþróttahöllinni á Ak- ureyri, svokallaða „tumeringu“. Stúlkur í 4. flokki eru í 9. og 10. bekk, þ.e. fæddar 1982 og 1983. Þetta voru lið frá Þór og KA á Akureyri, Völsungi frá Húsavík og Hvöt frá Blönduósi. Mótið var liður í íslandsmótinu en Þórsarar voru framkvæmdaaðil- inn. Sömu lið munu svo aftur mætast seinna í vetur, á Akureyri í umsjón KA og einnig á Húsavík og Blönduósi. Úrslit urðu þau að Þór vann Völsung 19-8, Völsungur vann Hvöt 27-14, KA vann Völsung 26-1 1, Þór vann Hvöt 33-2, KA vann Hvöt 33-6 og KA vann Þór 22-12. KA-stúlkur eru því efstar með 6 stig og markatöluna 81- 29, Þór með 4 stig og markatöl- una 64-32, Völsungur með 2 stig og markatöluna 46-59 og Hvöt án stiga og markatöluna 22-93. Efsta liðið að loknum þessum fjórum „turneringum" fer í úr- slitakeppnina. Liðin voru mjög mismunandi að styrkleika, en æfingin skapar meistarann og engin ástæða til að örvænta. T.d. er nýja íþróttahúsið á Blönduósi ekki nema nokkurra ára gamalt og eflaust á handknattleiksfólk frá Hvöt því eftir að híta betur frá sér í framtíðinni. Þórsstúlkurnar, sem lentu í 2. sæti. Um næstu helgi fer fram „turnering" í 5. flokki karla, strákar fæddir 1984 og 1985, í Skemmunni á Akureyri. Byrjað verður að leika á föstudegi og svo laugardag og sunnudag frá því Idukkan 8 um morguninn. Úrslit verða milli klukkan 3 og 4 á sunnudeginum. Fjöldi liða tek- ur þátt í þessu móti víðs vegar að af landinu. Full ástæða er til að hvetja alla handknattleiksáhugamenn að mæta á þessar „turneringar“, bæði hjá stelpum og strákum. Þarna fá áhorfendur fullt af leikjum, marga bráðskemmti- lega, og leikgleðin er oft mjög smitandi upp á áhorfendabekk- ina. Næsta tækifæri er strax um næstu helgi í Skemmunni. — GG Vélsleðameim gefa hreinlætistæKÍ Tómas Búi Bödvarsson, formaður EY-LÍV, afhendir Ingvari Teitssyni, formanni Ferdafélags Akureyrar, ávísun upp á hreiniætistæki í nýja snyrtið i Laugarfelli. Félag vélsleðamanna í Eyjafirði, EY-LÍV, hef ur síðan félagið var stofnað fyrir tveimiir áram látið ýmiss hagsmunamál vélsleðamanna mjög til sín taka. Félagið hefur m.a. beitt sér fyrir lagfæringum á vegaslóðum með það að markmiði að koma í veg fyrir akstur utan vega og staðið fyrir byggingu og endurbótum á fjallaskálum. Fjölmargir koma í skála Ferðafélags Akureyrar í Laugarfelli, en hann var reistur árið 1948, ekki síst vegna þess aðdráttarafls sem jarðhitinn og laugin hefur. Einnig er skálinn miðsvæðis á norðanverðu há- lendinu og þaðan er greiðfært í allar áttir. Að undanförnu hefur Ferðafélag Akureyrar verið að byggja veglegt snyrtihús í Laug- arfelli þar sem verða salerni, handlaugar, búningsaðstaða og sturur. Félag vélsleðamanna hefur samþykkt að gefa Ferðafélagi Ak- ureyrar hluta af þeim hreinlætis- tækjum sem þarf í snyrtihúsið og var það framlag nýverið afhent. Áður höfðu vélsleðamenn staðið fyrir og kostað hitaveitufram- kvæmdir sem nýtast snyrtihús- inu. — GG Leikfélag Akureyrar 4 TROMP A HENDI ♦ Hart S bak eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu 3. Sýning Föstudaginn 17. október örfá sæti laus 4. Sýning Laugardaginn 18. október UPPSELT 3. Sýning, Föstudaginn 24. október 6. Sýning Laugardaginn 25. október Leikritið sem skipaði Jökli á bekk með fremstu leikskáldum okkar. Hnyttinn texti - hjart- næm saga. Leikarar: Sigurður Hallmarsson, Guðbjörg Thoroddsen, Halldór Gylfason Marta Nordal Hákon Waage Þráinn Karlsson Aðalsteinn Bergdal Marinó Þorsteinsson Agnes Þorleifsdótrir Eva Signý Berger Ólafur Sveinsson Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Leikmynd: Hallmundur Kristinsson og Eyvindur Erlendssrm Leikstjóm: Eyvindur Edendsson ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Kynni auðugrar ekkju og óbrotins alþýöumanns. Hjörtum mannanna svipar saman í Atlanta og á Akureyri. Fmtmýningá RenniverkstœSinu 21. des Titilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður eftir Rodgers og Hammerstein annan Ástin og tónlistin takast á við ofurvald nasismans. Hrífandi tónlist - heillandi frásögn. Frumsýnmg t Satnkomubúsinu 6. ttmrs Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir é Markúsarguðspjall Víðkunnasta saga hins vestræna heims. Frumflutningur á íslensku leiksviði. Fmrmýning á Renniverkstceðinu 5. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Ljúfar stundir í leikhúsinu Korta og miðasala í fullum gangi s.462-1400 er styrktaraÖili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.