Dagur - 14.10.1997, Side 4

Dagur - 14.10.1997, Side 4
4 - ÞRIÐJUDAGVR 14. OKTÓBER 1997 AKUREYRI NORÐURLAND O^vr Noiræn bókasafnsvlka og „julefrokost“ Alice Emma Zackrísson, formaður Norræna félagsins á Akureyri, og Vaigerður Hrólfsdóttir, forstöðumaður Norrænu upplýs- ingaskrifstofunnar á Akureyrí. - mynd: brink AJmreyrardeild Nor- ræna félagsins á Akur- eyri heldur aðalfund siiin í dag kliikkan 19.30 í húsnæði Nor- rænu upplýsingaskrif- stofunnar að Glerár- götu 26. Félagsmenn eru iiiii 150 talsins. Formaður félagsins, Alice Emma Zackrisson, segir að í auknu mæli standi félagið fyrir kvik- myndasýningum á norrænum tungumálum fyrir börn og var fyrsta sýningin sl. laugardag. Sýningarnar verða í félagsmið- stöðinni í Glerárskóla og verða sýndar tvær myndir fyrir áramót og tvær eftir áramót. Fyrsta myndin, Elvis, EIvis, var með sænskum texta en síðar verða sýndar myndir með dönsku, norsku og finnsku tali. Myndirn- ar eru ótextaðar. „Norrænt samstarf er mjög mikilvægt til að viðhalda þessum norrænu tengslum sem eiga mjög gamlan bakgrunn. Það eru mjög margir á Akureyri sem hugsa nor- rænt og eiga því fullt erindi. Nor- rænt samstarf í víðustu merkingu þess orðs er í fullu gildi í dag. Við verðum með afmælisfund um helgina 24. október og þar mæta tveir fulltrúar frá sambandsstjórn Norræna félagsins og dagana 10. til 16. nóvember verður norræn bókasafnsvika sem verður á öll- um Norðurlöndunum á sama tíma. M.a. verður kveikt á kert- um samtímis á öllum þeim bóka- söfnum sem vilja taka þátt í bókasafnsvikunni. Föstudaginn 7. nóvember verður kynning á ungmennastarfi innan Norræna félagsins og mun ungt fólk frá Reykjavík sjá um kynninguna. Stofnuð verður ungmennanefnd Norræna fé- lagsins sem mun verða á öllu landinu, þannig að þeir sem ganga í félagið og eru innan við tvítugt munu sjálfkrafa gerast fé- lagar í ungmennadeildinni auk þess að vera í félaginu. Þeir yngri nenna ekki alltaf að taka þátt í því sem vekur áhuga þeirra eldri, og þarna er komið til móts við þeirra óskir og væntingar," sagði Alcie Emma Zackrisson. Deild norræna félagsins á Ak- ureyri stefnir að því að hafa nor- rænt jólaborð, „julefrokost", laugardaginn 6. desember og bjóða deildum í nágrannasveitar- félögum Akureyrar að taka þátt í því. Þar er komið til móts við ósk- ir margra sem ýmist hafa dvalið á Norðurlöndunum og kynnst þessum sið þar og eins þeirra sem fæddir eru og uppaldir í ein- hverju Norðurlandanna en eiga nú heima á Akureyri eða ná- grenni. I tengslum við ferð forseta Is- lands, Olafs Ragnars Grímsson- ar, til Vesturheims verður hleypt af stokkunum nýju verkefni, Vesturfaraverkefninu, þar sem markhópurinn er ungir afkom- endur Vestur-íslendinga í Banda- ríkjunum og Kanada. Nú þegar hefur Norræna félagið áralanga og mjög jákvæða reynslu af ung- mennaskiptum í gegnum at- vinnumiðlunina „Nordjobb“ og nemendaskipti. Þannig gætu vestur-íslensk ungmenni komið hingað og fengið vinnu í sinni „heimabyggð", þ.e. þar á Islandi sem forfeður þeirra bjuggu. Seinna færu ungmenni hér til Bandaríkjanna og Kanada. Til- gangurinn er ekki síst sá að af- komendur Vestur-Islendinga geti heimsótt ísland í ákveðinn tíma, kynnst Iandinu, fólkinu og menningu þess, sögu þess og ekki síst tungumáli. Hugmyndin er að þetta verkefni byrji sumarið 1998. — GG Kosið uin sameiningu Jiriggj a sveitarfélaga nk. 1 a ugardag Árskógssandur, í forgrunni, kann að verða hluti nýs sveitarfélags eftir sameiningarkosningarnar á iaugardaginn. íbúar Hríseyjar, fjær, felldu hins vegar tillögu um sameiningu 7 júní sl. þegar kosið var sameiningu fjögurra sveitarfélaga. - Mynd: GG Sameiginlegur kynn- riigaríimclur verðiir á vegum sameiningar- nefndar Árskógs- strandarhrepps, Svarf- aðardalshrepps og Dalvíkurhæjar í kvöld í félagsheimilinu Vík- urröst á Dalvík klukk- an 20.30. Kosning fer fram nk. laugardag 18. októher. Sameining sveitarfélaganna dregur ekki úr möguleikum á frekari sameiningu síðar við Eyjafjörð að mati sameiningar- nefndar, en fbúafjöldi þessara þriggja sveitarfélaga er í dag um 2.100 manns. Þvert á móti hnígi rök til þess að sameiningin ein- faldi og greiði fyrir stærri skref- um vilji íbúarnir á annað borð ganga enn lengra. Sameinað sveitarfélag muni þar að auki standa sterkt að vígi í viðræðum um frekari sameiningu á svæðinu ef til kemur. Verði af sameiningu tekur þegar gildi samkomulag um fjármálastjórn fram að kosn- ingum 1998. I kosningunum vor- ið 1998 verður kjörin 9 manna bæjarstjórn, en bæjarráð verður skipað þremur bæjarfulltrúum. Stjómsýsla sameinaðs sveitarfé- Iags mun skiptast í fjögur svið, þ.e. fjármála- og stjórnsýslusvið sem bæjarritari mun veita for- stöðu; félagsþjónustusvið sem fé- lagsmálastjóri veitir forstöðu; fræðslu- og menningarsvið sem skóla- og menningarfulltrúi veitir forstöðu og umhverfissvið sem bæjartæknifræðingur mun veita forstöðu. Skoöaiiaköimim iiin viðhorf til viðameiri sameiningar Sameiningarnefndin hefur jafn- framt ákveðið að efna til skoð- anakönnunar samhliða atkvæða- greiðslu um sameiningu sveitar- félaganna þriggja nk. Iaugardag. Það er gert til þess að afla upp- lýsinga um viðhorf kjósenda til enn umfangsmeiri sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð en þeim stendur til boða á laugar- daginn. I skoðanakönnuninni verða þeir sem eru sameiningu fylgj- andi spurðir að því hvort þeir telji að um æskilega stórt sveitarfélag sé að ræða; hvort sameining sé áfangi í að sameina allan Eyja- fjörð í eitt sveitarfélag og hvort sameining geti verið liður í að sameina sveitarfélög við utan- verðan Eyjafjörð, þ.e. hvort æski- legt sé að Siglufjörður, Ólafs- fjörður og Hrísey bætist í hópinn síðar. Þeir sem andsnúnir verða sam- einingu verða spurðir að því hvort þéttbýli og dreifbýli eigi ekki samleið í einu sveitarfélagi; hvort kjósandi hefði viljað sam- eina fleiri sveitarfélög í þessari lotu og hvort kjósandinn telji að kosningar nú tefji eða hindri síð- ar sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð. Mismunandi fjárhagsstarta Staða sveitarsjóðanna er mjög mismunandi. Þannig er varið Heilsuræktarstöðin World Class opnar nýja heilsuræktarstöð í „Slysavarnafélagshúsinu" við Strandgötu á Akureyri næsta laugardag klukkan 13.00. Opið hús verður til ldukkan 17.00 og á sama tíma á sunnudag. Fjöldi fyrirtækja mun þar kynna starf- 78% af tekjum 1996 til reksturs málaflokka, 71% f Svarfðardal og 87% á Árskógsströnd, og yrði 77% í sameinuðu sveitarfélagi. Fjármagnskostnaður er 4% á Dalvík, enginn í Svarfaðardal, 3% á Arskógsströnd en yrði 3%. Heildarskuldir eru 99% af tekj- um á Dalvjk, 33% í Svarfaðardal og 85% á Arskógsströnd, en yrðu 87%. Heildarskuldir á hvern íbúa eru 128.401 króna á Dalvík, 35.267 krónur í Svarfaðardal og 116.410 krónur á Arskógsströnd. Verulegir fjármunir eru taldir sparast með sameiningu. Fram- lag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkar um 3,8 milljónir króna, samræming álagningarreglna sparar 2,2 milljónir króna, lækk- un kostnaðar við yfirstjórn sparar 6,2 milljónir króna, kostnaður vegna fræðslumála lækkar um 2,6 milljónir króna og lækkun fjármagnskostnaðar er áætluð 195 þúsund krónur, Árlegur sparnaður vegna sameiningar er talinn nema um 13,9 milljónum króna. — GG semi sína. Opnunartími verður virka daga frá klukkan 06.30 til klukk- an 23.00. Búningsaðstaða verð- ur fyrir 140 manns og meðal tækja má nefna 30 hjól, stiga og 8 hlaupabrautir, þær fyrstu á Ak- ureyri. — GG Fyrstu hlaupahraut- iruar á Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.