Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 5
 MIÐVIKVDAGUR S .NÓVEMBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Samnorrænt mótfyrír ungtfólk íFinnlandi varhaldið íFinnlandi dagana 6.-12. október en samband mynd- listaskóla fyrírböm og unglinga íFinnlandi á 1S ára afmæli um þessarmundir. Af þvf tilefni var samtökum myndlistaskóla á hinum Norður- löndunum boðið að koma til Finnlands og taka þátt í hátíðar- dagskrá og námskeiðum. Frá Myndlistaskólanum á Akureyri fóru fimm nemendur og nokkrir kennarar. Nemendurnir tóku þátt í sam- norrænni myndlistarsýningu, „En del av dit land“, og kennur- um og fulltrúum safna og ann- arra liststofnanna var boðið á hátíðarsamkomu í Anteneum þjóðlistasafni Finna og afmælis- hóf í Konsthallen til að fagna tímamótunum. Af íslands hálfu tóku þátt þrír kennarar frá Myndlistaskólanum á Akureyri, tveir frá Myndlistar- skóla Kópavogs og einn frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. -MAR Fimm nemendur Myndlistarskólans á Akureyri á aldrinum 12 til 16 ára, sem hafa um langt skeið stundað nám við skóiann, voru valdir til að taka þátt í list- samveru í Voipaaia og internet-verkefni i Lahti. Þe/r eru Ármann Guðmundsson, Elfa Antonsdóttir, Helgi V. Helgason, Kristín Lif Valtýsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir. Myndiistaskólinn á Akureyri hefur keypt forláta kopargrafíkpressu sem var smið- uð / Finnlandi. Finnskur grafíkmeistari var að kenna mönnum á vélina þegar blaðamenn Dags bar að garði. Hér er Þuriður Elfa Jónsdóttir, nemandi í mál- unardeild og Antti Salokanell frá Finnlandi. Setjið súefnis- grímima fyrst á yður... Þessi bók er skrifuð af Andrési Ragnarssyni sálfræðingi sem á fjölfatlaðan dreng. Rókin fjallar fyrst og fremst um það flókna og sára ferli sem fólk þarf að fara í gegnum til að takast á við lífið þegar fatlað barn er í fjölskyld- unni Einnig grandskoðar höfundur samskipti foreldra og fagfólks í Ijósi sinnar eigin reynslu og annarra foreldra. Einkum beinir hann athygli sinni að foreldrum sem stundum eru nefndir „erfiðir". Og síðast en ekki hvað síst hefur Andrés með þessari bók bætt úr brýnni þörf á kennsluefni fyrir þær starfsstétt- ir sem sinna málefnum fatlaðra og fjölskyldna þeirra. Bókin er 133 bls. og kostar 1.980 kr. Útgefandi er Orms- tunga. Kóngur í ríki sínu og Prinsessan Petra Bókaútgáfan Krass hefur nýlega endurútgefið bókina Kóngar í ríki sínu og Prinsessan Petra eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur rithöfund. Þetta er sjálfstætt framhald af bókinni Kógar í ríki sínu, sem var endurútgefin á sl. ári en báðar þessar bækur höfðu lengi verið ófáanlegar. Báðar bækurnar eru mynd- skreyttar af Brian Pilkington. Vindarí Raumsdal Schubert og Brahms Þann 2. nóvem- ber, sunnudag, var efnt til tón- leika í Safnað- arheimili Akur- eyrarkirkju. Tónlistarmenn- irnir, sem fram komu, voru pí- anóleikararnir Valgerður Andr- ésdóttir, Helga Bryndís Magnús- dóttir og Danfel Þorsteinsson. Þá komu fram Guðrún Þórarins- dóttir, víóluleikari, Guðni Franz- son, klarinettleikari og sópran- söngkonan Sigríður Gröndal. Fyrst á efnisskrá var Sónata í B- dúr D 960 fvrir píanó eftir Franz Schubert. Valgerður Andrés- dóttir lék þetta verk. Túlkun hennareinkenndist af djúpri til- finningu fyrir verkinu, sem er sérlega lagrænt og rómantískt. Hún fór fagurlega og af smekkvísi með blæbrigði og og áhersl- ur og í leik hennar og fasi ríkti öryggi og fumleysi. I heild tekinn var flutningur Val- gerðar mjög vel af hendi leystur og er ljóst, að þar fer góður listamaður, sem hún er. Næst á efnisskrá var Sónata í f-moll op 120 nr. 1 fyrir víólu og píanó eftir Jóhannes Brahms. Flytjendur voru Helga Bryndís Magúsdóttir, píanóleikari, og Guðrún Þórar- insdóttir, víóluleikari. Leikur Helgu Bryndísar var öruggur og fyrsta Iaginu, sem var Frúhlings- glaube op 20 nr. 2 við ljóð eftir Uhland. Þessi þvingun hvarf smátt og smátt í næstu lögum, og var söngkonan komin í gott form í síðasta laginu, sem var Suleika 2 op 31 við ljóð Mari- anne v. Willemer. Lokaatriði tónleikanna var tónverkið Der Hirt auf dem Felsen op 120 eftir Franz Schuberet. Verkið er samið við Ijóðið Der Berghirt eftir W.Miller og er fyrir sópran, klarinett og píanó. Sigrún Gröndal gerði vel í þessu verki. Túlkun hennar var næm og röddin í góðri legu. Sérlega vel unnin var náin sam- tvinnun raddarinnar og leiks Guðna Franzsonar, klarinettleik- ara, sem lék fallega á hljóðfærið og gaf flutningi verksins mikið af hrifum sínum. Þó virtist Guðni þurfa smástund til þess að lifa sig inn í anda verksins. Leikur hans í inngangi var nokkuð harður og kantaður. Leikur Daníels Þorsteinssonar jafnt í þessu lokaverki sem í Schubertlögunum fjórum var sérlega góður. Asláttur hans var fullur af lífi og blær leiks hans í góðu sam- ræmi við jafnt efni og anda verkanna sem brag túlkunar annarra flytjenda. Tónleikarn- ir voru allvel sóttir og þökkuðu áheyrendur flytjendum fyrir ánægjulega samverustund og góðan flutning með langvinnu lófataki. Daniei Þorsteinsson píanóleikari spilaði á tónleikunum og var leikur hans sérlega góður. ákveðinn. Hún studdi vel við og gaf blæ og brag svo sem efni stóðu til. Leikur Guðrún- ar Þórarinsdóttur var víða góður, ekk síst í þriðja kafla verksins, sem þer yfirskriftina Allegretto grazioso, þar sem hún náði sér vel á strik. Því miður bar nokkuð á því, að tón- tak væri ekki alveg nógu hnitmiðað, ekki síst í fyrsta þætti, Allegro appassionato, sem olli því að allvíða náðist ekki sá glans á verkið, sem í því býr. Eftir hlé flutti Sigrún Gröndai, sópran, íjögur lög eftir Franz Schubert við undirleik Daníels Þorsteinssonar. Rödd Sigrúnar virtist lítið eitt þvinguð í Vindar í Raumsdal er úrval ljóða norska skáldsins Knut 0degárd í þýðingu Jóhann Hjálmarssonar og Matthíasar Johannessen og rita þeir einnig inngang. Myndirnar í ljóðum skáldsins eru raunsæislegar og nákvæmar og stundum er farið inn á svið sem venjulega eru látin afskiptalaus í skáldskap. Þetta eru ljóð sem höfða beint til les- enda. Bókin er 43 bls. og er unnin hjá Odda. Skáld og skógarbóndi segir frá „Það var rosalegt" nefnist ný bók um skáldið og skógarbóndann þjóðkunna Hákon Aðalsteins- son. Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður skráði en Hörpuút- gáfan gefur út. Bókin er 248 bls. að stærð og prýdd fjölda mynda. I bókinni segir Hákon m.a. frá uppvaxtarárunum í Hrafnkelsdal og lífi og starfi fólks á þeim af- skekkta stað, fjalla- og jöklaferð- um, hreindýraveiðum og baráttu sinni við áfengisvandamálið en honum tókst að sigrast á Bakkusi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.