Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 3
X^MT' FIMMTUDAGUR 6.NÓVEMBER 1997 - 3 FRÉTTIR Landsbyggðin fær 3 2 milljarða á ári Frá bladamannafundi þar sem skýrslan var kynnt, Páll Gudjónsson frá Aflavaka, Þórður Hillmarsson sem vann skýrsluna og Pétur Jónsson formaður atvinnumála- nefndar Reykjavíkur. Bein framlög og jöfn- unargjöld til lands- byggðariiuiar hafa numið 32 milljörðum á ári að jafnaði 1991- 95 hvar af 13 millj- arðareru beinn styrkur, segir í nýrri Aflvakaskýrslu. „Skortur á þéttbýlismyndun hef- ur haft í för með sér að hlutfalls- lega meira af fjárframlögum hef- ur farið til uppbyggingar í hinum dreifðari byggðum landsins," segir í inngangi nýrrar úttektar á vegum Aflvaka. Markmið hennar er könnun á umfangi og skiptingu ríkisfram- laga til atvinnuuppbyggingar á landsbyggð og höfuðborgarsvæði og samhengi þeirra við þróun samfélags og atvinnulífs. Að- standendur úttektarinnar segja ljóst að hér er um pólitískt hita- mál að ræða. 300.000 kr. á iuann Afskipti ríkisvaldsins af atvinnu- lífinu hafa verið mikil, þau hafa birst í jöfnunaraðgerðum og framlögum til einstakra atvinnu- greina og byggðarlaga með áherslu á óbreytt byggðamynst- ur, segir Aflvaki. Ríkið verji ár- lega um 32 milljörðum (300.000 kr. á hvern íbúa landsbyggðar- innar) til að koma í veg fyrir byggðaröskun, hvar af 40% séu beinir styrkir. Þar af séu hátt í 2 milljarðar jöfnunargjöld af ýmsu tagi sem íbúar höfuðborgarsvæð- isins greiða. Þær álögur svari til þess að íbúar höfuðborgarsvæð- isins leggi hverjum landsbyggð- armanni til 17.200 krónur á ári. Allt önnur framlög í höfuð- borginni Til höfuðborgarsvæðisins renna líka 45 milljarðar frá ríkinu. En Aflvaki segir að mikill eðlismun- ur sé á þessum framlögum og beinu styrkjunum til lands- byggðarinnar, þar sem þessi 45 milljarða framlög fari til stjórn- sýslu og stofnana hins opinbera. Kostnaður við rekstur ýmissa samfélagsþátta sé líka mun lægri á mann á höfuðborgar- svæðinu, með þeirri einu undan- tekningu að Reykjavík hafi fjór- um sinnum meiri kostnað af fé- lagsaðstoð en aðrir. Breyta „sægreifamir“ byggðamynstrinu? Ríkisbankarnir hafa gegnt þýð- ingarmiklu hlutverki í fram- kvæmd byggðastefnu síðustu áratuga, segja skýrsluhöfundar. Vísa þeir þar til þess að útlán séu hlutfallslega hæst til svæða þar sem fólksfækkun hefur verið mest. Þetta sé raunar sama munstrið og beitt hafi verið hjá Byggðastofnun. Hennar stuðn- ingur hafi verið mestur 'ið þá landshluta þar sem atvinnuleysi var minnst en fólksflótti mestur. Skýrsluhöfundar sjá iyrir sér að tilfærsla á kvótaeign kunni að breyta búsetumunstri á lands- byggðinni. Þróun á hlutafjár- markaði hafi leitt til þess að hlutabréf hafi skipt um eigendur og áherslur aukist á arðsemi í rekstri, óháð staðsetningu fyrir- tækja. — HEI Fj ármálaráðimeytið hunsar upplýsingalög Laiinakjör upp á borð- ið. Ríkið neitar. Kært til úr s kur ð a rneíii dar um upplýsingamál. Fjármálaráðuneytið og félags- málaráðuneytið hafa synjað að- ildarfélögum BSRB um upplýs- ingar um launakjör starfsmanna hjá stofnunum ríkisins. Stjórn BSRB hefur því ákveðið að fela lögmanni sínum að kæra synjun ráðuneytanna til úrskurðarnefnd- ar um upplýsingamál. 1 svari fjármálaráðuneytisins til Stéttarfélags lögfræðinga er því borið við að samkvæmt upplýs- ingalögum sé heimilt að tak- marka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguð- um ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfé- laga. Markmiðið með því sé að tryggja jafnræði í kjarasamning- um hins opinbera og viðsemjenda þeirra. Þessari undanþágu sé einnig hægt að beita í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyr- irtækja. Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, minnir á að samkvæmt upplýsingalögum á að vera tryggður aðgangur að upplýsing- um um föst Iaun opinberra starfs- Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, telur að stéttarfélög oplnberra starfsmanna eigi skýlausan rétt á upplýsingum um launakjör ríkisstarfsmanna samkvæmt upp- lýsingalögum. - mynd: pjetur manna, auk einstaklingsbundna samninga sem gerðir hafa verið við starfsmenn. Hann segir að neitun ráðuneytanna torveldi störf rnargra aðildarfélaga BSRB sem eru að gera kjarasamninga við einstakar ríkisstofnanir sam- kvæmt nýju launakerfi liins opin- bera. Hann minnir einnig á að ljár- málaráðherra hafi verið tíðrætt urn nauðsyn þess að gera launa- kerfið gagnsærra þegar umræðan stóð sem hæst um breytingar á lögum um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna. Með því að synja stéttarfélögum um upplýs- ingar um launakjör starfsmanna er fjármálaráðuneytið að gera ráðherra ómerkan orða sinna. Nema ef vera skyldi að markmið- ið með nýja launakerfinu hafi verið að gera vel við „meiriháttar fólk“ á kostnað þeirra sem taldir eru „minniháttar". Sé svo verður það aldrei liðið. — GRH Hagnaður hjá Samherja Hagnaður af rekstri Samherja hf. og dótturfélaga nam 241 milljón króna fyrstu átta rnánuði árins. Allt árið 1996 nam hagnaður af rekstri samstæöunnar 632 millj- ónum króna. Hagnaður (yrir af- skriftir og fjármagnskostnað nam 981 milljón króna og hagnaður af reglulegri starfsemi 194 milljón- um króna en 1.298 milljónum króna allt árið 1 996 og þá nam hagnaður af reglulegri starfsemi 446 milljónum króna. Eigið fé hefur aukist um 1.462 milljónir króna frá áramótum og eiginfjár- hlutfall úr 25 f 33% á sama tíma. Rekstrarhorfur næstu mánuði eru af forsvarsmönnum fyrirtæk- isins taldar góðar. Tap varð af rekstri erlendra dóttur- og hlutdeildarfélaga Sam- herja fyrstu átta mánuði ársins að upphæð 34 milljónir króna. - GG FjárfeUir í Skaftártungu Á annað hundrað fjár hefur drepist eftir að hafa fennt í kaf í Skaftár- tungum sl. sunnudag. Fjárfellirinn hefði þó getað orðið mun meiri þar sem mörgu fé hefur verið bjargað úr fönn síðustu daga. Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík í Mýrdal, segir að seinni- part sunnudags hafi gert slæmt veður með snjókomu. Féð hafi hrak- ist í gil og skorninga undan veðrinu og fennt í kaf og drepist. Tfð á Suðurlandi hefur verið góð og töldu menn að von væri á rign- ingu eða jafnvel siyddu. Bændur voru því óviðbúnir og fé úti við, enda þótt mestur hluti þess væri heima við bæi. Reynir segir að veðrið hafi skollið snögglega á, fyrst með slyddu, en síðan hafi veðrið snúist til norð-austanáttar og kólnað. Tjón bænda í Skaftártungum er verulegt. Byggöastofnim burt af mölinni Egill Jónsson alþingismaður og stjórnarformaður Byggðastofnunar sagði í viðtali við Sjónvarpið í gærkvöld að stefnt væri að því að flytja alla starfsemi Byggðastofnunar út á land. Hann sagði hugmyndir þessa Iútandi njóta stuðnings. Pétur Reimarsson hverfur lir hrúnni Pétur Reimarsson, framkvæmda- stjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækisins Árness hf. í Þorlákshöfn, hefur sagt upp störfum að eigin ósk. Pétur mun vera ósáttur við að fyrir- tækið hafi verið rekið með tapi allt frá stofnun árið 1991 og vill hleypa nýjum manni að. Starfsmenn eru um 175 en fyrirtækið gerir út fimm báta, rekur frystihús í Þorlákshöfn og Stokkseyri og rekur einnig flat- fiskvinnslu á Dalvík. Árnes á einnig stóran hlut í fisksölufyrirtæki í Hollandi. Pétur var fyrsti framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík og átti stóran þátt í því að gera það að því stórfyrir- tæld sem það er í dag. Pétur er einnig stjórnarformaður Pósts og síma hf. Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri Fiskafurða og stjórnarfor- maður Árness, segir að Pétur muni starfa hjá fyrirtækinu þar til ráð- inn hafi vérið eftirmaður hans. Hann segir það fjarri öllu lagi að við- ræður fari fram um sameiningu Árness við annað fyrirtæki í sjávarút- vegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.