Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1997, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 6.NÓVEMBER 1997 Thypr FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 - 9 FRÉTTASKÝRING L JMudo íhnfi '—I VALGERÐUR JÓHANNS I : DÓTTIR % SKRIFAR Það ræðst á lands- fundi Alþýðubanda- lagsins um helgina, hvort viðræðum vinstri flokkanna um samstarf verður hald- ið áfram. Mjög skiptar skoðanir eru iim það innan flokksins og jafnvel talið að hann geti klofnað. Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í dag og ef að líkum Iætur verður þar heitt í kolunum. Und- anfarnar daga og vikur hafa flokksmenn tekist á um mál mál- anna, samfylkingu á vinstri væng. Formaður Alþýðubandalagsins vill láta á það reyna hvort vinstri menn geti náð saman. Mikill meirihluti kjósenda Alþýðu- bandalagsins er jákvæður í garð sameiginlegs framboðs, ef marka má skoðanakannanir. Ungliðar í flokknum þrýsta einnig mjög á sameiginlegt framboð strax í næstu þingkosningum. Andstæð- ingar þess og þeir sem vilja fara mun hægar í sakirnar eru hins vegar mjög sterkir í flokknum. Ymsir virðast óttast að flokkur- inn kunni að klofna hver sem nið- urstaðan verði, því bilið milli þeirra sem lengst vilja ganga í sameiningarátt og hinna sem lítið vilja af krötum vita sé alltof breitt. En hvað verður tekist á um á þessum landsfundi? Það er ljóst að það verður ekki samþykkt þar að bjóða fram með öðrum félags- hyggjuflokkum, þótt einstaka ungliðar gætu hugsað sér það. Landsfundurinn hefur það hins vegar í hendi sér að binda endi á viðræður flokkanna og þar með væntanlega koma í veg fyrir sam- eiginlegt framboð þeirra fyrir næstu þingkosningar. Eina tillagan sem liggur fyrir ennþá er frá framkvæmdastjórn flokksins. Þar segir m.a. að í framhaldi af niðurstöðu síðasta landsfundar og framvindunnar síðan, samþykki landsfundur 1997 „að kanna til hlítár mögu-' leika á samstarfi, samfylkingu eða sameiginlegu framboði félags- hyggjufólks fyrir alþingiskosning- ar 1999.“ I tillögunni er gert ráð fyrir að forystunni verði falið að vinna að sameiginlegum málefna- grundvelli og verði því verki lokið eigi síðar en f júní 1998. Þá verði boðað til aukalandsfundar og tek- in endanleg afstaða til samstarfs flokkanna. Viðbúið er að fleiri tillögur um þessi mál verði lagðar fram á landsfundinum, allt frá því að lagt verði til að viðræðum verði slitið og til þess að samþykkja sameiginlegt framboð strax. Óþarfa titrmgur Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagins, telur að titringurinn í flokknum sé meiri en efni standa til. Það standi ekki til að taka ákvörðun um sameig- inlegt framboð á þessum lands- fundi. Stjórn flokksins hafi unn- ið eftir þeirri samþykkt sem landsfundur gerði 1995, en „við höfum óskað eftir þvf að lands- fundurinn taki ákvörðun um framhaldið, vegna þess að lengra verður ekki komist miðað við þá samþykkt. Það er hins vegar ljóst að það er mjög sterkur vilji fyrir því innan Alþýðubandalagsins að skoða það hvort grundvöllur sé fyrir meira samstarfi þessara flokka, eins og fram kemur í sam- 'þýkkt framkvæmdastjofhah“ * Margrét viðurkennir fúslega að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir eigi að fara og að þungvigt- armenn, ekki síst í þingflokknum, séu henni lítt eða ekki samstíga. Sá ágreiningur sé kannski fyrst og eru hörð viðbrögð í báðar áttir og menn skyldu varast að tala bara um klofningshættu ef annað sjónarmiðið nær fram að ganga en ekki hitt,“ segir Margrét. Mikið tækifæri Hún leggur áherslu á að Alþýðu- bandalagið sé sterkur flokkur og með sterka málefnalega stöðu og engin ástæða sé til að óttast við- ræður við aðra flokka um sam- starf. „Þetta er tækifæri sem við getum ekki látið ganga okkur úr greipum. Við eigum alls ekki að vantreysta okkar flokki í svona viðræður og ekki dæma fyrr en við vitum hvað út úr þeim kem- (( ur. Margrét segir að ýmsir séu smeykir við að ekki verði aftur snúið, ef farið verði í málefna- vinnuna. Það sé alls ekki svo. Ná- ist ekki samkomulag um mál- efnasamning sem Alþýðubanda- lagið geti sætt sig við, þá verði ekkert af samfylkingu. „Ég legg áherslu á að flokkur- inn verði samferða í gegnum þetta. Við megum ekki búa til „afl“ sem verður ekkert afl. Sagan hræðir í þeim efnum. Þjóðvaki átti að verða þetta afl sem sam- einaði vinstri menn. Það var al- gjört klúður og þess vegna hef ég lagt áherslu á að hvert skref sé stigið varlega og af vel yfirlögðu ráði og menn fylgist að í þessari vinnu. Takmarkið hlýtur að vera að við stöndum sterkari á eftir en áður.“ Samstarf við verkalýðshreyf- inguna Það er ekki annað að heyra en formaður Alþýðubandalagsins telji miklar líkur á að stjórnarand- stöðuflokkarnir geti náð saman. Víst greini Alþýðubandalag og Al- þýðuflokk á um Evrópumálin og í afstöðunni til Nato og veru hers- ins, en það verði bara að láta á það reyna hvort þar finnist flötur, sem báðir geti sætt sig við. Viljinn sé til staðar og flokkarnir hafi starfað vel saman á þingi undan- farið, til dæmis í málum sem varða verkalýðspólitík. „I mínum huga verða kjaramál- in og umhverfismálin stóru málin í sögu þjóðarinnar á næstu árum og þar eigum váð möguieika á að ná saman.“ Margrét segist hafa haft ákveðnar efasemdir um samþykkt landsfundarins 1995, en hafi síð- an sannfærst um að það hafi ver- ið hárrétt pólitísk ákvörðun. Hún nefnir sérstaklega að undanfarið hafi komið fram mjög sterkur vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til þess að vinstri menn sameinist í sterkum pólitískum flokki með náið samstarf við verkalýðshreyf- inguna. „I mínum huga vegur þetta mjög þungt, því ég hef lagt mikla áherslu á að auka þessi tengsl milli flokks og verkalýðs- hreyfingar. Ég tel að staða þeirra sem eru á vinstri væng stjórnmál- anna og staða verkalýðshreyfing- arinnar beinlínis kalli á sterka samstöðu í framtíðinni." MiMðíhúfi Ymsir halda því fram að á lands- fundi Alþýðubandalagsins ráðist ekki aðeins hvort af samfylkingu verður, heldur sé pólitísk framtíð Margrétar einnig í húfi. Henni þykir það fulldjúpt í árinni tekið. ítrekar að hún hafi unnið í einu og öllu samkvæmt samþykktum flokksins. „I þessu hef ég auðvit- að lagt mikið undir og menn hafa deilt um þau skref sem ég hef stigið. Sumum hefur fundist ég ganga of langt, öðrum of skammt. Ég hlýt að fara fram á það við þennan landsfund að þau skilaboð sem hann sendir mér eða öðrum í forystunni verði skýr, á hvorn veginn sem þau verða. Hinsvegar stend ég að samþykkt framkvæmdastjórnar flokksins og ég þarf auðvitað í ljósi niðurstöðu Iandsfundar að skoða framhaldið gaumgæfilega.“ Nái tillaga framkvæmdastjórn- ar ekki fram að ganga og þú fáir þau skilaboð frá landsfundinum að hætta þessari samfylkingar- vinnu eða að minnsta kosti hægja verulega á, hvað gerir þú þá? Það vita allir að það er ekki það sem þú vilt. „Það er rétt. Ég vil fara í þessa málefnavinnu vegna þess að ég tel að það sé tilraunarinnar virði. Við erum ekki að tala um að leggja niður flokka heldur búa til verkefnaskrá til 4 ára, fyrir sam- einaðan stóran hóp vinstri manna. Alþýðubandalagið er góður flokkur. Hann á ekki annað skilið en að formaðurinn sé tilbúinn til þess að vinna eftir bestu sann- færingu. Ef sannfæring manns Iiggur einhvers staðar annars staðar, en samþykktir flokksins, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér. Það yrði ekki með neinum sárindum, heldur vegna þess að mér ber að hugsa um hag flokks- ins fyrst og fremst. Það mun ég gera hvaða ákvörðun sem ég tek.“ Margrét Frímannsdóttir fór með sigur af hóimi i formannskjöri í Alþýdubandalaginu fyrir 2 árum síðan. Spurn/ng er hins vegar hvort hún stendur með pálmann í höndunum eftir landsfundinn sem hefst í dag, en þar verður m.a. tekist á um samfylkingu vinstri manna. fremst um form á samstarfi A- flokkanna. Hvort bjóði eigi fram saman undir einu merki, eða sameinast um einhvers konar yf- irlýsingu um samstarf að kosn- ingum loknum en bjóða fram hver í sínu nafni. „Þetta er deila sem mér finnst algjörlega ótímabær. I dag blasir ekki við að taka ákvörðun um þetta, heldur um það hvort við eigum að skoða hvort við náum_ sarrian úrn~málefni. Þegar niður- staða liggur fyrir í þeirri vinnu verður landsfundur Alþýðu- bandalagsins að ákveða hvort samkomulag um málefni dugi til öflugs samstarfs eða hvort flokk- arnir haldi sínu striki." Öfgax á báða bóga Sem fyrr sagði óttast ýmsir að Al- þýðubandalagið kunni að klofna ef reynt verði að þvinga fram ákveðna afstöðu í samfylkingar- málum á landsfundinum. Margrét segir að vissulega geti komið upp vandamál nú. „Það eru í raun á ferðinni öfgar á báða bóga og kannski erfitt að sætta þá sem lengst vilja ganga í hvora átt- ina sem er.. En ég bendi á að Stéingrírhúr j. Sigfússon hefur t.d. verið á þeirri línu að það eigi að auka samstarf vinstri manna. Agreiningurinn er kannski meira um formið og það þurfum við að ræða síðar. Ég vil gjarnan finna þá línu PjBPjÓ? ■ Pbd wifnsrnr A 1CliJir * tm irjlXdML ''■■■■■riSfyF ^em flokksmenn gætu flestir sameinast um. Við erum lýðræð- islegur flokkur og munum reyna að finna þann samnefnara sem flest okkar geta sameinast um. En því er ekkert að leyna að það SET vatnsrör úr PE og PP efni eru framleidd í öllum víddum frá 16 til 500 mm að þvermáli. Rörin henta vel í vatnsveitur, hitaveitur, snjó- bræðslu, ræsi o.fl. Röraverksmiðja SET á Selfossi hefur yfir að ráða fullkomnustu tækni sem völ er á við framleiðslu á plaströrum og leggur áherslu á vöruvöndun og góða þjónustu við íslenska lagnamarkaðinn. Evrópuleikur laugardaginn 8. nóvember kl. 16.15. KA - Celje Pivovarna Lasko Forsala aðgöngumiða í KA-heimili og Bókval föstudaginn 7. nóvember. Miðaverð kr. 300 fyrir börn og kr. 1000 fyrir fullorðna. SET ehf. Eyravegur 41-45, 800 Selfoss

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.