Dagur - 11.11.1997, Side 1

Dagur - 11.11.1997, Side 1
Nýtt leikfélag í Hörgárdal Stofnað liefur verið nýtt leikfélag í Hörg- árdal og færa þær með blómlega leikstarf- semi í dalnum inidaii merkjum Ungmenna- félags Skriðuhrepps. Um árabil hefur leiklist verið stunduð í Hörgárdal undir merkjum Ungmennafélags Skriðuhrepps, eða leikdeildar þess félags. Starfsemi félagsins hefur verið fremur lítil á öðrum sviðum á síðustu árum og þannig er einnig farið hjá ungmennafé- lögum nágrannasveitarfélag- anna. Til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfs á svæðinu var.því horfið að því ráði að sameina ungmennafélögin í von um auk- inn kraft í stærra og fjölmennara félagi, og stofna sjálfstætt leikfé- lag sem stofnað var 2. nóvember sl. og hlaut nafnið Leikfélag Hörgdæla. Formaður er Guð- mundur Steindórsson. Tilgangur félagsins er að efla leiklist í Hörgárdal og nágrenni, standa fyrir námskeiðum í leik- list, vera vettvangur fyrir hvers konar hópvinnu á því sviði og standa fyrir leiksýningum. A stofnfundinn mætti Einar Rafn Haraldsson, formaður Bandalags íslenskra leikfélaga, og ræddi al- mennt um leiklist sem hann kvað víða vera ótrúlega öfluga. Ákveðið hefur verið að setja upp í vetur á Melum barnaleik- ritið Rympu á ruslahaugnum eft- ir Herdísi Egilsdóttur undir leik- stjórn Sunnu Borgar. Æfingar hefjast strax á nýbyrjuðu ári og frumsýning verður síðari hluta febrúarmánaðar. — GG Vilja veg um Öxar- fjarðarheiði Sveitarstjórnir í Norður- Þingeyjarsýslu vilja nýjan veg um Öxarljarðarheiði sem stytti leiðina fyrir Þórshafn- arbúa til Húsavíkur um 70 km. Endurskoðuð vegaáætlun verður lögð fyrir Alþingi innan tíðar og hafa fulltrúar sveitar- stjórna á norðausturhorni landsins unnið í samráðshóp með fulltrúum Vegagerðarinnar um það hvaða lausnir eigi að velja til lang- frama. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri Þórs- hafnarhrepps, segir að íbúar Norður-Þingeyj- arsýslu voni að umtalsverðum upphæðum verði varið til varanlegrar vegalagningar á svæðinu, en ekkert hefur verið unnið að vegabótum síðustu 15 til 20 árin svo neinu nemi. Þar er nýr vegur um Oxarfjarðarheiði efstur á blaði. „Gott vegakerfi er stöðugt nauðsynlegra fyrir sjávarútveginn. Annars vegar að auð- velda fyrirtækjum að ná til sín aðföngum, eins og t.d. umbúðum, með sæmilega auð- veldum hætti, og þar skiptir máli hversu löng leiðin er og hversu auðvelt er að komast hana. Það þarf síðan að koma afurðunum til baka sömu leið fljótt og örugglega, ekki síst ferskvöruútflutningi eins og t.d. er hjá fisk- eldisfyrirtækjunum í Öxarfirði. Fyrirtæki sem búa við öruggar vegasamgöngur eru betur búin til þess að koma vörunni með Iitlum fyr- irvara á markaðinn og fá auk þess besta verð- ið. Við búum heldur ekki við tíðar skipasam- göngur, hingað kemur skip frá Samskipum á tveggja vikna fresti sem eykur vægi vegakerf- isins. Það er hægt að stytta vegalengdina til Húsavíkur með því að leggja varanlegan veg um Öxarfjarðarheiði. Við viljum svokallaða T- lausn, þ.e. farið er héðan upp Garðsdal frá Svalbarði og um Einarsskarð í stað Helgafells og þannig liggur veglínan mun lægra. Síðan lægi vegurinn lengra út og niður norður und- ir Kópaskeri en ekki vestur með Múlanum og niður hjá Sandfellshaga. Raufarhöfn tengdist þessum veg vestan við Ormarsá svo leiðin til Húsavíkur styttist einnig fyrir þá. Góðar vegasamgöngur hafa veruleg áhrif á skynjun fólks á búsetuskilyrðum hér og þar með á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja í þess- um byggðarlögum, því erfiðara verður fyrir þau að fá hæft fólk til starfa, bæði almenna starfsmenn og stjórnendur. Góðar samgöng- ur hafa því meira byggðavægi en margt ann- að,“ segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri. - GG Skautavertíðm hafin Skautasvellið á Akureyri var opnað sl. laugardag og strax á fyrsta degi þyrptist fólk þangað, þó aðal- lega börn og unglingar. Opið verður daglega frá 19.00 til 21.00 og aukalega á laugardögum og sunnu- dögum frá 13.00 til 16.00. Sama dag var haldið upp á 60 ára afmæli Skautaféiags Akureyrar. Sjá bls. 2 -gg Tetknistofan Form hannar íyrir FSA Teiknistofan Form mun annast hönnun allra innréttina í ný- byggingn Fjórðungs- sjnkrahúsins á Akur- eyri. Samningurinn gHdir tH fjögurra ára. Samninginn undirrituðu auk fulltrúa frá Form, Valtýr Sigur- bjarnarson, forstöðumaður Byggöastofnunar á Akureyri og formaður bygginganefndar FSA; Jakob Björnsson bæjarstjóri og Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður og stjórnarformaður FSA. Nýbygging FSA er fjórar hæðir auk kjallara, alls 4.300 fermetrar að flatarmáli. Fyrsti áfangi fram- kvæmdanna er ný barnadeild á 4. hæð hússins og er gert ráð fyrir að hún verði tekin í notkun um áramótin 1998/1999. Á 3. hæð verður fæðinga- og kvensjúk- Starfsfólk teiknistofunnar Forms fyrir framan Hæfingarstöð fatlaðra við Skógariund á Akureyri, en Form annaðist hönnun þeirrar byggingar. F.v.: Bjarni Reykjalín, arkitekt og tæknifræðingur; Logi Már Einarsson, arkitekt; Ágúst Hafsteinsson, arkitekt; Árni Gunnar Kristjánsson, byggingatæknifræðingur; Hetga Aðalgeirsdóttir, iandstagsarkitekt og Árni Árnason, húsgagna- og innan- hússarkitekt. dómadeild til húsa; á 2. hæð bæklunardeild og á jarðhæð rannsóknardeild og endurhæf- ingardeild. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða starfsemi verður í kjallara hússins. Það er ríkissjóður og Akureyrarbær sem standa straum af kostnaði vegna framkvæmdanna og greiðir ríkis- sjóður 85% kostnaðarins. Teiknistofan Form hefur sér- hæft sig í þjónustu við heilbrigð- isstofnanir og meðal verkefna síðustu misseri má nefna endur- bætur á flestum deildum FSA, hönnun endurhæfingardeildar og starfsmannaaðstöðu á Krist- nesspítala og æfingasundlaugar þar, Hæfingarstöðvar fatlaðra við Skógarlund á Akureyri og lækna- miðstöðvar að Smáratorgi 1 í Kópavogi. ,'\f öðrum verkefnum á Akureyri rná nefna hönnun ný- bygginga við Sundlaug Akureyrar og hönnun verslunar- og skrif- stofuhúsnæðis að Skipagötu 9, sem m.a. mun hýsa Sparisjóð Norðlendinga. — GG ■“v »r»i»i ,1,V» |

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.