Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 2
2 — ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 Thypsr AKUREYRI NORÐURLAND Skautafélag Akureyrar 60 ára Skautafélag Akureyr- ar hélt hátíðlega upp á 60 ára afmæli fé- lagsins sl. suunudag. Stofnfélagar voru 18, og eru nokkrir þeirra enn á lífi. Skautafélag Akureyrar hefur orðið deildarmeistari í íshokkí síðustu 6 ár, nú síðustu ár í stöðugt harðnandi samkeppni við Skautafélag Reykjavíkur og Björninn og hefur þrátt fyrir fremur slaka aðstöðu einnig átt mjög frambærilega keppendur f unglingalandsliði Islands, m.a. í Marjo Kristinsson á Akureyri, fráfarandi formaður hlaupadeildar ÍSS ávarpar Skautaþing 1997, sem haldið var á Ak- ureyri um helgina. því liði sem tók þátt í D-riðli Evrópumeistaramótsins sem fram fór í Belgrad í Jógóslavíu í marsmánuði sl. Rekstrar- og byggingasamn- ingur var gerður milli Reykjavík- urborgar og IBR sl. vor um nýja skautahöll í Laugardal sem væntanlega verði tekin í notkun á næsta vetri. Vonir standa til að samningur um yfirbyggingu skautasvellsins í innbænum á Akureyri verður tilbúinn innan tíðar og framkvæmdir hefjist fljótlega. Skautahöllinn á Akur- eyri verður hluti af Vetraríþrótta- miðstöð Islands. Það verða gíf- urleg viðbrigði fyrir íslenska skautamenn þegar rekstrartíma- bilið fer upp í 8 til 9 mánuði og mun valda byltingu fyrir iðkend- ur og aðdáendur íþróttarinnar. Auk íslandsmótsins verður m.a. haldið Islandsmót barna og unglinga á Akureyri. A Islandsmóti í listhlaupi á skautum sem haldið var á Akur- eyri í marsmánuði sl. voru kepp- endur 39 í Ijórum aldursflokk- um og varð akureyrsk mær, Jódís Eiríksdóttir, sigurvegari í yngsta flokknum, 11 ára og yngri, en keppendur SR í hinum aldurs- flokkunum. Um næstu helgi, 13. -15. nóvember, verður ráðstefna um vetraríþróttir haldin á Akur- eyri og mun Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, flytja ávarp við upphaf hennar ásamt Ellert B. Schram, forseta Iþrótta og olympíusambands Islands. - GG Akureyringurinn Sveinn Kristdórsson, sem á siðustu árum hefur verið „primus motor“ skautaíþróttarinnar i Reykjavík undanfarin ár, var sæmdur gullmerki ís- hokkídeildar SA af formanni þess, Magnúsi Finnssyni, sem jafnframt er formaður Skautasambandsins. Magnús Finnsson með gullhjálm sem er afmælisgjöf til íshokkímanna á Ak- ureyri frá Reykjavíkurliðunum, SR og Birninum. Þórarinn £ Sveinsson, formaður stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar íslands, afhendir Árna Arasyni, formanni SA, gjöf frá iþrótta- og tómstundaráöi Akureyrar. Þeir Birgir Ágústsson, Guðmundur Pétursson og Ingólfur Ármannsson voru útnefndir heiðursfélagar SA og jafnframt sæmdir gullmerki félagsins. Þeir eru á myndinni ásamt Árna Arasyni, formanni. Einnig hlutu gullmerki félagsins á 60 ára afmæii þess þeir Skúli Ágústsson, Vilheim Ágústsson og Jón Dalmann Ármannsson. SKOÐANIR BRYNJÓLFS Hnmdiö niður launastigaim Miklar ráðstafanir eru nú gerðar í fyrirtækjum og stofnunum til þess að lækka laun hjá láglauna- fólkinu í landinu. Það er gert með ýmsum ráðstöfunum sem kallaðar eru því merkingarlausa nafni „hagræðing". Þeir sem að ráðstöfunum þessum standa eru þeir sem standa ofar í Iaunastig- anum og tilskipanir þessar koma frá aðilum sem standa mikið ofar í launastiganum. Svo langt er gengið í láglaunasjónarmiðun- um að fullvinnandi erfiðisvinnu- fólk þarf að leita opinberrar að- stoðar til þess að komast af með nauðþurftir. Nú eru grunnskólakennarar að leita eftir því að komast ofar í launastigann til þess að geta komist af án aðstoðar. Það gæti nefnilega blasað við þeim eftir flutning grunnskólans og breyt- ingu í einsetinn skóla. Þá kemur w! l)reiðfylking á 'VT'yijF ' móti þeim sem kallast samninga- nefnd og reynir af fremsta megni að varna þeim uppgöngu. Ekki er útséð hvernig þessar stimpingar fara. Þær eru samt dæmi um þá áherslu sem lögð er á að halda ákveðnum hópi launþega í landinu á fá- tækramörkunum. Hverjir eru þeir sem telja sig hafa svo mikið að verja og af hverju óttast þeir svo mjög launajöfnuð í landinu? í LANDNÁMI HELGA MAGRA Draiumir uiii GEIRA. GUÐSTEINS SON SKRIFAR Margar íþróttagreinar eða íþróttafélög á Akureyri hafa gegnum tíðina oft á tíðum notið meiri velvilja bæjaryfirvalda en skautaíþróttin og Skautafélag Akureyrar, sem um þessar mundir heldur upp á 60 ára af- mæli sitt. Saga þessa félags hef- ur að miklu leyti verið tilvistar- barátta miklu frekar en margra annarra félaga en vegna mikillar og óeigingjarnar baráttu forystu- manna félagsins, eða þrjósku, hefur það haldið velli. Þannig má benda á staðsetningu skauta- svellsins í útjaðri bæjarins sem ekki getur talist heppileg með tilliti til aðsóknar barna og ung- linga þangað, t.d. þeirra sem búa úti í Gierárhverfi og það á raun- ar einnig við Brekkupúkana. Hefði ekki verið skynsamara að byggja skautahöll í nágrenni Iþróttahallarinnar, t.d. handan Þórunnarstrætis neðan KEA- verslunarinnar og samnýta t.d. að einhverju leyti búningsaö- stöðu? Það vekur mig til umhugsunar á þessum tímamótum af hverju skautasvell þurfi endilega að vera í Innbænum. Er það vegna þess að skautaíþróttin er horn- reka í kerfínu eða vegna þess að það það fellur betur inn í Iands- skautahöll 1 augsýn lagið þarna innfrá með Súlurnar í baksýn. Vissulega góð mótív fyrir Ijósmyndara. Fyrir nokkrum misserum var samþykkt að á Ak- ureyri yrði Vetraríþróttamiðstöð Islands. Engir peningar hafa þó enn runnið til þess verkefnis en á þeim er von á árinu 1998, bæði frá ríkisvaldinu og Akureyr- arbæ. Sagt er að hafin verði yfir- bygging á skautasvellinu á Akur- eyri á næsta ári svo ljóst er, þrátt fyrir allt, að hagur Strympu er að vænkast. Það vekur hins vegar nokkra furðu að í stjórn Vetrar- íþróttamiðstöðarinnar situr eng- in fulltrúi skautamanna sem valdið hefur því að samskiptin þar á milli hafa oft á tíðum verið nokkuð stirð. Á Skautaþingi 1997, því fyrsta sem haldið er á Akureyri, ótrú- legt en satt, var samþykkt álykt- un þar sem því er beint til að- standenda Vetraríþróttamið- stöðvar Islands að tryggt verði að fulltrúi Skautasambandsins sitji f stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar- innar. Janframt beindi fundur- inn því til stjórnar Vetraríþrótta- miðstöðvarinnar að hafist verði handa við uppbyggingu skauta- mannvirkja sem fyrst. Þrýsting- urinn ætti að geta orðið í „heimahéraði11, þar sem formað- ur Skautasambandsins er Akur- eyringurinn Magnús E. Finns- son. I nágrannalöndum okkar, Nor- egi, Finnlandi og Svíþjóð, er ís- hokkí og listhlaup þær íþrótta- greinar sem draga einna flesta áhorfendur að á veturna. Hraði, harka, spenna og leikni er það sem áhorfendur vilja öðru frem- ur sjá, en ekki undir berum himni í alls kyns veðráttu. Þegar fram líða stundir er ég viss um að áhorfendum að spennandi ís- hokkíleikjum á Akureyri mun fjölga til muna. Meðan aðstaðan er á steinaldarstigi kemur ekki á óvart að ungir, framagjarnir leik- menn leita fyrir sér erlendis þó það hafi löngum talist merki um vöxt og viðgang íþróttar hérlend- is ef íþróttamaður telst nógu góður með erlendu liði. Fyrstur til að hljóta slíkt alþjóðlegt flutn- ingsskýrteini er Ágúst Ásgríms- son frá Skautafélagi Akureyrar, sem keppir í vetur með 1. deild- arliði ÁIK í Árhus í Danmörku. Honum fylgja hvatningarkveðj- ur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.