Dagur - 12.11.1997, Side 4

Dagur - 12.11.1997, Side 4
20-MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 rD^r UMBÚÐ ALAUST Sælir draumar um Þúsundum manna fylgja alltaf einhver vandamál, og það hvort sem þe/r menn eru allir á einum stað eða dreift á marga, segir Einar Kárason. Það þekkja allir sem hafa ferðast út fyrir sitt heimahérað að sumir bæir virðast á einhvern hátt vera sneyddir öllu Iífi; þótt fólk búi og starfi inni í húsunum þá er eins og einhver dauð hönd svífi yfir vötnunum og að íbúunum sé um megn að fara út undir bert loft nema þá í allra brýn- ustu erindagjörðum. Þetta verð- ur sérstaklega raunalegt þegar húsin virðast falleg og glæsileg og í fljótu bragði ekkert útá borgarskipulagið að setja, - ann- að en að ekkert líf bærist á milli húsanna. Þetta þekkja arkitektar og skipulagsfræðingar, og vita jafnframt að það virðist engin formúla til sem gildir um þessi mál: til eru miðbæjarkjarnar og jafnvel heilu borgirnar sem eru hannaðar með það í huga að þar eigi fólk að geta ráfað um götur og torg og notið útilífs og sam- neytis við annað fólk, en samt er þar aldrei hræðu að sjá. Arum og áratugum saman sést þar aldrei neitt kvikt nema fólk sem hraðar sér á milli húsa eins og það búist við að Ieyniskyttur liggi á húsþökunum, og annars hreyfist ekkert nema kannski einstaka sinnum vesælt bréfarusl sem fýkur eftir gang- stéttunum. Eins og áður sagði virðist ekk- ert algilt í þessu efni. Þumal- fingursregla gæti virst að miklir klasar nútímaháhýsa úr stáli gleri og steypu hafi frekar til- hneigingu til að verða dálítið gerilsneytt umhverfi - frægt er dæmið um borgina Brasilíu í samnefndu landi sem var hönn- uð frá grunni sem hið mesta fyr- irmyndarbyggðarlag og hefur allt sem slíkir staðir eiga að bjóða, nema hvað lífsmarkið vantar - þar kvað mannlíf á götum vera álíka fjörlegt og á tilraunastofu í kjarnorkuveri. Steypa, gler og háhýsi útiloka samt ekkert í þessu efni: á síðkvöldum iðar allt af mannlífi á Times Square á miðri Manhattan, og væri sú borg óiíkt hryssingslegri ef þess nyti ekki. Útgðngubaim eftir að skyggja tekur? Vilji menn upplifa hinn algera hrylling í þessu efni ættu þeir að reyna að eyða notalegu kvöldi í „Nýja miðbænum" í Reykjavík, svæðinu í kringum Kringluna. Sjaldan held ég að verr hafi tekist til með miðbæjaskipulag, það er að segja hafi meining þeirra sem hönnuðu svæðið ekki verið sú að í Reykjavík skyldi að eilífu ríkja útgöngubann utan opnunartíma verslana. Hinsvegar hefur það gerst nokkumveginn samhliða uppbyggingu „Nýja miðbæjarins" að sá gamli hefur kviknað til lífs- ins, svo rækilega að þar er fólk gjarnan þúsundum saman á helg- arkvöldum, og enn fleiri þegar vel viðrar. Og það er tími til kominn að menn hætti að tala um þá gleðilegu þróun að bærinn skuli ekki vera dauður sem einhverja hræðilega plágu sem helst verði að uppræta strax með kylfum, táragasi og óeirðalögreglu. Að leysa þjóðfélagsvandann Þúsundum manna fylgja alltaf einhver vandamál, og það hvort sem þeir menn eru allir á einum stað eða dreift á marga. Það að allur þessi mannfjöldi í bænum ráfi um í samfelldu vitfirrtu drykkjukófi er að sjálfsögðu hrein lygi, þótt það sé orðið að klisju sem allir endurtaka hugs- unarlaust sem um þessi mál tala eða skrifa. Það er hinsvegar drukkið í Reykjavík um helgar, og þarf ekki annað en að líta á sölutölur úr Ríkinu til að fá upplýsingar um það, og ber vitni um heimsku manna að halda að það yrði eitthvað minna drukkið þótt mannfjöldanum í bænum yrði tvístrað með hálffasískum lögregluaðgerðum einsog nú er mest í tísku að biðja um. Sumir þeirra sem drekka verða sjálfum sér til skammar og öðrum til ama, slást, æla og skandalísera, og fáránlegt að ímynda sér að það ráðist af því hvort þeir séu staddir niðri í miðbæ eða heima í sínu úthverfi; persónuleg og þjóðfélagsleg vandamál af því tagi verða einfaldlega ekki leyst með þvf að beita táragasi og kylfum gegn öllum almenningi. Það er kominn tími til að menn fari sjá við það kostina að fólk vilji lifa borgarlífi í Reykja- vík, að hún skuli ekki hafa breyst í ömurlegan og grámyglu- legan svefnbæ eins og vel hefði getað gerst. Hinsvegar þarf að bæta kjör og hagi mannfjöldans, til þess og raunar einskis annars eru yfirvöld. Það mætti láta strætó ganga þær nætur sem fólk er í bænum, efla gæslu og öryggi svo að slagsmálahundar, dópsalar og ofbeldismenn fái þar ekki frítt spil frekar en ann- arsstaðar, koma upp almenni- legri hreinlætisaðstöðu og hafa opna góða veitingastaði fyrir þá sem kjósa að vera á stjái alla nóttina. Mennmgarvaktin Hangikj ötssambönd STEFAN JON HAFSTEIN SKRIFAR Það er eitthvað við klíkuskap sem gerir hann sérlega heill- andi. Sú tilfinning að maður sé „sérstakur". IVIaður gleymir aldrei því óafmáanlega sælu- brosi sem félaginn kom með á smettinu þegar hann Iandaði fyrsta smyglaða bjórkassanum í den. Eða því léttstíga göngulagi sem einkenndi þann sem hafði náð sér í danska skinku og stungið inn á sig. Við erum svo heppin hér í fámennissamfélag- inu að „allir eru sérstakir" að þessu Ieyti eins og segir í sjón- varpsauglýsingunni; Island er stéttlaust samfélag að þessu leyti: allir eru í klíku. Um tíma leit út fyrir að mark- aðsvæðing og viðskiptafrelsi myndu eyða þörfinni fyrir klíku- skap. Nú fær hvaða skunkur 'sem er bjór. Hann er orðinn ódrekkandi. Hins vegar fylgir því sérstök tilfinning að kaupa ódýrt Iéttvín í ríkinu sem fáir vita að hefur gæðavottun fagurkera. „Vöruþekking" er orðin dýrmæt skiptivara í íslenska markaðsfé- laginu, frekar en varan sjálf. Fyrir þessu er mikilvæg út- skýring. Við erum á leið inn í sama staðal-markaðsþjóðfélagið og gerir nánast allt óætt í Amer- íku. Nema það sem er „sér“ merkt. Kleinur og brauð tapa náttúru og krafti; drykkir, ostar, súkkulaði - allt er þetta á leið inn á miðju markaðarins þar sem heiðarlegir sælkerar og smeklunenn vilja alls ekki láta mata sig. Á móti kemur svo útspil þeirra sem halda sig utan við meginstrauminn með framleiðslu sína. Þeir fram- leiða lítið, selja stundum og stundum ekki dýrar, auglýsa ekkert og hafa lítla yfirbyggingu, láta klíku ráða kasti og græða nóg. Fyrir sig og sína. Nú er það merki um yfirburðastöðu í samfélaginu að vita um „gæða- vöru“ utan hins almenna mark- aðar. Þetta er dæmi um það að upplýsingar verða verðmæt- ari en varan sjálf! Dæmi um ör- læti þessa blaðs var þegar við slógum upp því mikilvæga leyndarmáli að bestu flatkökur í heimí fengjust í Vík. Og dæmi um að þekkingu vorri eru tak- mörk sett er að við vitum ekki hvar besta hangikjöt í heimi fæst. En eitt er víst. Það er utan alfaraleiðar. Nú þegar jólin nálg- ast fer maður að hafa áhyggjur af hangikjötssambandinu. Reyk- hús um allt Iand senda ilm um byggðir manna og álfa, en hver er með besta hangikjötið? Hið almenna markaðshangikjöt er á leið til helvítis. Bragðlaust, daufreykt, illa magurt. Ohangið hangikjöt! Nú er það tákn um menningarlega yfirburði og sam- félagslega stöðu að koma sér í góða hangikjötsklíku. Rétt eins og áður fengu aðeins yfirburða- menn gjaldeyri, bjór og skinku. Eg segi: látið það berast bræður, segið það engum systur — nema mér! Nú þegarjólin nálgast fermaðuraðhafa áhyggjur afhangi- kjötssambandinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.