Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 6
22-miðvikudagur i 2.nó vember 1997 ro^r LÍFIÐ í LANDINU Vmnusamar nuiinur í reglu Karmelsystra í Hafnaifirði eru nú 22 nunnur. Þærrækta sitt eigið grænmeti ígarð- inum við klaustrið og framleiða ýmislegt sem þærselja. I klaustrinu ríkir friður, enda mikil áhersla lögð á rólegheit. Nunnurnar tala iítið saman, nema hvað snertir vinnuna eða nauðsynlega hluti. Gestir sem koma í verslunina standa fyrir framan grind, þeim er ekki hleypt inn fyrir. „Með því að tala lítið og vera í ró við vinnu okkar, þá komumst við nær Guði okkar og í betra samband við hann,“ segir prior- innan, systir Agnes, en hún tek- ur á móti blaðamanni. Priorinn- an sem er brosmild, sviphrein kona er klædd brúnum kufli sem kallaður er skapúlar og er hann gjöf Maríu Meyjar, kom fram árið 1251, þegar María Mey birtist hinum sæla Símoni Stock, Karmelmunki. Gott að koma í klaustrið I klaustrinu eru nú 22 konur, allar frá Póllandi. Þær eru frem- ur ungar og margar yngri en fer- tugar, að sögn systur Agnesar. „Karmelsystur verða fremur gamlar, það er algengt að þær verði meira en 85 ára,“ segir systir Agnes og brosir. Systír Agnes hefur verið hér í 13 ár og talar furðugóða íslensku. „Það koma margir til okkar í leit að ró og til að biðja,“ segir hún. „Þannig hef ég þjálfast við að tala íslensku. Mörgum þykir gott að koma til okkar og leita Guðs.“ Nunnurnar rækta sitt eigið grænmeti í garðinum við klaustrið og það nýtist þeim allt árið. Þær borða ekki kjöt, drekka vatn, mjólk, te og stundum kaffi á morgnana. Ekki bara bænir Margir halda kannskj að lífið í klaustrinu snúist mest um bænir og messuhald. Svo er þó ekki, því nunnurnar vinna talsvert mildð og framleiða m.a. eitt og annað sem þær selja. Þær búa til falleg kort, handmáluð, ein- staklega falleg máluð kerti sem henta við ýmis tækifæri, jötur með Jesúbarninu, fjárhúsið og krossa, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hafa þær nýlega gefið út bók og kassettu með söng sín- um. Þessar vörur selja þær í versluninni sem er í klaustrinu. „Það koma ekki mjög margir að kaupa,“ segir systir Agnes, en kannski þeir verði fleiri nú þegar fólk hefur séð þá fallegu hluti sem búnir eru til í Guðs friði í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. VS Sitjum ekki á peningakassa Félagsráðgjafarnir Kristján Jósteinsson, f.v. Brynja Óskarsdóttir og Stefán Hallgrímsson. mynd: brink Samspil einstaklings og umhverfis ergrátt svæði. Á því svæði starfafélagsráðgjafar ogþað erþessvegna sem þeir taka höndum saman í dag til aðgera félagsráðgjöfsýnilega. Félagsráðgjafarnir Kristján Jó- steinsson, Brynja Óskarsdóttir og Stefán Hallgrímsson eru sammála starfssystkinum sínum í Evrópu að mikil þörf sé á því að kynna félagsráðgjöf en í dag er evrópskur kynningardagur á félagsráðgjöf. Styðjum fólk til sjálfshjálpar Kristján segir að þrátt fyrir víð- feðman starfsvettvang sé sú ímynd sem félagsráðgjafar hafi í samfélaginu tvenns konar. Ann- ars vegar að þeir vinni við fé- lagsþjónustu sveitarfélaganna, sitji þar á peningakassa og veiti fólki fjáhagsaðstoð. Hins vegar að þeir vinni að barnavernd. „Það heyrast stundum dökkar sögur meðal fólks um félagsráð- gjafann sem tekur börnin af for- eldrunum. Þetta er einungis lítil mynd og skökk af mjög víðfem- um starfsvettvangi sem við höf- um. Markmið félagsráðgjafa er að styðja fólk til sjálfshjálpar á öllum sviðum og sérstaða fags- ins felst í ákveðinni heildarsýn," segir Brynja. „Þar er litið á ein- staklinginn og samskipti hans við sitt nánasta umhverfi og allt samfélagið. Þetta samspil er megin viðfangsefni félagsráð- gjafar." Víðfeðmux starfsvettvangur Starfsvettvangur félagsráðgjafa er á öllum sviðum mannlífsins sögn Stefáns en m.a. á sjúkra- húsum, hjá félagsþjónustu sveit- arfélaga, í einkafyrirtækjum, skólum og á einkastofum. Stefán vinnur hjá ráðgjafardeild Akureyrarbæjar og þar koma fé- lagsráðgjafar að ýmsum málum. „Þar vinnum við að barnavernd- armálum, við veitum fjárhagsað- stoð og ýmsa ráðgjöf. Umgengn- is- og forsjármál koma inn á borð til okkar ásamt fósturmál- um og málum er snerta fatlaða. “Starfssvið Kristjáns sem félags- ráðgjafa er þjónusta við geð- sjúka. „Eg er forstöðumaður áfangastaðar fyrir geðsjúka, sem er skammtímabúseta fyrir fólk með langvinna geðsjúkdóma. Einnig starfa ég við þjónustu- íbúðir geðfatlaðra. “Brynja starfar hins vegar á tveimur stöðum sem félagsráðgjafi, á fæðingadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. „Bæði störfin eru í rauninni í þróun. Hjá Krabba- meinsfélaginu vinn ég sem upp- lýsingafulltrúi. Þar erum við að þróa sálræna og félagslega þjón- ustu við sjúklinga. A fæðinga- deildinni er ég einnig í þróunar- starfi þar sem ég í samvinnu við aðrar fagstéttir vil styðja við fjöl- skyldutengsl og persónulega úr- vinnslu og aðstoða við réttinda- mál.“ Uiiilmn er kyiming á huguðu fólld Þau nefna að þótt starf félags- ráðgjafa sé að taka á mannleg- um vandamálum og það kreljist ákveðins hugrekkis þá þyld þeim mikilvægt að undirstrika þá umbun sem félagsráðgjafinn fær í daglegu starfi sínu. „Sú umbun er kynni af huguðu fólki. Fólki sem glímir við það sem oft virð- ist vera óyfirstíganlegur vandi, en vinnur sigra á vandamálum lífsins,“ segir Kristján. HBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.