Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 12.11.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12.HÓVEMBER 1997 - 21 MENNINGARLIFIÐ I LANDINU Bókin með atsl ætti Bragi Kristjónsson hefur starfað sem fornbókasali í fjóra áratugi og síðustu fimmtán árin hefur hann haldið árlegan bókamark- að nokkra daga í senn. Markað- urinn var opnaður fyrir nokkrum dögum í verslun hans Bókavörð- unni á Vesturgötu. Þar eru allar bækur seldar með helmings af- slætti. Þúsundir tilla er einnig að finna í Kolaportinu en þar fást bækur fyrir 50 til 300 krón- ur. Bragi segir fólk af öllum stétt- um og í öllum aldurshópum stunda fornbókaverslanir, en börn komi þó í minna mæli en áður. Mest sé eftirspurnin eftir fræðibókum og bókum sem snerta ákveðin áhugasvið eins og ættfræði, listir og hannyrðir. Bragi selur mikið af þókum til stofnana og einstaklinga um all- an heim og segir þau viðskipti umfangsmeiri en dagleg sala til íslenskra bókasafnara. Þó finnist enn ijölmargir einstaklingar sem eru reiðubúnir að festa kaup á bókum sem kosta tugi þúsunda. Dýrasta bókin á markaðnum er Safn til sögu Islands sem kostar með helmingsafslætti 150.000. Þarna er einnig að finna bókina Eðlisútmálun manneskunnar gjörð af Dr. Martinet, sem prentuð var á Leirárgörðum 1798 og hún kostar litlar 130.000. Þeir lægst launuðu ættu þó ekki að láta bugast því þeir geta svo dæmi sé tekið fjárfest í kvikmyndahand- riti um Guðrúnu Osvífursdóttur eftir Henrik Thorlacius sem kostar 900 krónur, Stóra blóma- bókin er á 700 krónur, ævisaga Hrafns Gunnlaugssonar Krummi er á 325 krónur og hvert bindi af samtalsbókum Mathíasar Jóhannessen er á 200 krónur. En eins og áður sagði eru titlarnir mörg þúsund og því ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi á bókamarkaði sem stendur fram eftir miðjum mánuði. En hvað les sölumaðurinn Bragi Kristjónsson sér til ánægju? Svarið er stutt og laggott: „Eg les gamla karla eins og Sig- urð Nordai og Arna Pálsson. Svo þessar nýju kerlingar eins og Einar Má Guðmundsson og Vigdísi Grímsdóttur." Síðustu fimmtán árin hefur Bragi Kristjónsson haldið áriegan bókamarkað og þar kennir margra grasa, enda eru titlarnir mörg þúsund. 99 Sigrún Eldjárn og Iitlu Nóbelsverðlaunin 66 Auk Sigrúnar eru 24 rithöfundar og jafnmargir myndlistarmenn tilnefndir að þessu sinni en alþjóðleg dómnefnd sker úr um það hver hljóti verðiaunin og birtir hún niðurstöður sinar I mars 1998. H.C. Andersen verðlaunin eru veitt á heimsþingi IBBY samtak- anna sem haldið er annað hvert ár, hið næsta í Delhi haustið 1998 og er ekki ofsögum sagt að þau séu virtustu verðlaun sem veitt eru á vettvangi barna- og unglingbókmennta í heiminum. I þetta sinn er Sigrún Eldjárn tiinefnd héðan en auk þess hef- ur íslandsdeild IBBY tilnefnt þrjár barnabækur á heiðurslista IBBY samtakanna. Það eru „Peð á plánetunni jörð“ eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, „Ris- inn og skyrfjallið" sem er til- nefnd vegna myndskreytinga Guðrúnar Hannesdóttur og ís- lensk þýðing Sigrúnar Árnadótt- ur á bókinni „Ég sakna þín“ eftir sænska höfundinn Peter Pohl. Bækur höfunda sem hljóta til- nefningu til H. C. Andersen verðlaunanna, svo sem heiðurs- listabækurnar, verða til kynning- ar og sýnis á vegum alþjóðlegu IBBY samtakanna á bókastefn- unni í Bologna og víðar um heim árið 1998. íslandsdeild, IBBY hefur nú starfað í tólf'ar og gefið út tíma- rit sitt „Börn og bækur“ um það bil tvisvar á ári. Nú á næstunni mun það birtast í breyttri mynd undir nafninu „Börn og menn- ing“. Ætlunin er að fjalla þar um ýmsa þætti barnamenningar og mun það verða fyrsta tímaritið sem helgað er eingöngu þeim málum á Islandi. -MAR Smásögur eftir Gyröi Smásagnasafnið Vatnsfólkið eftir Gyrði Elíasson hefur að geyma 25 nýjar sögur. I sögunum má greina þekktar persónur, svo sem skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi. Dúkristur eftir Elías B. Halldórsson prýða bókina, sem er 171 bls. að stærð. Mál og menning gefur út og kostar bókin 3.480 kr. Útsetningar Jónasarlaga Fyrr á árinu kom út geisladisk- ur með lögum Atla Heimis Sveinssonar \dð ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Nú hefur Mál og menning gefið út tvö nótna- hefti með útsetningum á sömu lögum. I öðru heftinu eru Iéttar útsetningar fyrir píanó, en í hinu útsetningar eins og þær eru á geisladiskinum. Verð heft- anna er 623 kr. og 1600 kr. Nunnubrimi á klaustri Eldfórnin er ný skáldsaga eftir Vilborgu Davíðs- dóttur og fjallar um þá gömlu sögu þegar systir Katrín á Kirkjubæjarklaustri var brennd ásökuð um ást í meinum. Hvort hún var í tygjum við djöfulinn eða eða mennska veru er ekki kunnugt um. En saga Vilborgar er byggð á þeim atburðum er urðu þar eystra árið 1343. Verð bókarinnar er 3680 krón- ur. Mál og menning gefur út. Saga fósturs Skáldsagan Ástfóstur eftir Rún- ar Helga Vignisson segir frá stúlkunni Teklu og mönnum í lífi hennar. Sagan er sögð af fóstri sem aldrei fæddist, en flækist um í hugakimum for- eldra og siðmenningar, og er sankallað hugarfóstur. Forlagið gefur út og kostar bókin 3.680 krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.