Dagur - 14.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 14.11.1997, Blaðsíða 2
2 —FÖSTUUDAGUR li.NÓVEMBER 1997 Karlakórínn Fóstbræður og hljómsveitin Stuðmenn tóku lag/ð á Hótel íslandi í gær þar sem nýstáríegt samstarf söngsveitanna var kynnt. Það verður mikið testósterón i Háskólabíói 24 janúar i kringum Ragnhildi Gísladóttur söngkonu. mynd: pjetur Karlmeiffiska og stuð hjá Fóstbræðrum mennsku og svo erum við einn öflug- asti karlakór landsins. Þama verður öflugasta rokkhljómsveitin og tónleik- arnir mjög karlmannlegir í jákvæðri merkingu þess orðs,“ segir Arni. Poppdraumur Fóstbræðra - Leynist poppdraumur í Fóstbræðr- um? Jú, það efast ég ekki um, a.m.k. hjá nokkrum þessara 70 einstaldinga. Þó held ég að búið sé að kæfa þessa drau- ma fyrir kórinn í heild en það verður gaman að takast á við nýja hluti.“ Stuðmenn og kórinn flytja lögin samtímis á sviðinu, hljómsveitin sér um undirleik og rödd Ragnhildar Gísladóttur verður eina kvenröddin á tónleikunum. Æfingar eru að hefjast og eru líkur á að Valgeir Guðjónsson verði með í hljómsveitinni skv. heim- ildum Dags. — BÞ FRÉTTAVIÐ TALIÐ Stuðmenn og Fóstbræður vinna saman að stórum tónleikum. Poppdraimmr- tnn leynist víða iunan raða Fóstbræðra. Hljómsveitin Stuðmenn og karlakór- inn Fóstbræður munu efna til sameig- inlegra tónleika í Háskólabíói í janúar næstkomandi. A tónleikunum verður flutt tónlist úr kvikmyndunum „Með allt á hreinu“ og „Karlakórinn Hekla“ og er yfirskrift kvöldstundarinnar „Is- lenskir karlmenn“. Aldrei hefur viðlíka samstarf verið unnið milli popphljóm- sveitar og karlakórs og er stefnt að hljóðritun tónleikanna. Hrátt rokk og brennandi vitar Arni Harðarson, stjórnandi Fóst- bræðra, segir að hugmyndin hafi kviknað hjá honum, enda leggi kórinn áherslu á íjölbreytileika í efnisvali. „Mér datt í hug að gaman væri að Ieiða saman tvo ólíka heima þar sem áhersl- an yrði þó lögð á styrk hvors um sig. Stuðmenn tóku mjög vel í þetta og varð niðurstaðan að flutt yrðu lög úr þessum tveimur myndum. Annars veg- ar mun rokkið njóta sín dálítið hrátt og á hinn bóginn munum við flytja lög eins og „Brennið þið vitar“, öfluga karlakóratónlist. Jakob Magnússon er alinn upp undir áhrifum frá karlakór- um og það má auðveldlega greina slík áhrif í hans lögum. Það verður gaman að láta þau áhrif heyrast með þessum hætti.“ Mikið testósterón — Af hverju er yfirskrift tónleikanna Is- lenskir karlmenn?“ Ja, þetta getur nú ekki orðið öllu karlmannlegra. Bæði gengu báðar þessar myndir út á karl- Jólabókaflóðið er skollið á. Meðan jólabókahöfundar naga neglur sínar og bíða óþreyjufullir cftir fyrstu ritdómunum eiga aðrir höfundar áhyggjulausari daga. Einn þeirra síðar- nefndu er Guðmundur Andri Thorsson. Hann er ckki einungis rithöfundur heldur einnig söngvari og burðarstoð í hljómsveit- inni Spöðum - best menntuðu hljómsveit lands- ins. Iitið hefur heyrst frá hljómsveitinni síðan plata þeirra félaga kom út í vor, en nú mun hún troða upp í kvöld í Risinu á Hverfisgötu og bíða aðdáendur spenntir eftir að sjá hvemig til tekst eftir að Sigurður Valgeirsson trommulcikari hætti í grúppunni og gekk í björg í Ríkissjón varpinu... Guðmundur Andri Thorsson. í heita pottinum fréttist af því að von væri á sér- stöku tilboði hjá Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavlkur. Tilboðið var tvær pylsur fyrir eina ef þú borgaðir með Vísa. Einn pottverji hafði eftir félaga sínum sem vinnur á Stöö 2 að þar telji menn þetta svar Visa við nýju korti þeirra stöðvarmanna!... Nú er mikið spáð í hverjir muni verða í framboði fyrir hvem í prófkjörinu hjá R- listanum. Eins og áður hef- ur komið fram í pottinum mun Kvennalistinn vera til í að leyfa óháðum að fara fram undir sínum hatti. Nú lieyrist að Helgi Pétursson, fyrrverandi framsóknar- Helgj_Pétursson. maður, hafi hug á að nýta sér þctta tilboð kvennalistakvenna og í pottin- um þykir mönnum það hið besta mál ef Helgi yrði eini formlegi fulltrúi Kvennalistans á R-list- anum........ Hreinn Lofts- son lögmaður ogformaður Einka- væðingamefndar ríkisins. Formaður framkvæmda- nefndarum einkavæðingu vill sjá hraðari gang í sölu ríkisfyrirtækja. Það eittað gera fyrirtæki að hlutafélög- um getur gjörbreytt stjóm- un. Hjá ríkinii ber enginn ábyrgð Hvert er næsta skref í einkavæðingará- fortnum? „Næsta stóra verkefni er að selja fjórð- ungshlut í íslenska járnblendifélaginu. Það verður stærsta salan fram að þessu og við reiknum með að hún geti farið fram fyrir árslok." Hvaða fjárhæðir erum við að tala um? „Fast að einum milljarði króna." Ertu ánægður með ganginn t sölu ríkis- fyritækja til þessa? „Nei, ég hefði \iljað að miklu meira hefði verið gert.“ Á hverju strandar? „Ja, undirbúningsvinnan hefur tekið sinn tíma. Fyrsta skref var að breyta fyrirtækjum í hlutafélög en auðvitað hefði ég viljað sem formaður nefndar um framkvæmd á sölunni sjá miklu meira að gerast. Þó er útlit fyrir að við verðum vel yfir þeim mörkum sem stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu en þar var talað um 350 milljónir. Aftur á móti eru stór áform uppi fyrir næsta ár varðandi Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Við gerum ráð fyrir allt að 49% sölu í honum. Einnig er stefnt að sölu helmingseignarhluta ríkis- sjóðs í íslenskum aðalverktökum. Hvernig miðar hér samanborið við ná- grannalöndin? „Við stöndum betur en mörg Norðurland- anna. Einkavæðingin getur haft mjög já- kvæð áhrif. Við höfum mörg dæmi hér um fyrirtæki sem hafa gengið mjög vel eftir einkavæðingu en höfðu tapað miklu þar á undan.“ Hvað segir það okkur um ríkisstjórnun? „Ja, svari nú hver fyrir sig. Eg tel að strax með hlutafélagaformi komi inn ákveðinn agi og aðhald sem ekki er í ríkisrekstrinum. Abyrgð stjórnenda er betur skilgreind en í ríkiskerfinu jjar sem enginn ber ábyrgð á neinu. Eg er t.d mjög spenntur að sjá hvaða þýðingu hlutafélagsform mun hafa á banka og sjóði. Það hefur mjög verið gagnrýnt að stjórnendur ýmissa fjármálastofnana hafa tapað gríðarlegum fjármunum en bera enga ábyrgð. Slíkt gengur ekki á frjálsum mark- aði.“ Ntí fær ríkisfyrirtækið Sementsverk- smiðjan samkeppni iformi innflutnings á sementi. Hefur það áhrif á sölulíkur fyr- irtækisins? „Við höfðum alltaf gert okkur grein fyrir að Sementsverksmiðjan væri í samkeppni. Að vísu var gert ráð fyrir ákveðinni fjarlægð- arvernd, það er erfitt að flytja sement milli landa. Menn hafa þó alltaf haft í huga að til þess gæti komið að fyrirtækið fengi sam- keppni eftir að hömlur hafa verið afnumdar.11 Sérðu þá ekki fyrir þér að markaðsverð fyrirtækisins lækki? „Auðvitað getur þetta haft áhrif á það, en hinu má heldur ekki gleyma að sements- verksmiðjan hefur staðið í mikilli þróunar- vinnu og framleiðir nú efni sem hentar ís- lenskum aðstæðum afar vel.“ Miðaðist áætlun ekki við að sala Sem- entsverksmiðjunnar hefði farið fram? „Nei, í sjálfu sér var það ekki markmiðið þó að hún hafi verið á Iista yfir fyrirtæki sem átti að selja. Málið er hins vegar viðkvæmt t.d. vegna sjónarmiða heimamanna á Akra- nesi. Viðræður milli aðila hafa átt sér stað enda áhrifin víðtæk fyrir bæjarfélagið. Sala Sementsverksmiðjunnar er því ekki á áætl- un fyrr en á næsta ári.“ — bþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.