Dagur - 21.11.1997, Qupperneq 3

Dagur - 21.11.1997, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997 - 19 Tfc^ur. LÍFIÐ í LANDINU L / „Takid mynd afþessu hrópa þeir, “ þegar Baldur rafvirki fær sér af hlaðborðinu. „Hún gæti heitið Baldur á garðanum." myndir: gs Hér verða sögumar til Mörgum ernauðsyn- legt að eiga afdrep í dagsins önn,þarsem dægurmálin eru krufin og blöðin lesin. Einn þessara staða Kennedy koffstofan. Gælunafn sitt dregur kaffistofan af eigendum sínum, en þeir eru hinir landsþekktu athafnamenn, sem kallaðir hafa verið Kennedy- bræður. Vilhelm Agústsson, einn bræðranna, ræður ríkjum á kaffi- stofunni og fastakúnnarnir beina öllum sínum athugasemdum til hans. „Er hann ViIIi búinn að hækka kaffið," eða „Pantar hann Villi ekki nóg af brauði," hljómar stundum ef menn eru ekki fylli- Iega ánægðir með stöðu mála. Það er þó sjaldnast raunin, enda koma þeir á hverjum degi og kaffistofan er ómissandi þáttur í daglegu lífi þeirra. Milli ldukkan níu og tíu á morgnana iðar kaffistofan af lífi. Hópur iðnaðarmanna í bænum ásamt fleirum á þarna athvarf og málefni dagsins eru rædd. Kallað er milli borða og menn skjóta hver á annan og viðhalda góðlát- legum ríg á milli iðngreina. Þegar okkur ber að er mikil veisla. Skenkurinn svignar und- an kræsingum sem meðal ferm- ingarveisla gæti verið fullsæmd af. Blaðamaður snýr sér að þremur sem sitja við borð og ber sig við að ræða við þá. Það fer ekki á milli mála af sementsryk- inu að þarna sitja múrarar. Þeir vilja lítið við blaðamann tala og maður gæti haldið af leyndar- dómsfullum svipnum að þeir væru frímúrarar. Heilsteyptir menii „Það þýðir ekkert að ræða við múrarana,“ er kallað af rafvirkja- borðinu, „þeir eru svo heilsteypt- ir karakterar að þú getur ekkert dregið upp úr þeim.“ Það er ekki rafmagnað andrúmloftið hjá Baldri Ragnarsyni og félögum hans í Rafiðn. Þeir mæta á hverjum morgni og með þó nokkrum slætti. Um hvað eru menn að tala? spyr blaðamaður. Menn eru fljótir til svars og fyrsta háðsglós- an íykur: „Við vorum að ræða hvað Dagur hefur batnað lítið," og nú hlær allt borðið á kostnað blaðamanns. „Það eru pínulitlu- jólin," er svarið þegar spurt er um hvort alltaf séu svona kræs- ingar á borðum. „Hér verða sögurnar til,“ segir einn og bætir því við að þær birt- ist í fjölmiðlum tveirn vikum síð- ar. Hinir eru ekki sammála þessu: „Það má miklu frekar seg- ja að hér séu þær lagaðar til,“ og niðurstaðan verður sú að snyrt- ing og pökkun á sögusögnum fari fram á borði þeirra félaga. Pólitíkina segja þeir ekki mikið rædda, það sé helst að menn fari af stað þegar komi að kosning- um. „Takiö mynd af þessu, hrópa þeir,“ þegar Baldur rafvirki, yfir- maðurinn, fær sér af hlaðborð- inu. „Hún gæti heitið Baldur á garðanum," og nú hlær allt borð- ið. Stemmningin er létt og menn eru lítið viðkvæmir fyrir gríninu. Þeir segja nóg að gera hjá þeim iðnaðarmönnum sem eru eftir í bænum og verkefnin séu líka í kring svo sem í Kröflu. „Annars viljum við fá meira hingað. Við viljum olíuhreinsun- arstöðina, álver og svo viljum við líka minnisvarðann frá Agli á Hnjóti.“ Eins og að koma heim Þeir segja svona stórveislur eins og var í boði haldna.- vor og haust, auk jólaglöggs og Þorra- blóts. „Svona veisla er nú oftast merki um það að Villi ætli að hækka brauðið. Annars kennir Villi Kristjánsbakaríi um allar hækkanir." Stelpurnar sem afgreiða eru ekki sáttar við þessar athuga- semdir. „Mikið rosalega geta þeir verið leiðinlegir, við sem gerum allt fyrir þá.“ Þeir viðurkenna það að það sé vel hugsað um þá á kaffistofunni. „Þetta er eins og að koma heim,“ segja þeir til að blíðka konurnar og þær láta sér það vel líka. Hér þekkja allir alla og gals- inn og fjörið er svipað á hverjum morgni. Fastakúnnarnir koma ekki bara í hópum. Nokkrir koma á eigin vegum, setjast inn og Iesa blöðin. Hér eiga þeir ath- varf sem vilja brjóta upp daginn og eiga góða stund yfir blöðum og spjalli um landsins gagn og nauðsynjar. Einhver hefur sagt nýjan brandara um það Ieyti sem við göngum út í morgunrökkrið og hlátrasköllin óma þegar við hverfum á braut, eins og svo oft þennan morgun. HH „Svona veisla er nú oftast merki um það að Villi ætli að hækka brauðið." „Það þýðir ekkert að ræða við múrarana, “ er kallað af rafvirkjaborðinu, „þeir eru svo heilsteyptir karakterar að þú getur ekkert dregið upp úr þeim.“ „Það eru pínulitlu-jólin" er svarið þegar spurt er um hvort alltaf séu svona kræsingar á borðum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.