Dagur - 21.11.1997, Side 10

Dagur - 21.11.1997, Side 10
26 - FÖSTUDAGUR 2 1 . N Ó V E M BER1997 ro^ir LÍFIÐ t LANDINU L ^ ------- HESTAR ------- Dómnefnd skipuð þremur dómurum á ný Frá aðalfundi Félags hrossabænda. Bergur Pálsson formaður félagsins er á miðrí myndinni. lega verður þá friður um dómstörfin naestu árin þó alltaf hafi menn skiptar skoðanir sem eðlilegt er þegar huglægt mat á í hlut. Tinögur til fagráðs: Dómstörfum verði hagað á sama hátt og 1997 með eftirfarandi breytingu í ljósi reynslunnar: Dómarar séu þrír og hafi samráð. Þó skal heimilt að færri dómarar starfi þar sem dæmd eru mjög fá hross. Megin reglan verði sú að dómarar komi sér saman um eina einkunn en heimilt verði að taka meðaltal í þeim tilvikum sem dómarar ná ekki sam- komulagi. * Eldri dómar séu hafðir við hendi þegar hross er endurdæmt. Þetta er fyrst og fremst til þess gert að koma í veg fyrir óþarfa einkunnasveiflur á stuttum tíma á einstaka hrossi. * Sami fótabúnaður sé á hrossum í einni og sömu sýningu. Með þessu er verið að koma í veg fyrir að knap- ar séu að stöðva hross í miðri sýn- ingu til að setja á eða taka af hh'far. * Sami knapi sýni hrossið í einni og sömu sýningunni. Knapi sé allsgáð- ur, hann ásamt umráðamanni hross- ins sýni prúðmannlega framkomu. Að öðrum kosti komi til skriflegrar rökstuddrar áminningar. (Þarna vantar heimild til brottvikningar ef knapi er undir áhrifum áfengis eða knapi eða umráðamaður sýnir yfir- gang eða dónaskap). * Hætt verði að dæma brokk í taumi. Allar gangtegundir skal dæma þegar Heiðursverðlaim miðist við 120 kyubótastig Hætt verði sýningum á hryssum með 1. verðlaun fyrir afkvæmi en hryssur sem náð hafa stigum til heiðursverð- launa hafi áfram sýningarrétt. Árlega verði birt í Hrossaræktinni tafla yfir þær hryssur sem náð hafa stigum til 1. verðlauna og heiðursverð- Iauna fyrir afkvæmi og eigendum þeirra sent heiðursskjal. * Lágmörk til afkvæmaverðlauna stóð- hesta lækki um 5 stig sem byggir á því að víð notkun á nýjum erfða- stuðli þá þéttist skalinn og efri hluti hans lækkaði verulega. Lækkun um 5 stig nú er til samræmis við fyrri viðmiðanir. Hætt verði að veita 2. verðlaun fyrir afkvæmi. 6 vetra hryssur sérflokkur Þá voru samþykktar nokkrar tillögur til stjórna FH er varða markaðsmál og lýst yfir ánægju með störf markaðsfull- trúa félagsins. Lýst var yfir stuðningi við sæðingartilraunirnar sem hafnar voru í Gunnarsholti í vor leið á vegum Hrossaræktarsamtaka Suðurlands og mikilvægi þess að þær njóti lána og styrkja til jafns við aðra tilraunastarf- semi og vísindarannsóknir í búfjár- rækt. Þá var samþykkt tillaga þess efnis að bæta inn einum flokki kynbóta- hrossa á lands- og fjórðungsmótum, flokki 6 v hryssna. Hryssuflokkarnir yrðu þá fjórir; 4ra vetra, 5 vetra, 6 vetra og 7 vetra og eldri. Eins og getið var um í síðasta þætti þá voru allmargar tillögur sam- þykktar á aðalfundi FH og verður þeirra helstu getið hér. Flestar eru þessar tillögur ábend- ingar til fagráðs og gott til þess að vita að um þær náðist góð sam- staða við hrossaræktar- ráðunaut Bændasamtakanna. Væntan- hross er í reið. ( Áður var leyfilegt að hlaupa með hross í taumi til að freista þess að það brokkaði undir sjálfu sér ef það hefð ekki tekist í reið). * Hætt verði að viðurkenna dýralækni- svottorð sem veitt eru vegna af- brigðilegra járninga. Hross komi heilbrigð til sýninga og án vottorða. (Bannað að nota botna við járning- ar). Verðlaunastig stóðbesta samkvæmt kynbótamatinu verða þá: verðlaun stig afkv. afkv í sýningu Heiðursverðlaun 120 eða hærri 50 eða fleiri 12 1. verðiaun 120 eða hærri 15-49 6 - 115-119 30 eða fleiri 6 * I Laos, er eftirnafnið Vang algengast. * Elsta áfengisgerð sem framleiðir wiskí í heiminum er á Irlandi, sú hóf starf- semi sína árið 1657. * Patty Hearst var að horfa á Töframann- inn með Bill Bixbyí sjónvarpinu þegar henni var rænt. * Vænghaf Boeing 747 er lengra en fýrsta flug Wright bræðra. * Hjarta broddgaltar slær að jafnaði um 300 sinnum á mínútu. * Ph gildi kúamjólkur er 6. * Minnsta spendýr heims er Bumblebee leðurblakan í Thailandi, sem vegur minna en enskt pence. * Finnska telst hvorki til germanskra, slóvenskra né rómanskra mála, heldur sér flokks sem í eru ungverska og eistlenska. * Tijuna er sú borg sem amerískir ferða- langar eru duglegastir að heimsækja. * Á Nýja Sjálandi er fugl nokkur sem kallast Kea. Sá er mjög hrifinn af því að éta gúmmíkantinn í kringum bif- reiðaglugga. * Sé steini sem er eitt kg. að þyngd fleygt f sjóinn þar sem hann er dýpstur, í Marinas Trench, er hann um eina klst. að falla til botns. Dj'ptin er 35.839 fet. HVAÐ Á É G A Ð GERA Hússtörfm leiðinleg Sæl Vigdís. Það sem mig Iangar að ræða um er kannski smámál og ekkert merki- legt, en það er stórmál í mínum augum. Þannig er, að mér leiðast svo hússtörf að það horfir til vandræða. Maðurinn minn er alinn upp á heimili þar sem allt var í föstum skorðum og aldrei sást hrukka á neinu, en ég er hins vegar vön öðru. Til að bæta gráu ofan á svart, ætlast hann til að ég sjái nánast ein um þessi störf, finnst það ekki hans mál en vill hafa allt í góðu lagi. Get ég sannfært hann á ein- hvern hátt um það hvað þetta er ósanngj- arnt? Það er svo með heimilisstörf að það þarf að vinna þau. Spurningin er auð- vitað hver hreinlætisþröskuldurinn er hjá fólki og í ykkar tilfelli er hann mis- hár. Hefur þú, eða þið rætt þann möguleika að fá einverja heimilishjálp? Það er til mikils léttis að fá einhvern inn á heimilið, þó ekki sé nema til að taka það mesta, þvo gólf og þrífa baðh- erbergi. Þá er léttara að halda við. Þú gætir t.d. sett málið þannig upp að þú sért tilbúin til að greiða einhverjum öðrum fyrir að vinna þinn hluta, hvort hann sé til í það líka. Það ætti að koma honum niður á jörðina varðandi þessi verk og fá hann til að hugsa. Ur því getur hann þá tekið ákvörðun um að sinna hluta af verkunum sjálfur eða greiða fyrir þau. Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símanu kl. 9-12. Símiun er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Hreinar og fínar upps- kriftir Maður notar oft sömu uppskriftirnar aft- ur og aftur og þá vilja stundum koma ldessur í bækurnar á þeim stöðum sem mest eru notaðir. Einn lesenda Dags sendi okkur það góða ráð að líma upps- kriftirnar sem oftast eru notaðar innan á skáphurð í eldhúsinu og þá eru þær til taks, án þess að verða fyrir hnjaski. Auk þess eru þær þá í réttri hæð fyrir augun. frá lesanda OLesandi kom með bæklinginn Tímamót, upplýsingarit fyrir þá sem eru að hætta störfum, í tilefni af spurningu annars lesanda varðandi hvað viðkomandi gæti tekið sér fyrir hendur. I þessum bæk- lingi eru mjög góðar upplýsingar um starfslok, áhugamál, þjónustu, erfðamál og heilsu. Eva Örnólfsdóttir hefur tekið þetta saman og hann er hægt að panta í síma 552 6944 og 552 6252.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.