Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 6
6- LAUGARBAGUR 29.NÓVEMBER 1997 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstodarritstjórí: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHÓLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði Lausasöiuverö: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161 Simbréf rítstjórnar: 460 617i(akureyri) ssi 6270 (REYKJAVÍk) Upplausn á Ísafírði í fyrsta lagi Sjálfstæðisflokkurinn á ísafirði virðist hafa einstakan hæfi- Ieika til að klofna. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar árið 1994 tókst flokknum að yfirvinna alvarlega sundrungu og bjóða fram í einu lagi. En nú þegar hálft ár er til loka kjörtímabils- ins er flokkurinn sprunginn að nýju, og þar með meirihlutinn í bæjarstjóminni. Allt út af fyrirhuguðum kaupum á gömlu frystihúsi! I kjölfarið hafa bæjarstjórinn, aðstoðarmaður hans og skólafulltrúi bæjarins sagt störfum sínum lausum. 1 öðru lagi Nýr meirihluti verður myndaður á ísafirði um helgina. Þar munu þeir væntanlega taka höndum saman sem höfnuðu því að kaupa gamla frystihúsið og breyta því í skólahúsnæði. Nýi meirihlutinn þarf að takast á við vandasöm verkefni sem enn eru óleyst vegna deilna innan hins fallna meirihluta. Það á ekki aðeins við um skólamálin heldur einnig hárhagsáætlun næsta árs. Þetta verður fyrst og fremst skammtímastjórn, sem reynir að leysa aðsteðjandi vanda fram yfir kosningarnar næsta vor. í þriðja lagi Stjórnmáíin hafa oft verið stormasöm á Isafirði og svo sem ekki tiltökumál þótt meirihluti bresti og nýr taki við. Það er hins vegar einkar athyglisvert við þessa pólitísku upplausn í höfuðstað Vestljarða að margir sem til þekkja telja að undir- aldan sé sívaxandi andúð almennings á svokölluðum sægreif- um og þeim gífurlegu eignatilfærslum sem kvótakerfið hefur þegar haft í för með sér. Með réttu eða röngu virðast margir hafa litið á fyrirhuguð kaup bæjarins á frystihúsi Básafells sem óeðlilega þjónustu við þá sem eiga mestan kvóta á Vestfjörð- um. Það hlýtur að vera stjórnmálamönnum á landsvísu alvar- legt umhugsunarefni hvernig þeir geta komið til móts við vax- andi reiði almennings vegna þess óréttlætis sem felst í stór- felldum gróða einstaklinga vegna veiðikvóta sem Alþingi hefur búið til. Elias Snæland Jónsson. Það gengur nú mikið gern- ingaveður yfir Isafjörð. Meiri- hlutinn fallinn. Bæjarstjórinn hættur. Aðstoðarmaður bæjar- stjóra er hættur. Skólafulltrú- inn er hættur. Bærinn sagður stefna lóðbeint á hausinn eða f það minnsta að fram- kvæmdafé hans hafi öllu verið ráðstafað til langrar framtíðar. „Sexmenningaklíkan" er alls- ráðandi. Þetta er ekkert annað en stjórnarbylting í bæjarfé- laginu sem nú má búa við nepurðina sem oft fylgir gern- ingaveðrum, hefðbundnum eða pólitískum. Er nú svo komið að aðrar eins sviptingar hafa ekki gert á Isafirði í heila öld, ekki síðan Skúlamálin gengu þar yfir fyrir rétt rúmum 100 árum. Þótt málsatvik nú séu nokkuð annars eðlis en þau voru þá, hefur það ekki kom- ið f veg fyrir að menn eru farnir að tala um Skúlamál hin síðari. Minna hefur hins vegar heyrst um hver sé Skúli Thoroddsen nú- tímans eða hver sé Lárus H. Bjarnason eða Magnús Steph- ensen, sem auðvitað er auka- atriði fyrir dægurmálasinnaða nútímamenn. Fáir skiljja Þótt þeir séu fáir sem raun- verulega skilja hvað er í gangi í þessum höfuðstað Vest- fjarða, þá er Ijóst að bak við tilfinningar og gamalgrónar væringar milli einstaklinga og flókin tengsl þeirra við físk- vinnslufyrirtækin á svæðinu, lúrir spurningin sem flestir landsmenn skilja, spurningin um skólamál. Átti að kaupa hús Norðurtangans undir skóla eða átti að leigja eitt- V hvað annað hús undir skóla og hugsanlega byggja nýjan skóla í framtíðinni? Og skóla- málaumræðan á Isafirði ein- skorðast ekki við það hvort kenna beri í gömlu frystihúsi eða ekki. Kennarar sem sagt höfðu upp í kjarabaráttunni fengu orðsendingu um það frá gömlu bæjarstjórninni að ef þeir drægju ekki uppsagnir sínar hið snarasta til baka fengju þeir engan 60 þúsund króna jóla/staðaruppbótar bónus. „Sexmenningaklíkan“ hefur nú upplýst að þessar hótanir gagnvart kennurun- um verði dregnar til baka. Skólamál - fasteignir En þessi skóla- málaumræða á ísa- firði - sem nú hefur endað í stjórnar- byltingu í bæjarfé- Iaginu - er ekki mikið auðskildari en allar litlu og margbreytilegu persónulegu ástæðurnar sem valdið hafa deilunum. Því í skólamálaumræðunni er nán- ast ekkert fjallað um skólamál heldur eingöngu fasteignir. Því missa þeir alllir þráðinn sem ætluðu - eins og Garri - að setja sig inn í Skúlamálin hin nýju og taka afstöðu út frá hagsmunum grunnskóla- barnanna á ísafirði. Niður- staðan verður því sú að Skúla- mál hin nýju séu ekki ætluð utanaðkomandi heldur séu þau eingöngu fyrir heima- menn og innvígða í samfélag- ið þar. Áðrir hafa ekki tök á því að skilja þau. Þess vegna hætti bæjarstjórinn. Þess vegna hætti aðstoðarbæjar- stjórinn. Þetta er aðkomufólk! GARRI ÁSGEIR Il mm* HANNES r* mjg? EIRÍKSSON skrifar Sægreifmn er gyðingur íslands Gyðingar hafa löngum sett svip sinn á Evrópu þó uppruni þeirra sé líklega einhvers staðar í Asíu og þeir fluttu seinna norður á bóginn frá botni Miðjarðarhafs- ins. Á öldinni sem leið sópaði að gyðingum í sameinuðu Stór- Þýskalandi og þótti mörgum Þjóðveijanum nóg um. Einkum og sér í lagi eftir að Þjóðverjar þorðu að kannast opinberlega við germanskan uppruna sinn og byijuðu jafnvel að gera honum hátt undir höfði með sjálft tón- skáldið Wagner í broddi fylking- ar. En margt fleira kom til. Gyð- ingar héldu vel hópinn í löndum Evrópu og heimamönnum þóttu þeir vera ríki í ríkinu. Oft komust gyðingar í álnir og náðu að halda auðnum innan fjöl- skyldunnar og innan samfélags gyðinga. Þjóðverjum þótti gyð- ingar Ieggja lítið af mörkum til þjóðfélagsins og auðurinn nýtast þeim einum. Framlag gyðinga væri einkum fólgið í að ávaxta peningana sína og klippa arð- miða af hlutabréfum á sama tíma og Þjóðveijar sjálfir svitnuðu við að eija landið og byggja upp iðnað- inn. Mörgum Þjóð- veijanum þótti tek- inn þarna spónn úr sínum aski og litu gyðinga hornauga fyrir bragðið. Hvort það var maklegt eða ómaklegt skal látið ósagt hér enda var pistilhöfundur þá ekki kominn til sögunnar. Hitt er svo annað mál að í heimskreppunni miklu fyrr á þessari öld sauð upp úr í Þýskalandi og víðar. Gyðingar fengu að fínna til tevatnsins um Kristalsnætur og átökin náðu há- marki í seinna veraldarstríði. Innfæddum þóttu gyðingar vandamál og tóku skipulega á vandanum. Styijöldin gerði aftur á móti íslendinga ríka og þjóðin fékk líka Marshall aðstoðina fyrir stríðsbarðar þjóðir Evrópu. Að henni Iokinni hóf nýsköpunarstjórn íhalds og komma mestu skipasmíðar Islandssögunnar og voru svo mörg veiðiskip keypt fyrir stríðsgróð- ann að ekki fundust útgerðar- menn að þeim öllum. Ríkis- stjórnin varð því að beita sér fyr- ir útgerðum bæjarfélaga víða um landið til að taka á móti og gera út flotann. Urðu það afdrifarík mistök og með bæjarútgerðum var kjölurinn Iagður að allt of stórum veiðiflota á íslandsmið- um. Flotanum ósigrandi og með ofveiði sinni kallaði hann kvóta ljóta yfir þjóðina. Saga sæ- greifadæmis á Islandi er öll með ólíkindum. Landsmönnum varð snemma ljóst að flotinn ósigr- andi mundi vinna auðveldan sig- ur á fiskistofnum við Iandið og því )töí að vernda fiskimiðin í landhelgi. En aðferðin var röng. Eðlilegast var að ákveða aflann á hverju ári með hliðsjón af stærð fiskistofna og leyfa svo útgerðar- mönnum að bítast um aflann í anda frjálsrar samkeppni eins og tíðkast víða annars staðar í þjóð- félaginu. I stað samkeppninnar voru útvegsmenn gerðir að áskrifendum að óveiddum fiski með kvóta og þar með var auður þjóðarinnar kominn í hendur fá- einna manna í sægreifadæmum. spurtsi Hvaða líkur eru á því að íslendingar homist áfram í Evrópukeppn- inni í handknattleik, eftir tapleik gegn Júgóslövum ífyrra- kvóld? Atli Hilmarsson þjálfari KA í liandknattleik. Maður er kannski ekki bjartsýnn. Vonin er sú að Júgóslav- ar séu ánægðir með að vera k o m n i r áfram og að við þær að- stæður eigum við möguleika á móti þeim í Júgóslavíu, sem við kannski hefðum ekki átt - hefði leikurinn skipt öllu máli fyrir þá. En við sýndum það þegar við unnun Dani á útivelli í Álaborg fyrir um ári síðan, hvers liðið er megnugt. Því hef ég enn trú á því. Kristján Arason viðskiptafræðingur ogjv. landsliðsm. í itandknattletk. Þær eru ekki miklar. En liðið má ekki hugsa út í líkurnar á þvf að kom- ast áfram, heldur ein- faldlega um það að vinna leikinn. Jóiiminidur Kjartansson yfirlögregluþj. í Reykjavík og Jtand- knattleiksáhugam. Mér hund- leiddist leik- urinn í gær- kvöld, og niðurstaðan var í sam- ræmi við það. En er það ekki mynstrið að þeir sigri á útivelli. Ég hef fulla trú á því. Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður á Útvarpinu. Ég myndi telja líkurn- ar ekki meiri en 20%. Helsta von okkar tel ég að felist í því a ð Júgóslövu- um finnst þeir vera búnir að gera nóg. Þeir eru bún- ir að tryggja sig áfram í úrslita- keppnina, þannig að úrslit á sunnudag skipta þá í raun engu máli. Eftir sigur Litháa á Sviss- lendingum á fimmtudagskvöld tel ég útilokað annað en að þeir vinni seinni Ieikinn líka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.